
Smá umfjöllun um kvikmyndir sem ég hef séð nýlega… Stutt kvikmyndagagnrýni – ég nenni að skrifa mismikið, fer yfirleitt eftir því hvað mér dettur fyrst í hug – oft bara að hugsa upphátt.
Stjörnugjöf… já, stjörnugjöf er eiginlega svolítið bullshit – ég held að það sé mismikið bakvið stjörnur sem fólk gefur myndum. Hjá mér er það yfirleitt bara gut feeling – hversu skemmtileg/fyndin/spennandi/flott fannst mér myndin. Upplifunin.
Það er ekki eins og ég sé með einhvern ákveðinn skala/staðal eða tékklista – “já, flottur bílaeltingaleikur – 1 stjarna, töff byssubardagi – bætist við 1,5 stjarna…” ;) Síðan getur stjörnugjöfin oft verið svona plús/mínus 1-2 stjörnur.
Hlaðvarp um kvikmyndir
Það er vert að minnast á að ég og Björn erum með hlaðvarp um kvikmyndir sem við köllum Búnir með poppið. Það er hægt að fylgjast með okkur í gegnum Facebook, Twitter og Instagram – og svo auðvitað hlusta á þættina á Spotify, Apple Podcasts, Google Podcasts og öðrum stöðum þar sem fólk hlustar á hlaðvörp.
Sort list by: title | rating | view date ↓
September, 2014
-
2014-09-13 20:29
Fyndin vitleysa. Spennandi. Góð blanda (hún var eiginlega jafn fyndin og hún var spennandi). Gaman að sjá þetta New Girl duo fíflast.
0.3 -
2014-09-07 22:14
Skemmtileg mynd. Gaman að sjá hana aftur (mjög langt síðan síðast) - sérstaklega eftir að hafa nýlega séð stóra píanóið í FAO Schwarz í New York.
0.3 August, 2014
-
2014-08-30 23:34
Spennandi mynd. Flottar tæknibrellur. Ekta Luc Besson bílaeltingaleikir. Áhugaverðar pælingar varðandi hvað við/heilinn getum gert, hvað er mögulegt. Frekar stutt - fannst kannski eitthvað vanta til að gera myndina heilstæðari, endirinn var nokkuð snubbóttur.
0.3
* Við sáum þessa mynd í New York. Í AMC bíóinu við Times Square. -
2014-08-17 23:06
Fínasta afþreying. Nóg af sprengingum, stórum byssum og action. Nóg af þekktum leikurum. Mjög kómísk mynd - þeir eru ekkert að taka sig alltof alvarlega. Þetta Expendables franchise stendur fyrir sínu. Maður býst ekki við neinum stórleik né frumlegu handriti - en þetta virkar alveg.
0.3 -
2014-08-10 22:42
Ágæt mynd. En ég var að vonast eftir að hún væri fyndnari. Þetta var meira svona drama um lífið og tilveruna, með nokkrum kómískum atriðum.
0.3 -
2014-08-05 23:26Guardians of the Galaxy (2014)
Mjög spennandi. Mjög fyndin. Mjög góð. Skemmtilegar persónur. Glæsilegar tæknibrellur - leit mjög vel út. Góð og skemmtileg saga. Dúndrandi góð afþreying. 3D effektarnir voru stundum alveg flottir/skemmtilegir, en það bar ekki mjög mikið á þeim.
0.3
Sniðugt hjá Marvel að kenna fólki að horfa á allan credit listann til að sjá eitt auka atriði - alltaf fleiri og fleiri sem bíða í salnum eftir því. -
2014-08-03 00:18
Fyndin mynd. Nett rugluð (bull, vitleysa og kjánaskapur). Sagan (handritið) var hálf þunn stundum - vantaði smá upp á til að gera myndina heilstæðari (meira "solid"). Rosalegt vörulaum (e. product placement) hjá Apple.
0.3 July, 2014
-
2014-07-20 23:38Dawn of the Planet of the Apes (2014)
Mjög spennandi mynd. Gott action. Flottar tæknibrellur - aparnir voru magnaðir, ótrúlega vandað allt í kringum þá. Áhugaverð saga. Flottur "ævintýraheimur".
0.3 -
2014-07-11 23:18
Fyndin vitleysa. Ég var reyndar að vonast eftir því að hún væri fyndnari. Það vantaði kannski smá kraft í handritið og flæðið á sögunni. Fullt af þekktum leikurum. Klassískur karakter fyrir Melissa McCarthy.
0.3 -
2014-07-06 23:30
Góð mynd. Flottir leikarar. Glæsileg myndataka. Leit vel út. Vönduð. Skemmtilegar/áhugaverðar pælingar varðandi tæknina og framtíðina, möguleikar gervigreindar og AI samskipti. Mér fannst vera smá vísun í Blade Runner og muninn á vélmennum/hugbúnaði og manneskjum. Skemmtileg saga. Litirnir og tískan fyrir þennan framtíðarheim var líka áhugavert.
0.3 June, 2014
-
2014-06-29 23:11
["Vonarstræti" á íslensku] Mögnuð mynd. Þung. Dramatísk. Átakanleg á köflum. Mjög vel leikin. Flott myndataka. Áhugaverð saga. Beittar skírskotanir í góðærið.
0.3 -
2014-06-23 23:47
Fyndin vitleysa. Bull og kjánalæti. Ágætis action inn á milli. Gaman að sjá Diplo í smá cameo. Skemmtilegt hvað þeir gerðu mikið grín að endurgerðum (reboots) og framhöldum. Þeir voru alveg meðvitaðir um að þetta var að vissu leyti formúlumynd og voru að gera grín að því. Mér fannst vera smá vísun í "Who's On First" sketsinn í lokinn - skemmtilegt.
0.3 -
2014-06-08 01:48
Mjög spennandi og vel gerð action sci-fi mynd. Áhugavert twist á "Groundhog Day" pælinguna. Flott action atriði, flottar tæknibrellur og fínasta handrit/plot. Það voru nokkur bardagaatriði sem komu skemmtilega út í 3D. Geimverurnar minntu mig smá á Sentinel vélmennin í The Matrix. Fínasti sumar-blockbuster.
0.3 May, 2014
-
2014-05-22 00:01
Nokkuð góð skrímsla-stórslysamynd. Töluvert öðruvísi plot heldur en í Godzilla myndinni frá 1998. Kom svolítið á óvart. Í raun öðruvísi nálgun á Godzilla heiminn/söguna, en kannski nær upprunanlegu sögunni (þekki það bara ekki nógu vel). Fínasta action. Spennandi. Mikið um eyðileggingu.
0.3 -
2014-05-17 22:21
Góð mynd. Áhugaverð saga. Nokkuð gott handrit/plot. Fullt af fínum leikurum - í stóru og litlu hlutverkunum. Flott tónlist - gerði mikið til að skapa 1976 stemningu. Myndin er víst lauslega byggð á sannsögulegum atburðum. Frekar löng (138 mín.).
0.3 -
2014-05-11 22:49
Eða "Bad Neighbours" eins og hún kallast á Íslandi (og víða um heim). Fyndin vitleysa. Áhugavert "stríð" í gangi, sem fer úr böndunum ("That escalated quickly..."). Gaman að sjá The Lonely Island og Workaholics gaurana í smá cameo.
0.3 -
2014-05-08 22:53
Brjálæðislega fyndið rugl. Mikið af "óviðeigandi" bröndurum sem myndu líklega ekki ganga í bíómynd sem væri gefin út í ár. Stútfullt af góðum orðaleikjum og almennri vitleysu (silliness).
0.3
* Kvikmyndaklúbburinn Leslie Halliwell horfði saman á þessa. April, 2014
-
2014-04-13 00:04Captain America: The Winter Soldier (2014)
Góð action mynd. Risastór action atriði og töff bardagaatriði. Flottar tæknibrellur. Nokkuð spennandi. Fínir leikarar & persónur, ágætis flæði og nokkuð gott handrit. Maður er byrjaður að læra að á eftir credit listanum í öllum Marvel myndum er eitt atriði til að tengja allan Marvel heiminn saman. Það og að Stan Lee poppar alltaf upp :)
0.3 -
2014-04-11 22:52
Flottir bílar í eltingaleik. Ágætlega spennandi þrátt fyrir að vera frekar fyrirsjáanleg formúlumynd. Ekki eins góð og Fast & Furious myndirnar. Mér fannst handritið ekki nógu gott - það vantaði alla vega eitthvað til að gera þessa mynd betri (hrífa mann meira, meiri upplifun). Það var eitthvað kjánalegt við Michael Keaton og hans persónu.
0.3 -
2014-04-06 17:44
Enn önnur mynd um hvað lífið getur verið erfitt og fólk á stundum erfitt með að "finna sig". Drama. Aðeins of þungt yfir þessu til að vera ánægjulegt að horfa á. Indie bragur af þessu. Ágætlega áhugaverður söguþráður (á köflum). Ekki mikið af skemmtilegum persónum.
0.3 -
2014-04-06 00:53The Grand Budapest Hotel (2014)
Mjög fyndin mynd. Fullt af kómískum atriðum og orðasamskiptum. Gott handrit. Skemmtilegar og skrautlegar persónur - og nóg af þeim. Fullt af þekktum og góðum leikurum (sjaldan sem maður sér svona marga þekkta leikara í einni mynd).
0.3
Fínasta keyrsla (flæði) og áhugaverður söguþráður. Spennandi. Leit vel út - skemmtileg stemning, skemmtilegir litir. Þetta var smá eins og barnaævintýri fyrir fullorðna. Mjög vel leikstýrð. Listaverk. Wes Anderson er með einstakan og skemmtilegan stíl. March, 2014
-
2014-03-21 02:03
(Myndin kallast "Dead Snow: Red vs. Dead" á ensku) Fyndin vitleysa. Nokkurs konar Nazi-zombie-splatter grín. Mörg atriði nokkuð fyndin og svo nokkur atriði frekar súr/fáránleg (en þau voru stundum líka bara fyndin). Mjög svartur húmor. Sum atriðin voru frekar brútal (gore). Skrautlegar (og skemmtilegar) persónur. Alltaf gaman að sjá Ísland í bíómyndum og helling af Íslendingum á credit listanum.
0.3 -
2014-03-19 00:52
Mögnuð mynd. Risastór. Virkilega spennandi. Drama. Mjög töff action atriði. Áhugaverður ævintýraheimur. Vel leikin - enda einvala lið leikara. Nick Nolte stóð sig vel sem gamall steinn, röddin mjög viðeigandi.
0.3
Íslenska náttúran var mögnuð í sínu hlutverki - endalaust af fjölbreyttri fegurð. Mér fannst Ísland gera rosalega mikið fyrir þessa mynd - gerði hana að enn meira listaverki. Myndin leit mjög vel út - búningar, umhverfi o.s.frv.
Mér fannst þetta smá ádeila á kjötætur - að öll dýr eigi rétt á að lifa. Svo var þetta líka "áróður" fyrir því að passa upp á náttúruna. -
2014-03-16 01:18
Mér fannst handritið ekki nógu gott. Margt skrýtið/kjánalegt og flæðið á milli atriði var stundum ekki nógu lógískt/eðlilegt. Þar sem þetta er Luc Besson mynd (þ.e.a.s. hann skrifaði handritið og framleiddi) þá voru vissulega franskir bílar í eltingaleik.
0.3
Það voru nokkur atriði sem voru ágætlega fyndin og nokkrar action senur ágætlega kúl. En það var kannski verið að reyna blanda of mörgu saman; action, grín, rómantík, spenna, drama... Hálf stefnulaust - gekk ekki upp. Gaman að sjá Tómas Lemarquis í nokkuð stóru hlutverki. -
2014-03-14 23:57
Skemmtileg vitleysa. Gott grín. Fullt af fínum leikurum. Fínasta afþreying.
0.3 -
2014-03-01 23:11
Hörku spennumynd. Góður hasar. Liam Neeson er töffari. Fínasta plot, en þetta var að vissu leyti formúlumynd. Ekkert gríðarlega frumleg, en nokkuð vel framkvæmd.
0.3
← previous 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 next →
List generated by WP Movie Ratings.
Síðast uppfært 18. May, 2023
þú ert aldeilis fljótur að skrifa um American Gangster. My man, ég er sammála þér með myndina. Töff stöff.
Vei, fyrsta kommentið hérna :)
Já, maður reynir að hafa þetta eins ferskt og hægt er :)
Það er kosturinn við þetta setup – ég hendi bara upp einhverju stuttu review, skelli á þetta einhverjar stjörnur (bara svona gut feeling) og þá er það komið. Ekkert að tefja mig á óþarfa blaðri eða djúpum pælingum.
mér finnst of mikið af myndum hér með of litlum fresti – horfir of mikið á myndir
hehe… já, sorry – ég skal horfa á færri myndir ;) Væri ein á mánuði of mikið?
En þetta er svona – ég hata ekki að horfa á bíómyndir… I loves it :)
ein á mánuði ef hún er á bíórásinni
Já ég fór með alltof miklar væntingar á Max kallinn. Myndin var alveg töff en sagan samsvaraði sér alveg ferlega illa. Þetta lyktar eins og gömul skinka.
Öflugur að halda utan um myndirnar sem þú sérð! ;) Nice. Sammála Star Trek umfjölluninni. Frábær mynd! Og hei, líka sammála um Angels and Demons. Ólíkt Da Vinci Code fannst mér myndin betri en bókin.
Takk. Já, mér fannst kominn tími til að hafa smá yfirsýn yfir þær myndir sem ég horfi á þar sem ég horfi á örlítið fleiri en 2 myndir á ári ;)
Já, síðan var líka gaman að sjá í Angels & Demons hvað sumir hlutir voru allt öðruvísi en maður var búinn að ímynda sér þegar maður las bókina :)
Hot Rod: 10*?
Ég hefði smellt 8*.
Jú, skil þig – þegar ég horfði á hana aftur einn þá var þetta ekki alveg eins mikil snilld, en samt fáránlega fyndin. En þegar ég horfði á hana fyrst þá skemmti ég mér alveg konunglega – það var kannski bara stemmningin að horfa á þetta wit da boyz. 10 stjörnur þýðir alls ekki að mér fannst þetta einhver Óskarsverðlaunamynd…
En annars eru þessar stjörnugjafir engan veginn heilagar – oft bara nánast eitthvað skot út í loftið ;)
Jæja Nesi, ég er mjög spennt að lesa hvað þú hefur um Shutter Island að segja. Koma svo! Í bíó með þig! ;)
hehe, úff… bara pressa :) Já, ég er svona ennþá að vega og meta hvort ég ætli að sjá Shutter Island í bíó. En ætli maður verði ekki að tékka á þessu, Scorsese stendur alltaf fyrir sínu.