Smá umfjöllun um kvikmyndir sem ég hef séð nýlega… Stutt kvikmyndagagnrýni – ég nenni að skrifa mismikið, fer yfirleitt eftir því hvað mér dettur fyrst í hug – oft bara að hugsa upphátt.
Stjörnugjöf… já, stjörnugjöf er eiginlega svolítið bullshit – ég held að það sé mismikið bakvið stjörnur sem fólk gefur myndum. Hjá mér er það yfirleitt bara gut feeling – hversu skemmtileg/fyndin/spennandi/flott fannst mér myndin. Upplifunin.
Það er ekki eins og ég sé með einhvern ákveðinn skala/staðal eða tékklista – “já, flottur bílaeltingaleikur – 1 stjarna, töff byssubardagi – bætist við 1,5 stjarna…” ;) Síðan getur stjörnugjöfin oft verið svona plús/mínus 1-2 stjörnur.
Hlaðvarp um kvikmyndir
Það er vert að minnast á að ég og Björn erum með hlaðvarp um kvikmyndir sem við köllum Búnir með poppið. Það er hægt að fylgjast með okkur í gegnum Facebook, Twitter og Instagram – og svo auðvitað hlusta á þættina á Spotify, Apple Podcasts, Google Podcasts og öðrum stöðum þar sem fólk hlustar á hlaðvörp.
Sort list by: title | rating | view date ↓
March, 2010
-
2010-03-08 02:00
Elsta kvikmynd sem ég hef horft á. Horfði á hana á theauteurs.com. Áhugavert að horfa á mynd sem var gerð fyrir meira en 100 árum. Magnaðir special effects í gangi ;)
0.3 -
2010-03-06 00:35
Fín heilalaus skemmtun - gott handrit er ekkert nauðsynlegt fyrir svona myndir. Töff action - góð keyrsla, nánast linnulaust. Nóg af íburðamiklum byssubardögum og sprengingum. Slatti af klassískum Luc Besson bílaeltingaleikjum.
0.3 -
2010-03-01 00:34
Drama alveg í gegn. Vel leikin. Frekar ruglað hvað stríð geta fokkað upp fjölskyldum...
0.3 February, 2010
-
The Men Who Stare at Goats (2009)
2010-02-28 19:59Temmilega súr mynd. Nóg af þekktum leikurum... Ágætlega spaugleg á köflum. Söguþráðurinn var samt hálf slappur.
0.3 -
2010-02-17 21:44
Spennandi hryllingsmynd, heldur manni alveg á nálum. Enginn stórleikur... Frekar dark & twisted eins og flestar myndir sem Joel Schumacher leikstýrir.
0.3 -
2010-02-17 01:02
Hörkuspennandi ævintýramynd. Nokkuð formúlukennd og cheesy á köflum. Gott gore/splatter action í gangi - nokkuð brútal.
0.3 -
2010-02-17 00:59
Mjög áhugaverð heimildamynd um uppruna þessara gengja (Crips & Bloods) og stríðið á milli þeirra. Meðal annars farið yfir sögu blökkumanna í Bandaríkjunum.
0.3 -
2010-02-07 23:35
Voða krúttleg og awkward mynd... nokkuð fyndin á köflum. Indie bragur/low budget...
0.3 -
2010-02-07 23:04
Mjög skrítin mynd... handritið var frekar spes. Tekin upp með RED myndavél, Soderbergh er greinilega að fíla RED í tætlur.
0.3 January, 2010
-
2010-01-30 02:29
Kúl mynd. Töff áferð á henni, allt frekar brún/gráleitt - setti viðeigandi tón fyrir svona eftir-heimsendi (post-apocalytic) mynd. Denzel eitursvalur eins og venjulega. Mjög flott slagsmálaatriði. Mila Kunis var líka nokkuð kúl - það þarf ekkert að fara nánar út í það hvað hún er fiiine. Það er greinilegt að í framtíðinni er bráðnauðsynlegt að eiga flott sólgleraugu ;) Nokkur skemmtileg product placements - iPod Classic sem var ennþá alive and kicking og svo Beats by Dr. Dre heyrnatól (2 mismunandi týpur). Það var nett kúrekastemning - lone drifter walking through town, smábær í eiðimörkinni, bar/hóruhús sem höfuðstöðvar vonda kallsins...
0.3 -
2010-01-25 02:06
Áhugaverð saga... Nokkuð fyndin á köflum. Flott myndataka. Ekkert gífurlega "uplifting" enda er umfjöllunarefnið ekkert mjög hressandi. Tónlistin var frekar indie/Juno-leg.
0.3 -
X-Men Origins: Wolverine (2009)
2010-01-24 22:00Fínasta action. Handritið var ekki upp á marga fiska en það er kannski ekki nauðsynlegt fyrir svona myndir sem keyra bara á stórum action atriðum. Í credit listanum var Hávamál nefnt sem eitt af lögunum. Ekki viss hvenær það var notað en fannst áhugavert að taka eftir þessu.
0.3 -
2010-01-18 23:02
Hörkugóð mynd. Fínasta action og mjög fyndin inn á milli. Robert Downey Jr. er alltaf góður - snillingur í að leika svona wacky persónur. Guy Ritchie kann alveg að búa til skemmtilegar, flottar og fyndnar spennumyndir. Flott myndataka... nokkur ekta Guy Ritchie atriði. Leit mjög vel út - umhverfi, búningar o.s.frv.
0.3 -
2010-01-12 01:03
Mjög súr mynd. Coen-bræður eru nú oft með sérstakar myndir með skrítnum persónum en þetta var svona... já, öðruvísi. Maður var ekki alveg viss hvert hún var að fara fyrri helminginni. Seinni part myndarinnar fóru hlutirnir aðeins meira að gerast. En vel gerð mynd - mjög góð kvikmyndaleg frásögn... Fyndið að sjá í lokinn: "No Jews were harmed in the making of this motion picture."
0.3 -
2010-01-11 00:23
Virkilega scary mynd... Vissulega smá Blair Witch Project fílingur - allt tekið upp með myndavél aðalpersónanna og svona. Gaman að horfa á svona öðruvísi myndir. Nú vona ég bara að ég nái að sofna ;)
0.3 -
2010-01-02 21:02
Sérstök mynd... eiginlega svolítið skrítin. Ég held að maður þurfi kannski að horfa á myndina aftur og jafnvel hlusta á commentary hjá leikstjóranum til að fatta betur hvað var nákvæmlega í gangi, púsla þessu saman... Þetta er fyrsta myndin sem John August leikstýrir - gaurinn sem skrifaði Go. Þannig að ég varð að tékka á henni. Áhugaverð mynd, fær mann til að hugsa... leit vel út. Áhugaverðar persónur...
0.3 -
The Last King of Scotland (2006)
2010-01-02 05:27Áhugaverð mynd um klikkaðan forseta. Nokkuð gott action og spenna inn á milli.
0.3 -
2010-01-02 05:25
Ágætis spennumynd. Smá Dexter dæmi - svona "dark passenger"...
0.3 December, 2009
-
2009-12-31 16:17
Klassísk 90's mynd - hefði samt örugglega verið skemmtilegra að horfa á hana á tíunda áratugnum. Létt grínmynd - engin sprenghlægileg atriði.
0.3 -
2009-12-30 17:41
Léttmeti. Bjóst nú við heilalausri action mynd... En þetta var kannski aðeins of heilalaust. Action atriðin voru ekkert sérstök, ekkert sem maður hefur ekki séð áður. Handritið var mjög þunnt - slatti af one-liners sem misstu marks. Hellingur af tölvugrafík... stundum var þetta nú ekki alveg nógu vandað, ekki nógu raunverulegt/eðlilegt. Hvað var síðan málið með bílinn sem Paul Walker var að keyra seinni helminginn, bara ljótur...
0.3 -
2009-12-27 23:00
Mjög fyndin. Georg var ekki eins leiðinlegur/þreytandi og ég hefði alveg búist við. Ólafur Ragnar/Pétur Jóhann sló náttúrulega í gegn - bara fyndin persóna. Slatti af dramatík en ekki eins mikið/yfirþyrmandi og maður hefði búist við miðað við suma Vaktar-þættina. Nokkuð góður endir á söguheimi sem var svona aðeins farinn að þreytast (mér fannst Fangavaktin engin snilld þótt það væru nokkrir góðir sprettir).
0.3 -
2009-12-26 18:16
Áhugaverð og skemmtileg heimildamynd. Lil' Wayne er skrautleg persóna... Gaman að skyggnast bak við tjöldin.
0.3 -
2009-12-26 04:10
Byggt á sannsögulegum atburðum - eða s.s. bók sem dálkahöfundurinn (sem Robert Downey Jr. leikur) skrifaði. Ágætlega lágstemmd - smá artý/indie fílingur... Ekta Oscar bait. Voða "mannleg" mynd um vináttu...
0.3 -
Journey to the Center of the Earth (2008)
2009-12-26 02:01Létt fjölskyldumynd... Fannst íslenska þýðingin skemmtileg: Leyndardómar Snæfellsjökuls. Slatti af effect-um sem hefði líklega verið fjör að sjá í 3D bíó...
0.3 -
2009-12-25 02:46
Áhugaverð heimildamynd um tónleika sem hefðu verið rugl flottir. Virkilega mikið lagt í að gera show-ið glæsilegt. Áhugavert að fylgjast með Michael Jackson æfa sig, hvernig hann vinnur...
0.3 -
2009-12-20 01:21
Virkilega flott mynd. Tæknibrellurnar voru óaðfinnanlegar - ótrúlega raunverulegt. Algjör snilld að sjá þetta í 3D - það er líka alveg nauðsynlegt fyrir þessa mynd. Myndatakan var alveg með 3D í huga, oft eins og maður væri staddur þarna. Mögnuð upplifun. Ég var að fíla neon rave stemninguna í frumskóginum á nóttunni - mjög kúl. Flottur og áhugaverður ævintýraheimur. Gott action - lokabardaginn var magnaður, risastór. Ég fékk svolítið á tilfinninguna að þetta væri smá ádeila á Íraksstríðið - alla vega viss tengsl; ráðast inn á landssvæði út af auðlindum og allt það. 3D dótið var reyndar stundum eitthvað að klikka, maður var ekki alveg að ná "3D fókus" strax. En það voru kannski bara augun manns að venjast þessu. Töff hvernig það var eins og undirtextinn (e. subtitles) væri svífandi yfir myndinni. Gott stöff.
0.3 -
The Bad Lieutenant: Port of Call - New Orleans (2009)
2009-12-19 01:28Nicolas Cage er langbestur þegar hann leikur svona klikkaðar persónur (eins og t.d. í Face/Off). Frekar klikkuð mynd - aðallega af því að megnið af persónunum voru nett klikkaðar. Mjög fyndin á köflum, vegna þess hve klikkað liðið var (eða s.s. aðallega Nicolas Cage). Já, svona þrálátir bakverkir geta farið illa í mann...
0.3 -
2009-12-15 01:03
Ágætis spennumynd. Slatti af sprengingum, byssubardögum... þessu helsta. Handritið var ekkert alltof bitastætt. Leit nokkuð vel út.
0.3 -
Anvil! The Story of Anvil (2008)
2009-12-12 00:48Áhugaverð og fyndin heimildamynd. Aðdáunarvert að hafa metnað til að vera ennþá að spila 30 árum seinna þrátt fyrir að hafa ekki "meikað það". Nett klikkaðir gaurar. Já, hún var alveg sprenghlægileg á köflum - hellingur af gullmolum :) Áhugavert að fylgjast með baráttu þeirra sem tónlistarmenn.
0.3
← previous 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 next →
List generated by WP Movie Ratings.
Síðast uppfært 24. July, 2024
Bjössi says
þú ert aldeilis fljótur að skrifa um American Gangster. My man, ég er sammála þér með myndina. Töff stöff.
Hannes says
Vei, fyrsta kommentið hérna :)
Já, maður reynir að hafa þetta eins ferskt og hægt er :)
Það er kosturinn við þetta setup – ég hendi bara upp einhverju stuttu review, skelli á þetta einhverjar stjörnur (bara svona gut feeling) og þá er það komið. Ekkert að tefja mig á óþarfa blaðri eða djúpum pælingum.
maple says
mér finnst of mikið af myndum hér með of litlum fresti – horfir of mikið á myndir
Hannes says
hehe… já, sorry – ég skal horfa á færri myndir ;) Væri ein á mánuði of mikið?
En þetta er svona – ég hata ekki að horfa á bíómyndir… I loves it :)
maple says
ein á mánuði ef hún er á bíórásinni
Haukur says
Já ég fór með alltof miklar væntingar á Max kallinn. Myndin var alveg töff en sagan samsvaraði sér alveg ferlega illa. Þetta lyktar eins og gömul skinka.
siggasig says
Öflugur að halda utan um myndirnar sem þú sérð! ;) Nice. Sammála Star Trek umfjölluninni. Frábær mynd! Og hei, líka sammála um Angels and Demons. Ólíkt Da Vinci Code fannst mér myndin betri en bókin.
Hannes says
Takk. Já, mér fannst kominn tími til að hafa smá yfirsýn yfir þær myndir sem ég horfi á þar sem ég horfi á örlítið fleiri en 2 myndir á ári ;)
Já, síðan var líka gaman að sjá í Angels & Demons hvað sumir hlutir voru allt öðruvísi en maður var búinn að ímynda sér þegar maður las bókina :)
Geiri says
Hot Rod: 10*?
Ég hefði smellt 8*.
Hannes says
Jú, skil þig – þegar ég horfði á hana aftur einn þá var þetta ekki alveg eins mikil snilld, en samt fáránlega fyndin. En þegar ég horfði á hana fyrst þá skemmti ég mér alveg konunglega – það var kannski bara stemmningin að horfa á þetta wit da boyz. 10 stjörnur þýðir alls ekki að mér fannst þetta einhver Óskarsverðlaunamynd…
En annars eru þessar stjörnugjafir engan veginn heilagar – oft bara nánast eitthvað skot út í loftið ;)
Sara says
Jæja Nesi, ég er mjög spennt að lesa hvað þú hefur um Shutter Island að segja. Koma svo! Í bíó með þig! ;)
Hannes says
hehe, úff… bara pressa :) Já, ég er svona ennþá að vega og meta hvort ég ætli að sjá Shutter Island í bíó. En ætli maður verði ekki að tékka á þessu, Scorsese stendur alltaf fyrir sínu.