Smá umfjöllun um kvikmyndir sem ég hef séð nýlega… Stutt kvikmyndagagnrýni – ég nenni að skrifa mismikið, fer yfirleitt eftir því hvað mér dettur fyrst í hug – oft bara að hugsa upphátt.
Stjörnugjöf… já, stjörnugjöf er eiginlega svolítið bullshit – ég held að það sé mismikið bakvið stjörnur sem fólk gefur myndum. Hjá mér er það yfirleitt bara gut feeling – hversu skemmtileg/fyndin/spennandi/flott fannst mér myndin. Upplifunin.
Það er ekki eins og ég sé með einhvern ákveðinn skala/staðal eða tékklista – “já, flottur bílaeltingaleikur – 1 stjarna, töff byssubardagi – bætist við 1,5 stjarna…” ;) Síðan getur stjörnugjöfin oft verið svona plús/mínus 1-2 stjörnur.
Hlaðvarp um kvikmyndir
Það er vert að minnast á að ég og Björn erum með hlaðvarp um kvikmyndir sem við köllum Búnir með poppið. Það er hægt að fylgjast með okkur í gegnum Facebook, Twitter og Instagram – og svo auðvitað hlusta á þættina á Spotify, Apple Podcasts, Google Podcasts og öðrum stöðum þar sem fólk hlustar á hlaðvörp.
Sort list by: title | rating | view date ↓
June, 2008
-
You Don't Mess with the Zohan (2008)
2008-06-08 01:25Þessi mynd er alveg virkilega súr - bull alveg í gegn. En nokkuð fyndin - fullt af góðum bröndurum og fyndnum atriðum. Síðan voru mörg atriði sem meikuðu engan sens - random rugl (en gekk ekki alveg eins vel og í Hot Rod að vera fyndið). Já, s.s. mjög steikt mynd - fyndin, en ekki besta Adam Sandler mynd sem ég hef séð.
0.3 May, 2008
-
Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull...
2008-05-27 23:40Fínasta ævintýramynd. Svolítið ótrúleg á köflum en það er náttúrulega bara partur af öllum góðum ævintýramyndum :) Söguþráðurinn kom mér svolítið á óvart... eitthvað sem ég bjóst ekki alveg við í Indiana Jones mynd - en áhugavert plot samt sem áður. Harrison Ford stóð sig bara ágætlega - ekkert áberandi að hann er 65 ára í alls konar fimleikum. En tæknibrellurnar - vá! Sum atriðin voru alveg mögnuð og maður gat alls ekki séð að þetta væri teiknað í tölvu - þeir kunna þetta hjá Industrial Light & Magic.
0.3 -
2008-05-18 02:48
Brillíant mynd! Maður hefur verið að horfa á sketsa á netinu frá The Lonely Island gaurunum undanfarin ár þannig að ég bjóst nú við nokkuð fyndinni mynd - en þetta sló allt út, margfalt fyndnari en ég bjóst við. Ég man ekki eftir því að bókstaflega grenja af hlátri svona oft yfir einni mynd - maður var stundum alveg í krampakasti :) Alveg magnað hvað svona random vitleysa (svipað og í Family Guy) getur verið fyndin - fáránlega súr sum atriðin, en samt ótrúlega fyndin. Ein besta grínmynd sem ég hef séð nýlega.
0.3 -
Harold & Kumar Escape from Guantanamo Bay (2008)
2008-05-14 00:31Þetta var snilld. Mjög fyndin mynd - náttúrulega aðallega bull, vitleysa og stoner húmor... mörg sprenghlægileg atriði. Síðan var svona inn á milli smá ádeila á Bandaríkin, hvernig þeir fara með grunaða, fordóma, o.s.frv... Góð keyrsla í þessu - varla dauður punktur. Ó, já, síðan var The Square Root of Three ljóðið alveg magnað :)
0.3 -
2008-05-03 01:25
Svona á að gera ofurhetjumynd! Iron Man og Batman Begins eru bestu ofurhetjumyndir sem ég hef séð nýlega... Gæða mynd í alla staði - kúl action atriði, vel leikstýrð, mjög flott visual séð, gott handrit, vel leikin og svona ekkert alltof ótrúleg (miðað við ofurhetjumynd). Robert Downey Jr. er algjör snillingur - fáránlega pimp í byrjun... og síðan svona kúl/goofy eins og hann er oft. Gwyneth Paltrow var líka að standa sig vel í sínum karakter. Ég var að fíla Iron Man í tætlur - væri alveg til í að sjá nokkrar myndir í viðbót úr þessu franchise...
0.3 -
Raiders of the Lost Ark (1981)
2008-05-02 19:16Náttúrulega klassísk mynd – fyrsta Indiana Jones myndin – mjög langt síðan ég sá hana síðast. Hún var töluvert fyndnari en ég mundi eftir henni... mætti jafnvel flokka hana sem silly action mynd. Atriðið þar sem hann skýtur sveðju gaurinn á torginu er náttúrulega priceless :) Síðan voru tæknibrellurnar vissulega framúrskarandi – svona miðað við mynd frá 1981. Fín upphitun fyrir Indiana Jones 4 (Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull).
0.3 April, 2008
-
2008-04-27 01:12
Kúl og brútal löggu action mynd. Miðað við þessa mynd, Training Day, Harsh Times og sjónvarpsþættina The Shield þá mætti halda að meirihlutinn af löggum í Los Angeles hiki ekki við að beygja reglurnar þegar það hentar þeim... Kannski ekkert fáránlega frumleg - en góð skemmtun og fullt af góðum leikurum...
0.3 -
Forgetting Sarah Marshall (2008)
2008-04-19 01:13Mjög fyndin mynd. Klassísk Judd Apatow mynd með slatta af leikurunum sem maður hefur séð áður í myndunum hans... Kannski ekkert fáránlega frumleg, en þú þarft ekkert endilega að vera frumlegur til að vera fyndinn ;) Alveg hellingur af sprenghlægilegum atriðum.
0.3 -
2008-04-12 21:44
Klassísk hryllingsmynd. Mjög psycho stemmning. Virkilega vel leikstýrð. Jack Nicholson að gera góða hluti - hann stendur sig alltaf vel í svona sækó hlutverkum. Tónlistin var alveg (bókstaflega) geðveik og gerði alveg helling fyrir stemmninguna...
0.3 March, 2008
-
2008-03-30 01:33
Nett drama í gangi - en nokkuð fyndin (annað er nú ekki hægt með Steve Carell í aðalhlutverki). Fín mynd til að horfa á með fjölskyldunni. Minnti mig svolítið á Juno og The Last Kiss - svona myndir um lífið... og hvað það er í rauninni messed up ...or whatever, ég er bara að bulla eitthvað...
0.3 -
2008-03-28 01:06
Töff íslensk mynd - mjög fyndin. Pétur Jóhann stendur sig náttúrulega vel eins og alltaf - allt sem hann gerir er fyndið... Mjög skemmtilegir karakterar - endalaust af þekktum leikurum (og öðrum íslenskum celebs) í hinum ýmsu hlutverkum. Skemmtilegt hvað allir þessir íslensku krimmar þóttust vera harðir en voru í rauninni aumingjar.
0.3 -
2008-03-23 01:21
Mjög góð svört komedía. Snilldar karakterar. Colin Farrell góður sem nett-ruglaður Íri (þótt hann sé nokkurn veginn að leika sjálfan sig). Ágætlega brútal á köflum. Enn önnur myndin sem maður sér sem Græna ljósið er að flytja inn - þeir eru alveg nokkuð góðir í að finna góðar kvikmyndir. Síðan er maður alveg að venjast því að hafa ekkert hlé - maður þarf bara að muna að pissa áður en maður fer í bíóið ;)
0.3 -
2008-03-22 00:16
Þegar maður fer á mynd um gaur sem pantar sér Real Doll og lætur eins og hún sé lifandi þá veit maður að maður er að fara á svolítið skrítna/spes mynd. En hún er mjög fyndin og vel leikin. Hún er svolítið lík Juno í þeim skilningi að hún er líka svona róleg og "raunveruleg". Síðan er mikil sveitastemmning í gangi - kannski ekki ósvipað og í Fargo, allir í bænum vinir og allir tilbúnir til að hjálpast að.
0.3 -
2008-03-16 00:48
Öss! Þetta var mjög scary mynd... Mikið "suspense" í gangi - maður beið oft í ofvæni eftir að eitthvað gerðist - og manni brá alveg nokkrum sinnum. Engir "cheap Hollywood effects" bara hrá hryllingsmynd/thriller. Minnti mig að vissu leyti á The Others - og líka Stir of Echoes. Græna ljósið er að sýna þessa mynd þannig að það var ekkert hlé - sem var bara gott, ég held að hlé hefði eyðilegt svolítið spennuna sem var búið að byggja upp. Myndin heitir s.s. The Orphanage á ensku.
0.3 -
2008-03-15 01:53
Fínasta grínmynd með helling af fyndnum mómentum. Ekkert brillíant (voða týpískt handrit fyrir gamanmynd), en fínasta afþreying. Týpískt fyrir Billy Bob Thornton að leika svona hard-ass - hann er nokkuð góður í því...
0.3 -
2008-03-04 01:07
Týpísk action mynd með dúndrandi rokk tónlist í takt við byssubardaga og hellingur af one-liners. Síðan er þetta svolítið í stíl við James Bond (Pierce Brosnan era) í þeim skilningi að aðal gaurinn getur gert hinu ótrúlegustu hluti (öll venjuleg lögmál eru alveg afskrifuð). Á köflum var þetta hin argasta grínmynd - sérstaklega ein senan í lokinn, alveg óborganlegt :) En fín action mynd ef maður fílar byssubardaga og ofbeldi í takt við dúndrandi tónlist.
0.3 -
2008-03-02 02:06
Skrítin og dramatísk mynd - tónlistin var líka frekar skrítin og mjög dramatísk. En vissulega vel leikstýrð/gott cinematography og vel leikin (samt aðeins of mikið af svona "ég er ógeðslega reiður..."). Ekkert mjög heillandi saga - skilur ekkert rosalega mikið eftir sig...
0.3 February, 2008
-
2008-02-28 00:22
Microsoft bauð manni á forsýningu á þessa fínu action mynd. Svolítið sérstök þar sem það var alltaf verið að spóla til baka - maður sá s.s. sama atvikið frá mörgum mismunandi sjónarhornum. Skemmtileg og vel gerð eltingaratriði... En þetta er svona mynd þar sem er alveg óþarfi að vera hugsa alltof mikið - ekkert að vera að spurja þig "en afhverju...?", "og hvað svo?" o.s.frv.
0.3 -
2008-02-21 23:20
Quirky og fyndin mynd. Eiginlega bara mjög fyndin - fullt af fyndnum atriðum/samtölum, nokkuð gott handrit. Michael Cera stendur sig alltaf vel sem vandræðalegi gaurinn og Ellen Page er bara nokkuð góð leikkona - verður áhugavert að fylgjast með henni í framtíðinni. Myndin minnti mig svolítið á Garden State - svona róleg og "raunveruleg" mynd með raunverulegum persónum - enginn Hollywood glansi yfir þessu. Soundtrackið var líka nokkuð gott. Fínasti indie/krútt pakki.
0.3 -
2008-02-10 01:36
Jahá... erfitt að segja - margt einkennilegt við þessa mynd... sérstakar persónur (eins og í öllum Coen myndum) og mörg skrítin samtöl. En Javier Bardem kom sterkt inn sem sækó morðinginn - alveg "stone cold killer". Það var eins og það vantaði eitt eða annað - kannski fattar maður það betur ef maður les bókina sem þetta er byggt á eða horfir á myndina aftur (jafnvel með DVD commentary). En vissulega vel gerð mynd - ekta verðlaunamynd.
0.3 -
2008-02-05 22:13
Öss! Þetta var rosalegt... alveg mögnuð mynd. 250% RDS af blóði, byssum og sprengingum. 100% skemmtun. Svona á sko að gera action myndir - vopn með alvöru krafti og líkamspartar fljúgandi út um allt. Geðveikur action-roller coaster í lokinn - maður var alveg gapandi hvað þetta var mikil snilld. John Rambo still got it :)
0.3 -
2008-02-04 01:31
Svolítið skrítin/súr sci-fi mynd... en nokkuð spennandi - líka smá áhugaverðar pælingar. Brad Pitt er langbestur þegar hann er að leika sækó persónur (eins og t.d. Tyler Durden).
0.3 -
Sweeney Todd: The Demon Barber of Fleet Street (2007)
2008-02-03 20:39Tim Burton og Johnny Depp - getur ekki klikkað... Ég hef nú ekki séð margar söngvamyndir - en þetta var alveg að virka, var ekkert kjánalegt/skrítið þótt það var verið að syngja mest allan tíman. Mjög flott mynd - Tim Burton er mjög visual... Sacha Baron Cohen var alveg að gera góða hluti - langfyndnasti karakterinn.
0.3 -
2008-02-03 14:37
Svona til að hita upp fyrir Rambo 4 ákvað ég að tékka á fyrstu myndinni - ég held að ég hafi ekki séð hana áður... Töff mynd - John Rambo er badass, lítið annað sem þarf að segja.
0.3 January, 2008
-
2008-01-29 01:04
Já, listaverk verða yfirleitt vinsælli eftir að listamaðurinn er dáinn... Crew-ið hérna var að horfa á þessa mynd þannig að maður tékkaði á þessu. Fín mynd - vel gerð og allt það, en svolítið slow á köflum.
0.3 -
2008-01-27 01:09
Wes Anderson býr alltaf til myndir með mjög sérstökum persónum... og hann er mikið fyrir súrrealísk atriði og samtöl - sem gerir myndina sprenghlægileg á köflum. Vel leikstýrð og umgjörðin (costume & set design) var líka mjög flott. Svolítið sérstakt að fara á mynd með ekkert hlé - en skemmtileg tilbreyting. Síðan var stuttmyndin Hotel Chevalier sýnd á undan - hún er reyndar með sér IMDb færslu þannig að ég gæti í rauninni verið með sér færslu hérna um hana en ég held ég hafi bara full-length myndir hérna. Það var alla vega sama stemmning í henni - quirky og fyndin.
0.3 -
2008-01-25 23:58
Mjög töff mynd. Skemmtilegur myndastíll - ef þú fílar ekki þegar myndavélin er á hreyfingu þá er þetta alls ekki mynd fyrir þig - myndin er s.s. öll frá sjónarhorni fólksins sem heldur á myndavélinni. Mjög góð action/skrímsla mynd - góð keyrsla, maður lifði sig alveg inn í þetta (nánast eins og maður væri gaurinn sem hélt á myndavélinni). Það hjálpaði líka að gera myndina "raunverulegri" að aðalleikararnir eru ekki mjög þekktir.
0.3
Uppfært: Ég var reyndar að fatta að þótt þessi myndastíll sé skemmtileg tilbreyting þá er þetta ekki alveg ný uppfinning hjá þeim - Blair Witch Project notaði náttúrulega sömu tækni. Nú hafa báðar þessar myndir verið kallaðar ódýrar í framleiðslu - það er kannski bara gott trick til að halda niður kostnaði - láta leikarana bara halda á myndavélinni ;) -
2008-01-21 23:24
Jahá... mögnuð mynd. Maður tekur þetta náttúrulega með smá salti en hann er nú ekki beint að ljúga - þetta er frekar fkd þarna í USA. Þetta er greinilega ekki kerfi sem er að virka fyrir alla - vonandi fara þeir að breyta þessu fljótlega. Það er náttúrulega fáránlegt að börn deyji af því að spítalinn sem er nálægastur er ekki samþykktur af tryggingunum. En já, áhugaverð mynd - fróðlegt að læra meira um þetta HMO kerfi.
0.3 -
2008-01-21 02:42
Áhugaverð mynd - ég vissi í rauninni voða lítið um morðið á Robert F. Kennedy - gaman að fræðast meira um þetta. Margar skemmtilegar sögur í gangi. Fullt af frægum leikurum (og það gengur alveg upp - fer ekki í rugl eins og gerist stundum) - margir að standa sig mjög vel. Síðan var líka skemmtilegt hvernig það voru notaðar gamlar fréttaklippur frá þessum tíma - náðu að blanda þessu eðlilega saman þannig það var eins og þetta hafi allt verið tekið upp á sama tíma.
0.3 December, 2007
-
Good Night, and Good Luck. (2005)
2007-12-31 02:57Ekta Óskars-mynd - vann reyndar ekki neitt þrátt fyrir 6 tilnefningar. En mjög vel gerð mynd. Samt svona í hægari kantinum - ádeila á kommúnistaofsóknir, drama...
0.3
← previous 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 next →
List generated by WP Movie Ratings.
Síðast uppfært 24. July, 2024
Bjössi says
þú ert aldeilis fljótur að skrifa um American Gangster. My man, ég er sammála þér með myndina. Töff stöff.
Hannes says
Vei, fyrsta kommentið hérna :)
Já, maður reynir að hafa þetta eins ferskt og hægt er :)
Það er kosturinn við þetta setup – ég hendi bara upp einhverju stuttu review, skelli á þetta einhverjar stjörnur (bara svona gut feeling) og þá er það komið. Ekkert að tefja mig á óþarfa blaðri eða djúpum pælingum.
maple says
mér finnst of mikið af myndum hér með of litlum fresti – horfir of mikið á myndir
Hannes says
hehe… já, sorry – ég skal horfa á færri myndir ;) Væri ein á mánuði of mikið?
En þetta er svona – ég hata ekki að horfa á bíómyndir… I loves it :)
maple says
ein á mánuði ef hún er á bíórásinni
Haukur says
Já ég fór með alltof miklar væntingar á Max kallinn. Myndin var alveg töff en sagan samsvaraði sér alveg ferlega illa. Þetta lyktar eins og gömul skinka.
siggasig says
Öflugur að halda utan um myndirnar sem þú sérð! ;) Nice. Sammála Star Trek umfjölluninni. Frábær mynd! Og hei, líka sammála um Angels and Demons. Ólíkt Da Vinci Code fannst mér myndin betri en bókin.
Hannes says
Takk. Já, mér fannst kominn tími til að hafa smá yfirsýn yfir þær myndir sem ég horfi á þar sem ég horfi á örlítið fleiri en 2 myndir á ári ;)
Já, síðan var líka gaman að sjá í Angels & Demons hvað sumir hlutir voru allt öðruvísi en maður var búinn að ímynda sér þegar maður las bókina :)
Geiri says
Hot Rod: 10*?
Ég hefði smellt 8*.
Hannes says
Jú, skil þig – þegar ég horfði á hana aftur einn þá var þetta ekki alveg eins mikil snilld, en samt fáránlega fyndin. En þegar ég horfði á hana fyrst þá skemmti ég mér alveg konunglega – það var kannski bara stemmningin að horfa á þetta wit da boyz. 10 stjörnur þýðir alls ekki að mér fannst þetta einhver Óskarsverðlaunamynd…
En annars eru þessar stjörnugjafir engan veginn heilagar – oft bara nánast eitthvað skot út í loftið ;)
Sara says
Jæja Nesi, ég er mjög spennt að lesa hvað þú hefur um Shutter Island að segja. Koma svo! Í bíó með þig! ;)
Hannes says
hehe, úff… bara pressa :) Já, ég er svona ennþá að vega og meta hvort ég ætli að sjá Shutter Island í bíó. En ætli maður verði ekki að tékka á þessu, Scorsese stendur alltaf fyrir sínu.