
Smá umfjöllun um kvikmyndir sem ég hef séð nýlega… Stutt kvikmyndagagnrýni – ég nenni að skrifa mismikið, fer yfirleitt eftir því hvað mér dettur fyrst í hug – oft bara að hugsa upphátt.
Stjörnugjöf… já, stjörnugjöf er eiginlega svolítið bullshit – ég held að það sé mismikið bakvið stjörnur sem fólk gefur myndum. Hjá mér er það yfirleitt bara gut feeling – hversu skemmtileg/fyndin/spennandi/flott fannst mér myndin. Upplifunin.
Það er ekki eins og ég sé með einhvern ákveðinn skala/staðal eða tékklista – “já, flottur bílaeltingaleikur – 1 stjarna, töff byssubardagi – bætist við 1,5 stjarna…” ;) Síðan getur stjörnugjöfin oft verið svona plús/mínus 1-2 stjörnur.
Hlaðvarp um kvikmyndir
Það er vert að minnast á að ég og Björn erum með hlaðvarp um kvikmyndir sem við köllum Búnir með poppið. Það er hægt að fylgjast með okkur í gegnum Facebook, Twitter og Instagram – og svo auðvitað hlusta á þættina á Spotify, Apple Podcasts, Google Podcasts og öðrum stöðum þar sem fólk hlustar á hlaðvörp.
Sort list by: title | rating | view date ↓
May, 2016
-
2016-05-04 23:31
Silly action mynd. Ágætis húmor. Fínasta action inn á milli. Nokkuð löng mynd. Ekki viss um að hún eldist vel, mig minnir að mér hafi fundist hún skemmtilegri þegar ég sá hana fyrst.
0.3 April, 2016
-
2016-04-19 23:03
Klikkuð/súr mynd. Ágætis action. Fínn húmor. Silly. Ekki alveg nógu þétt keyrsla - datt smá niður á köflum. Leikararnir voru ekki alltaf mjög sannfærandi - en kannski var það bara handritið sem þau höfðu að vinna með. Fínasta afþreying.
0.3 -
2016-04-15 23:01
Silly RomCom. Fyndin. Fínasta saga, þótt hún hafi verið að vissu leyti formúlukennd.
0.3 -
2016-04-10 23:00
Skemmtileg mynd. Nett klikkuð. Fyndin. Fínasta action. Sam Rockwell og Anna Kendrick eru góð í að leika wacky/quirky persónur.
0.3 March, 2016
-
2016-03-21 00:18
Skemmtileg mynd. Eldist bara nokkuð vel. Arnold fer á kostum. Fullt af gullmolum og góðum senum.
0.3
Svo kom skemmtilega á óvart að Kindergarten Cop 2 er víst á leiðinni.
#LeslieHalliwell -
2016-03-05 01:35
Rosaleg vitleysa. Fyndin vitleysa. Fór oft langt yfir strikið 🙈 Það mátti svosem búast við því frá Sacha Baron Cohen. Fínasta action.
0.3 February, 2016
-
2016-02-24 23:00
Alltaf áhugavert að fræðast meira um líf Steve Jobs. Góð mynd. Ekta Aaron Sorkin samtöl. Intense og dramatískt. Áhugaverður vinkill að einbeita sér að nokkrum mikilvægum vörukynningum (launches) og sambandi Steve Jobs við dóttur sína, Lisa.
0.3 -
2016-02-14 22:20All Creatures Big and Small (2015)
Skemmtileg barnamynd. Fyndin á köflum. Fín saga.
0.3
P.S. Við Birna vorum s.s. að passa frændur hennar. Smá æfing ;)
P.P.S. Evrópski (original) titillinn á myndinn er "Ooops! Noah is Gone..." og á íslensku heitir hún "Úbbs! Nói er farinn...". -
2016-02-14 01:33
Góð mynd - skemmtileg blanda af gríni og action. Öðruvísi ofurhetjumynd. Mjög fyndin. Brútal ofbeldi. Fjórði veggurinn var brotinn ítrekað. Þessi mynd tók sig ekki mjög hátíðlega - sem var hressandi.
0.3 -
2016-02-12 01:35
Mjög áhugaverð mynd - skemmtilegar pælingar varðandi tækni og gervigreind. Spennandi thriller. Mjög flott landslag í kringum þessa tæknihöll - myndin var víst tekin upp í Noregi. Þessi höll var líka rosaleg. Yfirallt mjög flott mynd - leit allt mjög vel út, mjög kúl. Góðir leikarar - intense stemning. Gaman að sjá þá "bræður" svo í The Force Awakens.
0.3 -
2016-02-07 00:3913 Hours: The Secret Soldiers of Benghazi (2016)
Intense mynd. Mjög spennandi. Svakaleg atburðarás. Mikið af flottum action/bardaga atriðum. Brútal. Ekta Michael Bay mynd að mörgu leyti: Mikið af sprengingum, drama, væmni og 'merica! Löng mynd. Minnir mig á Homeland þættina, bara 100x stærra og meira.
0.3 -
2016-02-05 23:22
Flott mynd. Mögnuð saga - mjög áhugaverð. Spennandi. Gaman af svona Davíð og Golíat sögum. Góðir leikarar. Nóg af góðum myndum í bíó núna #AwardSeason
0.3
Góð upphitun fyrir Super Bowl ;) January, 2016
-
2016-01-31 00:18
Mögnuð saga. Spennandi og hrífandi. Þvílík rannsóknarvinna hjá þeim. Fullt af fínum leikurum. Mjög góð mynd.
0.3
Ég var mjög forvitinn að vita hver talaði fyrir Richard Sipe (rithöfundinn og sálfræðinginn sem var bara talað við í gegnum síma). Mér fannst ég kannst við röddina, en var ekki að tengja. Samkvæmt Wikipedia og IMDb var það Richard Jenkins. Þá getur maður andað léttar :) -
2016-01-24 01:49
Mögnuð mynd! Mögnuð saga. Flott myndataka. Mögnuð náttúra. Hálfgert listaverk. Oft sem það var lítið sem ekkert talað - en það kom samt svo vel út. Spennandi. Átakanleg. Brútal. Virkilega góðir leikarar. Eitt atriðið minnti mig á atriði í The Empire Strikes Back ;)
0.3 -
2016-01-17 00:13
Mjög góð mynd. Virkilega áhugaverð saga & persónur. Nóg af góðum leikurum. Spennandi. Nettur húmor inn á milli - enda Adam McKay að leikstýra & skrifa. Hann náði að hafa dóttur sína með í myndinni - það kom smá skot úr The Landlord.
0.3
Áhugaverð myndataka og klippingar - sérstakur stíll. Veit ekki hvort þetta átti að lýsa því hversu mikið brjálæði var í gangi eða hvort það átti að vera heimildamyndastíll á þessu (eins og maður væri að fylgjast með). -
2016-01-10 01:34
Töff mynd. Spennandi. Að mörgu leyti ekta Tarantino mynd: Flott myndataka. Löng samtöl. Áhugaverðir karakterar. Brútal. Slatti af leikurum úr Tarantino klíkunni. Þetta helsta... Kvikmyndir sem gerast aðallega í einu rými eru oft áhugaverðar og geta komið skemmtilega út - þannig myndir minna mann smá á leikrit.
0.3 -
2016-01-08 22:14The Man from U.N.C.L.E. (2015)
Flott byrjun (title credits). Skemmtileg mynd. Töff. Flott action atriði. Smá Lock, Stock/Snatch stíll í sumum atriðum. Góður húmor. Spennandi.
0.3 -
2016-01-03 00:30
Fyndin mynd. Léttklikkuð. Misgóðir kaflar. Endirinn var góður, bjargaði henni fyrir horn. Fínasta afþreying.
0.3 December, 2015
-
2015-12-29 23:32
Mjög fyndin mynd - sérstaklega eftir hlé (þegar allt fer í rugl). Bull og vitleysa - á góðan máta. Tina Fey og Amy Poehler eru snillingar. Slatti af öðrum góðum persónum og leikurum.
0.3 -
2015-12-23 01:16Star Wars: The Force Awakens (2015)
Rosaleg mynd! Spennandi. Fyndin. Svo töff. Mögnuð action atriði. Virkilega flottar tæknibrellur. Nokkur kúl 3D atriði. Gaman að sjá allar gömlu persónurnar. Mér fannst nokkur atriði minna mig á gömlu myndirnar. Same same, but different. Hlakka til að sjá næstu mynd :)
0.3
Það var áhugavert að sjá á credit listanum að bæði Bill Hader og Ben Schwartz voru titlaðir sem "BB-8 Voice Consultants". Simon Pegg ljáði líka röddina sína (hann er kominn í J.J. Abrams klíkuna). Svo sá ég að Daniel Craig er líka á listanum undir "Stormtrooper JB-007 (uncredited)" ;) -
2015-12-14 00:26The Nightmare Before Christmas (1993)
Öðruvísi jólamynd :) Gaman af svona stop-motion myndum. Góður húmor og skrautlegar persónur. Áhugavert að Danny Elfman söng fyrir aðalpersónuna, Jack Skellington. Maður þekkir Danny Elfman aðallega fyrir tónlistina sem hann er að semja fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti. #LeslieHalliwell
0.3 -
2015-12-12 01:00
Mjög fyndin mynd. Rugl og vitleysa - svipaður húmor og í mörgum Seth Rogen myndum. Mikið af skemmtilegum tilvísunum í klassískar jólamyndir. Gott stöff. Fínasta jólamynd.
0.3 -
2015-12-05 23:04The Hunger Games: Mockingjay - Part 2 (2015)
Mjög spennandi mynd. Gott action. Töff brellur. Áhugaverð saga - ágætis endir á þessu öllu saman.
0.3 November, 2015
-
2015-11-22 21:29
Fyndin mynd. Mikið bull og vitleysa. Stundum of mikið bull og of kjánaleg. Frekar löng (125 mín.) - hefði kannski komið betur út ef hún hefði verið styttri, meiri keyrsla. Myndin datt í meira lífs-drama og rómantískt drama í seinni helmingnum. Ég bjóst við aðeins betri mynd, aðeins fyndnari mynd. Mér fannst áhugavert að sjá Tilda Swinton í sínu "dulargervi".
0.3 -
2015-11-13 23:21
Töff mynd. Mjög spennandi. Klassískur Bond með húmor, action, stelpuna og vonda kallinn. Svo má ekki gleyma exótískum stöðum og flottum arkitektúr. Þau virðast vera að gera söguna dýpri og flóknari - tengja allar Daniel Craig myndirnar saman.
0.3 -
2015-11-08 19:44
Góð mynd. Spennandi. Mjög áhugaverð saga. Gaman af svona "disruption" sögum - fólk sem er óhrætt við að prófa eitthvað nýtt, brjóta upp gamla kerfið.
0.3 October, 2015
-
2015-10-24 00:57
Klikkaðir tvíburar - Tom Hardy stóð sig mjög vel við að leika þá báða. Brútal mynd. Áhugaverð saga. Old school gangster mynd alveg í gegn - ofbeldi og drama.
0.3 -
2015-10-16 01:23
Rosaleg hrollvekja! 😬 Ég var stress-borðandi poppið mitt á fullu. Virkilega creepy mynd. Spennandi/stressandi - algjör adrenalín rússíbani. Góðir leikarar. Mjög flott og myndræn kvikmynd - eins og við má búast frá Guillermo del Toro.
0.3 -
2015-10-11 23:55
Mjög góð mynd. Áhugaverð saga, flott myndataka og góðir leikarar. Spennandi. Áhugaverðar pælingar varðandi geimvísindi, hvað er mögulegt og framtíðina í geimferðum.
0.3
← previous 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 next →
List generated by WP Movie Ratings.
Síðast uppfært 18. May, 2023
þú ert aldeilis fljótur að skrifa um American Gangster. My man, ég er sammála þér með myndina. Töff stöff.
Vei, fyrsta kommentið hérna :)
Já, maður reynir að hafa þetta eins ferskt og hægt er :)
Það er kosturinn við þetta setup – ég hendi bara upp einhverju stuttu review, skelli á þetta einhverjar stjörnur (bara svona gut feeling) og þá er það komið. Ekkert að tefja mig á óþarfa blaðri eða djúpum pælingum.
mér finnst of mikið af myndum hér með of litlum fresti – horfir of mikið á myndir
hehe… já, sorry – ég skal horfa á færri myndir ;) Væri ein á mánuði of mikið?
En þetta er svona – ég hata ekki að horfa á bíómyndir… I loves it :)
ein á mánuði ef hún er á bíórásinni
Já ég fór með alltof miklar væntingar á Max kallinn. Myndin var alveg töff en sagan samsvaraði sér alveg ferlega illa. Þetta lyktar eins og gömul skinka.
Öflugur að halda utan um myndirnar sem þú sérð! ;) Nice. Sammála Star Trek umfjölluninni. Frábær mynd! Og hei, líka sammála um Angels and Demons. Ólíkt Da Vinci Code fannst mér myndin betri en bókin.
Takk. Já, mér fannst kominn tími til að hafa smá yfirsýn yfir þær myndir sem ég horfi á þar sem ég horfi á örlítið fleiri en 2 myndir á ári ;)
Já, síðan var líka gaman að sjá í Angels & Demons hvað sumir hlutir voru allt öðruvísi en maður var búinn að ímynda sér þegar maður las bókina :)
Hot Rod: 10*?
Ég hefði smellt 8*.
Jú, skil þig – þegar ég horfði á hana aftur einn þá var þetta ekki alveg eins mikil snilld, en samt fáránlega fyndin. En þegar ég horfði á hana fyrst þá skemmti ég mér alveg konunglega – það var kannski bara stemmningin að horfa á þetta wit da boyz. 10 stjörnur þýðir alls ekki að mér fannst þetta einhver Óskarsverðlaunamynd…
En annars eru þessar stjörnugjafir engan veginn heilagar – oft bara nánast eitthvað skot út í loftið ;)
Jæja Nesi, ég er mjög spennt að lesa hvað þú hefur um Shutter Island að segja. Koma svo! Í bíó með þig! ;)
hehe, úff… bara pressa :) Já, ég er svona ennþá að vega og meta hvort ég ætli að sjá Shutter Island í bíó. En ætli maður verði ekki að tékka á þessu, Scorsese stendur alltaf fyrir sínu.