• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

I am official station

Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
You are here: Home / Kvikmyndagagnrýni

Kvikmyndagagnrýni

Kvikmyndagagnrýni (plaköt)

Smá umfjöllun um kvikmyndir sem ég hef séð nýlega… Stutt kvikmyndagagnrýni – ég nenni að skrifa mismikið, fer yfirleitt eftir því hvað mér dettur fyrst í hug – oft bara að hugsa upphátt. 

Stjörnugjöf… já, stjörnugjöf er eiginlega svolítið bullshit – ég held að það sé mismikið bakvið stjörnur sem fólk gefur myndum. Hjá mér er það yfirleitt bara gut feeling – hversu skemmtileg/fyndin/spennandi/flott fannst mér myndin. Upplifunin. 

Það er ekki eins og ég sé með einhvern ákveðinn skala/staðal eða tékklista – “já, flottur bílaeltingaleikur – 1 stjarna, töff byssubardagi – bætist við 1,5 stjarna…” ;) Síðan getur stjörnugjöfin oft verið svona plús/mínus 1-2 stjörnur. 

Hlaðvarp um kvikmyndir  

Það er vert að minnast á að ég og Björn erum með hlaðvarp um kvikmyndir sem við köllum Búnir með poppið. Það er hægt að fylgjast með okkur í gegnum Facebook, Twitter og Instagram – og svo auðvitað hlusta á þættina á Spotify, Apple Podcasts, Google Podcasts og öðrum stöðum þar sem fólk hlustar á hlaðvörp. 

Sort list by: title | rating ↑ | view date

  • Show the reviewHide the reviewMandy (2018) 1/10

    2019-03-26 22:54
    *

    Speisuð og skrýtin mynd. Svo psycho. Margar hægar senur. Mikið af WTF mómentum. Eins og það sé verið að reyna gera artý mynd + low budget, þannig að þetta var smá eins og verkefni hjá listaháskólanemum. Handritið var ekki upp á marga fiska – samtölin voru oft kjánaleg og flæðið á milli atriða var stundum skrýtið. Excessive gore. Fyndið/áhugavert að sjá Elijah Wood sem framleiðanda. Jóhann Jóhannsson gerði tónlistina – fallegt að það kom "In Loving Memory of our friend" í lokinn.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewA Working Man (2025) 2/10

    2025-06-28 23:53
    * *

    Að vissu leyti klassísk Jason Statham mynd, bara miklu lélegri en allar sem ég hef séð. Ekki alltaf svakalega vel leikin. Ekki alltaf geggjað handrit – svo mikið af hræðilegum wannabe töffara one-liners. Oft kjánaleg og klisjuleg stemning. Klippingin og ryþminn var stundum ekki smooth, ekki alveg að virka. Leikmyndin og umhverfið var oft aðeins of gervilegt – ódýrt – ekki vandað. Það magnaðasta við myndina er að þau enduðu hana þannig að það var opið (smá teaser) fyrir framhaldsmynd 🙃 #primevideo

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewYes Day (2021) 2/10

    2021-03-26 22:30
    * *

    Mjög vandræðaleg og kjánaleg mynd. Stundum voru lögin og lagatextinn jafnvel líka kjánalegur. Frekar lélegt handrit og lélegur leikur. Markhópurinn er líklega ca. 10 ára krakkar. #netflix

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewPeaceful Warrior (2006) 2/10

    2018-05-29 21:10
    * *

    Frekar kjánaleg mynd. Handritið og leikurinn var ekki æðislegt. Aðeins of mikið að reyna vera með djúpa og vitsmunalega ("profound") punkta – enda myndin byggð á sjálfshjálparbók.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewGet Rich or Die Tryin' (2005) 2/10

    2009-06-06 18:49
    * *

    Hreint út sagt stórkostlegt kvikmyndalistaverk! Neh... frekar slöpp. Leikarar voru engan veginn að standa sig, handritið var wack og ekki mikið í gangi til að hjálpa þessari mynd... Þetta er meira svona B-mynd sem maður horfir á til að hlæja að.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewNational Security (2003) 2/10

    2007-08-25 23:04
    * *

    Frekar stupid mynd. Martin Lawrence var látinn spila aðeins of mikið út á "það er farið svo illa með mig af því að ég er svartur" - þeir brandarar voru ekki alveg að slá í gegn. Ein af þessum myndum sem maður klárar bara til að sjá hvernig hún endar - þótt hún hafi verið frekar fyrirsjáanleg. Fær 1 stjörnu fyrir sæmileg action atriði og aðra stjörnu af því maður gat hlegið 1-2 sinnum.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewJólamóðir (2022) 3/10

    2022-12-29 16:19
    * * *

    Gaman að sjá íslenska jólamynd. En mörg atriðin voru óþarflega löng. Það vantaði einhvern heildstæðan söguþráð – smá tilviljanakennd atriði og lítið sem ekkert mómentum á sögunni. Ýmsir misvelheppnaðir brandarar. En Aníta skemmti sér 😊

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewFalling Inn Love (2019) 3/10

    2020-09-07 22:41
    * * *

    Önnur klisjukennd og fyrirsjáanleg mynd. Ekki gott handrit – mikið af vandræðalegum og þvinguðum væmnum atriðum. #netflix

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewShe's Funny That Way (2014) 3/10

    2019-02-08 21:55
    * * *

    Skrýtin mynd – súr. Eiginlega smá arty – leikarar að leiklistarnördast. Alveg fyndin á köflum – en aðallega hvað hún var flippuð/absúrd. Mikið verið að rembast að láta mjög margar persónur allar tengjast í mega flækju. Á tímabili vorum við ekki viss hvort við nenntum að klára myndina…

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewThe Hurricane Heist (2018) 3/10

    2018-11-03 14:42
    * * *

    Handritið var mjög takmarkað – margt sem meikað lítið sem ekkert sense. Smá spennandi á köflum, en oft frekar kjánaleg.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewBand Baaja Baaraat (2010) 3/10

    2011-11-04 23:59
    * * *

    Löng og langdregin (hæg). Söngur og dans. Fyrirsjáanleg. Það gerist nánast aldrei að maður spóli áfram í gegnum mynd, en það var gert með þessa mynd.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewFörin til Mars 3/10

    2011-10-02 17:30
    * * *

    Geðveiki. Drama. Áhugavert að sjá svona pólskt partý. #RIFF

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewLítill geimfari 3/10

    2011-10-02 16:56
    * * *

    Spes. Voða arty. Amman var fyndinn karakter. #RIFF

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewExtreme Movie (2008) (V) 3/10

    2009-02-24 20:21
    * * *

    Úff... temmilega stupid mynd. Algjör frat boy mynd – brjóst og prumphúmor... Hellingur af þekktum nöfnum – þeir hafa greinilega viljað leika sér aðeins, flippa út og fíflast og ákveðið að búa til svona illa súra mynd í gamni. Þetta er sería af misfyndnum sketsum með mjög lausum söguþræði...

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewSnakes on a Plane (2006) 3/10

    2009-02-02 00:32
    * * *

    Úff... bara slæm mynd. En þetta er ein af þessum myndum sem maður veit að er léleg en horfir á bara til að hlæja að hvað hún er léleg. Temmilega illa leikin og handritið er eins og því hafi verið hent saman í auglýsingahléi á Two and a Half Men - meikaði ekki sens á köflum...

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewYou're Cordially Invited (2025) 4/10

    2025-03-14 17:28
    * * * *

    Silly grínmynd. Varð svo meira og meira random bull og absúrd húmor. Handritið var ekki geggjað – mjög flippað og meikað oft ekki sense. #primevideo

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewTrigger Warning (2024) 4/10

    2024-06-28 21:39
    * * * *

    Ekki frábært handrit. Ekki frábær leikur. Ekki frábær mynd. #netflix

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewDie Hart (2023) 4/10

    2023-05-30 21:52
    * * * *

    Svakaleg vitleysa. Mikið af kjánalegum húmor. Smá fyndin inn á milli. Smá spennandi. #amazonprime

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewWe Can Be Heroes (2020) 4/10

    2023-05-20 19:36
    * * * *

    Mjög barnaleg mynd – handritið, leikurinn o.s.frv. Stundum smá eins og Latabæjar-þáttur. Þannig að þetta virkaði alveg fyrir markhópinn (krakka) – en ekki beint fyrir alla fjölskylduna eins og margar góðar fjölskyldumyndir. #netflix

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewMeet the Robinsons (2007) 4/10

    2023-01-31 20:15
    * * * *

    Veit ekki alveg með þessa mynd. Ekki góð gæði á grafíkinni og sagan/handritið frekar slappt... Smá skrýtið vibe. #disneyplus

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewMe Time (2022) 4/10

    2022-09-26 22:05
    * * * *

    Smá fyndin inn á milli. En mikið um "ódýra" brandara. Handritið var mjög slappt. Það hefði verið hægt að gera betri mynd í kringum þetta concept. #netflix

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewPurple Hearts (2022) 4/10

    2022-08-25 22:18
    * * * *

    Drama. Klisja. Mjög amerísk mynd. Sofia Carson er flott söngkona. #netflix

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewPersuasion (2022) 4/10

    2022-07-17 22:35
    * * * *

    Þetta hefði alveg getað verið Bridgerton þáttur – nema að þeir þættir eru meira spennandi og með þéttari keyrslu. Hæg mynd og ekki mjög mikið að gerast. Frekar yfirborðskenndar persónur. #netflix

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewBest Birthday Ever (2021) 4/10

    2022-01-30 16:11
    * * * *

    Fínasta barnamynd. Fallega teiknuð. En margar barnamyndir passa upp á að hafa skemmtanagildi líka fyrir foreldrana – þessi er bara að hugsa um krakkana og gerir það ágætlega.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewLike a Boss (2020) 4/10

    2021-01-14 21:15
    * * * *

    Eins og ég bjóst við var þetta ekki æðisleg mynd. Handritið var frekar þunnt. Allt frekar fyrirsjáanlegt. En alveg hægt að hlæja að nokkrum atriðum – mikið silly/crazy í gangi. Sem betur fer mjög stutt mynd.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewThe Secret: Dare to Dream (2020) 4/10

    2020-09-30 22:39
    * * * *

    Væmin. Klisjukennd. Frekar fyrirsjáanleg. Ekkert svakalega gott handrit – oft þurr og vandræðaleg samtöl. Fín áminning að það er ýmislegt sem gefur til kynna að það sé betra að horfa á björtu hliðarnar og vona það besta.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewDesperados (2020) 4/10

    2020-09-04 23:17
    * * * *

    Svo klisjukennt og fyrirsjáanlegt. Lélegt/skrýtið handrit. Kjánaleg mynd. En stundum er gaman að horfa á lélegar myndir. #netflix

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewThe Hustle (2019) 4/10

    2019-09-08 11:28
    * * * *

    Fyndin. Fín afþreying. En engin snilld.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewDownsizing (2017) 4/10

    2019-08-16 21:42
    * * * *

    Spes mynd. Meira drama en ég bjóst við. Kaldur/svartur/þurr húmor. Áhugavert plot.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewMacGruber (2010) 4/10

    2019-07-04 23:52
    * * * *

    Mjög kjánaleg mynd, eins og við mátti búast – bull & vitleysa. En fyndin á köflum.

    0.3

← previous 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 next →

List generated by WP Movie Ratings.

Síðast uppfært 4. July, 2025

Share this:

  • Share
  • Click to share on Facebook (Opens in new window) Facebook
  • Click to share on X (Opens in new window) X
  • Click to share on Tumblr (Opens in new window) Tumblr
  • Click to share on Pinterest (Opens in new window) Pinterest
  • Click to share on Reddit (Opens in new window) Reddit
  • Click to share on LinkedIn (Opens in new window) LinkedIn
  • Click to print (Opens in new window) Print
  • Click to email a link to a friend (Opens in new window) Email

Reader Interactions

Comments

  1. Bjössi says

    24. November, 2007 at 0:36

    þú ert aldeilis fljótur að skrifa um American Gangster. My man, ég er sammála þér með myndina. Töff stöff.

    Reply
  2. Hannes says

    24. November, 2007 at 1:31

    Vei, fyrsta kommentið hérna :)

    Já, maður reynir að hafa þetta eins ferskt og hægt er :)

    Það er kosturinn við þetta setup – ég hendi bara upp einhverju stuttu review, skelli á þetta einhverjar stjörnur (bara svona gut feeling) og þá er það komið. Ekkert að tefja mig á óþarfa blaðri eða djúpum pælingum.

    Reply
  3. maple says

    11. February, 2008 at 21:28

    mér finnst of mikið af myndum hér með of litlum fresti – horfir of mikið á myndir

    Reply
  4. Hannes says

    13. February, 2008 at 0:30

    hehe… já, sorry – ég skal horfa á færri myndir ;) Væri ein á mánuði of mikið?

    En þetta er svona – ég hata ekki að horfa á bíómyndir… I loves it :)

    Reply
  5. maple says

    13. February, 2008 at 10:59

    ein á mánuði ef hún er á bíórásinni

    Reply
  6. Haukur says

    21. October, 2008 at 10:07

    Já ég fór með alltof miklar væntingar á Max kallinn. Myndin var alveg töff en sagan samsvaraði sér alveg ferlega illa. Þetta lyktar eins og gömul skinka.

    Reply
  7. siggasig says

    27. May, 2009 at 23:26

    Öflugur að halda utan um myndirnar sem þú sérð! ;) Nice. Sammála Star Trek umfjölluninni. Frábær mynd! Og hei, líka sammála um Angels and Demons. Ólíkt Da Vinci Code fannst mér myndin betri en bókin.

    Reply
  8. Hannes says

    28. May, 2009 at 0:34

    Takk. Já, mér fannst kominn tími til að hafa smá yfirsýn yfir þær myndir sem ég horfi á þar sem ég horfi á örlítið fleiri en 2 myndir á ári ;)

    Já, síðan var líka gaman að sjá í Angels & Demons hvað sumir hlutir voru allt öðruvísi en maður var búinn að ímynda sér þegar maður las bókina :)

    Reply
  9. Geiri says

    4. June, 2009 at 16:36

    Hot Rod: 10*?
    Ég hefði smellt 8*.

    Reply
  10. Hannes says

    4. June, 2009 at 23:32

    Jú, skil þig – þegar ég horfði á hana aftur einn þá var þetta ekki alveg eins mikil snilld, en samt fáránlega fyndin. En þegar ég horfði á hana fyrst þá skemmti ég mér alveg konunglega – það var kannski bara stemmningin að horfa á þetta wit da boyz. 10 stjörnur þýðir alls ekki að mér fannst þetta einhver Óskarsverðlaunamynd…

    En annars eru þessar stjörnugjafir engan veginn heilagar – oft bara nánast eitthvað skot út í loftið ;)

    Reply
  11. Sara says

    6. March, 2010 at 14:08

    Jæja Nesi, ég er mjög spennt að lesa hvað þú hefur um Shutter Island að segja. Koma svo! Í bíó með þig! ;)

    Reply
  12. Hannes says

    6. March, 2010 at 15:19

    hehe, úff… bara pressa :) Já, ég er svona ennþá að vega og meta hvort ég ætli að sjá Shutter Island í bíó. En ætli maður verði ekki að tékka á þessu, Scorsese stendur alltaf fyrir sínu.

    Reply

Leave a Reply Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Leita að efni

Þetta helsta

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me

Önnur verkefni

  • Bulby – Brainstorming App
  • Don Comodo – Bolir o.s.frv.
  • Remote Sparks – Async Work

Copyright © 2025 Hannes · Hafðu samband / Contact me

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
 

Loading Comments...