Smá umfjöllun um kvikmyndir sem ég hef séð nýlega… Stutt kvikmyndagagnrýni – ég nenni að skrifa mismikið, fer yfirleitt eftir því hvað mér dettur fyrst í hug – oft bara að hugsa upphátt.
Stjörnugjöf… já, stjörnugjöf er eiginlega svolítið bullshit – ég held að það sé mismikið bakvið stjörnur sem fólk gefur myndum. Hjá mér er það yfirleitt bara gut feeling – hversu skemmtileg/fyndin/spennandi/flott fannst mér myndin. Upplifunin.
Það er ekki eins og ég sé með einhvern ákveðinn skala/staðal eða tékklista – “já, flottur bílaeltingaleikur – 1 stjarna, töff byssubardagi – bætist við 1,5 stjarna…” ;) Síðan getur stjörnugjöfin oft verið svona plús/mínus 1-2 stjörnur.
Hlaðvarp um kvikmyndir
Það er vert að minnast á að ég og Björn erum með hlaðvarp um kvikmyndir sem við köllum Búnir með poppið. Það er hægt að fylgjast með okkur í gegnum Facebook, Twitter og Instagram – og svo auðvitað hlusta á þættina á Spotify, Apple Podcasts, Google Podcasts og öðrum stöðum þar sem fólk hlustar á hlaðvörp.
Sort list by: title | rating | view date ↓
September, 2015
-
What We Do in the Shadows (2014)
2015-09-13 00:11Fyndin. Silly/kjánaleg/vitleysa. Áhugavert concept/plot. Smá þurr/vandræðalegur húmor eins og í Flights of the Conchords. Vantaði smá upp á söguna/handritið til að gera þetta að betri kvikmynd.
0.3 -
2015-09-08 01:21
Góð mynd. Mjög áhugaverð saga. Þeir náðu að finna leikara sem eru ágætlega líkir N.W.A. crew-inu. Myndin var nokkuð lengri en ég bjóst við. Nóg af góðri tónlist :)
0.3 -
2015-09-07 01:05
Virkilega spennandi mynd. Rosalega intense! Maður var alveg á taugum á köflum. Nokkuð brútal ofbeldi.
0.3 August, 2015
-
2015-08-24 00:04
Töff mynd. Spennandi. Fínasta action. Gaman af svona persónum með sérstaka eiginleika og ofurkrafta.
0.3 -
2015-08-19 23:51
Skemmtileg mynd. Smá ("family friendly") action. Fínasta afþreying. Eldist ágætlega. #LeslieHalliwell
0.3 -
2015-08-13 23:20
Bull og vitleysa. Mjög fyndin vitleysa. Slatti af góðum aukaleikurum í litlum og skemmtilegum hlutverkum. Betri mynd en ég bjóst við (var ekki með neinar svakalegar væntingar).
0.3 -
2015-08-06 21:29
Ágætis mynd. Krúttlegt lífsdrama (fólk að finna sig í lífinu). Fínir leikarar.
0.3 -
2015-08-04 21:28
Sprenghlægileg vitleysa. Eiginlega vitleysa í gegn allan tímann - og það gekk alveg upp.
0.3 -
Mission: Impossible - Rogue Nation (2015)
2015-08-02 23:54Mjög spennandi mynd. Gott action - fullt af töff atriðum. Góður húmor líka. Mission: Impossible myndirnar eru alltaf skemmtilegar. Gaman af svona ævintýrum sem ganga upp á ótrúverðugan máta - svipað og hjá frændum Ethan Hunt; James Bond, Jason Bourne og Jack Bauer.
0.3 July, 2015
-
2015-07-23 21:19
Skemmtileg mynd. Fyndin. Spennandi. Skemmtilega kjánaleg (silly).
0.3 -
2015-07-22 22:58
Mjög fyndin mynd. Meiri húmor en í öðrum Marvel myndum. Enda eru handritshöfundarnir (Edgar Wright og Adam McKay) þekktir fyrir góðar grínmyndir. Spennandi mynd. Fínasta action. Flottar tæknibrellur. Minnti mig smá á 'Honey, I Shrunk the Kids' ;) Fyndið að sjá Wood Harris (Avon Barksdale í 'The Wire') leika löggu.
0.3 -
2015-07-16 21:01
Virkilega fín mynd. Spennandi. Góðir leikarar. Mögnuð (og sorgleg) saga.
0.3 -
2015-07-07 23:26
Virkilega spennandi mynd! Svakalegt action. Ótrúlegar tæknibrellur. Gott stöff. Gaman að þeir endurvöktu þetta franchise - hlakka til að sjá fleiri myndir :)
0.3 -
2015-07-03 23:27
Spennandi. Gott action. Góður húmor inn á milli. Arnold Schwarzenegger er ennþá með'etta.
0.3 -
2015-07-01 01:19
Algjör vitleysa. Fyndin vitleysa. Steiktur húmor eins og við mátti búast. Ekta Seth MacFarlane/Family Guy húmor.
0.3 June, 2015
-
2015-06-20 22:49
Fyndin vitleysa. Persónan sem Dave Franco lék var mjög góð. Fínasta afþreying. Betri en ég bjóst við (bjóst ekki við miklu).
0.3 -
2015-06-16 22:51
Rosaleg stórslysamynd! Endalaus eyðilegging. Spennandi. Gott action. Tæknibrellur fyrir allan peninginn.
0.3 -
2015-06-09 23:09
Algjör snilld! Sprenghlægileg mynd. Svo góð blanda: Action, spenna, grín og vitleysa. Fullt af fínum leikurum. Melissa McCarthy er algjör snillingur. Jason Statham lék líka óvenju fyndinn karakter.
0.3 May, 2015
-
2015-05-24 23:57
Hörku hasarmynd. Stór og flott action atriði. Mjög spennandi. Mikið sjónarspil. Skemmtilega klikkuð mynd. Ég tók eftir þegar ég var að skoða IMDb að stór hluti af leikurunum eru frá Ástralíu. Áhugavert. Viðeigandi.
0.3 -
Avengers: Age of Ultron (2015)
2015-05-01 23:24Risastór action mynd. Fullt af mjög flottum atriðum - tæknibrellur to the max. Mjög fyndin á köflum. Spennandi. Marvel heimurinn er áhugaverður - maður er alltaf til í fleiri Marvel myndir.
0.3 April, 2015
-
2015-04-23 22:27
Áhugavert að horfa á svona gamlar, klassískar myndir. Sjá þekkta leikara þegar þeir voru ungir/yngri. Ýmis skemmtileg atriði. Pælingar með að finna sig í lífinu, hvað gleður mann. Drama. Svolítið þung í lokinn.
0.3 -
2015-04-11 01:33
Mjög spennandi mynd. Hörku hasar. Fullt af fínum leikurum. Ég var að fíla ágætlega persónuna sem Common lék - kom ferskur inn. Eitthvað hrátt/old school við stemninguna - að vissu leyti er þetta saga sem hefði getað gerst fyrir 20+ árum.
0.3 -
2015-04-04 23:04
Þetta eru skemmtilega klikkaðar og ótrúlegar myndir :) Flott myndataka. Töff action atriði. Spennandi. Nóg af bad ass fólki og bad (ass) one-liners. Fínasta afþreying. Skemmtilegt að horfa á svona mynd á Selfossi ;)
0.3 March, 2015
-
2015-03-27 00:15
Mjög fyndin vitleysa. Will Ferrell er snillingur. Kevin Hart var líka fyndinn. Að vissu leyti klassísk Will Ferrell og Adam McKay (Gary Sanchez Productions) mynd - sem sagt, fínasta afþreying.
0.3 -
2015-03-02 22:45
Algjör vitleysa. Var ekki með miklar væntingar og þessi mynd var nokkurn veginn eins og ég bjóst við, s.s. ekki topp gæði. Alveg fyndin á köflum. Allt í lagi afþreying. Adam Scott var eiginlega bestur/ferskastur.
0.3
← previous 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 next →
List generated by WP Movie Ratings.
Síðast uppfært 24. July, 2024
Bjössi says
þú ert aldeilis fljótur að skrifa um American Gangster. My man, ég er sammála þér með myndina. Töff stöff.
Hannes says
Vei, fyrsta kommentið hérna :)
Já, maður reynir að hafa þetta eins ferskt og hægt er :)
Það er kosturinn við þetta setup – ég hendi bara upp einhverju stuttu review, skelli á þetta einhverjar stjörnur (bara svona gut feeling) og þá er það komið. Ekkert að tefja mig á óþarfa blaðri eða djúpum pælingum.
maple says
mér finnst of mikið af myndum hér með of litlum fresti – horfir of mikið á myndir
Hannes says
hehe… já, sorry – ég skal horfa á færri myndir ;) Væri ein á mánuði of mikið?
En þetta er svona – ég hata ekki að horfa á bíómyndir… I loves it :)
maple says
ein á mánuði ef hún er á bíórásinni
Haukur says
Já ég fór með alltof miklar væntingar á Max kallinn. Myndin var alveg töff en sagan samsvaraði sér alveg ferlega illa. Þetta lyktar eins og gömul skinka.
siggasig says
Öflugur að halda utan um myndirnar sem þú sérð! ;) Nice. Sammála Star Trek umfjölluninni. Frábær mynd! Og hei, líka sammála um Angels and Demons. Ólíkt Da Vinci Code fannst mér myndin betri en bókin.
Hannes says
Takk. Já, mér fannst kominn tími til að hafa smá yfirsýn yfir þær myndir sem ég horfi á þar sem ég horfi á örlítið fleiri en 2 myndir á ári ;)
Já, síðan var líka gaman að sjá í Angels & Demons hvað sumir hlutir voru allt öðruvísi en maður var búinn að ímynda sér þegar maður las bókina :)
Geiri says
Hot Rod: 10*?
Ég hefði smellt 8*.
Hannes says
Jú, skil þig – þegar ég horfði á hana aftur einn þá var þetta ekki alveg eins mikil snilld, en samt fáránlega fyndin. En þegar ég horfði á hana fyrst þá skemmti ég mér alveg konunglega – það var kannski bara stemmningin að horfa á þetta wit da boyz. 10 stjörnur þýðir alls ekki að mér fannst þetta einhver Óskarsverðlaunamynd…
En annars eru þessar stjörnugjafir engan veginn heilagar – oft bara nánast eitthvað skot út í loftið ;)
Sara says
Jæja Nesi, ég er mjög spennt að lesa hvað þú hefur um Shutter Island að segja. Koma svo! Í bíó með þig! ;)
Hannes says
hehe, úff… bara pressa :) Já, ég er svona ennþá að vega og meta hvort ég ætli að sjá Shutter Island í bíó. En ætli maður verði ekki að tékka á þessu, Scorsese stendur alltaf fyrir sínu.