• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

I am official station

Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
You are here: Home / Kvikmyndagagnrýni

Kvikmyndagagnrýni

Kvikmyndagagnrýni (plaköt)

Smá umfjöllun um kvikmyndir sem ég hef séð nýlega… Stutt kvikmyndagagnrýni – ég nenni að skrifa mismikið, fer yfirleitt eftir því hvað mér dettur fyrst í hug – oft bara að hugsa upphátt. 

Stjörnugjöf… já, stjörnugjöf er eiginlega svolítið bullshit – ég held að það sé mismikið bakvið stjörnur sem fólk gefur myndum. Hjá mér er það yfirleitt bara gut feeling – hversu skemmtileg/fyndin/spennandi/flott fannst mér myndin. Upplifunin. 

Það er ekki eins og ég sé með einhvern ákveðinn skala/staðal eða tékklista – “já, flottur bílaeltingaleikur – 1 stjarna, töff byssubardagi – bætist við 1,5 stjarna…” ;) Síðan getur stjörnugjöfin oft verið svona plús/mínus 1-2 stjörnur. 

Hlaðvarp um kvikmyndir  

Það er vert að minnast á að ég og Björn erum með hlaðvarp um kvikmyndir sem við köllum Búnir með poppið. Það er hægt að fylgjast með okkur í gegnum Facebook, Twitter og Instagram – og svo auðvitað hlusta á þættina á Spotify, Apple Podcasts, Google Podcasts og öðrum stöðum þar sem fólk hlustar á hlaðvörp. 

Sort list by: title | rating | view date ↓

March, 2019

  • Skyscraper (2018) 6/10

    2019-03-08 21:23
    * * * * * *

    Spennandi – mjög dramatísk og stressandi á köflum. Dwayne frændi er alltaf solid. Skemmtileg tilbreyting að vondi kallinn er skandinavískur, en ekki rússneskur. Nokkuð formúlukennd mynd, en samt ágætlega frumleg stórslysamynd – mögnuð bygging.

    0.3
  • Captain Marvel (2019) 8/10

    2019-03-07 23:45
    * * * * * * * *

    Gott action og góður húmor – topp afþreying. Spennandi. Að vissu leyti hefðbundin Marvel mynd – en þetta er alveg formúla sem virkar. Skemmtileg "origin" saga. Lagði góðan grunn að 'Avengers: Endgame'. Ég var að fíla 90's tónlistina og í rauninni alla 90's stemninguna.

    0.3
  • Isn't It Romantic (2019) 5/10

    2019-03-05 21:53
    * * * * *

    Fyndin vitleysa. Skemmtilegt grín að öllum þessum rom-com klisjum.

    0.3
  • Death Wish (2018) 5/10

    2019-03-01 22:22
    * * * * *

    Spennandi vigilante mynd. Á köflum var handritið ekki alveg nógu metnaðarfullt. Smá gore – enda Eli Roth að leikstýra. Það var áhugavert að sjá að það komu 4 framhaldsmyndir af upprunalegu myndinni frá 1974 með Charles Bronson.

    0.3

February, 2019

  • Charlie and the Chocolate Factory (2005) 4/10

    2019-02-24 21:49
    * * * *

    Skrýtin/flippuð mynd – Willy Wonka var smá creepy. Meira krakkamynd – húmor í stíl við það.

    0.3
  • Peppermint (2018) 7/10

    2019-02-23 22:38
    * * * * * * *

    Töff vigilante mynd. Spennandi. Gott action.

    0.3
  • Fighting with My Family (2019) 6/10

    2019-02-23 00:13
    * * * * * *

    Góð saga. Áhugaverð – myndir byggðar á sannsögulegum atburðum eru alltaf sérstaklega spennandi. Drama, en líka fínn húmor inn á milli. Þessi WWE/glímu heimur er mjög sérstakur – magnað hvað þetta er stórt batterí. Skemmtileg mynd.

    0.3
  • Rampage (2018) 5/10

    2019-02-20 22:45
    * * * * *

    Fínasta action/stórslysamynd. En nokkuð einfalt handrit – formúlukennt... Góð afþreying.

    0.3
  • Mile 22 (2018) 6/10

    2019-02-15 22:22
    * * * * * *

    Spennandi mynd. Góð keyrsla á köflum. Töff myndataka og klipping. Fínasta action. Lauren Cohan var mætt með bad ass stemninguna úr The Walking Dead – tók þetta jafnvel nokkrum stigum hærra. Eitthvað snubbótt/skrýtið við endinn.

    0.3
  • Fyre Fraud (2019) 5/10

    2019-02-14 21:24
    * * * * *

    Áhugaverð frásögn um þetta fyrirbæri. Gott dæmi um hvað er hægt að gera með samfélagsmiðlum og áhrifavöldum – þessi lína var í lokinn: "We're living in an era in which you can convince millions of people to do anything just on marketing alone." Magnað hvað þetta fór langt og hvað þetta voru miklar lygar og blekkingar.

    0.3
  • Hotel Artemis (2018) 6/10

    2019-02-13 22:37
    * * * * * *

    Töff mynd. Spennandi. Áhugaverðar sci-fi pælingar. Fyndið að sjá Father John Misty (Josh Tillman) í smá hlutverki.

    0.3
  • She's Funny That Way (2014) 3/10

    2019-02-08 21:55
    * * *

    Skrýtin mynd – súr. Eiginlega smá arty – leikarar að leiklistarnördast. Alveg fyndin á köflum – en aðallega hvað hún var flippuð/absúrd. Mikið verið að rembast að láta mjög margar persónur allar tengjast í mega flækju. Á tímabili vorum við ekki viss hvort við nenntum að klára myndina…

    0.3
  • Jupiter Ascending (2015) 5/10

    2019-02-04 22:23
    * * * * *

    Kúl sci-fi action atriði. Áhugaverð saga og sci-fi heimur. Rómantísku samtölin (daðrið) voru smá vandræðaleg. Önnur samtöl voru líka stundum ekki alveg nógu smooth. Það vantaði eitthvað til að gera þessa mynd meira solid...

    0.3

January, 2019

  • The Mule (2018) 6/10

    2019-01-27 00:13
    * * * * * *

    Áhugaverð saga – sérstaklega af því að myndin er byggð á sannsögulegum atburðum. Clint Eastwood er ennþá með þetta alveg á hreinu – bæði sem leikari og leikstjóri. Fullt af fínum leikurum. Spennandi á köflum + góður húmor inn á milli.

    0.3
  • About Time (2013) 6/10

    2019-01-25 22:18
    * * * * * *

    Hugljúf mynd. Væmin á köflum – en ekki eins væmin og trailer-inn gaf til kynna. Það var líka minna drama en ég bjóst við. Fínir leikarar. Tímaflakk er alltaf áhugaverð pæling – mismunandi reglur í gangi og hvaða áhrif breytingar hafa.

    0.3
  • Glass (2019) 7/10

    2019-01-20 00:41
    * * * * * * *

    Mjög spennandi. Að vissu leyti klassískt M. Night Shyamalan handrit – án þess að fara nánar út í það ;) Áhugaverð saga og heimur sem hann er að skapa. Svakalegir hæfileikar hjá James McAvoy að geta hoppað svona auðveldlega á milli allra persónuleikanna – magnað að sjá.

    0.3
  • Black Mirror: Bandersnatch (2018) 5/10

    2019-01-03 21:53
    * * * * *

    Áhugaverð upplifun. Dark og súrt. Gaman að prófa svona interactive bíómynd. Söguþráðurinn/plottið var skemmtilega "meta".

    0.3

December, 2018

  • Ready Player One (2018) 7/10

    2018-12-29 23:56
    * * * * * * *

    Spennandi mynd. Flottar tæknibrellur. Fullt af skemmtilegum poppkúltúr-vísunum. Fínasta afþreying. Líka áhugaverðar pælingar núna þegar VR tæknin er að þróast hraðar og hraðar og verða meira aðgengileg.

    0.3
  • The Post (2017) 7/10

    2018-12-28 22:05
    * * * * * * *

    Mjög áhugaverð saga. Flottir leikarar. Mjög spennandi á köflum. Gæðamynd.

    0.3
  • Aquaman (2018) 7/10

    2018-12-27 23:36
    * * * * * * *

    Spennandi mynd. Leit vel út – fullt af flottum tæknibrellum. Áhugaverður heimur – þetta var nánast geimverumynd, nema hún gerðist neðansjávar. Fínasta ofurhetjumynd þrátt fyrir að detta í klisjur inn á milli.

    0.3
  • Ocean's Eight (2018) 5/10

    2018-12-25 15:49
    * * * * *

    Spennandi á köflum, en missti stundum dampinn – vantaði smá á keyrsluna/flæðið. Handritið var stundum ekki alveg nógu solid. Fínn húmor. Fínasta afþreying.

    0.3
  • Crazy Rich Asians (2018) 7/10

    2018-12-21 22:18
    * * * * * * *

    Fín rómantísk mynd. Fyndin á köflum. Voða klassísk (formúlumynd) en samt fín afþreying.

    0.3
  • Tomb Raider (2018) 5/10

    2018-12-03 22:47
    * * * * *

    Ágætlega spennandi. Smá lengi af stað – vantaði smá ryþma/keyrslu. Stundum vantaði smá upp á handritið. Alicia Vikander var ágætlega töff.

    0.3
  • Battle of the Sexes (2017) 6/10

    2018-12-02 22:16
    * * * * * *

    Góð mynd. Áhugaverð innsýn inn í jafnréttisbaráttuna á þessum tímum. Góð myndataka – nokkur sérstaklega skemmtileg skot. Flottir leikarar.

    0.3

November, 2018

  • Sorry to Bother You (2018) 7/10

    2018-11-27 22:45
    * * * * * * *

    Flippuð og fyndin mynd. Arty. Áhugaverðar/flippaðar persónur.

    0.3
  • Halloween (2018) 7/10

    2018-11-03 23:28
    * * * * * * *

    Mjög spennandi mynd! Mikill adrenalín-rússíbani – maður var oft alveg á taugum. Mjög brútal mynd. Jamie Lee Curtis var mjög góð sem klikkaða týpan með ofsóknaræði. Tónlistin var mjög góð – það voru líka ýmsar góðar áherslur í gegnum hljóð sem ýttu undir spennuna og stressið.

    0.3
  • The Hurricane Heist (2018) 3/10

    2018-11-03 14:42
    * * *

    Handritið var mjög takmarkað – margt sem meikað lítið sem ekkert sense. Smá spennandi á köflum, en oft frekar kjánaleg.

    0.3
  • Train to Busan (2016) 8/10

    2018-11-01 22:40
    * * * * * * * *

    Svakaleg zombie-mynd – svo mikið af zombies! Líka svakalegur "vondi kall". Mjög spennandi. Fínasta handrit. Góðar persónur.

    0.3

October, 2018

  • Ant-Man and the Wasp (2018) 8/10

    2018-10-30 22:39
    * * * * * * * *

    Mjög fyndin mynd – það er extra gaman að horfa á Marvel myndirnar sem leggja mikla áherslu á húmor. Líka spennandi og gott action. Ágætis keyrsla og saga. Topp afþreying.

    0.3
  • CHIPS (2017) 4/10

    2018-10-30 14:37
    * * * *

    Mikil vitleysa. Mikið um slapstick og frat-boy húmor.

    0.3

← previous 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 next →

List generated by WP Movie Ratings.

Síðast uppfært 23. November, 2025

Share this:

  • Share
  • Click to share on Facebook (Opens in new window) Facebook
  • Click to share on X (Opens in new window) X
  • Click to share on Tumblr (Opens in new window) Tumblr
  • Click to share on Pinterest (Opens in new window) Pinterest
  • Click to share on Reddit (Opens in new window) Reddit
  • Click to share on LinkedIn (Opens in new window) LinkedIn
  • Click to print (Opens in new window) Print
  • Click to email a link to a friend (Opens in new window) Email

Reader Interactions

Comments

  1. Bjössi says

    24. November, 2007 at 0:36

    þú ert aldeilis fljótur að skrifa um American Gangster. My man, ég er sammála þér með myndina. Töff stöff.

    Reply
  2. Hannes says

    24. November, 2007 at 1:31

    Vei, fyrsta kommentið hérna :)

    Já, maður reynir að hafa þetta eins ferskt og hægt er :)

    Það er kosturinn við þetta setup – ég hendi bara upp einhverju stuttu review, skelli á þetta einhverjar stjörnur (bara svona gut feeling) og þá er það komið. Ekkert að tefja mig á óþarfa blaðri eða djúpum pælingum.

    Reply
  3. maple says

    11. February, 2008 at 21:28

    mér finnst of mikið af myndum hér með of litlum fresti – horfir of mikið á myndir

    Reply
  4. Hannes says

    13. February, 2008 at 0:30

    hehe… já, sorry – ég skal horfa á færri myndir ;) Væri ein á mánuði of mikið?

    En þetta er svona – ég hata ekki að horfa á bíómyndir… I loves it :)

    Reply
  5. maple says

    13. February, 2008 at 10:59

    ein á mánuði ef hún er á bíórásinni

    Reply
  6. Haukur says

    21. October, 2008 at 10:07

    Já ég fór með alltof miklar væntingar á Max kallinn. Myndin var alveg töff en sagan samsvaraði sér alveg ferlega illa. Þetta lyktar eins og gömul skinka.

    Reply
  7. siggasig says

    27. May, 2009 at 23:26

    Öflugur að halda utan um myndirnar sem þú sérð! ;) Nice. Sammála Star Trek umfjölluninni. Frábær mynd! Og hei, líka sammála um Angels and Demons. Ólíkt Da Vinci Code fannst mér myndin betri en bókin.

    Reply
  8. Hannes says

    28. May, 2009 at 0:34

    Takk. Já, mér fannst kominn tími til að hafa smá yfirsýn yfir þær myndir sem ég horfi á þar sem ég horfi á örlítið fleiri en 2 myndir á ári ;)

    Já, síðan var líka gaman að sjá í Angels & Demons hvað sumir hlutir voru allt öðruvísi en maður var búinn að ímynda sér þegar maður las bókina :)

    Reply
  9. Geiri says

    4. June, 2009 at 16:36

    Hot Rod: 10*?
    Ég hefði smellt 8*.

    Reply
  10. Hannes says

    4. June, 2009 at 23:32

    Jú, skil þig – þegar ég horfði á hana aftur einn þá var þetta ekki alveg eins mikil snilld, en samt fáránlega fyndin. En þegar ég horfði á hana fyrst þá skemmti ég mér alveg konunglega – það var kannski bara stemmningin að horfa á þetta wit da boyz. 10 stjörnur þýðir alls ekki að mér fannst þetta einhver Óskarsverðlaunamynd…

    En annars eru þessar stjörnugjafir engan veginn heilagar – oft bara nánast eitthvað skot út í loftið ;)

    Reply
  11. Sara says

    6. March, 2010 at 14:08

    Jæja Nesi, ég er mjög spennt að lesa hvað þú hefur um Shutter Island að segja. Koma svo! Í bíó með þig! ;)

    Reply
  12. Hannes says

    6. March, 2010 at 15:19

    hehe, úff… bara pressa :) Já, ég er svona ennþá að vega og meta hvort ég ætli að sjá Shutter Island í bíó. En ætli maður verði ekki að tékka á þessu, Scorsese stendur alltaf fyrir sínu.

    Reply

Leave a Reply Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Leita að efni

Þetta helsta

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me

Önnur verkefni

  • Bulby – Brainstorming App
  • Don Comodo – Bolir o.s.frv.
  • Remote Sparks – Async Work

Copyright © 2025 Hannes · Hafðu samband / Contact me

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
 

Loading Comments...