• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

I am official station

Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
You are here: Home / Kvikmyndagagnrýni

Kvikmyndagagnrýni

Kvikmyndagagnrýni (plaköt)

Smá umfjöllun um kvikmyndir sem ég hef séð nýlega… Stutt kvikmyndagagnrýni – ég nenni að skrifa mismikið, fer yfirleitt eftir því hvað mér dettur fyrst í hug – oft bara að hugsa upphátt.

Stjörnugjöf… já, stjörnugjöf er eiginlega svolítið bullshit – ég held að það sé mismikið bakvið stjörnur sem fólk gefur myndum. Hjá mér er það yfirleitt bara gut feeling – hversu skemmtileg/fyndin/spennandi/flott fannst mér myndin. Upplifunin.

Það er ekki eins og ég sé með einhvern ákveðinn skala/staðal eða tékklista – “já, flottur bílaeltingaleikur – 1 stjarna, töff byssubardagi – bætist við 1,5 stjarna…” ;) Síðan getur stjörnugjöfin oft verið svona plús/mínus 1-2 stjörnur.

Hlaðvarp um kvikmyndir  

Það er vert að minnast á að ég og Björn erum með hlaðvarp um kvikmyndir sem við köllum Búnir með poppið. Það er hægt að fylgjast með okkur í gegnum Facebook, Twitter og Instagram – og svo auðvitað hlusta á þættina á Spotify, Apple Podcasts, Google Podcasts og öðrum stöðum þar sem fólk hlustar á hlaðvörp. 

Sort list by: title | rating | view date ↓

  • March, 2023

  • Show the reviewHide the reviewThe Princess and the Frog (2009) 5/10

    2023-03-19 20:14
    * * * * *

    Mjög hefðbundin "gamaldags" Disney mynd með söng- og dansatriðum. Hefðbundin saga. Fín mynd, en vantaði eitthvað til að gera hana meira grípandi og ánægjulegri. #disneyplus

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewThe Whale (2022) 7/10

    2023-03-18 22:13
    * * * * * * *

    Mjög sorgleg mynd. Vel leikin. Áhugavert að hún er í 4:3 formati – gerir hana smá gamaldags. Dramatísk. Átakanleg á köflum. Brotnir einstaklingar. Mögnuð makeup vinna. Vissi ekki að þetta væri byggt á leikriti, en það meikar sense (ein staðsetning og fáir leikarar).

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewPuss in Boots: The Last Wish (2022) 7/10

    2023-03-15 23:45
    * * * * * * *

    Skemmtileg og flott fjölskyldumynd. Spennandi. Fínasta saga. Töff hvernig það breyttist smá teiknimyndastíllinn á milli atriða. Íslenska talsetningin var mjög fín.

    Aníta: “Stígvélaði kötturinn var skemmtilegur!”

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewThe Great Gatsby (2013) 6/10

    2023-03-06 21:35
    * * * * * *

    Skrautleg mynd – litrík og poppandi eins og margar myndir hjá Baz Luhrmann. Löng mynd, þannig að það náðist ekki alveg að ná góðu tempói (keyrslu) í gegnum alla myndina. Áhugaverð saga, ágætlega spennandi. Slatti af "theatrical" atriðum. Áhugavert að Jay Leno's Garage fékk þakkir í lokinn – hann hefur líklega lánað einhverja gamla bíla.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewVivo (2021) 7/10

    2023-03-04 19:32
    * * * * * * *

    Skemmtileg fjölskyldumynd. Fyndin. Lífleg og litrík. Fínasta saga og fjörug lög. #netflix

    0.3
  • February, 2023

  • Show the reviewHide the reviewRio 2 (2014) 7/10

    2023-02-23 20:18
    * * * * * * *

    Skemmtileg og fyndin fjölskyldumynd. Fínasta saga. Litrík og flott. Betri en fyrsta myndin. #disneyplus

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewSharper (2023) 6/10

    2023-02-20 23:18
    * * * * * *

    Áhugaverð saga. Nóg af plots. Spennandi. Ágætlega ferskt, ekki fyrirsjáanlegt frá byrjun.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewLuck (2022) 7/10

    2023-02-17 20:17
    * * * * * * *

    Mjög skemmtileg mynd fyrir alla fjölskylduna. Fínasta saga. Fínasti rytmi. Hélt alveg athygli manns – nógu spennandi.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewBlack Panther: Wakanda Forever (2022) 8/10

    2023-02-02 23:16
    * * * * * * * *

    Góð mynd. Spennandi. Töff. Hörku action atriði. Wakanda heimurinn er mjög skemmtilegur. Fullt af góðum leikurum og töff persónum. #disneyplus

    0.3
  • January, 2023

  • Show the reviewHide the reviewMeet the Robinsons (2007) 4/10

    2023-01-31 20:15
    * * * *

    Veit ekki alveg með þessa mynd. Ekki góð gæði á grafíkinni og sagan/handritið frekar slappt... Smá skrýtið vibe. #disneyplus

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewAvatar: The Way of Water (2022) 8/10

    2023-01-22 00:24
    * * * * * * * *

    Mögnuð mynd. Magnaður heimur. Virkilega flott – kom vel út í 3D, slatti af extra flottum atriðum. Geggjaðar tæknibrellur – algjört listaverk. Spennandi. Drama. Töff action atriði. Maður skynjaði alveg skilaboðin um að við ættum að lifa í sátt og samlyndi við dýrin og náttúruna.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewTrolls 2: World Tour (2020) 5/10

    2023-01-20 20:49
    * * * * *

    Skemmtileg fjölskylduafþreying. Hressandi öðruvísi plot en í fyrstu myndinni. En það vantaði smá upp á handritið til að gera þetta að meira spennandi og innihaldsríkri sögu. #netflix

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewThe Boss Baby (2017) 6/10

    2023-01-15 20:49
    * * * * * *

    Sniðug hugmynd. Fyndin fjölskyldumynd. Nokkrar skemmtilegar vísanir í aðrar bíómyndir. #netflix

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewThe Menu (2022) 7/10

    2023-01-08 23:48
    * * * * * * *

    Klikkuð mynd. Áhugavert concept – frumlegt. Ágætlega arty. Dramatísk. Spennandi. Vel leikin.

    0.3
  • December, 2022

  • Show the reviewHide the reviewRatatouille (2007) 6/10

    2022-12-30 20:41
    * * * * * *

    Skemmtileg mynd. Fínasta saga og ágætis húmor. Klassísk Pixar fjölskyldumynd. #disneyplus

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewJólamóðir (2022) 3/10

    2022-12-29 16:19
    * * *

    Gaman að sjá íslenska jólamynd. En mörg atriðin voru óþarflega löng. Það vantaði einhvern heildstæðan söguþráð – smá tilviljanakennd atriði og lítið sem ekkert mómentum á sögunni. Ýmsir misvelheppnaðir brandarar. En Aníta skemmti sér 😊

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewGlass Onion (2022) 7/10

    2022-12-28 22:39
    * * * * * * *

    Spennandi mynd. Fullt af áhugaverðum persónum og góðum leikurum. Fínasta plot. Góður húmor – stundum lúmskur og súr. #netflix

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewStrange World (2022) 7/10

    2022-12-28 20:40
    * * * * * * *

    Spennandi og fjölskylduvæn ævintýramynd. #disneyplus

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewWish Dragon (2021) 5/10

    2022-12-27 20:38
    * * * * *

    Mikil Aladdin stemning – í rauninni bara nútíma kínverskur Aladdin. Fín fjölskyldumynd. En ekki alveg eins grípandi og bestu teiknimyndirnar. #netflix

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewNational Treasure (2004) 6/10

    2022-12-26 23:37
    * * * * * *

    Klassískur Nicolas Cage. Ágætlega spennandi. Skemmtilega gamaldags mynd – tíska, stíll og tækni. #disneyplus

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewTrolls (2016) 7/10

    2022-12-26 20:35
    * * * * * * *

    Spennandi. Skemmtileg. Frábær fjölskyldumynd. Fínasta stemning með lögin. #netflix

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewBlack Adam (2022) 6/10

    2022-12-21 22:17
    * * * * * *

    Spennandi mynd. Ekta ofurhetju-tæknibrellur – flottar. Handritið var stundum smá off/kjánalegt.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewEnola Holmes 2 (2022) 7/10

    2022-12-02 22:15
    * * * * * * *

    Skemmtileg og spennandi mynd. Nóg af quirky persónum. Gaman að sjá smá twist á Sherlock heiminn. #netflix

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewTroll (2022) 7/10

    2022-12-01 23:14
    * * * * * * *

    Skemmtilegt concept. Spennandi. Fínustu tæknibrellur. Smá hægt að ímynda sér að þessi myndi hefði getað gerst á Íslandi. #netflix

    0.3
  • November, 2022

  • Show the reviewHide the reviewSpirited (2022) 7/10

    2022-11-29 22:13
    * * * * * * *

    Fyndin og skemmtileg jólamynd. Skemmtilega self-aware dans- og söngvamynd og gerði í raun smá grín að því formati – held að þetta sé skemmtilegasti "musical" sem ég hef séð. Fínasta saga. Flott og vönduð mynd.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewRio (2011) 5/10

    2022-11-12 20:05
    * * * * *

    Fínasta fjölskyldumynd. Hefðbundin saga. Fyndin inn á milli. #disneyplus

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewSelena Gomez: My Mind & Me (2022) 5/10

    2022-11-07 22:05
    * * * * *

    Áhugaverð heimildarmynd. Mikilvægt málefni – andleg heilsa. Drama.

    0.3
  • October, 2022

  • Show the reviewHide the review6 Days (2017) 7/10

    2022-10-29 23:03
    * * * * * * *

    Spennandi. Góðir leikarar. Fínn rythmi (keyrsla) í sögunni. #netflix

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewLyle, Lyle, Crocodile (2022) 5/10

    2022-10-24 20:01
    * * * * *

    Fín fjölskyldumynd og skemmtileg lög. En slatti af kjánalegum/klisjukenndum atriðum (sem eru týpísk fyrir svona myndir). Ýmislegt sem gerði það augljóst að þetta er byggt á barnabók. Hvernig fannst Anítu myndin? "Frábær"

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewLuckiest Girl Alive (2022) 5/10

    2022-10-20 22:52
    * * * * *

    Drama. Þung. Erfið málefni. #netflix

    0.3

← previous 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 next →

List generated by WP Movie Ratings.

Síðast uppfært 13. February, 2022

Share this:

  • Share
  • Facebook
  • Twitter
  • Tumblr
  • Pinterest
  • Reddit
  • LinkedIn
  • Print
  • Email

Reader Interactions

Comments

  1. Bjössi says

    24. November, 2007 at 0:36

    þú ert aldeilis fljótur að skrifa um American Gangster. My man, ég er sammála þér með myndina. Töff stöff.

    Reply
  2. Hannes says

    24. November, 2007 at 1:31

    Vei, fyrsta kommentið hérna :)

    Já, maður reynir að hafa þetta eins ferskt og hægt er :)

    Það er kosturinn við þetta setup – ég hendi bara upp einhverju stuttu review, skelli á þetta einhverjar stjörnur (bara svona gut feeling) og þá er það komið. Ekkert að tefja mig á óþarfa blaðri eða djúpum pælingum.

    Reply
  3. maple says

    11. February, 2008 at 21:28

    mér finnst of mikið af myndum hér með of litlum fresti – horfir of mikið á myndir

    Reply
  4. Hannes says

    13. February, 2008 at 0:30

    hehe… já, sorry – ég skal horfa á færri myndir ;) Væri ein á mánuði of mikið?

    En þetta er svona – ég hata ekki að horfa á bíómyndir… I loves it :)

    Reply
  5. maple says

    13. February, 2008 at 10:59

    ein á mánuði ef hún er á bíórásinni

    Reply
  6. Haukur says

    21. October, 2008 at 10:07

    Já ég fór með alltof miklar væntingar á Max kallinn. Myndin var alveg töff en sagan samsvaraði sér alveg ferlega illa. Þetta lyktar eins og gömul skinka.

    Reply
  7. siggasig says

    27. May, 2009 at 23:26

    Öflugur að halda utan um myndirnar sem þú sérð! ;) Nice. Sammála Star Trek umfjölluninni. Frábær mynd! Og hei, líka sammála um Angels and Demons. Ólíkt Da Vinci Code fannst mér myndin betri en bókin.

    Reply
  8. Hannes says

    28. May, 2009 at 0:34

    Takk. Já, mér fannst kominn tími til að hafa smá yfirsýn yfir þær myndir sem ég horfi á þar sem ég horfi á örlítið fleiri en 2 myndir á ári ;)

    Já, síðan var líka gaman að sjá í Angels & Demons hvað sumir hlutir voru allt öðruvísi en maður var búinn að ímynda sér þegar maður las bókina :)

    Reply
  9. Geiri says

    4. June, 2009 at 16:36

    Hot Rod: 10*?
    Ég hefði smellt 8*.

    Reply
  10. Hannes says

    4. June, 2009 at 23:32

    Jú, skil þig – þegar ég horfði á hana aftur einn þá var þetta ekki alveg eins mikil snilld, en samt fáránlega fyndin. En þegar ég horfði á hana fyrst þá skemmti ég mér alveg konunglega – það var kannski bara stemmningin að horfa á þetta wit da boyz. 10 stjörnur þýðir alls ekki að mér fannst þetta einhver Óskarsverðlaunamynd…

    En annars eru þessar stjörnugjafir engan veginn heilagar – oft bara nánast eitthvað skot út í loftið ;)

    Reply
  11. Sara says

    6. March, 2010 at 14:08

    Jæja Nesi, ég er mjög spennt að lesa hvað þú hefur um Shutter Island að segja. Koma svo! Í bíó með þig! ;)

    Reply
  12. Hannes says

    6. March, 2010 at 15:19

    hehe, úff… bara pressa :) Já, ég er svona ennþá að vega og meta hvort ég ætli að sjá Shutter Island í bíó. En ætli maður verði ekki að tékka á þessu, Scorsese stendur alltaf fyrir sínu.

    Reply

Leave a Reply Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Leita að efni

Þetta helsta

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me

Önnur verkefni

  • Bulby – Creativity App
  • Don Comodo – Bolir o.s.frv.

Copyright © 2023 Hannes · Hafðu samband / Contact me

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
 

Loading Comments...