Smá umfjöllun um kvikmyndir sem ég hef séð nýlega… Stutt kvikmyndagagnrýni – ég nenni að skrifa mismikið, fer yfirleitt eftir því hvað mér dettur fyrst í hug – oft bara að hugsa upphátt.
Stjörnugjöf… já, stjörnugjöf er eiginlega svolítið bullshit – ég held að það sé mismikið bakvið stjörnur sem fólk gefur myndum. Hjá mér er það yfirleitt bara gut feeling – hversu skemmtileg/fyndin/spennandi/flott fannst mér myndin. Upplifunin.
Það er ekki eins og ég sé með einhvern ákveðinn skala/staðal eða tékklista – “já, flottur bílaeltingaleikur – 1 stjarna, töff byssubardagi – bætist við 1,5 stjarna…” ;) Síðan getur stjörnugjöfin oft verið svona plús/mínus 1-2 stjörnur.
Hlaðvarp um kvikmyndir
Það er vert að minnast á að ég og Björn erum með hlaðvarp um kvikmyndir sem við köllum Búnir með poppið. Það er hægt að fylgjast með okkur í gegnum Facebook, Twitter og Instagram – og svo auðvitað hlusta á þættina á Spotify, Apple Podcasts, Google Podcasts og öðrum stöðum þar sem fólk hlustar á hlaðvörp.
Sort list by: title | rating | view date ↓
April, 2009
-
2009-04-19 01:52
Góð spennumynd. Ekta thriller. Virkilega spennandi - maður var oft alveg á nálum, bókstaflega "on the edge of my seat". Vel leikin - fullt af góðum leikurum. Gott handrit - svona myndir sem eru ekki stútfullar af flottum tæknibrellum og endalausum action atriðum þurfa að hafa vel skrifað handrit. Gaman að sjá Jason Bateman í svona wacky hlutverkum :)
0.3 -
2009-04-13 00:53
Góð mynd. Áhugaverðar pælingar um lífið og tilveruna... Flott myndataka. Góðir leikarar. Nokkuð mögnuð saga (þetta er s.s. sönn saga).
0.3 -
How to Lose Friends & Alienate People (2008)
2009-04-06 21:43Ágætlega fyndin. Nóg af þekktum leikurum... Ágæt afþreying.
0.3 -
Rise of the Footsoldier (2007)
2009-04-06 21:36Rugl brútal mynd! Kolruglað lið - og þetta er byggt á sannsögulegum atburðum. Fjallar um gaura sem byrja sem brjálaðar fótboltabullur sem skalla mann og annan og verða síðan hardcore drug gangstas.
0.3 -
2009-04-04 00:43
Maður er búinn að bíða eftir þessari mynd frekar lengi - það var alltaf einhver orðrómur um að það ætti að fara búa hana til, síðan var eitthvað vesen... en það hafðist loksins. Það er svolítið sérstakt að fara á mynd sem er byggð á bók og maður er búinn að lesa bókina - ekki oft sem það gerist. Reyndar svolítið langt síðan ég las bókina en ég held að þeir hafi fylgt henni nokkuð vel. Mjög fyndin mynd - en frekar twisted húmor eins og er oft hjá Chuck Palahniuk. Mjög skrautlegir karakterar að hætti Chuck. Sagan er svolítið sérstök - svolítið "out there" á köflum - en skemmtileg.
0.3 March, 2009
-
2009-03-29 01:54
Ágæt mynd. Nóg af flottum tæknibrellum. Svolítið spes á köflum - spes pælingar. Nett dramatísk í lokinn - en það fylgir víst... Það sem stóð upp úr voru flottar og íburðamiklar tæknibrellur - löng og ítarleg action atriði...
0.3 -
Part of the Weekend Never Dies (2008)
2009-03-27 23:53Mjög kúl mynd - þetta er s.s. nokkurs konar heimildamynd um Soulwax. Virkilega flott - mikið vision... nett cinematography í gangi. Kick ass tónlist - ekki oft sem maður er hálf dansandi þegar maður er að horfa á kvikmynd ;) Að vissu leyti svipuð og Justice heimildamyndin en töluvert öðruvísi - tekin upp á mun lengri tíma og ekki alveg jafn mikil geðveiki, en þó samt rokkstjörnu-fílingur í gangi með groupies í tour bus-num og allt það... Myndin var líka töluvert vandaðari - vel klippt. Klippur af tónleikum út um allan heim. Inn á milli eru viðtöl við þá og vini þeirra. Skemmtilegt að sjá að þeir voru alltaf að drekka Stella - það kemur náttúrulega ekkert annað til greina en belgískur bjór.
0.3 -
2009-03-22 01:40
Töff mynd. Mjög flott. Nóg af ofbeldi - ekkert verið að skafa af því, nóg af blóði og maður heyrði hvert bein brotna.
0.3 -
2009-03-16 20:05
Sérstök mynd. Mikill indie bragur (enda kostaði bara $7000 að búa hana til). Eins og svo oft með sjónvarpsþætti/kvikmyndir þar sem er verið að ferðast aftur/fram í tíma þá er myndin svona nett ruglingsleg á köflum... þetta graf útskýrir smá en samt eru vissir hlutir þar sem maður er ekki alveg viss hvað gerðist. En vissulega áhugaverðar pælingar og skemmtilegt að sjá mynd sem er gerð fyrir svona lítinn pening...
0.3 -
2009-03-15 23:12
Temmilega scary mynd. Kúl zombie thriller. Þetta er s.s. myndin sem Quarantine er byggð á... Nettur Blairwitch Project og Cloverfield fílingur þar sem maður sér þetta bara í gegnum eina myndavél (sem camera gaurinn hjá fréttastofunni heldur á).
0.3 -
2009-03-08 01:52
Clint Eastwood er ennþá badass. Kúl mynd, góð saga. Hann var nokkrum sinnum með netta Dirty Harry takta - sérstaklega í eitt skiptið þar sem hann droppaði alveg killer línu: "Ever notice how you come across somebody once in a while you shouldn't have fucked with? That's me.". Vel gerð og vönduð mynd - enda bjóst maður ekki við neinu öðru með Clint Eastwood bakvið stýrið. Já, síðan var líka íslensk stuttmynd á undan - "Aldrei Stríð Á Íslandi" - áhugaverðar pælingar (hverjir myndu fara í stríð við okkur? Borgarastyrjöld?), leit vel út... alltaf gaman að sjá íslenskar stuttmyndir.
0.3 February, 2009
-
2009-02-28 01:53
Mjög kúl mynd. Hörku action/thriller - góð spenna. Þessi mynd var mjög... international ;) Tekin upp út um allan heim - það er sérstaklega skemmtilegt að sjá staði í myndum þar sem maður hefur verið sjálfur að tjilla einhvern tíman... Atriðið í Guggenheim safninu var algjör snilld - mér fannst það frekar impressive. Myndin leit vel út, flott áferð og vönduð mynd.
0.3 -
2009-02-24 20:21
Úff... temmilega stupid mynd. Algjör frat boy mynd – brjóst og prumphúmor... Hellingur af þekktum nöfnum – þeir hafa greinilega viljað leika sér aðeins, flippa út og fíflast og ákveðið að búa til svona illa súra mynd í gamni. Þetta er sería af misfyndnum sketsum með mjög lausum söguþræði...
0.3 -
The Curious Case of Benjamin Button (2008)
2009-02-22 23:27Góð saga - áhugaverðar pælingar... Flott og vönduð mynd. Það ætti kannski ekki að koma á óvart að mynd sem fjallar um alla ævi persónunnar sé tæplega 3 tímar ;)
0.3 -
2009-02-07 01:30
Nokkuð góð mynd. Kúl stríðsmynd. Nokkuð spennandi - þótt maður vissi nokkurn veginn hvernig hún myndi enda ;) Fullt af góðum leikurum. Leikumgjörð - búningar, umhverfi o.s.frv. mjög flott. Vönduð mynd - leit vel út.
0.3 -
2009-02-02 20:25
Krakkar í ruglinu... frekar mögnuð mynd. Algjör indie/low-budget fílingur - myndatakan er svolítið eins og þetta sé heimildamynd og það er oft eins og leikurinn/samtölin sé bara spuni. Það var líklega markmiðið hjá Larry Clark - að hafa þetta sem raunverulegast.
0.3 -
2009-02-02 00:32
Úff... bara slæm mynd. En þetta er ein af þessum myndum sem maður veit að er léleg en horfir á bara til að hlæja að hvað hún er léleg. Temmilega illa leikin og handritið er eins og því hafi verið hent saman í auglýsingahléi á Two and a Half Men - meikaði ekki sens á köflum...
0.3 January, 2009
-
2009-01-31 01:43
Mjög góð mynd. Mjög flott - flott myndataka og vel leikstýrð. Góð saga - fyndin og spennandi. Vel leikin. Já, nokkurn veginn mjög góð mynd í alla staði... Stelpan, Latika, eða s.s. Freida Pinto er alveg skuggalega falleg - maður hlýtur að sjá hana í fullt af kvikmyndum í framtíðinni.
0.3 -
Justice - A Cross The Universe (2008)
2009-01-26 20:44Pjúra geðveiki... Fylgst með Justice í 20 daga á meðan þeir eru að túra Norður-Ameríku. Gaspard og Xavier alveg að taka rokkstjörnu-pakkann á þetta. Frekar hraðar klippingar - stundum er eins og maður sé bara að horfa á mjög langt tónlistarmyndband. Byssubrjálaði tour manager-inn þeirra, Bouchon er líka frekar sérstakur karakter.
0.3 -
2009-01-26 20:42
Temmilega indie/arty mynd... nokkuð fyndin. Áhugaverð mynd með áhugaverðum titli.
0.3 -
2009-01-25 17:33
Uh, yeah... Alltaf eitthvað sjarmerandi við New York myndir.
0.3 -
2009-01-24 01:02
Klassísk bull og vitleysa... en mjög fyndin. Litli svarti strákurinn var algjör snillingur - bad ass gaur. Maður þarf greinilega að fara að LARP-a - hörku fjör ;)
0.3 -
2009-01-18 20:23
Týpísk zombie-mynd. Reyndar með súper zombies sem hlaupa hratt og geta stokkið hátt. Frekar þunnt handrit. Ágæt spenna inn á milli samt...
0.3 -
2009-01-18 16:37
Mjög góð mynd. Drama alveg í gegn. Mjög góður leikur. Flott mynd - góð leikstjórn og flott cinematography. Áhugaverð saga - maður fær svona smátt og smátt að vita hvað er í rauninni í gangi og afhverju.
0.3 -
2009-01-11 02:30
Áhugaverðar pælingar í þessari mynd sem er byggð á stemmningunni í London eftir sprengingarnar 7/7... Enginn frábær leikur í gangi og síðan var tónlistinn ekki alveg nógu góð - ekki nógu passandi, aðeins of 90's og kæfði stundum samtöl. En ágætlega spennandi á köflum.
0.3 -
2009-01-03 15:37
Sérstök mynd... frekar artý og eiginlega svolítið abstrakt. Sérstakur stíll yfir henni - þar sem myndin er um blindu og blint fólk þá eru senur oft mjög hvítar, eiginlega overexposed.
0.3
Mjög vel gerð mynd, lítur vel út, slatti af þekktum leikurum... ekta svona listræn mynd sem leikarar vilja taka þátt í af því að það er svo kúl að taka þátt í svona öðruvísi myndum.
Ég er ekki alveg viss hvar hún átti að gerast - eiginlega eins og hún átti að gerast í framtíðinni... partar af henni voru eins og þetta væri Tókíó, partar eins og New York og partar eins og Brasilía... allir töluðu ensku (einstaka talaði líka spænsku) og umferðarskilti voru á ensku en samt voru bílnúmerin alls ekki bandarísk, frekar evrópsk/suður-amerísk... Ah, ok... skv. Wikipedia: "The producers were able to acquire rights with the condition that the film would be set in an unrecognizable city." - kúl.
Nokkuð áhugaverðar pælingar varðandi hversu mikið lífið manns breytist þegar maður verður allt í einu blindur. -
2009-01-02 20:27
The Onion er snilldar síða - oft með mjög fyndnar fake fréttir og video klippurnar þeirra eru líka algjör snilld. Þessi mynd er svona blanda af hinum ýmsu sketsum og er nokkuð fyndin. En ekkert rosalega mikið af sprenghlægilegum atriðum. Þessi mynd var líka til smá vandræða - var fyrst tekin upp 2003 en endaði með að vera gefin út straight-to-DVD árið 2008. [Meira á Wikipedia]
0.3 December, 2008
-
2008-12-31 00:46
Fucking creepy mynd. Crazy, psycho hrollvekja með fullt af spennu/thriller og bú! atriðum...
0.3 -
2008-12-28 18:17
Fínasta hryllingsmynd. Spennan stigmagnast og síðan nokkuð klassískur eltingaleikur. Nettur húmor í gangi inn á milli...
0.3
← previous 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 next →
List generated by WP Movie Ratings.
Síðast uppfært 24. July, 2024
Bjössi says
þú ert aldeilis fljótur að skrifa um American Gangster. My man, ég er sammála þér með myndina. Töff stöff.
Hannes says
Vei, fyrsta kommentið hérna :)
Já, maður reynir að hafa þetta eins ferskt og hægt er :)
Það er kosturinn við þetta setup – ég hendi bara upp einhverju stuttu review, skelli á þetta einhverjar stjörnur (bara svona gut feeling) og þá er það komið. Ekkert að tefja mig á óþarfa blaðri eða djúpum pælingum.
maple says
mér finnst of mikið af myndum hér með of litlum fresti – horfir of mikið á myndir
Hannes says
hehe… já, sorry – ég skal horfa á færri myndir ;) Væri ein á mánuði of mikið?
En þetta er svona – ég hata ekki að horfa á bíómyndir… I loves it :)
maple says
ein á mánuði ef hún er á bíórásinni
Haukur says
Já ég fór með alltof miklar væntingar á Max kallinn. Myndin var alveg töff en sagan samsvaraði sér alveg ferlega illa. Þetta lyktar eins og gömul skinka.
siggasig says
Öflugur að halda utan um myndirnar sem þú sérð! ;) Nice. Sammála Star Trek umfjölluninni. Frábær mynd! Og hei, líka sammála um Angels and Demons. Ólíkt Da Vinci Code fannst mér myndin betri en bókin.
Hannes says
Takk. Já, mér fannst kominn tími til að hafa smá yfirsýn yfir þær myndir sem ég horfi á þar sem ég horfi á örlítið fleiri en 2 myndir á ári ;)
Já, síðan var líka gaman að sjá í Angels & Demons hvað sumir hlutir voru allt öðruvísi en maður var búinn að ímynda sér þegar maður las bókina :)
Geiri says
Hot Rod: 10*?
Ég hefði smellt 8*.
Hannes says
Jú, skil þig – þegar ég horfði á hana aftur einn þá var þetta ekki alveg eins mikil snilld, en samt fáránlega fyndin. En þegar ég horfði á hana fyrst þá skemmti ég mér alveg konunglega – það var kannski bara stemmningin að horfa á þetta wit da boyz. 10 stjörnur þýðir alls ekki að mér fannst þetta einhver Óskarsverðlaunamynd…
En annars eru þessar stjörnugjafir engan veginn heilagar – oft bara nánast eitthvað skot út í loftið ;)
Sara says
Jæja Nesi, ég er mjög spennt að lesa hvað þú hefur um Shutter Island að segja. Koma svo! Í bíó með þig! ;)
Hannes says
hehe, úff… bara pressa :) Já, ég er svona ennþá að vega og meta hvort ég ætli að sjá Shutter Island í bíó. En ætli maður verði ekki að tékka á þessu, Scorsese stendur alltaf fyrir sínu.