
Smá umfjöllun um kvikmyndir sem ég hef séð nýlega… Stutt kvikmyndagagnrýni – ég nenni að skrifa mismikið, fer yfirleitt eftir því hvað mér dettur fyrst í hug – oft bara að hugsa upphátt.
Stjörnugjöf… já, stjörnugjöf er eiginlega svolítið bullshit – ég held að það sé mismikið bakvið stjörnur sem fólk gefur myndum. Hjá mér er það yfirleitt bara gut feeling – hversu skemmtileg/fyndin/spennandi/flott fannst mér myndin. Upplifunin.
Það er ekki eins og ég sé með einhvern ákveðinn skala/staðal eða tékklista – “já, flottur bílaeltingaleikur – 1 stjarna, töff byssubardagi – bætist við 1,5 stjarna…” ;) Síðan getur stjörnugjöfin oft verið svona plús/mínus 1-2 stjörnur.
Hlaðvarp um kvikmyndir
Það er vert að minnast á að ég og Björn erum með hlaðvarp um kvikmyndir sem við köllum Búnir með poppið. Það er hægt að fylgjast með okkur í gegnum Facebook, Twitter og Instagram – og svo auðvitað hlusta á þættina á Spotify, Apple Podcasts, Google Podcasts og öðrum stöðum þar sem fólk hlustar á hlaðvörp.
Sort list by: title | rating | view date ↓
September, 2007
-
2007-09-16 18:29
Fínasta afþreying. Þeir sem hafa séð Lock, Stock.. ættu að kannast við einn eða tvo leikara ;)
0.3 -
2007-09-16 00:52
Bara nokkuð góð mynd. Ef fólk fílar hryllings-spennumyndir þá er þessi málið. Heldur manni alveg á nálum ;)
0.3 -
2007-09-14 23:56
Endalaust fyndin mynd. Með betri grínmyndum sem maður hefur séð nýlega.
0.3 -
2007-09-11 01:00
Mögnuð mynd - virkilega flott. Töff action atriði - smá Matrix stíll í gangi eins og við mátti búast. Natalie Portman brillerar eins og venjulega. Líka skemmtilegar pælingar varðandi hversu mikið vald ríkið á að hafa og hvað þú hefur mikil áhrif ef þú ræður yfir fjölmiðlunum.
0.3 -
2007-09-09 19:29A Little Trip to Heaven (2005)
Ég var ekki alveg að fíla hvað sumir hlutar af myndinni vöru dökkir - mér finnst skemmtilegra að sjá almennilega hvað er að gerast ;) Kannski vildi Baltasar bara hafa sem eðlilegasta lýsingu... Skemmtilegt að sjá hinar ýmsu íslensku byggingar í nýjum hlutverkum. Hin fínasta mynd - maður var reyndar stundum ekki alveg að ná að fylgja nákvæmlega hvað var í gangi...
0.3 -
2007-09-09 17:51
Ágæt superhero mynd, fínt action. Jessica Alba skemmir heldur ekki fyrir ;)
0.3 August, 2007
-
2007-08-26 23:29
John Travolta og Uma Thurman komin aftur í mynd - þau taka meira að segja smá Pulp Fiction dans. Ekkert óskars-handrit eða leikur - en ágæt afþreying.
0.3 -
2007-08-25 23:04
Frekar stupid mynd. Martin Lawrence var látinn spila aðeins of mikið út á "það er farið svo illa með mig af því að ég er svartur" - þeir brandarar voru ekki alveg að slá í gegn. Ein af þessum myndum sem maður klárar bara til að sjá hvernig hún endar - þótt hún hafi verið frekar fyrirsjáanleg. Fær 1 stjörnu fyrir sæmileg action atriði og aðra stjörnu af því maður gat hlegið 1-2 sinnum.
0.3 -
2007-08-24 00:37
Non-stop action baby! Já, já... hörku spennumynd. Þriðja myndin er ekki síðri en hinar (bara betri ef eitthvað er). Þetta er alveg efni í mega franchise - James Bond þarf að passa sig ;)
0.3 -
2007-08-14 22:15
Fín grínmynd. Nóg af góðum one-liners. Maður þarf bara að passa sig að hugsa ekki of mikið ;) Skelltu inn skemmtilegu tribute til Who's on first?
0.3 -
2007-08-11 00:36
Kick ass mynd. Ekta Michael Bay action. Fínasta nostalgía... Samt ekki alveg að kaupa Anthony Anderson sem einhvern mega hakkara ;)
0.3 July, 2007
-
2007-07-28 00:22
Algjör snilld! Sprenghlægileg. Alveg biðarinnar virði.
0.3 -
2007-07-14 00:34
John McClane er ennþá badass. Fínasta action-mynd og klassískur sumarsmellur.
0.3
← previous 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 next →
List generated by WP Movie Ratings.
Síðast uppfært 16. February, 2025
þú ert aldeilis fljótur að skrifa um American Gangster. My man, ég er sammála þér með myndina. Töff stöff.
Vei, fyrsta kommentið hérna :)
Já, maður reynir að hafa þetta eins ferskt og hægt er :)
Það er kosturinn við þetta setup – ég hendi bara upp einhverju stuttu review, skelli á þetta einhverjar stjörnur (bara svona gut feeling) og þá er það komið. Ekkert að tefja mig á óþarfa blaðri eða djúpum pælingum.
mér finnst of mikið af myndum hér með of litlum fresti – horfir of mikið á myndir
hehe… já, sorry – ég skal horfa á færri myndir ;) Væri ein á mánuði of mikið?
En þetta er svona – ég hata ekki að horfa á bíómyndir… I loves it :)
ein á mánuði ef hún er á bíórásinni
Já ég fór með alltof miklar væntingar á Max kallinn. Myndin var alveg töff en sagan samsvaraði sér alveg ferlega illa. Þetta lyktar eins og gömul skinka.
Öflugur að halda utan um myndirnar sem þú sérð! ;) Nice. Sammála Star Trek umfjölluninni. Frábær mynd! Og hei, líka sammála um Angels and Demons. Ólíkt Da Vinci Code fannst mér myndin betri en bókin.
Takk. Já, mér fannst kominn tími til að hafa smá yfirsýn yfir þær myndir sem ég horfi á þar sem ég horfi á örlítið fleiri en 2 myndir á ári ;)
Já, síðan var líka gaman að sjá í Angels & Demons hvað sumir hlutir voru allt öðruvísi en maður var búinn að ímynda sér þegar maður las bókina :)
Hot Rod: 10*?
Ég hefði smellt 8*.
Jú, skil þig – þegar ég horfði á hana aftur einn þá var þetta ekki alveg eins mikil snilld, en samt fáránlega fyndin. En þegar ég horfði á hana fyrst þá skemmti ég mér alveg konunglega – það var kannski bara stemmningin að horfa á þetta wit da boyz. 10 stjörnur þýðir alls ekki að mér fannst þetta einhver Óskarsverðlaunamynd…
En annars eru þessar stjörnugjafir engan veginn heilagar – oft bara nánast eitthvað skot út í loftið ;)
Jæja Nesi, ég er mjög spennt að lesa hvað þú hefur um Shutter Island að segja. Koma svo! Í bíó með þig! ;)
hehe, úff… bara pressa :) Já, ég er svona ennþá að vega og meta hvort ég ætli að sjá Shutter Island í bíó. En ætli maður verði ekki að tékka á þessu, Scorsese stendur alltaf fyrir sínu.