Smá umfjöllun um kvikmyndir sem ég hef séð nýlega… Stutt kvikmyndagagnrýni – ég nenni að skrifa mismikið, fer yfirleitt eftir því hvað mér dettur fyrst í hug – oft bara að hugsa upphátt.
Stjörnugjöf… já, stjörnugjöf er eiginlega svolítið bullshit – ég held að það sé mismikið bakvið stjörnur sem fólk gefur myndum. Hjá mér er það yfirleitt bara gut feeling – hversu skemmtileg/fyndin/spennandi/flott fannst mér myndin. Upplifunin.
Það er ekki eins og ég sé með einhvern ákveðinn skala/staðal eða tékklista – “já, flottur bílaeltingaleikur – 1 stjarna, töff byssubardagi – bætist við 1,5 stjarna…” ;) Síðan getur stjörnugjöfin oft verið svona plús/mínus 1-2 stjörnur.
Hlaðvarp um kvikmyndir
Það er vert að minnast á að ég og Björn erum með hlaðvarp um kvikmyndir sem við köllum Búnir með poppið. Það er hægt að fylgjast með okkur í gegnum Facebook, Twitter og Instagram – og svo auðvitað hlusta á þættina á Spotify, Apple Podcasts, Google Podcasts og öðrum stöðum þar sem fólk hlustar á hlaðvörp.
Sort list by: title | rating | view date ↓
September, 2009
-
The Last House on the Left (2009)
2009-09-08 22:11Klikkað spennandi mynd! Mögnuð mynd. Mjög góð. Vel gerð, vönduð. Gott handrit. Góð keyrsla. Góðir leikarar. Ef maður tekur mark á þessari mynd og Funny Games U.S. þá er ekkert sniðugt að eiga sumarhús við stöðuvatn lengst frá öllu ;) Mér finnst frekar magnað að þessi mynd var tekin upp í Suður-Afríku, hefði aldrei dottið það í hug. Man ekki eftir annarri Hollywood mynd sem er tekin upp í Suður-Afríku.
0.3 -
Reykjavik Whale Watching Massacre (2009)
2009-09-06 00:49Kúl splatter. Mjög góð mynd, góð spenna í gangi. Slatti af svörtum húmor... Nokkuð vel leikin - mikið af skrautlegum persónum. Leit vel út - flott umgjörð. Alltaf skemmtilegt að horfa á vandaðar íslenskar myndir.
0.3 -
2009-09-02 00:06
Mjög kúl mynd. Skemmtilegar og áhugaverðar persónur. Christoph Waltz sló í gegn sem SS gaurinn Hans "the jew hunter" Landa. Góð saga, gott handrit - eins og Tarantino er lagið. Gott action og nokkuð fyndin á köflum. En vá hvað ég þoli ekki gulan texta (e. subtitle) á bíómyndum - það er alveg vonlaust að lesa hann þegar það er ljós bakgrunnur og svo er honum varpað með skjávarpa eða eitthvað þannig að það kemur svona daufur kassi yfir alla myndina. Þá kýs ég frekar hvítan eða gráan texta með svörtum border.
0.3 August, 2009
-
The Taking of Pelham 1 2 3 (2009)
2009-08-25 22:29Kúl mynd. Denzel og Tony Scott eru yfirleitt góðir saman. En þetta er ekki besta mynd þeirra - frekar týpísk, fyrirsjáanleg Hollywood formúlumynd. En maður hefur alltaf lúmskt gaman af New York myndum.
0.3 -
2009-08-22 01:23
Virkilega góð mynd. Michael Mann er snillingur, kann virkilega að meta það sem hann gerir. Örugglega í svona 3.-4. skiptið sem ég horfi á þessa mynd en eftir stutta leit í þessum kvikmyndagagnagrunni sem ég er með hérna fann ég ekki gagnrýni fyrir Collateral. Erfitt að skjóta stjörnum á þetta, hefði pottþétt gefið henni 9 ef ég væri að sjá hana í fyrsta skipti í bíó en þetta var bara á RÚV og ekkert að blasta neitt heimabíókerfi... En já, klassa mynd. Góðir leikarar. Gott handrit. Virkilega kúl action atriði. Flott myndataka - svipað og í Public Enemies, skotið digital, notuð náttúruleg/eðlileg lýsing (það sem er til staðar), steadicam... Gott stöff. Eða hvað, ætti ég bara að setja 9 stjörnur á þetta? Jú, fuck it.
0.3 -
2009-08-20 23:50
Damn, þetta var rugl scary mynd. Hélt manni sko á nálum, eiginlega allan tímann. Nettur adrenalín rússíbani. Gott action líka. Virkilega góð hryllingsmynd, vel gerð. Hún var líka nett ógeðsleg, nasty stuff...
0.3 -
G.I. Joe: The Rise of Cobra (2009)
2009-08-19 00:52Þessi mynd var nokkurn veginn eins og ég bjóst við - þunnt handrit, enginn framúrskarandi leikur og bara keyrt áfram á fullt af tæknibrellum og sprengingum. Slatti af þekktum andlitum. Megnið af myndinni var í rauninni tölvugrafík og þar sem þeir voru að gera svona mikið út á tölvugrafík og tæknibrellur þá fannst mér hálf lélegt þegar það var of augljóst að þetta var tölvugrafík - var ekki nógu eðlilegt (hreyfingar, litur...). Það var slatti af kjánalegum línum og atriðum. En ágætis afþreying. Ágætlega kúl á köflum, fín bardagaatriði.
0.3 -
2009-08-08 01:16
Mjög kúl mynd. Michael Mann kann sko að gera action myndir - klikkaðir byssubardagar. Það voru líka svo fáránlega kúl hljóð í byssuskotunum - ótrúlegur bassi, það titraði allt á köflum. Virkilega flott mynd og glæsileg myndataka. Greinilega mikið lagt í umhverfi, búninga o.s.frv. til að passa við þetta tímabil - kom vel út.
0.3
Ég geri ráð fyrir að myndin hafi verið tekin upp stafrænt og það setti svolítið sérstakan brag á hana. Hún var svolítið hrá á köflum og smá dogma stemmning þannig séð að það var eins og það væri eiginlega bara notast við náttúrulega/tiltæka birtu. Það gerði að stundum var eins og maður væri að horfa á heimildamynd, sem gerði hana svolítið raunverulegri. Topp leikarar - Johnny Depp og Christian Bale eru náttúrulega með bestu leikurum sem eru í gangi núna. Spennandi saga og skemmtilegir eltingaleikir. -
2009-08-05 22:55
Temmilega twisted mynd. Eiginlega bara fucked up. Gaurarnir tveir voru algjörlega psycho - leikararnir pössuðu mjög vel í hlutverkin. Áhugaverð mynd að vissu leyti - en mjög spes, ýmislegt óvenjulegt við hana. Ofbeldið er dregið á langinn og manni haldið í spennu... Nokkur kímleg atriði en maður gat varla hlegið. Anti-feel-good mynd. En hún var vönduð, leikararnir voru alveg að skila sínu - maður fann til með fórnarlömbunum - og hún leit vel út. Oft voru stórir hlutar af umhverfinu skjannahvítir sem gerði stemmninguna ennþá meira psycho.
0.3 -
2009-08-05 01:14
Hörkugóð mynd. Fínasta spenna og gott action. En nokkuð brútal á köflum. Flott myndataka, leit vel út. Vönduð mynd. Góðir leikarar. Áhugaverð saga - gaman að svona rannsóknar-spennumyndum þar sem er verið að púsla saman vísbendingum. Bíð spenntur eftir næstu mynd í þessum þríleik. Gaman að sjá svona ferskar kvikmyndir frá Norðurlöndunum.
0.3 -
2009-08-03 03:28
Klikkað scary mynd - algjör psycho thriller sem heldur manni á nálum mest allan tímann, mögnuð spenna. Hrollvekja dauðans. Alltaf áhugavert að sjá kvikmyndir með svona fáum leikurum.
0.3 -
2009-08-03 03:23
Nettur thriller í gangi. Ágæt saga... samt svolítið spes. Slatti af drama.
0.3 July, 2009
-
2009-07-21 23:07
Mjög góð mynd - vel gerð, vönduð. Dúndrandi spenna og flott action - temmilega stressandi starf að aftengja sprengjur í Írak, alltaf upp á líf og dauða. Slatti af kúl sprengingum. Góð keyrsla. Klassísk hermynd að ýmsu leyti...
0.3 -
2009-07-21 22:57
Rugl fyndin mynd. Frá gaurunum úr The Whitest Kids U Know (þeir skrifuðu handritið, leikstýrðu og léku aðalhlutverkin) - mjög svipaður húmor og er í sketsunum þeirra. Algjört bull og vitleysa - en sprenghlægilegt á köflum.
0.3 -
2009-07-18 04:01
Fín mynd. Drama með fisléttu gríni. Áhugaverðar persónur. Góðir leikarar. Skemmtileg sambönd/tengsl. Ég fór að spá í að gaurinn er nýkominn úr fangelsi og á ekki í vandræðum með að eignast nýja vini, gott hjá honum... - annars hefði myndin verið helst lítið spennandi ;)
0.3 -
2009-07-15 00:08
Vá, þetta var einn stór kjánahrollur. En sjokkerandi fyndið. Mér finnst magnað að hann og crew-ið hafi ekki verið drepið - það munaði örugglega ekki miklu á köflum. Markmiðið hjá Sacha Baron Cohen var náttúrulega að ganga fram af fólki og hann gerði það svo sannarlega - þetta var algjörlega extreme. Þetta var rugl... maður er eiginlega ennþá í sjokki. Myndin fór yfir strikið fyrstu mínútuna og leit ekki aftur. Svolítið sérstakt að vera hneykslast og hlæja á sama tíma - eiginlega allan tímann.
0.3 -
2009-07-05 23:21
Dramatísk mynd alveg í gegn... Fær mann ekki beint til að langa verða atvinnu glímukappi. Vönduð mynd.
0.3 -
Transformers: Revenge of the Fallen (2009)
2009-07-01 01:30Já... þú segir það. Ágæt heilalaus afþreying. Söguþráðurinn var kannski ekki upp á marga fiska, vantaði alla vega eitthvað efni til að grípa mann. En myndin leit klárlega vel út og endalaust eytt í stunt atriði, tæknibrellur o.s.frv. - "style over substance" á líklega vel við. Það var vissulega nóg af EXPLOSIONS a la Michael Bay ;) Fínasta summer blockbuster spennumynd (ef maður hugsaði ekki alltof mikið) með nóg af sprengingum, byssubardögum og vélmönnum að slást ...og Megan Fox í slow motion, það þarf ekkert að ræða það frekar. En það fór svona nett í taugarnar á mér að þeir voru að hafa með nokkur svona sidekick vélmenni - vélmenni með alltof mikið af hallærislegum one-liners sem voru oftast frekar lítið fyndnir. Það hefði klárlega mátt leggja meiri vinnu í handritið, það hefði bætt myndina töluvert.
0.3 June, 2009
-
2009-06-22 20:50
Mjög "dark" mynd - skuggalegur thriller... Tékkaði á þessu aðallega þar sem ég tók eftir að Jonas Åkerlund leikstýrði henni - gaurinn sem leikstýrði Smack My Bitch Up tónlistarmyndbandinu og Spun, en það voru nú engar þannig crazy klippingar í þessari mynd. Engin snilld, en ágætlega spennandi, náði samt aldrei almennilega flugi...
0.3 -
2009-06-11 01:16
Klikkað fyndin mynd! Það er snilld hvað þeir lenda í miklu rugli. Fær mann til að langa fara á fyllerí í Las Vegas sem allra fyrst ;) Zach Galifianakis er náttúrulega snillingur - hann lék lang fyndnustu persónuna. Síðan hef ég aldrei hlegið jafn mikið yfir credit lista - bara rugl, kom mjög skemmtilega á óvart. Maður grenjaði af hlátri. Það hefði jafnvel verið ennþá skemmtilegra ef maður hefði ekki séð trailer-inn áður - hann var náttúrulega sprenghlægilegur.
0.3 -
2009-06-08 21:25
Kúl mynd. Góður thriller. Flott myndataka. Spennandi saga. Byggt á bók eftir Elmore Leonard eins og Jackie Brown, Out of Sight og aðrar góðar myndir.
0.3 -
2009-06-06 18:49
Hreint út sagt stórkostlegt kvikmyndalistaverk! Neh... frekar slöpp. Leikarar voru engan veginn að standa sig, handritið var wack og ekki mikið í gangi til að hjálpa þessari mynd... Þetta er meira svona B-mynd sem maður horfir á til að hlæja að.
0.3 May, 2009
-
2009-05-30 01:20
Mjög fyndin mynd. Nokkuð steiktur húmor. Nett feel-good mynd... Skemmtilegir karakterar. Skemmtileg saga.
0.3 -
2009-05-26 23:33
Hörku spenna. Fínasta action - sprengingar og byssubardagar... alltaf í kapp við tímann. Gaman af svona spennumyndum þar sem er verið að leysa ráðgátu með því að leita að vísbendingum hér og þar. Ég var reyndar búinn að lesa bókina en það er svo langt síðan að ég mundi ekki öll plottin nákvæmlega - þannig að það skemmdi ekkert mikið fyrir. Myndin leit mjög vel út - mjög vönduð. Líka topp leikarar.
0.3 -
The Girlfriend Experience (2009)
2009-05-25 20:43Áhugaverð kvikmynd um escort stelpu... mjög arty/indie (gerð fyrir $1.3M) - svolítið sérstök mynd þar sem Soderbergh notaði eiginlega bara náttúrulega lýsingu allan tímann, setti svolítið öðruvísi svip á myndina. Hún var líka tekin upp með RedOne myndavélinni sem er fáránlega kúl græja. Síðan skemmir ekki að myndin gerist í New York ;) Smá fróðleiksmoli: Sasha Gray, sem leikur aðalhlutverkið, er víst actually klámstjarna...
0.3 -
2009-05-14 23:02
Virkilega flott mynd. Stútfull af klikkað flottum tæknibrellum - alveg óaðfinnanlegar. Mjög spennandi, góð action keyrsla. Mjög fyndin á köflum - Simon Pegg klikkar ekki. Góð saga, góðir leikarar... góð mynd. Ekta risastór sumar blockbuster.
0.3 -
2009-05-02 01:04
Klikkuð mynd. Súr, fyndin, vandræðaleg, brútal og frekar random á köflum. Mjög sérstök grínmynd. Klikkaðir karakterar. Ég var sérstaklega að fíla gaurinn sem Michael Peña lék (Dennis).
0.3 April, 2009
-
2009-04-22 00:21
Vá, þetta er klikkuð mynd - eins og í fyrri myndinni er bara stanslaus keyrsla allan tíman - endalaus adrenalín rússíbanaferð. Virkilega fyndin. Mögnuð myndataka og hröðustu klippingar sem maður hefur séð síðan... ja, Crank 1. Temmilega súr og random á köflum - en það er bara fyndið... Mjög brútal, stanslaust ofbeldi. Jason Statham er náttúrulega bara töffari. Þessi mynd er svolítið sér á báti - ýmislegt sem kom mér á óvart og sem ég býst ekki við að sjá í annarri bíómynd á næstunni. Skemmtilega frumleg að því leyti.
0.3
← previous 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 next →
List generated by WP Movie Ratings.
Síðast uppfært 24. July, 2024
Bjössi says
þú ert aldeilis fljótur að skrifa um American Gangster. My man, ég er sammála þér með myndina. Töff stöff.
Hannes says
Vei, fyrsta kommentið hérna :)
Já, maður reynir að hafa þetta eins ferskt og hægt er :)
Það er kosturinn við þetta setup – ég hendi bara upp einhverju stuttu review, skelli á þetta einhverjar stjörnur (bara svona gut feeling) og þá er það komið. Ekkert að tefja mig á óþarfa blaðri eða djúpum pælingum.
maple says
mér finnst of mikið af myndum hér með of litlum fresti – horfir of mikið á myndir
Hannes says
hehe… já, sorry – ég skal horfa á færri myndir ;) Væri ein á mánuði of mikið?
En þetta er svona – ég hata ekki að horfa á bíómyndir… I loves it :)
maple says
ein á mánuði ef hún er á bíórásinni
Haukur says
Já ég fór með alltof miklar væntingar á Max kallinn. Myndin var alveg töff en sagan samsvaraði sér alveg ferlega illa. Þetta lyktar eins og gömul skinka.
siggasig says
Öflugur að halda utan um myndirnar sem þú sérð! ;) Nice. Sammála Star Trek umfjölluninni. Frábær mynd! Og hei, líka sammála um Angels and Demons. Ólíkt Da Vinci Code fannst mér myndin betri en bókin.
Hannes says
Takk. Já, mér fannst kominn tími til að hafa smá yfirsýn yfir þær myndir sem ég horfi á þar sem ég horfi á örlítið fleiri en 2 myndir á ári ;)
Já, síðan var líka gaman að sjá í Angels & Demons hvað sumir hlutir voru allt öðruvísi en maður var búinn að ímynda sér þegar maður las bókina :)
Geiri says
Hot Rod: 10*?
Ég hefði smellt 8*.
Hannes says
Jú, skil þig – þegar ég horfði á hana aftur einn þá var þetta ekki alveg eins mikil snilld, en samt fáránlega fyndin. En þegar ég horfði á hana fyrst þá skemmti ég mér alveg konunglega – það var kannski bara stemmningin að horfa á þetta wit da boyz. 10 stjörnur þýðir alls ekki að mér fannst þetta einhver Óskarsverðlaunamynd…
En annars eru þessar stjörnugjafir engan veginn heilagar – oft bara nánast eitthvað skot út í loftið ;)
Sara says
Jæja Nesi, ég er mjög spennt að lesa hvað þú hefur um Shutter Island að segja. Koma svo! Í bíó með þig! ;)
Hannes says
hehe, úff… bara pressa :) Já, ég er svona ennþá að vega og meta hvort ég ætli að sjá Shutter Island í bíó. En ætli maður verði ekki að tékka á þessu, Scorsese stendur alltaf fyrir sínu.