Smá umfjöllun um kvikmyndir sem ég hef séð nýlega… Stutt kvikmyndagagnrýni – ég nenni að skrifa mismikið, fer yfirleitt eftir því hvað mér dettur fyrst í hug – oft bara að hugsa upphátt.
Stjörnugjöf… já, stjörnugjöf er eiginlega svolítið bullshit – ég held að það sé mismikið bakvið stjörnur sem fólk gefur myndum. Hjá mér er það yfirleitt bara gut feeling – hversu skemmtileg/fyndin/spennandi/flott fannst mér myndin. Upplifunin.
Það er ekki eins og ég sé með einhvern ákveðinn skala/staðal eða tékklista – “já, flottur bílaeltingaleikur – 1 stjarna, töff byssubardagi – bætist við 1,5 stjarna…” ;) Síðan getur stjörnugjöfin oft verið svona plús/mínus 1-2 stjörnur.
Hlaðvarp um kvikmyndir
Það er vert að minnast á að ég og Björn erum með hlaðvarp um kvikmyndir sem við köllum Búnir með poppið. Það er hægt að fylgjast með okkur í gegnum Facebook, Twitter og Instagram – og svo auðvitað hlusta á þættina á Spotify, Apple Podcasts, Google Podcasts og öðrum stöðum þar sem fólk hlustar á hlaðvörp.
Sort list by: title | rating | view date ↓
August, 2020
-
2020-08-06 22:16
Mjög fyndin mynd. Áhugaverð hugmynd – fínasta twist á Groundhog Day. Gott stöff. Mjög skemmtileg – góður söguþráður. Góðar týpur. Bestu atriðin voru svona ekta Lonely Island húmor.
0.3 July, 2020
-
2020-07-29 23:16
Mjög spennandi mynd. Alltaf gaman að sjá mismunandi útfærslur á zombie hugmyndinni. Töluvert öðruvísi plot en forverinn, Train to Busan – fleiri sögupersónur og gerist á fleiri stöðum en bara í einni lest 😉 Þetta er að hluta til teiknimynd – það leit út fyrir að öll bíla-action atriðin voru 100% tölvuteiknuð. Þannig að þetta var stundum eins og að horfa á tölvuleik 😉 En þetta var töff action. Mikið og langt drama í lokinn.
0.3 -
2020-07-13 23:55
Mjög spennandi mynd. Gott action. Áhugaverð saga/plot/concept. Töff mynd. Góð keyrsla (inn á milli alla vega). Gaman að sjá Netflix myndir með gott budget. #netflix
0.3 -
2020-07-12 01:06
Fyrsta bíóferðin í 4 mánuði! 🥳 Þetta var mjög spennandi mynd. Svakaleg bardagaatriði. Gott action. Brútal. Ruglað hvað það er ungt fólk í hernum sent í svona aðstæður – það voru 21 árs krakkar þarna...
0.3 -
2020-07-09 22:13
Spennandi mynd. Áhugaverð saga. Drama. Fínasta keyrsla (tempo). Flottir leikarar.
0.3 June, 2020
-
Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga (2020)
2020-06-29 19:54Skemmtileg mynd. Fyndin vitleysa. Alltaf gaman að sjá Ísland og íslenska leikara í stórum myndum. Alveg ágætis saga – ekki alveg eins innantómt og ég bjóst við. Fullt af cameos. Fínasta afþreying. #netflix
0.3 -
2020-06-06 14:37
Gangsta mynd. Gangsta gellur. New York í ruglinu. Spennandi mynd.
0.3 May, 2020
-
2020-05-29 21:36
Fyndin og spennandi. Svona rom-com með spennu/action twist er formúlan okkar Birnu fyrir date-mynd. #netflix
0.3 -
2020-05-21 22:45
Mjög fyndið bull. Jojo var krúttlega barnalegur (naive). Sam Rockwell var sérstaklega góður og fyndinn. Mjög góð og skemmtileg mynd. En hún var líka alveg smá spennandi, dramatísk og sorgleg – sem er viðeigandi fyrir þetta umræðuefni.
0.3 April, 2020
-
2020-04-27 22:32
Spennandi. Góð keyrsla inn á milli. Töff action myndataka með flottum one-shots. #netflix
0.3 -
2020-04-23 22:00
Mjög spennandi. Ágætis saga og plot, en endirinn hefði getað verið örlítið betri. #netflix
0.3 -
2020-04-19 22:20
Fyndin vitleysa. Spennandi og fínt action. Góð afþreying. #netflix
0.3 March, 2020
-
2020-03-31 22:17
Töff sci-fi mynd. Áhugavert concept. Spennandi. Endirinn hefði getað verið betri – vantaði eitthvað til að gera hann meira solid. Áhugavert að sjá að 4 mínútur af kreditlistanum voru þakkir til þeirra sem styrktu myndina í gegnum Indiegogo 😅
0.3 -
2020-03-21 21:36
Svakaleg saga. Magnað hvað þetta virðist hafa verið toxic vinnuumhverfi. Heill hellingur af frábærum leikurum. Sagan var aðeins öðruvísi en trailer-inn og annað markaðsefni gaf í skyn.
0.3 -
2020-03-14 22:14
Spennandi. Gott löggu & bófa – frekar klassískt/formúlukennt. Áhugavert að sjá Post Malone í smá hlutverki. #netflix
0.3 -
2020-03-08 01:00
Umfram allt mjög spennandi mynd. Mjög "creepy" og mikið af spennuþrungnum atriðum sem fengu adrenalínið til að flæða og hélt manni alveg á sætisbrúninni. Elisabeth Moss var klárlega stjarna myndarinnar – náði mjög vel að túlka þessa brotnu taugahrúgu. Kvikmyndataka, tónlist og annað hljóð hjálpaði mikið við að skapa spennuna og manni brá alveg nokkuð oft.
0.3 February, 2020
-
Birds of Prey: And the Fantabulous Emancipation of One...
2020-02-17 00:01Fín skemmtun. Fínasta action – en mér fannst vanta smá taktinn í sum bardagaatriði, þau voru ekki alltaf nógu trúverðug. Kjarninn í myndinni var aðeins öðruvísi en mér fannst stiklan gefa til kynna. Það var nokkuð áberandi að flestir áttu við geðræn vandamál að stríða – mikið af geðsjúkum persónum. Skemmtilega svartur og klikkaður húmor.
0.3 -
2020-02-12 22:03
Áhugaverð heimildamynd. Taylor er mögnuð listakona. Alltaf gaman að sjá bak við tjöldin, hvernig sköpunarferlið er þegar fólk býr til tónlist.
0.3 January, 2020
-
2020-01-25 23:37
Virkilega töff mynd. Back to basics hjá Guy Ritchie – í anda 'Lock, Stock and Two Smoking Barrels' og 'Snatch' með mjög gott handrit, skemmtilegar og áhugaverðar persónur og töff löng UK gangster samtöl & monologues. Mjög fyndin og spennandi – Guy Ritchie nær svo vel að blanda saman action og breskum húmor. Vel sett upp og góð keyrsla – hélt athygli manns vel.
0.3 -
2020-01-24 22:34
Góð skemmtun. Góð nostalgía – þetta togaði alveg í réttu strengina með sömu töktunum, sömu tónlistinni o.s.frv. Töluvert meiri keyrsla og betra action eftir hlé – og þetta var alveg frekar gott action. Fínn húmor inn á milli.
0.3 -
PAW Patrol: Mighty Pups (2018)
2020-01-19 23:04Ánægjuleg mynd. Fínn húmor. Góð keyrsla. Stutt og laggóð – hentugt fyrir fyrstu bíóferð Anítu. Íslenska þýðingin er "Hvolpasveitin: Ofur-Hvolpar".
0.3 -
2020-01-14 23:40
Geggjuð myndataka! Þessi löngu skot eru svakaleg! Hef ekki séð annað eins. Metnaður. Listaverk. Bravissimo! Þessi myndataka gerði það að verkum að manni fannst maður vera með þeim í þessu – “immersive” upplifun sem var alveg mögnuð. Mjög spennandi. Flottir leikarar. Átakanlegt hvað stríð er klikkað dæmi – algjör bilun. Svo vel gerð og vönduð mynd – allt umhverfið virkar mjög “authentic”. Meistarastykki! Svo sannarlega mynd sem skilur eitthvað eftir – ég var alveg dolfallinn eftir þetta.
0.3 December, 2019
-
2019-12-29 22:56
Áhugaverð dystopian sci-fi mynd. Spennandi. Fín keyrsla. Töff bardagaatriði og myndataka. Skemmtilegar tæknipælingar.
0.3 -
2019-12-29 17:46
Mjög áhugaverð mynd. Frumleg. Kom mikið á óvart – hressandi þegar margar myndir eru oft nokkuð fyrirsjáanlegar. Fyrri hlutinn var ágætlega hægur og viðburðalítill, en svo tóku þau þetta á næsta level, skiptu alveg um gír. Góður húmor inn á milli. Alltaf gaman að sjá myndir sem fylgja ekki týpískum Hollywood formúlum.
0.3 -
2019-12-26 22:44
Spennandi thriller. Að vissu leyti áhugaverð saga og áhugaverður heimur. En mjög dark og brútal – meira en ég bjóst við.
0.3 -
In the Shadow of the Moon (2019)
2019-12-25 22:52Áhugaverð saga. Skemmtilegt sci-fi. Spennandi. Tímaflakk er flókið fyrirbæri – oft erfitt að skrifa handrit sem gengur alveg upp og meikar sense. En ágætis concept.
0.3 -
Star Wars: The Rise of Skywalker (2019)
2019-12-20 00:17Spennandi mynd. Virkilega flott – glæsilegar tæknibrellur. Stórfengleg mynd. Solid mynd fyrir Star Wars aðdáendur – topp afþreying. Þetta var fínn endir á þessari sögu, þessum Star Wars kafla – náðu að loka þessu ágætlega. Sci-fi nördinn í mér hefur alltaf gaman af öllum þessum plánetum í Star Wars heiminum með mismunandi dýrum og geimverum. Sum atriði og samtöl voru smá "Disney-leg" – smá kjánaleg/vandræðaleg að reyna að vera of krúttleg eða fyndin. Gaman og áhugavert að sjá hvað J.J. Abrams er duglegur að redda hlutverkum fyrir vini sína sem hann hefur unnið með í sjónvarpsþáttunum sínum.
0.3 -
2019-12-17 22:27
Töff mynd. Spennandi. Góð keyrsla. Svakaleg byrjun – intense & over the top. En gaman að þessu. Fylgir alveg Michael Bay formúlunni: Nóg af sprengingum, eldi, slow-motion, blóðslettum á sterum, rokktónlist, byssubardögum, bílaeltingaleikjum... og smá vörulaum (product placement). Handritið var smá takmarkað á köflum.
0.3 -
Jumanji: The Next Level (2019)
2019-12-13 00:03Mjög spennandi og mjög fyndin mynd. Topp afþreying. Frekar svipaður söguþráður og í síðustu mynd – með smá auka viðbót sem var alveg áhugavert og skemmtilegt.
0.3
← previous 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 next →
List generated by WP Movie Ratings.
Síðast uppfært 24. July, 2024
Bjössi says
þú ert aldeilis fljótur að skrifa um American Gangster. My man, ég er sammála þér með myndina. Töff stöff.
Hannes says
Vei, fyrsta kommentið hérna :)
Já, maður reynir að hafa þetta eins ferskt og hægt er :)
Það er kosturinn við þetta setup – ég hendi bara upp einhverju stuttu review, skelli á þetta einhverjar stjörnur (bara svona gut feeling) og þá er það komið. Ekkert að tefja mig á óþarfa blaðri eða djúpum pælingum.
maple says
mér finnst of mikið af myndum hér með of litlum fresti – horfir of mikið á myndir
Hannes says
hehe… já, sorry – ég skal horfa á færri myndir ;) Væri ein á mánuði of mikið?
En þetta er svona – ég hata ekki að horfa á bíómyndir… I loves it :)
maple says
ein á mánuði ef hún er á bíórásinni
Haukur says
Já ég fór með alltof miklar væntingar á Max kallinn. Myndin var alveg töff en sagan samsvaraði sér alveg ferlega illa. Þetta lyktar eins og gömul skinka.
siggasig says
Öflugur að halda utan um myndirnar sem þú sérð! ;) Nice. Sammála Star Trek umfjölluninni. Frábær mynd! Og hei, líka sammála um Angels and Demons. Ólíkt Da Vinci Code fannst mér myndin betri en bókin.
Hannes says
Takk. Já, mér fannst kominn tími til að hafa smá yfirsýn yfir þær myndir sem ég horfi á þar sem ég horfi á örlítið fleiri en 2 myndir á ári ;)
Já, síðan var líka gaman að sjá í Angels & Demons hvað sumir hlutir voru allt öðruvísi en maður var búinn að ímynda sér þegar maður las bókina :)
Geiri says
Hot Rod: 10*?
Ég hefði smellt 8*.
Hannes says
Jú, skil þig – þegar ég horfði á hana aftur einn þá var þetta ekki alveg eins mikil snilld, en samt fáránlega fyndin. En þegar ég horfði á hana fyrst þá skemmti ég mér alveg konunglega – það var kannski bara stemmningin að horfa á þetta wit da boyz. 10 stjörnur þýðir alls ekki að mér fannst þetta einhver Óskarsverðlaunamynd…
En annars eru þessar stjörnugjafir engan veginn heilagar – oft bara nánast eitthvað skot út í loftið ;)
Sara says
Jæja Nesi, ég er mjög spennt að lesa hvað þú hefur um Shutter Island að segja. Koma svo! Í bíó með þig! ;)
Hannes says
hehe, úff… bara pressa :) Já, ég er svona ennþá að vega og meta hvort ég ætli að sjá Shutter Island í bíó. En ætli maður verði ekki að tékka á þessu, Scorsese stendur alltaf fyrir sínu.