Smá umfjöllun um kvikmyndir sem ég hef séð nýlega… Stutt kvikmyndagagnrýni – ég nenni að skrifa mismikið, fer yfirleitt eftir því hvað mér dettur fyrst í hug – oft bara að hugsa upphátt.
Stjörnugjöf… já, stjörnugjöf er eiginlega svolítið bullshit – ég held að það sé mismikið bakvið stjörnur sem fólk gefur myndum. Hjá mér er það yfirleitt bara gut feeling – hversu skemmtileg/fyndin/spennandi/flott fannst mér myndin. Upplifunin.
Það er ekki eins og ég sé með einhvern ákveðinn skala/staðal eða tékklista – “já, flottur bílaeltingaleikur – 1 stjarna, töff byssubardagi – bætist við 1,5 stjarna…” ;) Síðan getur stjörnugjöfin oft verið svona plús/mínus 1-2 stjörnur.
Hlaðvarp um kvikmyndir
Það er vert að minnast á að ég og Björn erum með hlaðvarp um kvikmyndir sem við köllum Búnir með poppið. Það er hægt að fylgjast með okkur í gegnum Facebook, Twitter og Instagram – og svo auðvitað hlusta á þættina á Spotify, Apple Podcasts, Google Podcasts og öðrum stöðum þar sem fólk hlustar á hlaðvörp.
Sort list by: title | rating | view date ↓
August, 2018
-
Mission: Impossible - Fallout (2018)
2018-08-13 00:07Virkilega spennandi mynd. Fullt af góðum action atriðum – þ.ám. klassískt klikkuðum Mission: Impossible atriðum. Flott myndataka, fullt af glæsilegum skotum – ég var að fíla að lokaatriðið var tekið upp á Preikestolen (þótt það átti að gerast í Pakistan). Góður húmor líka :)
0.3 -
2018-08-03 23:22
Spennandi mynd. Daglega lífið í London í kringum seinni heimsstyrjöld hefur verið frekar klikkað. Fínasta saga.
0.3 July, 2018
-
2018-07-30 22:21
Mjög áhugaverð saga. Spennandi. Vel leikin – Idris Elba var sértaklega góður.
0.3 -
Kingsman: The Golden Circle (2017)
2018-07-28 22:20Silly spæjaramynd. Ágætlega spennandi og ágætur húmor inn á milli. Flott myndataka – töff action atriði. Elton John var í mjög fyndnu aukahlutverki/cameo.
0.3 -
2018-07-27 23:54
Spennandi mynd. Ekki alveg jafn góð og fyrri myndin. Áhugavert að hafa lokabardagann í mega stormi – man ekki eftir að hafa séð þannig áður.
0.3 -
Sicario: Day of the Soldado (2018)
2018-07-03 23:26Svakaleg mynd! Virkilega intense og spennandi – ég var eiginlega á nálum megnið af myndinni. Tónlistin hafði mikil áhrif á það. Fallegt að hafa "In memory of Jóhann Jóhannsson" í kreditlistanum. Topp mynd – rússíbani.
0.3 June, 2018
-
Solo: A Star Wars Story (2018)
2018-06-13 23:18Spennandi. Ekki besta Star Wars myndin, en góð skemmtun. Það vantaði eitthvað upp á keyrsluna og flæðið – handritið og/eða klippingin (jafnvel leikurinn stundum) hefði kannski getað verið betri. Gaman að kynnast baksögunni betur.
0.3 -
2018-06-07 23:20
Góð mynd. Spennandi. Gott action. Mjög fyndin. Topp afþreying. Fólkið bak við þessa mynd er ekki mikið að taka sig alvarlega – mikið verið að brjóta fjórða vegginn og gera grín að bransanum. Það eru nokkur atriði með kreditlistanum, en ekkert alveg í lokinn eins og í mörgum Marvel myndum (bara lag/söngur sem gefur til kynna hvað gæti komið næst).
0.3 -
2018-06-02 22:23
Fyndin. Vandræðaleg ("cringe-y"). Mögnuð saga – mjög áhugaverð. Gott atriði alveg í lokinn eftir kreditlistanum.
0.3 May, 2018
-
2018-05-29 21:10
Frekar kjánaleg mynd. Handritið og leikurinn var ekki æðislegt. Aðeins of mikið að reyna vera með djúpa og vitsmunalega ("profound") punkta – enda myndin byggð á sjálfshjálparbók.
0.3 -
2018-05-26 22:29
Mjög spennandi. Mjög fyndin. Topp afþreying. Nokkuð gott handrit. Góð saga. Fín keyrsla. FYI: Það er aukaatriði alveg í lokinn eftir kreditlistanum.
0.3 -
2018-05-20 22:08
Alveg hægt að hlæja að nokkrum atriðum. En handritið, leikurinn og flæðið hefði getað verið betra. Stundum smá kjánalegt.
0.3 -
2018-05-07 22:06
Skemmtileg og áhugaverð saga. Spennandi á köflum. Krúttleg mynd.
0.3 -
2018-05-04 23:43
Svakalega mikið af bardögum – eiginlega bara stanslaust. Mjög spennandi og mjög fyndin á köflum. Gaman að sjá allar ofurhetjurnar saman og hina ýmsu heima blandast saman. Mjög flott mynd og þótt hún sé mjög löng þá var hún grípandi og keyrði þetta þétt áfram. Frábær skemmtun – kvikmyndastórvirki eins og margar Marvel myndir. Erfitt að segja mikið um söguþráðinn án þess að skemma fyrir...
0.3 April, 2018
-
Guardians of the Galaxy Vol. 2 (2017)
2018-04-30 22:30Mjög spennandi. Mjög fyndin. Gott action. Fullt af atriðum með kreditlistanum.
0.3 -
Popstar: Never Stop Never Stopping (2016)
2018-04-30 14:49Bull og vitleysa to the max. En nokkuð fyndin mynd. Svakalega mikið af cameos.
0.3 -
2018-04-28 22:34
Jackie Chan í nýju ljósi – en samt sami töffarinn ;) Mjög spennandi.
0.3 -
2018-04-20 21:33
Mjög fyndnar persónur. Sveitó stemning. Spennandi – smá eins og sveitó Ocean's 11. Skemmtilega öðruvísi útlit á Daniel Craig.
0.3 -
2018-04-14 22:29
Áhugaverð sci-fi mynd og framtíðarpælingar. Spennandi á köflum. En endirinn (seinni hlutinn) var frekar skrýtinn... einkennilegt flæði og atburðarás, eins og það hafi eitthvað verið sparað í handritsvinnunni þar.
0.3 -
2018-04-07 23:32
Svakaleg mynd! Svo góð. Svo spennandi. Skemmtilega frumleg mynd. Þar sem þetta var frekar hljóðlát mynd þá urðu öll smáhljóð enn magnaðari. Svo gerði tónlistin líka mikið til að gera myndina spennuþrungna. Mjög vel leikin – þegar það er takmarkað af samtölum þá þurfa svipbrigði að segja mikið.
0.3 March, 2018
-
Harry Potter and the Deathly Hallows: Part 2 (2011)
2018-03-23 22:10Risastór lokakafli í þessari skemmtilegu ævintýrasögu. Mjög spennandi. Gott action. Flottar tæknibrellur.
0.3 -
Harry Potter and the Deathly Hallows: Part 1 (2010)
2018-03-19 22:10Mjög spennandi. Það er ekkert verið að eyða miklum tíma í að kynna nýjar persónur eða koma með bakgrunnssögur – bara farið beint í spennu & action = Mjög gott.
0.3 -
Harry Potter and the Half-Blood Prince (2009)
2018-03-18 22:06Myndirnar verða alltaf meira og meira "fullorðnari" ásamt persónunum. Spennandi. Fyndnari en fyrri myndirnar.
0.3
← previous 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 next →
List generated by WP Movie Ratings.
Síðast uppfært 24. July, 2024
Bjössi says
þú ert aldeilis fljótur að skrifa um American Gangster. My man, ég er sammála þér með myndina. Töff stöff.
Hannes says
Vei, fyrsta kommentið hérna :)
Já, maður reynir að hafa þetta eins ferskt og hægt er :)
Það er kosturinn við þetta setup – ég hendi bara upp einhverju stuttu review, skelli á þetta einhverjar stjörnur (bara svona gut feeling) og þá er það komið. Ekkert að tefja mig á óþarfa blaðri eða djúpum pælingum.
maple says
mér finnst of mikið af myndum hér með of litlum fresti – horfir of mikið á myndir
Hannes says
hehe… já, sorry – ég skal horfa á færri myndir ;) Væri ein á mánuði of mikið?
En þetta er svona – ég hata ekki að horfa á bíómyndir… I loves it :)
maple says
ein á mánuði ef hún er á bíórásinni
Haukur says
Já ég fór með alltof miklar væntingar á Max kallinn. Myndin var alveg töff en sagan samsvaraði sér alveg ferlega illa. Þetta lyktar eins og gömul skinka.
siggasig says
Öflugur að halda utan um myndirnar sem þú sérð! ;) Nice. Sammála Star Trek umfjölluninni. Frábær mynd! Og hei, líka sammála um Angels and Demons. Ólíkt Da Vinci Code fannst mér myndin betri en bókin.
Hannes says
Takk. Já, mér fannst kominn tími til að hafa smá yfirsýn yfir þær myndir sem ég horfi á þar sem ég horfi á örlítið fleiri en 2 myndir á ári ;)
Já, síðan var líka gaman að sjá í Angels & Demons hvað sumir hlutir voru allt öðruvísi en maður var búinn að ímynda sér þegar maður las bókina :)
Geiri says
Hot Rod: 10*?
Ég hefði smellt 8*.
Hannes says
Jú, skil þig – þegar ég horfði á hana aftur einn þá var þetta ekki alveg eins mikil snilld, en samt fáránlega fyndin. En þegar ég horfði á hana fyrst þá skemmti ég mér alveg konunglega – það var kannski bara stemmningin að horfa á þetta wit da boyz. 10 stjörnur þýðir alls ekki að mér fannst þetta einhver Óskarsverðlaunamynd…
En annars eru þessar stjörnugjafir engan veginn heilagar – oft bara nánast eitthvað skot út í loftið ;)
Sara says
Jæja Nesi, ég er mjög spennt að lesa hvað þú hefur um Shutter Island að segja. Koma svo! Í bíó með þig! ;)
Hannes says
hehe, úff… bara pressa :) Já, ég er svona ennþá að vega og meta hvort ég ætli að sjá Shutter Island í bíó. En ætli maður verði ekki að tékka á þessu, Scorsese stendur alltaf fyrir sínu.