Smá umfjöllun um kvikmyndir sem ég hef séð nýlega… Stutt kvikmyndagagnrýni – ég nenni að skrifa mismikið, fer yfirleitt eftir því hvað mér dettur fyrst í hug – oft bara að hugsa upphátt.
Stjörnugjöf… já, stjörnugjöf er eiginlega svolítið bullshit – ég held að það sé mismikið bakvið stjörnur sem fólk gefur myndum. Hjá mér er það yfirleitt bara gut feeling – hversu skemmtileg/fyndin/spennandi/flott fannst mér myndin. Upplifunin.
Það er ekki eins og ég sé með einhvern ákveðinn skala/staðal eða tékklista – “já, flottur bílaeltingaleikur – 1 stjarna, töff byssubardagi – bætist við 1,5 stjarna…” ;) Síðan getur stjörnugjöfin oft verið svona plús/mínus 1-2 stjörnur.
Hlaðvarp um kvikmyndir
Það er vert að minnast á að ég og Björn erum með hlaðvarp um kvikmyndir sem við köllum Búnir með poppið. Það er hægt að fylgjast með okkur í gegnum Facebook, Twitter og Instagram – og svo auðvitað hlusta á þættina á Spotify, Apple Podcasts, Google Podcasts og öðrum stöðum þar sem fólk hlustar á hlaðvörp.
Sort list by: title | rating | view date ↓
November, 2019
-
2019-11-05 23:14
Mjög spennandi. Gott action. Linda Hamilton var badass! Gaman að fá meira Terminator efni og sérstaklega skemmtilegt að fá Sarah Connor og T-800 aftur saman. Handritið var frekar týpískt – en ég hafði gaman af þessu.
0.3 October, 2019
-
2019-10-29 22:46
Gott stöff. Góð skemmtun. Spennandi og fyndin – góð blanda. Woody Harrelson er góður karakter – heldur uppi stemningunni. Nokkur góð aukahlutverk. Það er alltaf eitthvað skemmtilegt og áhugavert við zombie efni – hvort sem það eru sjónvarpsþættir, kvikmyndir eða tölvuleikir. 🧟♂️
0.3 -
Between Two Ferns: The Movie (2019)
2019-10-24 22:42Bull og vitleysa. Mjög súrt. En fyndið. Bloopers með kreditlistanum var samt laaangbesti hlutinn 😂🤣 – bjargaði alveg myndinni.
0.3 -
El Camino: A Breaking Bad Movie (2019)
2019-10-17 22:17Mjög ánægður með að fá að sjá meira úr Breaking Bad heiminum. Smá langur aðdragandi – frekar hæg á köflum, ekki hröð keyrsla eins og maður myndi kannski búast við í bíómynd. Smá eins og bara langur þáttur. Sem var kannski markmiðið – vildu halda sama stíl. Spennandi og vönduð mynd.
0.3 -
2019-10-03 23:54
Mögnuð mynd! Virkilega vel gerð. Joaquin Phoenix fór algjörlega á kostum. Maður fann svo fyrir þjáningum persónunnar og hvernig hann var útskúfaður úr samfélaginu vegna geðsjúkdóms hans. Topp mynd. En hún er þung – meira listræn nálgun á þennan heim frekar en hröð keyrsla eins og oft í nýjustu ofurhetjumyndunum. Mjög áhugaverð bakgrunnssaga fyrir Joker-inn. Tónlistin gerði líka svo mikið fyrir stemninguna – Hildur Guðnadóttir er alveg í heimsklassa. Smá svartur húmor – enda Todd Phillips (Hangover o.s.frv.) að leikstýra.
0.3 -
2019-10-01 22:56
Í svona mynd þarf ekkert topp leiklistarhæfileika – handritið (og þá sérstaklega samtölin) var líka oft frekar takmarkað. Nokkuð langur aðdragandi – en það þurfti að byggja upp smá plott, gefa Rambo ástæðu til að drepa óhóflega mikið af mönnum. Klassísk Rambo sláturvertíð – svakalegt dæmi. Smá Home Alone fílingur 😉 En mér fannst töluvert betri keyrsla í Rambo 4 (sem kom út 2008).
0.3 September, 2019
-
2019-09-06 22:26
Mjög spennandi mynd. Nóg af action. Góð keyrsla. Gott stöff. Í rauninni betri en ég bjóst við. Nick Nolte fór á kostum. Þetta er svona mynd þar sem handritið þarf ekki að vera fullkomið/gallalaust 😉
0.3 -
2019-09-04 21:45
Geggjuð mynd. Virkilega fyndin og skemmtileg. Góðar týpur. Góðir leikarar. Að vissu leyti eins og stelpu-útgáfan af Superbad.
0.3 August, 2019
-
2019-08-20 21:20
Fyndin vitleysa. Mikið bull. Ekta afþreying. Að vissu leyti svipuð og Superbad, bara um yngri stráka (enda að hluta til sömu gaurarnir sem gerðu þessa).
0.3 -
Once Upon a Time ... in Hollywood (2019)
2019-08-18 00:15Virkilega fín mynd. Mjög áhugaverð saga. Alltaf topp gæði hjá Tarantino. Virkilega góðir leikarar – gaman að sjá "usual suspects" (eða börnin þeirra) sem hafa leikið nokkrum sinnum í Tarantino myndum. Ekki eins mikið ofbeldi og oft hjá Quentin, en alveg nóg 😮 🙈
0.3 -
2019-08-16 21:42
Spes mynd. Meira drama en ég bjóst við. Kaldur/svartur/þurr húmor. Áhugavert plot.
0.3 -
2019-08-07 22:50
Spennandi. Heill hellingur af þekktum/flottum leikurum. Fullt af flottum skotum. Áhugavert handrit.
0.3 -
Fast & Furious Presents: Hobbs & Shaw (2019)
2019-08-06 23:23Gott stöff. Spennandi. Góð keyrsla. Alveg jafn mikil vitleysa og maður bjóst við. Aðeins öðruvísi dýnamík þegar þetta eru aðallega bara þeir tveir en ekki allt F&F gengið. Var að fíla sci-fi vinkilinn.
0.3 July, 2019
-
Spider-Man: Far from Home (2019)
2019-07-30 01:09Töff ofurhetjumynd – mjög flottar senur inn á milli. Ágætis söguþráður – fróðlegt að sjá hvernig þetta þróast eftir Avengers: Endgame. Það hafði smá áhrif á upplifunina að sjá myndina í „lélegum“ sal með takmörkuðu surround hljóði.
0.3 -
2019-07-24 23:44
Fín ofurhetjumynd. En það vantaði eitthvað til að gera hana betri – það var eitthvað barnalegt og gamaldags við hana, maður býst við vandaðari ofurhetjumyndum árið 2019. Áhugavert að sjá að Dwayne Johnson var framleiðandi.
0.3 -
2019-07-07 22:43
Smá B-myndar fílingur – ekkert verið að taka sig of alvarlega. Fullt af þekktum leikurum. Spennandi. Handritið var stundum smá takmarkað. En þetta var fínasta afþreying.
0.3 -
2019-07-05 22:42
Mjög áhugaverð frásögn. Magnað dæmi... frekar klikkað ef þetta er allt satt. Topp leikarar. Á nokkrum köflum fannst mér tónlistin minna á House of Cards tónlistina – veit ekki hvort það var vísvitandi vísun í sambærileg atriði.
0.3 -
2019-07-04 23:52
Mjög kjánaleg mynd, eins og við mátti búast – bull & vitleysa. En fyndin á köflum.
0.3 -
2019-07-02 23:40
Áhugaverð saga. Spennandi. Fullt af flottum skotum. Skýr skot á pólitíska landslagið núna í USA. Svakalegt að sjá upptökurnar frá 2017 í lokinn. Mér fannst einn leikarinn svo líkur Steve Buscemi – það var sem sagt Michael Joseph bróðir hans.
0.3 June, 2019
-
2019-06-25 22:37
Klassísk Marvel mynd – spennandi, fyndin og fínt action. En ekki eins mögnuð og margar aðrar Marvel myndir. Áhugavert að það voru 6 gaurar sem skrifuðu handritið – ekki oft sem ég sé svona marga ;) Veit ekki hvort það sé endilega betra – mér fannst alla vega ekkert brillíant flæði/keyrsla. Mér fannst einn leikarinn smá líkur Tom Hardy og var í smá stund að pæla hvort það væri einhver tenging við Venom, origin story eða eitthvað þannig – en svo var ekki, þetta var ekki Tom Hardy ;)
0.3 -
Bad Times at the El Royale (2018)
2019-06-20 23:11Spennandi. Áhugaverðar persónur. Flottir leikarar.
0.3 -
2019-06-16 22:30
Fyndin vitleysa. Spennandi. Alltaf gaman að sjá Ólaf Darra. Fínasta afþreying.
0.3 -
2019-06-12 22:57
Mjög fyndin og spennandi mynd. Ég var að dýrka allar vísanirnar í gömlu myndina – og öll þessi cameos. Topp skemmtun.
0.3 May, 2019
-
John Wick: Chapter 3 - Parabellum (2019)
2019-05-17 23:14Svo. Mikið. Ofbeldi. Svakaleg keyrsla. Keanu Reeves er svo góður í þessu hlutverki. Gaman líka að aðrir fengu að skína í svona "ég ætla að drepa 50 manns á 4 mínútum" rússíbönum. Áhugaverður ævintýraheimur með gamaldags tækni & stíl inn á milli í nútímanum. Skemmtileg listræn stjórnun – mikið um cool vibes.
0.3 -
2019-05-10 22:37
Skemmtilega nýtt og öðruvísi. Þetta er sem sagt svona POV VR stuttmynd – vissulega kúlfaktor af því að ég hafði ekki horft áður á svona. Handritið var nokkuð takmarkað og klisjukennt en þetta var samt fínasta afþreying. Stundum fannst mér skrýtið þegar þau voru að óþörfu að brjóta POV vegginn – truflaði flæðið smá. En myndin var spennandi á köflum og skemmtilega "immersive" upplifun. Það verður gaman að fylgjast með hvort það komi mikið af svona VR Hollywood myndum í framtíðinni.
0.3 April, 2019
-
2019-04-29 23:59
E-PÍS-KUR endir! Svakaleg mynd. Geggjuð og risastór action atriði. Mjög spennandi. Líka mjög fyndin ..og dramatísk. Allar tilfinningarnar. Magnað og virkilega gaman að sjá allar þessar persónur saman komnar. Verður spennandi að sjá hvað gerist næst í Marvel heiminum.
0.3
Ég fór á myndina í 4DX sal (í Orlando) sem var áhugaverð upplifun – stóllinn hreyfðist og titraði, það kom vindur, rigning, „blóðslettur“, snjór og eldingar/flass, maður var „laminn“ í bakið o.s.frv. Gaman að prófa þetta en þetta var smá "gimmicky" – maður var í rauninni kominn í tívolítæki.
← previous 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 next →
List generated by WP Movie Ratings.
Síðast uppfært 24. July, 2024
Bjössi says
þú ert aldeilis fljótur að skrifa um American Gangster. My man, ég er sammála þér með myndina. Töff stöff.
Hannes says
Vei, fyrsta kommentið hérna :)
Já, maður reynir að hafa þetta eins ferskt og hægt er :)
Það er kosturinn við þetta setup – ég hendi bara upp einhverju stuttu review, skelli á þetta einhverjar stjörnur (bara svona gut feeling) og þá er það komið. Ekkert að tefja mig á óþarfa blaðri eða djúpum pælingum.
maple says
mér finnst of mikið af myndum hér með of litlum fresti – horfir of mikið á myndir
Hannes says
hehe… já, sorry – ég skal horfa á færri myndir ;) Væri ein á mánuði of mikið?
En þetta er svona – ég hata ekki að horfa á bíómyndir… I loves it :)
maple says
ein á mánuði ef hún er á bíórásinni
Haukur says
Já ég fór með alltof miklar væntingar á Max kallinn. Myndin var alveg töff en sagan samsvaraði sér alveg ferlega illa. Þetta lyktar eins og gömul skinka.
siggasig says
Öflugur að halda utan um myndirnar sem þú sérð! ;) Nice. Sammála Star Trek umfjölluninni. Frábær mynd! Og hei, líka sammála um Angels and Demons. Ólíkt Da Vinci Code fannst mér myndin betri en bókin.
Hannes says
Takk. Já, mér fannst kominn tími til að hafa smá yfirsýn yfir þær myndir sem ég horfi á þar sem ég horfi á örlítið fleiri en 2 myndir á ári ;)
Já, síðan var líka gaman að sjá í Angels & Demons hvað sumir hlutir voru allt öðruvísi en maður var búinn að ímynda sér þegar maður las bókina :)
Geiri says
Hot Rod: 10*?
Ég hefði smellt 8*.
Hannes says
Jú, skil þig – þegar ég horfði á hana aftur einn þá var þetta ekki alveg eins mikil snilld, en samt fáránlega fyndin. En þegar ég horfði á hana fyrst þá skemmti ég mér alveg konunglega – það var kannski bara stemmningin að horfa á þetta wit da boyz. 10 stjörnur þýðir alls ekki að mér fannst þetta einhver Óskarsverðlaunamynd…
En annars eru þessar stjörnugjafir engan veginn heilagar – oft bara nánast eitthvað skot út í loftið ;)
Sara says
Jæja Nesi, ég er mjög spennt að lesa hvað þú hefur um Shutter Island að segja. Koma svo! Í bíó með þig! ;)
Hannes says
hehe, úff… bara pressa :) Já, ég er svona ennþá að vega og meta hvort ég ætli að sjá Shutter Island í bíó. En ætli maður verði ekki að tékka á þessu, Scorsese stendur alltaf fyrir sínu.