• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

I am official station

Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
You are here: Home / Kvikmyndagagnrýni

Kvikmyndagagnrýni

Kvikmyndagagnrýni (plaköt)

Smá umfjöllun um kvikmyndir sem ég hef séð nýlega… Stutt kvikmyndagagnrýni – ég nenni að skrifa mismikið, fer yfirleitt eftir því hvað mér dettur fyrst í hug – oft bara að hugsa upphátt. 

Stjörnugjöf… já, stjörnugjöf er eiginlega svolítið bullshit – ég held að það sé mismikið bakvið stjörnur sem fólk gefur myndum. Hjá mér er það yfirleitt bara gut feeling – hversu skemmtileg/fyndin/spennandi/flott fannst mér myndin. Upplifunin. 

Það er ekki eins og ég sé með einhvern ákveðinn skala/staðal eða tékklista – “já, flottur bílaeltingaleikur – 1 stjarna, töff byssubardagi – bætist við 1,5 stjarna…” ;) Síðan getur stjörnugjöfin oft verið svona plús/mínus 1-2 stjörnur. 

Hlaðvarp um kvikmyndir  

Það er vert að minnast á að ég og Björn erum með hlaðvarp um kvikmyndir sem við köllum Búnir með poppið. Það er hægt að fylgjast með okkur í gegnum Facebook, Twitter og Instagram – og svo auðvitað hlusta á þættina á Spotify, Apple Podcasts, Google Podcasts og öðrum stöðum þar sem fólk hlustar á hlaðvörp. 

Sort list by: title | rating | view date ↓

  • August, 2011

  • Show the reviewHide the reviewCowboys & Aliens (2011) 8/10

    2011-08-13 00:44
    * * * * * * * *

    Mjög góð mynd. Gott action, og nóg af því. Mjög spennandi. Mjög vel gerð kvikmynd - enda mikið af stórum nöfnum bakvið hana (framleiðendur, leikstjóri, leikarar, handritshöfundar...). Gott fjör. Afþreying í toppklassa.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewExit Through the Gift Shop (2010) 7/10

    2011-08-11 01:19
    * * * * * * *

    Mögnuð mynd. Mjög áhugaverð. Banksy er snillingur. Ef þú hefur mikinn áhuga á götulist (eins og ég) þá er þetta klárlega mynd fyrir þig. Ég hafði ekki áður heyrt um Thierry Guetta (eða Mr. Brainwash) - magnaður karakter. Roni Size sá um hluta af tónlistinni, áhugavert... Líka skemmtilegt að Rhys Ifans er sögumaðurinn. Góð heimildamynd.

    0.3
  • Show the reviewHide the review127 Hours (2010) 6/10

    2011-08-10 00:10
    * * * * * *

    Mögnuð mynd. Frekar brútal í lokinn. Góð áminning að láta alltaf vita þegar með ætlar í fjallgöngu eða eitthvað álíka ;) Myndir byggðar á sannsögulegum atburðum eru alltaf extra áhugaverðar. Gaman að heyra Sigur Rós í lokinn með lagið Festival, passaði mjög vel við.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewHorrible Bosses (2011) 8/10

    2011-08-07 00:30
    * * * * * * * *

    Mjög fyndin mynd. Algjör snilld. Spennandi. Stútfull af þekktum leikurum. Charlie Day var sprenghlægilegur. Síðan brá fyrir Old Spice gaurnum (Isaiah Mustafa).

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewBuried (2010) 8/10

    2011-08-04 21:38
    * * * * * * * *

    Virkilega góð mynd. Gott handrit. Góður leikur. Mjög spennandi. Einstaklega gaman af svona frumlegum og öðruvísi kvikmyndum. Mjög skemmtilega útfærð miðað við að hún gerist öll í litlum kassa/kistu.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewDead Snow (2009) 6/10

    2011-08-02 20:37
    * * * * * *

    Spennandi. Nettur B-mynda fílingur. Smá fyndin/hlægileg. Flottir zombies. Frekar mikið rugl stundum. Splatter.

    0.3
  • July, 2011

  • Show the reviewHide the reviewIron Man 2 (2010) 6/10

    2011-07-18 22:57
    * * * * * *

    Gott action. Flott - töff tæknibrellur. Spennandi. Veit samt ekki alveg með þessi vopnaútskýringabrot - kúl einu sinni eða tvisvar en stundum óþarfa og stoppaði keyrsluna. Gaman að sjá DJ AM með cameo.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewThe Mechanic (2011) 6/10

    2011-07-12 00:20
    * * * * * *

    Gott action. Spennandi. Ekta Jason Statham mynd. Handritið hefði getað verið betra, en það er svosem ekkert nauðsynlegt fyrir svona myndir.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewBlack Swan (2010) 5/10

    2011-07-11 00:06
    * * * * *

    Dökk. Drungaleg. Þung. Twisted. Nett disturbing (Darren Aronofsky fílar hugsanlega þannig myndir). Smá skuggalegt/óþægilegt hvað hún (aðalpersónan, Nina Sayers/Natalie Portman) er distured/trufluð. Mamman er líka nett klikkuð, kannski að einhverju leyti valdur geðveikinnar (mikil pressa, lifa lífinu sem hún gat ekki lifað).

    Áhugaverðar/skemmtilegar myndlíkingar (svart og hvítt notað hér og þar). Hún býr í ekta pínulítilli Manhattan íbúð. Darren notaði effect sem svipaði svolítið til SnorriCam, nema það var fylgst með persónunni að aftan (mjög nálægt) - kannski hægt að kalla það NeckCam ;)

    * Ég horfði á megnið af þessari mynd í flugvél.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewTransformers: Dark of the Moon (2011) 7/10

    2011-07-05 00:08
    * * * * * * *

    Töff mynd. Spennandi. Gott action - góð keyrsla, nánast stanslaus. Virkilega flottar tæknibrellur - leit mjög vel út. Líka ágætlega fyndin á köflum. Maður fer náttúrulega á svona mynd með ákveðið hugarfar - ekki pæla of mikið (trúverðugleika og þess háttar) ;) Þetta var mjög fín afþreying. Mér fannst byrjunin líka mjög skemmtileg - gaman að blanda þessum sögulega atburði þarna inn og endurskapa hann.

    0.3
  • June, 2011

  • Show the reviewHide the reviewWhat Happens in Vegas (2008) 6/10

    2011-06-24 00:36
    * * * * * *

    Mjög fyndin - aðallega fyrri hlutinn. Svo verður þetta nokkuð týpísk rómantísk gamanmynd. Skemmtileg mynd. *Sá þessa í flugvél.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewCedar Rapids (2011) 7/10

    2011-06-23 00:33
    * * * * * * *

    Mjög fyndin. Nett rugl - skemmtilegt rugl :)

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewLimitless (2011) 7/10

    2011-06-21 00:31
    * * * * * * *

    Töff mynd. Spennandi. Áhugaverðar pælingar (varðandi heilann og getu okkar). Trailer-inn var svolítið villandi, gaf ranga mynd af plot-inu.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewGreen Lantern (2011) 4/10

    2011-06-19 22:42
    * * * *

    Flottar tæknibrellur. En frekar kjánaleg, eiginlega of. Handritið hefði mátt vera betra. Sumar persónurnar/hluti af þessum söguheimi var hálf skrítinn/ekki nógu trúverðugur. Kjánalega fyndin (óviljandi).

    Smá auka punktur: Ég sá hana í 3D í Halifax, Kanada.

    0.3
  • Show the reviewHide the review10 Things I Hate About You (1999) 6/10

    2011-06-11 00:26
    * * * * * *

    Fyndin. Gaman að sjá þessa ungu leikara stíga sín fyrstu skref...

    0.3
  • May, 2011

  • Show the reviewHide the reviewThe Hangover Part II (2011) 7/10

    2011-05-30 15:36
    * * * * * * *

    Mjög fyndin. Algjört rugl. Of mikið rugl jafnvel á köflum (ekki oft samt). Spennandi, en stundum smá fyrirsjáanleg. Apinn var fyndinn.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewThe Incredibles (2004) 7/10

    2011-05-26 13:24
    * * * * * * *

    Góð mynd. Spennandi. Hugljúf fjölskyldumynd. Fyndin. Skemmtileg.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewPaul (2011) 6/10

    2011-05-23 00:30
    * * * * * *

    Mjög fyndin. Spennandi. Skemmtileg saga. Kristen Wiig stal eiginlega senunni oftar en einu sinni.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewFast Five (2011) 6/10

    2011-05-10 15:25
    * * * * * *

    Svipuð og ég bjóst við. Töff bílaeltingaleikir, nóg af action byssubardögum, sprengingum og öðru tilheyrandi. Alveg óþarfa að vera velta sér upp úr söguþræði eða trúverðugleika. Fínasta afþreying. Rio de Janeiro er mögnuð borg. I want to go to there.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewThor (2011) 6/10

    2011-05-01 20:10
    * * * * * *

    Gott action. Spennandi. Leit vel út (flottar tæknibrellur). Áhugaverð sýn á goðaheiminn.

    0.3
  • April, 2011

  • Show the reviewHide the reviewLemonade (2009) 7/10

    2011-04-29 01:01
    * * * * * * *

    Áhugaverð heimildamynd. Skemmtilegt að sjá hvað fólk ákvað að gera þegar því var sagt upp.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewHanna (2011) 8/10

    2011-04-21 16:12
    * * * * * * * *

    Kúl mynd. Töff tónlist - The Chemical Brothers sáu víst um hana. Sum atriði voru eins og tónlistarmyndband. Góð leikkona (Saoirse Ronan) - mjög skemmtileg persóna. Spennandi. Áhugaverð saga. Gott action. Töff bardagaatriði. Vel leikstýrð. Flott myndataka.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewSource Code (2011) 7/10

    2011-04-16 01:38
    * * * * * * *

    Kúl mynd. Spennandi. Áhugaverð saga. Ég fíla svona quantum physics/sci-fi/alternative universe pælingar. Hefði samt mátt vera meiri HTML kóði ;)

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewThe Kids Are All Right (2010) 5/10

    2011-04-14 20:27
    * * * * *

    Góð mynd. Fyndin. Drama. Áhugaverð saga.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewNo Strings Attached (2011) 6/10

    2011-04-10 22:52
    * * * * * *

    Góð mynd. Mjög fyndin. Fullt af fínum leikurum.

    0.3
  • March, 2011

  • Show the reviewHide the reviewThe Romantics (2010) 5/10

    2011-03-16 23:04
    * * * * *

    Skemmtileg/flott myndataka (á köflum). Nokkuð indie, low budget... Ágæt tónlist. Gengur mikið út á samtöl og sambönd, persónur og drama... Skrítin fjölskylda (brúðarinnar), skrítinn vinahópur...

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewPsycho (1960) 7/10

    2011-03-14 22:59
    * * * * * * *

    Mjög góð mynd. Virkilega góð myndataka - mjög skemmtileg/áhugaverð á köflum. Leit mjög vel út - flott svona svört/hvít. Skemmtilegur punktur: Þar sem myndin var svört/hvít var hægt að nota súkkulaðisíróp sem gerviblóð ;) Þrátt fyrir að það var í raun sýnt takmarkað þá var hún nokkuð scary/skelfileg. Spennandi. Fínasta handrit. Sturtuatriðið var magnað... intense. Tónlistin er geðveik - gerir rosalega mikið fyrir myndina. Manni brá alveg nokkrum sinnum. Hressandi adrenalín-flæði :)

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewHall Pass (2011) 6/10

    2011-03-11 22:44
    * * * * * *

    Fyndin mynd. Fyndið rugl. Fyndinn kjánaskapur.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewNorth by Northwest (1959) 6/10

    2011-03-07 01:08
    * * * * * *

    Góð mynd. Mikil kímni. Spennandi. Skemmtilega kjánaleg/hallærisleg á köflum.

    0.3
  • February, 2011

  • Show the reviewHide the reviewJust Go with It (2011) 6/10

    2011-02-14 22:38
    * * * * * *

    Mjög fyndin mynd. Slatti af sprenghlægilegum atriðum. Voða klassísk rómantísk gamanmynd. Dolph Lundgren persónan var sérstaklega fyndin.

    0.3

← previous 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 next →

List generated by WP Movie Ratings.

Síðast uppfært 18. May, 2023

Share this:

  • Share
  • Facebook
  • Twitter
  • Tumblr
  • Pinterest
  • Reddit
  • LinkedIn
  • Print
  • Email

Reader Interactions

Comments

  1. Bjössi says

    24. November, 2007 at 0:36

    þú ert aldeilis fljótur að skrifa um American Gangster. My man, ég er sammála þér með myndina. Töff stöff.

    Reply
  2. Hannes says

    24. November, 2007 at 1:31

    Vei, fyrsta kommentið hérna :)

    Já, maður reynir að hafa þetta eins ferskt og hægt er :)

    Það er kosturinn við þetta setup – ég hendi bara upp einhverju stuttu review, skelli á þetta einhverjar stjörnur (bara svona gut feeling) og þá er það komið. Ekkert að tefja mig á óþarfa blaðri eða djúpum pælingum.

    Reply
  3. maple says

    11. February, 2008 at 21:28

    mér finnst of mikið af myndum hér með of litlum fresti – horfir of mikið á myndir

    Reply
  4. Hannes says

    13. February, 2008 at 0:30

    hehe… já, sorry – ég skal horfa á færri myndir ;) Væri ein á mánuði of mikið?

    En þetta er svona – ég hata ekki að horfa á bíómyndir… I loves it :)

    Reply
  5. maple says

    13. February, 2008 at 10:59

    ein á mánuði ef hún er á bíórásinni

    Reply
  6. Haukur says

    21. October, 2008 at 10:07

    Já ég fór með alltof miklar væntingar á Max kallinn. Myndin var alveg töff en sagan samsvaraði sér alveg ferlega illa. Þetta lyktar eins og gömul skinka.

    Reply
  7. siggasig says

    27. May, 2009 at 23:26

    Öflugur að halda utan um myndirnar sem þú sérð! ;) Nice. Sammála Star Trek umfjölluninni. Frábær mynd! Og hei, líka sammála um Angels and Demons. Ólíkt Da Vinci Code fannst mér myndin betri en bókin.

    Reply
  8. Hannes says

    28. May, 2009 at 0:34

    Takk. Já, mér fannst kominn tími til að hafa smá yfirsýn yfir þær myndir sem ég horfi á þar sem ég horfi á örlítið fleiri en 2 myndir á ári ;)

    Já, síðan var líka gaman að sjá í Angels & Demons hvað sumir hlutir voru allt öðruvísi en maður var búinn að ímynda sér þegar maður las bókina :)

    Reply
  9. Geiri says

    4. June, 2009 at 16:36

    Hot Rod: 10*?
    Ég hefði smellt 8*.

    Reply
  10. Hannes says

    4. June, 2009 at 23:32

    Jú, skil þig – þegar ég horfði á hana aftur einn þá var þetta ekki alveg eins mikil snilld, en samt fáránlega fyndin. En þegar ég horfði á hana fyrst þá skemmti ég mér alveg konunglega – það var kannski bara stemmningin að horfa á þetta wit da boyz. 10 stjörnur þýðir alls ekki að mér fannst þetta einhver Óskarsverðlaunamynd…

    En annars eru þessar stjörnugjafir engan veginn heilagar – oft bara nánast eitthvað skot út í loftið ;)

    Reply
  11. Sara says

    6. March, 2010 at 14:08

    Jæja Nesi, ég er mjög spennt að lesa hvað þú hefur um Shutter Island að segja. Koma svo! Í bíó með þig! ;)

    Reply
  12. Hannes says

    6. March, 2010 at 15:19

    hehe, úff… bara pressa :) Já, ég er svona ennþá að vega og meta hvort ég ætli að sjá Shutter Island í bíó. En ætli maður verði ekki að tékka á þessu, Scorsese stendur alltaf fyrir sínu.

    Reply

Leave a Reply Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Leita að efni

Þetta helsta

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me

Önnur verkefni

  • Bulby – Creativity App
  • Don Comodo – Bolir o.s.frv.

Copyright © 2023 Hannes · Hafðu samband / Contact me

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
 

Loading Comments...