
Smá umfjöllun um kvikmyndir sem ég hef séð nýlega… Stutt kvikmyndagagnrýni – ég nenni að skrifa mismikið, fer yfirleitt eftir því hvað mér dettur fyrst í hug – oft bara að hugsa upphátt.
Stjörnugjöf… já, stjörnugjöf er eiginlega svolítið bullshit – ég held að það sé mismikið bakvið stjörnur sem fólk gefur myndum. Hjá mér er það yfirleitt bara gut feeling – hversu skemmtileg/fyndin/spennandi/flott fannst mér myndin. Upplifunin.
Það er ekki eins og ég sé með einhvern ákveðinn skala/staðal eða tékklista – “já, flottur bílaeltingaleikur – 1 stjarna, töff byssubardagi – bætist við 1,5 stjarna…” ;) Síðan getur stjörnugjöfin oft verið svona plús/mínus 1-2 stjörnur.
Hlaðvarp um kvikmyndir
Það er vert að minnast á að ég og Björn erum með hlaðvarp um kvikmyndir sem við köllum Búnir með poppið. Það er hægt að fylgjast með okkur í gegnum Facebook, Twitter og Instagram – og svo auðvitað hlusta á þættina á Spotify, Apple Podcasts, Google Podcasts og öðrum stöðum þar sem fólk hlustar á hlaðvörp.
Sort list by: title | rating | view date ↓
August, 2012
-
2012-08-19 23:01
Áhugaverð mynd. Hún var um það að ekki endilega elta "Ameríska drauminn" eða eitthvað sem er ætlast af þér, heldur elta ástríðuna þína og láta draumana rætast. Gaman að sjá hvernig fólk eltir mismunandi drauma og fær það til að ganga upp. Skemmtilegar sögur.
0.3 -
2012-08-08 01:06
Mögnuð mynd. Mjög spennandi. Gott action - eitt bardagaatriði var sérstaklega magnað, maður fékk alveg gæsahúð. Virkilega flott mynd - vel gerð. Það var sérstaklega magnað að sjá þetta í IMAX - þvílík fegurð, upplausn, litir... Þetta var rosalegt. Nóg af leikurum sem maður þekkir. Alfred er algjör hipster - drekkur Fernet Branca hægri vinstri ;)
0.3 -
2012-08-01 23:37
Nokkuð löng/langdregin - breyttir tímar... Hefði örugglega verið hraðara flæði (styttri senur og skot) ef hún hefði verið gerð í dag. Ágætlega spennandi á köflum. Einfaldur credit listi - ekki talið upp smiðir, bílstjórar, kokkar, bókhald og allt hitt eins og í nútíma myndum. Gerði þetta kannski aðeins áhugaverðara að þetta er byggt á sannsögulegum atburðum. Áhugavert að sjá leikara í aukahlutverkum sem maður kannast við úr myndum og þáttum, bara miklu yngri ;) Myndin fékk víst Óskarinn fyrir handritið og fékk 5 aðrar tilnefningar.
0.3
* Ég sá þessa mynd í flugvél (s.s. á litlum skjá) July, 2012
-
2012-07-29 23:28
Íslensk klassík. Mjög fyndin. Skemmtilegur fíflaskapur. Nokkuð skemmtilegt plot. Kanarnir kalla myndina "Stella on Holiday" :)
0.3 -
2012-07-20 00:28
Virkilega góð mynd. Mjög fyndin. Sprenghlægileg á köflum. Mjög góð saga. Hugljúf og skemmtileg :) Gott handrit, skemmtilegar persónur og góðir leikarar. Fatlaði gaurinn minnti mig smá á Dustin Hoffman.
0.3 -
2012-07-18 22:36
Fyndin vitleysa :) Klassískur Family Guy/Seth MacFarlane húmor. Sprenghlægileg. Fínasta afþreying. Mjög spennandi á köflum.
0.3 -
2012-07-01 23:25
Fínasta afþreying. Góð skemmtun. Fyndin og spennandi. Að vissu leyti svipuð og 1 og 2 - sem er bara nokkuð gott, maður fær alveg það sem maður býst við. Ég fíla svona sci-fi myndir. Jemaine Clement (úr Flight of the Conchords) var nokkuð skemmtilegur sem vondi kallinn.
0.3 June, 2012
-
2012-06-30 22:38I Don't Know How She Does It (2011)
Stundum fær kærastan að ráða ;) Að vissu leyti ekta chick flick. Allt í lagi handrit - frekar basic, ekkert mega frumlegt.
0.3 -
2012-06-29 22:47Jeff, Who Lives at Home (2011)
Góð og hugljúf mynd. Fyndin. Skemmtileg saga - gott handrit. Vel leikin. Klassa mynd, vel gerð.
0.3 -
2012-06-27 23:07
Algjört rugl. Algjör bilun. Algjör geðveiki. Algjör snilld :) Gott fjör. Gott partý :) Var að fíla tónlistina - passaði vel við - mikið af tónlist sem ég hef verið að hlusta á undanfarið. Ég fíla yfirleitt svona myndir þar sem maður sér atburðina eins og þetta hafi allt verið tekið upp af fólki sem var á staðnum (The Blair Witch Project, Cloverfield...) - það er smá eins og maður sé þarna :) Nokkuð gott handrit - mjög solid plot miðað við svona mynd. Mjög góð skemmtun.
0.3 -
2012-06-27 00:56
Skemmtileg mynd. Jack Black leikur mjög áhugaverðan og fyndinn mann - enn magnaðara að þessi gaur er virkilega til. Kómísk mynd með sérkennilegum og skemmtilegum persónum. Áhugaverð saga.
0.3 -
2012-06-14 20:16
Fyndin vitleysa. Mikið af sjokk/hneykslis-bröndurum. Handritið frekar basic.
0.3 -
2012-06-10 23:19
Kúl mynd. Gaman að sjá Ísland í svona töff mynd, tók sig mjög vel út - mjög flott myndataka. Rosalega spennandi á köflum. Áhugaverð saga. Mér fannst samt eitthvað vanta... kannski upp á keyrsluna og/eða flæðið... handritið hefði hugsanlega geta verið betra - eitthvað til að gera þetta meira solid mynd. 3D var ekki að gera mikið fyrir mig - hefði jafnvel verið hægt að sleppa því.
0.3 -
2012-06-10 23:08
Formúlumynd sem virkar ágætlega. Fínasta para/stefnumóta-mynd. Ágæt action atriði og nokkuð fyndin á köflum.
0.3 -
2012-06-03 23:07
Góð mynd. Drama. Hawaii tónlistin var skemmtileg.
0.3
* Ég horfði á þessa bíómynd í flugvél. May, 2012
-
2012-05-10 22:41
Ágæt mynd. Nokkuð fyndin (nóg af one-liners). Ágæt spenna. Handritið var ekki upp á marga fiska, endirinn var frekar snubbóttur. Ýmislegt sem hefði mátt gera betur.
0.3 -
2012-05-06 00:31
Þetta var mögnuð mynd! Virkilega góð skemmtun :) Mjög frumleg kvikmynd - hressandi að sjá svona til tilbreytinga. Þetta er einhvers konar sci-fi hryllingsmynd. Rosalega spennandi - maður var alveg að missa sig á köflum ;) Mjög fyndin inn á milli. Áhugavert hvernig hún þróaðist... Drew Goddard (sem leikstýrði og skrifaði handritið) skrifaði fyrir sjónvarpsþættina Lost og Alias - og það var svolítið svipað í kringum þessa mynd, maður fékk alltaf að vita meira og meira hvað var í raun í gangi.
0.3 -
2012-05-05 17:18
Ágæt mynd. Nokkuð spennandi. Tók smá skrítið twist í svona miðri mynd - handritið hefði kannski geta verið betra. Nokkuð gott soundtrack - alveg nokkur sem ég hef verið að fíla á Hype Machine undanfarið.
0.3 April, 2012
-
2012-04-30 23:44
Áhugaverð mynd. Hádramatísk á köflum. Ég bjóst við aðeins léttari (fyndnari) mynd miðað við trailer-inn. En hún var alveg fyndin og skemmtileg á köflum - hefði samt mátt vera meira. Sálfræðingurinn (Katherine / Anna Kendrick) var eiginlega besti karakterinn - mjög fyndin. Mjög fínir leikarar. Mér fannst reyndar Seth Rogen stundum aðeins ofleika "frat" gaurinn.
0.3 -
2012-04-29 01:19
Risastór mynd! Rosalegt gengi af ofurhetjum (og flottum leikurum) - og þetta gekk alveg upp, það var ekki of "troðið". Mjög spennandi - góð keyrsla, hélt manni við efnið. Mikið af mjög flottum (og stórum) action atriðum. En ekki mjög mörg atriði þar sem 3D fékk að njóta sín (þar sem 3D var bráðnauðsynlegt) - en samt alveg kúl að sjá þetta í 3D. Mjög góð mynd, mjög skemmtileg. Líka sprenghlægileg á köflum :)
0.3 -
2012-04-19 22:42
Mjög fyndin mynd - sum atriði voru alveg sprenghlægileg. Spennandi. Skemmtileg vitleysa. Gott grín. Að vissu leyti formúlumynd - en hún virkaði alveg.
0.3 -
2012-04-08 22:48
Áhugaverð mynd. Skemmtileg. Þessi markaðssetning er notuð að vissu leyti - láta fólk sem aðrir líta upp til og/eða treysta til að nota vöruna þína...
0.3 -
2012-04-07 14:26
Spennandi mynd. Skemmtilega 90's/cheesy/gamaldags (tæknibrellur o.s.frv.). Áhugaverð saga. Fínasta vísindaskáldsaga - byggt á smásögu eftir Philip K. Dick eins og nokkrar aðrar áhugaverðar sci-fi myndir. Nóg af gullmolum/one-liners ;) Það verður gaman að sjá endurgerðina með Colin Farrell.
0.3 -
2012-04-04 22:42
Mjög fyndin mynd. Gaman að sjá gamla gengið mætt aftur. Nokkuð svipaður húmor og í fyrstu American Pie myndinni. Gott glens. Skemmtileg vitleysa.
0.3 March, 2012
-
2012-03-29 23:12
Virkilega spennandi mynd - ég var alveg á nálum á köflum. Mjög flott mynd. Vönduð - vel gerð. Vel leikin. Áhugaverðar persónur. Ég var alveg að fíla Woody Harrelson - passaði vel í hlutverkið :) Gott handrit, góð saga - og þá s.s. líklega góð bók ;) Áhugaverður heimur. Minnti mig að hluta til á The Truman Show. Ég hlakka til að sjá hinar myndirnar.
0.3 -
2012-03-18 23:08
Ágætlega fyndin á köflum, smá kjánaleg hina kaflana. Handritið ekkert æðislegt. Þessi mynd eldist ekkert mjög vel.
0.3 -
2012-03-11 22:36
Ágætis stefnumóta-mynd. Nokkuð fyndin á köflum. Hugljúf. Nokkuð væmin, eins og ætti ekki að koma á óvart ;) Minnti mig smá á 50 First Dates með Adam Sandler - þótt það sé ekki alveg sama concept. Birna benti á að þetta var smá líkt og The Notebook - Rachel McAdams frá fínni fjölskyldu sem er í raun hamingjusamara í sínu "nýja lífi".
0.3 -
2012-03-09 00:53
Góð mynd. Hörku spenna. Vel gerð. Vel leikin. Töff myndataka. Brútal - þessi eiturlyfjaheimur er skuggalegur, algjört rugl. Ég var að fíla tónlistina - setti mjög skemmtilegan 1999 brag á myndina. Maður kannaðist við nokkra af glæpunum úr þáttunum Sönn íslensk sakamál ;)
0.3
Áhugavert og kannski smá viðeigandi að þegar ég var að keyra heim keyrði ég framhjá 5 lögreglubílum og 2 Fíknó-bílum. Bílaeltingaleikur hafði að öllum líkindum endað þarna - búið að keyra niður grindverkið á milli akgreinanna og Yaris úti í kanti.
Á ensku er myndin víst kölluð "Black's Game". -
2012-03-02 00:39
Mjög spennandi mynd. Töff. Trúverðug (og flott) action atriði - engin ýkt hljóð eða annað of "Hollywood legt". Nokkuð gott handrit. Stemningin/bragurinn var nokkuð sérstakur - tónlistin setti svolítið línuna - ég fékk smá "film noir" vibe.
0.3
← previous 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 next →
List generated by WP Movie Ratings.
Síðast uppfært 18. May, 2023
þú ert aldeilis fljótur að skrifa um American Gangster. My man, ég er sammála þér með myndina. Töff stöff.
Vei, fyrsta kommentið hérna :)
Já, maður reynir að hafa þetta eins ferskt og hægt er :)
Það er kosturinn við þetta setup – ég hendi bara upp einhverju stuttu review, skelli á þetta einhverjar stjörnur (bara svona gut feeling) og þá er það komið. Ekkert að tefja mig á óþarfa blaðri eða djúpum pælingum.
mér finnst of mikið af myndum hér með of litlum fresti – horfir of mikið á myndir
hehe… já, sorry – ég skal horfa á færri myndir ;) Væri ein á mánuði of mikið?
En þetta er svona – ég hata ekki að horfa á bíómyndir… I loves it :)
ein á mánuði ef hún er á bíórásinni
Já ég fór með alltof miklar væntingar á Max kallinn. Myndin var alveg töff en sagan samsvaraði sér alveg ferlega illa. Þetta lyktar eins og gömul skinka.
Öflugur að halda utan um myndirnar sem þú sérð! ;) Nice. Sammála Star Trek umfjölluninni. Frábær mynd! Og hei, líka sammála um Angels and Demons. Ólíkt Da Vinci Code fannst mér myndin betri en bókin.
Takk. Já, mér fannst kominn tími til að hafa smá yfirsýn yfir þær myndir sem ég horfi á þar sem ég horfi á örlítið fleiri en 2 myndir á ári ;)
Já, síðan var líka gaman að sjá í Angels & Demons hvað sumir hlutir voru allt öðruvísi en maður var búinn að ímynda sér þegar maður las bókina :)
Hot Rod: 10*?
Ég hefði smellt 8*.
Jú, skil þig – þegar ég horfði á hana aftur einn þá var þetta ekki alveg eins mikil snilld, en samt fáránlega fyndin. En þegar ég horfði á hana fyrst þá skemmti ég mér alveg konunglega – það var kannski bara stemmningin að horfa á þetta wit da boyz. 10 stjörnur þýðir alls ekki að mér fannst þetta einhver Óskarsverðlaunamynd…
En annars eru þessar stjörnugjafir engan veginn heilagar – oft bara nánast eitthvað skot út í loftið ;)
Jæja Nesi, ég er mjög spennt að lesa hvað þú hefur um Shutter Island að segja. Koma svo! Í bíó með þig! ;)
hehe, úff… bara pressa :) Já, ég er svona ennþá að vega og meta hvort ég ætli að sjá Shutter Island í bíó. En ætli maður verði ekki að tékka á þessu, Scorsese stendur alltaf fyrir sínu.