
Smá umfjöllun um kvikmyndir sem ég hef séð nýlega… Stutt kvikmyndagagnrýni – ég nenni að skrifa mismikið, fer yfirleitt eftir því hvað mér dettur fyrst í hug – oft bara að hugsa upphátt.
Stjörnugjöf… já, stjörnugjöf er eiginlega svolítið bullshit – ég held að það sé mismikið bakvið stjörnur sem fólk gefur myndum. Hjá mér er það yfirleitt bara gut feeling – hversu skemmtileg/fyndin/spennandi/flott fannst mér myndin. Upplifunin.
Það er ekki eins og ég sé með einhvern ákveðinn skala/staðal eða tékklista – “já, flottur bílaeltingaleikur – 1 stjarna, töff byssubardagi – bætist við 1,5 stjarna…” ;) Síðan getur stjörnugjöfin oft verið svona plús/mínus 1-2 stjörnur.
Hlaðvarp um kvikmyndir
Það er vert að minnast á að ég og Björn erum með hlaðvarp um kvikmyndir sem við köllum Búnir með poppið. Það er hægt að fylgjast með okkur í gegnum Facebook, Twitter og Instagram – og svo auðvitað hlusta á þættina á Spotify, Apple Podcasts, Google Podcasts og öðrum stöðum þar sem fólk hlustar á hlaðvörp.
Sort list by: title | rating | view date ↓
January, 2018
December, 2017
-
2017-12-29 21:48
Áhugaverð blanda af sci-fi, rómantík og spennu. Geimskipið var kúl – ég var sérstaklega að fíla skjöldinn. Bíómyndir með fáum leikurum geta oft verið áhugaverðar... myndi halda að það sé smá krefjandi að búa til áhugaverð mynd þegar það er ekki hellingur af persónum til að vinna með (og gefa myndinni dýpt).
0.3 -
2017-12-27 23:35Jumanji: Welcome to the Jungle (2017)
Virkilega skemmtileg mynd. Fyndin og spennandi. Topp afþreying. Dwayne frændi er alltaf góður :)
0.3 -
2017-12-22 22:16
Gott grín með smá spennu/action – oft silly/kjánalegt (bull og vitleysa). Tóku sig ekkert of alvarlega – í raun að gera grín að Baywatch concept-inu, sem var ágætis vinkill. Ekkert frábært handrit né stórleikur, en fín afþreying.
0.3 -
2017-12-21 21:41
Góð blanda af húmor og action/spennu. Sem sagt; fyndin og spennandi. Að vissu leyti “buddy cop” mynd. Góð afþreying. Smá auka atriði (blooper) alveg í lokinn á kreditlistanum.
0.3 -
2017-12-18 00:43Star Wars: The Last Jedi (2017)
Mögnuð mynd! Svakalegt action. Góð keyrsla. Mjög spennandi. Fínn húmor inn á milli. Flott mynd – leit vel út, flottar tæknibrellur (eðlilega). Ef þau halda uppi þessum gæðastaðli þá mun maður seint fá leið á þessum kvikmyndaheimi.
0.3 November, 2017
-
2017-11-28 00:23
Virkilega góð mynd. Mjög fyndin. Spennandi. Það liggur við að maður sé orðinn of vanur myndum með risastórum bardögum og svakalega mikið af flottum tæknibrellum – að það sé ekki eins eftirtektarvert lengur. En þetta var samt mjög töff. Ég var að fíla 80’s stemninguna í tónlistinni. Mér fannst líka einhvern veginn viðeigandi að ‘Immigrant Song’ með Led Zeppelin var notað oftar en einu sinni – Ásatrú, Ísland og allt það.
0.3 -
2017-11-26 23:39
Hörku ofurhetjumynd. Fínasta action. Ágætis húmor inn á milli. Nóg af þekktum leikurum. Flott og skemmtilegt teymi – þótt það sé yfirleitt aðeins meiri sjarmi og kraftur í kringum Marvel persónurnar. Það var eitthvað örlítið kjánalegt við vonda kallinn. Alltaf gaman að sjá Íslandi (og íslensku) bregða fyrir í risastórum bíómyndum.
0.3 October, 2017
-
2017-10-27 22:28
Mjög fyndin vitleysa. Skemmtilega klikkuð. Fullt af góðum persónum – mikið í gangi.
0.3 -
2017-10-21 23:27
Fyndin. Spennandi. Klikkaðar týpur. Flott myndataka. Frekar sorgleg saga. Áhugavert að Liam Howlett fékk shout-out í credit listanum, undir “With Thanks” – eftir smá rannsókn þá er það líklega út af The Prodigy remix-inu af 'Lust For Life'.
0.3 -
2017-10-19 20:23
Smá kjánaleg stundum (LOLcat inspo poster) – handritið hefði getað verið betra og leikurinn var stundum ekki alveg nógu smooth. Gaman að sjá Die Antwoord (Ninja & Yo-Landi) og hafa listina þeirra með í myndinni (graffiti & tónlist).
0.3 -
2017-10-07 03:23
Mögnuð mynd. Listaverk – fullt af flottum skotum. Ekki jafn dimm og þunglyndisleg og fyrri myndin, en ekki mjög björt framtíðarsýn. Samt alltaf gaman að sjá hinar ýmsu útgáfur af framtíðinni – tæknin, menningin, fötin, samfélagið... Svakaleg tónlist (agressív). Nokkuð löng mynd. Alltaf gaman að sjá Tómas Lemarquis bregða fyrir. Svo eru víst einhverjar stuttmyndir sem gerast fyrir 2049 – þarf að tékka á þeim.
0.3 September, 2017
-
2017-09-09 23:03
Spennandi mynd. Klikkuð saga – magnaður karakter, svakaleg ævintýri sem hann hefur lent í. Ég er á kafi í Narcos þáttunum, þannig að það er mjög fróðlegt að sjá meira frá þessu sjónarhorni.
0.3 August, 2017
-
2017-08-16 23:08
Töff mynd. Töff tónlist. Töff útlit. Töff myndataka – nokkur mjög flott atriði. Spennandi. Gott action. Alltaf gaman að sjá Íslendinga í Hollywood myndum – Jóhannes Haukur Jóhannesson í aukahlutverki og Elísabet Ronaldsdóttir klippti.
0.3 -
2017-08-13 23:21
Kjánaleg/silly mynd – slatti af cheesy bröndurum. En alveg hægt að hlæja að þessu. Sæmileg afþreying (fín fyrir tjillaða stemningu). Ekki besta Zach Braff myndin sem ég hef séð. Þetta plot/concept minnti mig smá á aðra mynd með Morgan Freeman; Last Vegas. En svo var ég að sjá að þetta er víst endurgerð af mynd frá 1979.
0.3 July, 2017
-
2017-07-28 23:56
Mögnuð mynd! Stórfengleg! Brjálæðislega spennandi! 😮 Átakanlegt að fylgjast með lífsbaráttu hermannanna. Tónlistin og hljóðin voru rosaleg – höfðu svakaleg áhrif á mann. Skemmtilegt hvernig sögurnar og tímalínurnar krossuðust og púsluðust saman. Mjög vel leikin. Algjört meistarastykki. Svo vel gerð mynd. Allt gott við hana. Greip mann algjörlega.
0.3 -
2017-07-25 23:28War for the Planet of the Apes (2017)
Spennandi og flott mynd. Virkilega flottar tæknibrellur – aparnir voru nánast óaðfinnanlegir. Áhugaverð saga – það er alveg hægt að líkja þessu stríði við eitt og annað í mannkynssögunni þar sem fólk var hrætt við breytingar, fólk sem er öðruvísi o.s.frv. Steve Zahn var mjög góður sem Bad Ape – mjög fínt "comic relief" :)
0.3 -
2017-07-10 23:09
Mjög spennandi mynd. Gott action – töff bílaatriði. Skemmtilegur ryþmi í sumum atriðum í takt við tónlistina og sound effects. Fullt af fínum leikurum.
0.3 -
2017-07-08 23:00
Mjög spennandi mynd. Fullt af fínum leikurum. Fínar action senur.
0.3 June, 2017
-
2017-06-29 23:14
Svakaleg stríðsmynd. Mjög spennandi. Góð saga – virkilega áhugaverð. Góðir leikarar.
0.3 -
2017-06-22 22:35
Fyndin mynd. Fullt af skemmtilegum leikurum. Smá kjánaleg/klisjuleg í lokinn.
0.3 -
2017-06-19 23:37
Spennandi. Fín action keyrsla inn á milli. Áhugavert concept/plot. Góður húmor. Anna Kendrick var góð sem "comic relief".
0.3 -
2017-06-04 22:19
Virkilega fín mynd. Exta Pixar mynd: Hugljúf og fyndin. Skemmtileg saga. Spennandi.
0.3 -
2017-06-02 23:43
Mögnuð mynd! Virkilega flott. Spennandi. Gott action. Hörku keyrsla (fattaði eiginlega ekki að þetta var 2,5 klst. mynd). Gal Gadot var algjör töffari. Góður húmor inn á milli.
0.3 May, 2017
-
2017-05-21 22:45
Spennandi. Góðir leikarar. Skemmtileg nútíma-kúreka stemning. Töff að Nick Cave sá um tónlistina (soundtrack-ið).
0.3 April, 2017
-
2017-04-20 20:07The Fate of the Furious (2017)
Mjög skemmtileg mynd. Spennandi. Svakalegt action – mjög góð keyrsla/rússíbani á köflum. Góður húmor líka. Vel gerð (gott production – það er búið að sýna að þetta franchise virkar, þannig að fólk er ekki hrætt við að dæla peningum í þetta). Fínasta handrit/plot (miðað við F&F mynd). Charlize Theron var töff villain.
0.3 -
2017-04-19 20:24
Spennandi. Fín saga. Áhugaverðar pælingar varðandi siðferði, hver er vondi/góði kallinn, hvaða líf eru mikilvægari/verðmætari en önnur... Alltaf gaman að sjá góðar íslenskar bíómyndir.
0.3
* Ég horfði á þessa í flugvél, þannig að upplifunin er ekki alveg eins og heima eða í bíói.
← previous 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 next →
List generated by WP Movie Ratings.
Síðast uppfært 18. May, 2023
þú ert aldeilis fljótur að skrifa um American Gangster. My man, ég er sammála þér með myndina. Töff stöff.
Vei, fyrsta kommentið hérna :)
Já, maður reynir að hafa þetta eins ferskt og hægt er :)
Það er kosturinn við þetta setup – ég hendi bara upp einhverju stuttu review, skelli á þetta einhverjar stjörnur (bara svona gut feeling) og þá er það komið. Ekkert að tefja mig á óþarfa blaðri eða djúpum pælingum.
mér finnst of mikið af myndum hér með of litlum fresti – horfir of mikið á myndir
hehe… já, sorry – ég skal horfa á færri myndir ;) Væri ein á mánuði of mikið?
En þetta er svona – ég hata ekki að horfa á bíómyndir… I loves it :)
ein á mánuði ef hún er á bíórásinni
Já ég fór með alltof miklar væntingar á Max kallinn. Myndin var alveg töff en sagan samsvaraði sér alveg ferlega illa. Þetta lyktar eins og gömul skinka.
Öflugur að halda utan um myndirnar sem þú sérð! ;) Nice. Sammála Star Trek umfjölluninni. Frábær mynd! Og hei, líka sammála um Angels and Demons. Ólíkt Da Vinci Code fannst mér myndin betri en bókin.
Takk. Já, mér fannst kominn tími til að hafa smá yfirsýn yfir þær myndir sem ég horfi á þar sem ég horfi á örlítið fleiri en 2 myndir á ári ;)
Já, síðan var líka gaman að sjá í Angels & Demons hvað sumir hlutir voru allt öðruvísi en maður var búinn að ímynda sér þegar maður las bókina :)
Hot Rod: 10*?
Ég hefði smellt 8*.
Jú, skil þig – þegar ég horfði á hana aftur einn þá var þetta ekki alveg eins mikil snilld, en samt fáránlega fyndin. En þegar ég horfði á hana fyrst þá skemmti ég mér alveg konunglega – það var kannski bara stemmningin að horfa á þetta wit da boyz. 10 stjörnur þýðir alls ekki að mér fannst þetta einhver Óskarsverðlaunamynd…
En annars eru þessar stjörnugjafir engan veginn heilagar – oft bara nánast eitthvað skot út í loftið ;)
Jæja Nesi, ég er mjög spennt að lesa hvað þú hefur um Shutter Island að segja. Koma svo! Í bíó með þig! ;)
hehe, úff… bara pressa :) Já, ég er svona ennþá að vega og meta hvort ég ætli að sjá Shutter Island í bíó. En ætli maður verði ekki að tékka á þessu, Scorsese stendur alltaf fyrir sínu.