
Smá umfjöllun um kvikmyndir sem ég hef séð nýlega… Stutt kvikmyndagagnrýni – ég nenni að skrifa mismikið, fer yfirleitt eftir því hvað mér dettur fyrst í hug – oft bara að hugsa upphátt.
Stjörnugjöf… já, stjörnugjöf er eiginlega svolítið bullshit – ég held að það sé mismikið bakvið stjörnur sem fólk gefur myndum. Hjá mér er það yfirleitt bara gut feeling – hversu skemmtileg/fyndin/spennandi/flott fannst mér myndin. Upplifunin.
Það er ekki eins og ég sé með einhvern ákveðinn skala/staðal eða tékklista – “já, flottur bílaeltingaleikur – 1 stjarna, töff byssubardagi – bætist við 1,5 stjarna…” ;) Síðan getur stjörnugjöfin oft verið svona plús/mínus 1-2 stjörnur.
Hlaðvarp um kvikmyndir
Það er vert að minnast á að ég og Björn erum með hlaðvarp um kvikmyndir sem við köllum Búnir með poppið. Það er hægt að fylgjast með okkur í gegnum Facebook, Twitter og Instagram – og svo auðvitað hlusta á þættina á Spotify, Apple Podcasts, Google Podcasts og öðrum stöðum þar sem fólk hlustar á hlaðvörp.
Sort list by: title | rating | view date ↓
March, 2009
-
2009-03-08 01:52
Clint Eastwood er ennþá badass. Kúl mynd, góð saga. Hann var nokkrum sinnum með netta Dirty Harry takta - sérstaklega í eitt skiptið þar sem hann droppaði alveg killer línu: "Ever notice how you come across somebody once in a while you shouldn't have fucked with? That's me.". Vel gerð og vönduð mynd - enda bjóst maður ekki við neinu öðru með Clint Eastwood bakvið stýrið. Já, síðan var líka íslensk stuttmynd á undan - "Aldrei Stríð Á Íslandi" - áhugaverðar pælingar (hverjir myndu fara í stríð við okkur? Borgarastyrjöld?), leit vel út... alltaf gaman að sjá íslenskar stuttmyndir.
0.3 February, 2009
-
2009-02-28 01:53
Mjög kúl mynd. Hörku action/thriller - góð spenna. Þessi mynd var mjög... international ;) Tekin upp út um allan heim - það er sérstaklega skemmtilegt að sjá staði í myndum þar sem maður hefur verið sjálfur að tjilla einhvern tíman... Atriðið í Guggenheim safninu var algjör snilld - mér fannst það frekar impressive. Myndin leit vel út, flott áferð og vönduð mynd.
0.3 -
2009-02-24 20:21
Úff... temmilega stupid mynd. Algjör frat boy mynd – brjóst og prumphúmor... Hellingur af þekktum nöfnum – þeir hafa greinilega viljað leika sér aðeins, flippa út og fíflast og ákveðið að búa til svona illa súra mynd í gamni. Þetta er sería af misfyndnum sketsum með mjög lausum söguþræði...
0.3 -
2009-02-22 23:27The Curious Case of Benjamin Button (2008)
Góð saga - áhugaverðar pælingar... Flott og vönduð mynd. Það ætti kannski ekki að koma á óvart að mynd sem fjallar um alla ævi persónunnar sé tæplega 3 tímar ;)
0.3 -
2009-02-07 01:30
Nokkuð góð mynd. Kúl stríðsmynd. Nokkuð spennandi - þótt maður vissi nokkurn veginn hvernig hún myndi enda ;) Fullt af góðum leikurum. Leikumgjörð - búningar, umhverfi o.s.frv. mjög flott. Vönduð mynd - leit vel út.
0.3 -
2009-02-02 20:25
Krakkar í ruglinu... frekar mögnuð mynd. Algjör indie/low-budget fílingur - myndatakan er svolítið eins og þetta sé heimildamynd og það er oft eins og leikurinn/samtölin sé bara spuni. Það var líklega markmiðið hjá Larry Clark - að hafa þetta sem raunverulegast.
0.3 -
2009-02-02 00:32
Úff... bara slæm mynd. En þetta er ein af þessum myndum sem maður veit að er léleg en horfir á bara til að hlæja að hvað hún er léleg. Temmilega illa leikin og handritið er eins og því hafi verið hent saman í auglýsingahléi á Two and a Half Men - meikaði ekki sens á köflum...
0.3 January, 2009
-
2009-01-31 01:43
Mjög góð mynd. Mjög flott - flott myndataka og vel leikstýrð. Góð saga - fyndin og spennandi. Vel leikin. Já, nokkurn veginn mjög góð mynd í alla staði... Stelpan, Latika, eða s.s. Freida Pinto er alveg skuggalega falleg - maður hlýtur að sjá hana í fullt af kvikmyndum í framtíðinni.
0.3 -
2009-01-26 20:44Justice - A Cross The Universe (2008)
Pjúra geðveiki... Fylgst með Justice í 20 daga á meðan þeir eru að túra Norður-Ameríku. Gaspard og Xavier alveg að taka rokkstjörnu-pakkann á þetta. Frekar hraðar klippingar - stundum er eins og maður sé bara að horfa á mjög langt tónlistarmyndband. Byssubrjálaði tour manager-inn þeirra, Bouchon er líka frekar sérstakur karakter.
0.3 -
2009-01-26 20:42
Temmilega indie/arty mynd... nokkuð fyndin. Áhugaverð mynd með áhugaverðum titli.
0.3 -
2009-01-25 17:33
Uh, yeah... Alltaf eitthvað sjarmerandi við New York myndir.
0.3 -
2009-01-24 01:02
Klassísk bull og vitleysa... en mjög fyndin. Litli svarti strákurinn var algjör snillingur - bad ass gaur. Maður þarf greinilega að fara að LARP-a - hörku fjör ;)
0.3 -
2009-01-18 20:23
Týpísk zombie-mynd. Reyndar með súper zombies sem hlaupa hratt og geta stokkið hátt. Frekar þunnt handrit. Ágæt spenna inn á milli samt...
0.3 -
2009-01-18 16:37
Mjög góð mynd. Drama alveg í gegn. Mjög góður leikur. Flott mynd - góð leikstjórn og flott cinematography. Áhugaverð saga - maður fær svona smátt og smátt að vita hvað er í rauninni í gangi og afhverju.
0.3 -
2009-01-11 02:30
Áhugaverðar pælingar í þessari mynd sem er byggð á stemmningunni í London eftir sprengingarnar 7/7... Enginn frábær leikur í gangi og síðan var tónlistinn ekki alveg nógu góð - ekki nógu passandi, aðeins of 90's og kæfði stundum samtöl. En ágætlega spennandi á köflum.
0.3 -
2009-01-03 15:37
Sérstök mynd... frekar artý og eiginlega svolítið abstrakt. Sérstakur stíll yfir henni - þar sem myndin er um blindu og blint fólk þá eru senur oft mjög hvítar, eiginlega overexposed.
0.3
Mjög vel gerð mynd, lítur vel út, slatti af þekktum leikurum... ekta svona listræn mynd sem leikarar vilja taka þátt í af því að það er svo kúl að taka þátt í svona öðruvísi myndum.
Ég er ekki alveg viss hvar hún átti að gerast - eiginlega eins og hún átti að gerast í framtíðinni... partar af henni voru eins og þetta væri Tókíó, partar eins og New York og partar eins og Brasilía... allir töluðu ensku (einstaka talaði líka spænsku) og umferðarskilti voru á ensku en samt voru bílnúmerin alls ekki bandarísk, frekar evrópsk/suður-amerísk... Ah, ok... skv. Wikipedia: "The producers were able to acquire rights with the condition that the film would be set in an unrecognizable city." - kúl.
Nokkuð áhugaverðar pælingar varðandi hversu mikið lífið manns breytist þegar maður verður allt í einu blindur. -
2009-01-02 20:27
The Onion er snilldar síða - oft með mjög fyndnar fake fréttir og video klippurnar þeirra eru líka algjör snilld. Þessi mynd er svona blanda af hinum ýmsu sketsum og er nokkuð fyndin. En ekkert rosalega mikið af sprenghlægilegum atriðum. Þessi mynd var líka til smá vandræða - var fyrst tekin upp 2003 en endaði með að vera gefin út straight-to-DVD árið 2008. [Meira á Wikipedia]
0.3 December, 2008
-
2008-12-31 00:46
Fucking creepy mynd. Crazy, psycho hrollvekja með fullt af spennu/thriller og bú! atriðum...
0.3 -
2008-12-28 18:17
Fínasta hryllingsmynd. Spennan stigmagnast og síðan nokkuð klassískur eltingaleikur. Nettur húmor í gangi inn á milli...
0.3 -
2008-12-26 01:33
Ágæt mynd. Var ekki að fíla söguna í tætlur... Mjög flott myndataka - fullt af skemmtilegum loftmyndatökum...
0.3 -
2008-12-24 00:26
Ágætlega spennandi mynd. Frekar formúlukennd - ekkert brillíant handrit. Dettur í smá Scream-eltingaleik í lokinn - enda Wes Craven að leikstýra... Nettur thriller.
0.3 -
2008-12-22 01:04
Mjög kúl mynd. Guy Ritchie virðist vera kominn aftur... Kannski ekki alveg jafn góð og Lock, Stock and Two Smoking Barrels og Snatch - en mjög svöl action mynd með sama gamla Guy Ritchie stílnum, ásamt nokkrum nýjum trick-um. Flottar klippingar og töff sjónarhorn. Mjög skemmtilegar persónur og glettilega fyndin á köflum.
0.3 -
2008-12-20 01:16
Algjör snilld. Fáránlega fyndin mynd - Jim Carrey í essinu sínu. Maður var oft alveg í hláturskasti - það er alltaf hressandi, ekki nógu oft sem bíómyndir eru svona sprenghlægilegar. Jim Carrey svona silly og spontaneous er alveg að gera góða hluti...
0.3 -
2008-12-17 01:03
Mjög sérstök mynd... quirky, en mjög fyndin. Jack Black í sínum venjulega wacky karakter sem hann gerir alltaf vel og Mos Def að sanna enn og aftur að hann sé ekki bara rappari sem langaði að prófa að vera leikari heldur nokkuð góður leikari. Hefði reyndar mátt sleppa því að hafa Danny Glover smámæltan/málhaltan - var svona örlítið að bögga mig - sá ekki alveg tilganginn með því. Feel good movie alveg í gegn - öll dýrin í skóginum vinir og allir að hjálpast að.
0.3 -
2008-12-15 23:07The Day the Earth Stood Still (2008)
Ágæt sci-fi mynd. Ágætlega spennandi. Hellingur af tæknibrellum. Áhugaverðar pælingar varðandi hvað mannkynið er að rústa jörðinni... Mér finnst ég hafa séð áður svona plot varðandi "þið eruð að fara svo illa með jörðina að þið eigið ekki skilið að búa hérna - við ætlum að taka hana af ykkur" - man bara ekki alveg í hvað mynd... Fifth Element? Kannski smá... War of the Worlds? Hmm... jú, gæti verið. Alltaf gaman að fara á myndir með Jennifer Connelly - hún er alveg ridiculously good looking...
0.3 -
2008-12-15 01:24
Hörku spennumynd. Smá James Bond/Jason Bourne fílingur - Liam Neeson er one man's army að rústa vondu köllunum í París. Ágætlega þétt action keyrsla... Nokkrir flottir bílaeltingaleikir að hætti Luc Besson. SEMI SPOILER ALERT Skuggalegt að skyggnast inn í þennan mannsals-heim - af því að allt í kvikmyndum er 100% byggt á raunveruleikanum er það ekki?
0.3 -
2008-12-07 21:39
Ágætlega spennandi mynd. Ekkert brillíant við hana. En áhugaverðar pælingar varðandi hvað það er til mikill sori á netinu - og hvað það er greinilega nægur áhugi fyrir sora.
0.3 -
2008-12-07 16:43
Temmilega freðin mynd. En nokkuð fyndin - frekar steiktur húmor. Framleidd af Adam Sandler (Happy Madison) þannig að það var alveg hellingur af Sandler regulars.
0.3 -
2008-12-01 22:06
Já, þú segir það... horfði svona eiginlega "óvart" á þessa mynd... ætlaði bara að rétta að tékka á henni, sjá hversu mikið rugl þetta væri en síðan horfði ég alltaf meira og meira af henni. Ég held að Anna Faris hálfnakin og aðrar gellur hafi eitthvað haft með það að segja að ég plataðist alltaf til að horfa á aðeins meira af myndinni... Sæmilega fyndin á köflum en síðan á móti skuggalega kjánalega á köflum. Þessi mynd er víst framleidd af Adam Sandler þannig að það bregður fyrir nokkrum Sandler regulars eins og Christopher "I eat pieces of shit like you for breakfast" McDonald. Hugh Hefner og kærusturnar hans fóru líka með leiksigur :)
0.3
← previous 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 next →
List generated by WP Movie Ratings.
Síðast uppfært 24. July, 2024
þú ert aldeilis fljótur að skrifa um American Gangster. My man, ég er sammála þér með myndina. Töff stöff.
Vei, fyrsta kommentið hérna :)
Já, maður reynir að hafa þetta eins ferskt og hægt er :)
Það er kosturinn við þetta setup – ég hendi bara upp einhverju stuttu review, skelli á þetta einhverjar stjörnur (bara svona gut feeling) og þá er það komið. Ekkert að tefja mig á óþarfa blaðri eða djúpum pælingum.
mér finnst of mikið af myndum hér með of litlum fresti – horfir of mikið á myndir
hehe… já, sorry – ég skal horfa á færri myndir ;) Væri ein á mánuði of mikið?
En þetta er svona – ég hata ekki að horfa á bíómyndir… I loves it :)
ein á mánuði ef hún er á bíórásinni
Já ég fór með alltof miklar væntingar á Max kallinn. Myndin var alveg töff en sagan samsvaraði sér alveg ferlega illa. Þetta lyktar eins og gömul skinka.
Öflugur að halda utan um myndirnar sem þú sérð! ;) Nice. Sammála Star Trek umfjölluninni. Frábær mynd! Og hei, líka sammála um Angels and Demons. Ólíkt Da Vinci Code fannst mér myndin betri en bókin.
Takk. Já, mér fannst kominn tími til að hafa smá yfirsýn yfir þær myndir sem ég horfi á þar sem ég horfi á örlítið fleiri en 2 myndir á ári ;)
Já, síðan var líka gaman að sjá í Angels & Demons hvað sumir hlutir voru allt öðruvísi en maður var búinn að ímynda sér þegar maður las bókina :)
Hot Rod: 10*?
Ég hefði smellt 8*.
Jú, skil þig – þegar ég horfði á hana aftur einn þá var þetta ekki alveg eins mikil snilld, en samt fáránlega fyndin. En þegar ég horfði á hana fyrst þá skemmti ég mér alveg konunglega – það var kannski bara stemmningin að horfa á þetta wit da boyz. 10 stjörnur þýðir alls ekki að mér fannst þetta einhver Óskarsverðlaunamynd…
En annars eru þessar stjörnugjafir engan veginn heilagar – oft bara nánast eitthvað skot út í loftið ;)
Jæja Nesi, ég er mjög spennt að lesa hvað þú hefur um Shutter Island að segja. Koma svo! Í bíó með þig! ;)
hehe, úff… bara pressa :) Já, ég er svona ennþá að vega og meta hvort ég ætli að sjá Shutter Island í bíó. En ætli maður verði ekki að tékka á þessu, Scorsese stendur alltaf fyrir sínu.