• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

I am official station

Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
You are here: Home / Kvikmyndagagnrýni

Kvikmyndagagnrýni

Kvikmyndagagnrýni (plaköt)

Smá umfjöllun um kvikmyndir sem ég hef séð nýlega… Stutt kvikmyndagagnrýni – ég nenni að skrifa mismikið, fer yfirleitt eftir því hvað mér dettur fyrst í hug – oft bara að hugsa upphátt. 

Stjörnugjöf… já, stjörnugjöf er eiginlega svolítið bullshit – ég held að það sé mismikið bakvið stjörnur sem fólk gefur myndum. Hjá mér er það yfirleitt bara gut feeling – hversu skemmtileg/fyndin/spennandi/flott fannst mér myndin. Upplifunin. 

Það er ekki eins og ég sé með einhvern ákveðinn skala/staðal eða tékklista – “já, flottur bílaeltingaleikur – 1 stjarna, töff byssubardagi – bætist við 1,5 stjarna…” ;) Síðan getur stjörnugjöfin oft verið svona plús/mínus 1-2 stjörnur. 

Hlaðvarp um kvikmyndir  

Það er vert að minnast á að ég og Björn erum með hlaðvarp um kvikmyndir sem við köllum Búnir með poppið. Það er hægt að fylgjast með okkur í gegnum Facebook, Twitter og Instagram – og svo auðvitað hlusta á þættina á Spotify, Apple Podcasts, Google Podcasts og öðrum stöðum þar sem fólk hlustar á hlaðvörp. 

Sort list by: title | rating ↑ | view date

  • Show the reviewHide the reviewZoolander 2 (2016) 6/10

    2016-10-08 18:25
    * * * * * *

    Mikil vitleysa - stundum of mikil vitleysa. Fyndin inn á milli. Svakalega mikið af þekktu fólki (cameos). Gaman að sjá framhaldið af þessari legendary mynd, þótt framhaldið hafi ekki verið nærri því eins gott og fyrsta myndin.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewSuicide Squad (2016) 6/10

    2016-08-22 23:27
    * * * * * *

    Fínasta afþreying. Gott soundtrack – fullt af fínum lögum. Myndin var svona "upp og niður" – stundum vantaði eitthvað... Kannski var það bara betra handrit, betri samtöl. Ég er meiri aðdáandi Marvel myndanna – þær ná meira flugi og hafa meira skemmtanagildi.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewTony Robbins: I Am Not Your Guru (2016) 6/10

    2016-08-06 21:01
    * * * * * *

    Kraftmikil mynd. Miklar tilfinningar. Áhugavert að sjá hvernig hann peppar sig upp til að hafa orku til að vera á sviði í 12 tíma, 6 daga í röð.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewThe Boss (2016) 6/10

    2016-07-30 22:35
    * * * * * *

    Vitleysa. Fyndin vitleysa. Fínasta afþreying, en ekki besta mynd Melissa McCarthy.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewThe Twilight Saga: New Moon (2009) 6/10

    2016-06-09 23:29
    * * * * * *

    Meira drama og "teen angst" en í fyrri myndinni. Ekki alltaf topp leikur í gangi. Spennandi. Ágætis action inn á milli. Tæknibrellurnar voru ekki alltaf 100% trúverðugar - en kannski voru þetta bara gæðin 2009. #NetflixAndChill

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewJoy (2015) 6/10

    2016-05-27 23:41
    * * * * * *

    Þyngri mynd en ég bjóst við. Meira drama. En áhugaverð mynd um ströggl hugmyndasmiða og frumkvöðla. Myndin er flokkuð sem "Biography, Comedy, Drama" - en ég tók ekki eftir mikið af bröndurum. Flottir leikarar.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewMr. & Mrs. Smith (2005) 6/10

    2016-05-04 23:31
    * * * * * *

    Silly action mynd. Ágætis húmor. Fínasta action inn á milli. Nokkuð löng mynd. Ekki viss um að hún eldist vel, mig minnir að mér hafi fundist hún skemmtilegri þegar ég sá hana fyrst.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewAmerican Ultra (2015) 6/10

    2016-04-19 23:03
    * * * * * *

    Klikkuð/súr mynd. Ágætis action. Fínn húmor. Silly. Ekki alveg nógu þétt keyrsla - datt smá niður á köflum. Leikararnir voru ekki alltaf mjög sannfærandi - en kannski var það bara handritið sem þau höfðu að vinna með. Fínasta afþreying.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewMan Up (2015) 6/10

    2016-04-15 23:01
    * * * * * *

    Silly RomCom. Fyndin. Fínasta saga, þótt hún hafi verið að vissu leyti formúlukennd.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewKindergarten Cop (1990) 6/10

    2016-03-21 00:18
    * * * * * *

    Skemmtileg mynd. Eldist bara nokkuð vel. Arnold fer á kostum. Fullt af gullmolum og góðum senum.

    Svo kom skemmtilega á óvart að Kindergarten Cop 2 er víst á leiðinni.

    #LeslieHalliwell

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewAll Creatures Big and Small (2015) 6/10

    2016-02-14 22:20
    * * * * * *

    Skemmtileg barnamynd. Fyndin á köflum. Fín saga.

    P.S. Við Birna vorum s.s. að passa frændur hennar. Smá æfing ;)

    P.P.S. Evrópski (original) titillinn á myndinn er "Ooops! Noah is Gone..." og á íslensku heitir hún "Úbbs! Nói er farinn...".

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewAdmission (2013) 6/10

    2015-09-21 00:19
    * * * * * *

    Drama um lífið með léttum húmor inn á milli.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewWhat We Do in the Shadows (2014) 6/10

    2015-09-13 00:11
    * * * * * *

    Fyndin. Silly/kjánaleg/vitleysa. Áhugavert concept/plot. Smá þurr/vandræðalegur húmor eins og í Flights of the Conchords. Vantaði smá upp á söguna/handritið til að gera þetta að betri kvikmynd.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewSister Act (1992) 6/10

    2015-08-19 23:51
    * * * * * *

    Skemmtileg mynd. Smá ("family friendly") action. Fínasta afþreying. Eldist ágætlega. #LeslieHalliwell

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewBee Movie (2007) 6/10

    2015-07-06 21:05
    * * * * * *

    Skemmtileg og fyndin mynd.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewTerminator Genisys (2015) 6/10

    2015-07-03 23:27
    * * * * * *

    Spennandi. Gott action. Góður húmor inn á milli. Arnold Schwarzenegger er ennþá með'etta.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewTed 2 (2015) 6/10

    2015-07-01 01:19
    * * * * * *

    Algjör vitleysa. Fyndin vitleysa. Steiktur húmor eins og við mátti búast. Ekta Seth MacFarlane/Family Guy húmor.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewUnfinished Business (2015) 6/10

    2015-06-20 22:49
    * * * * * *

    Fyndin vitleysa. Persónan sem Dave Franco lék var mjög góð. Fínasta afþreying. Betri en ég bjóst við (bjóst ekki við miklu).

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewFocus (2015) 6/10

    2015-06-13 22:37
    * * * * * *

    Mjög spennandi. Áhugaverð plot twists og cons.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewDead Poets Society (1989) 6/10

    2015-04-23 22:27
    * * * * * *

    Áhugavert að horfa á svona gamlar, klassískar myndir. Sjá þekkta leikara þegar þeir voru ungir/yngri. Ýmis skemmtileg atriði. Pælingar með að finna sig í lífinu, hvað gleður mann. Drama. Svolítið þung í lokinn.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewDon't Say a Word (2001) 6/10

    2015-02-20 22:56
    * * * * * *

    Spennandi. Að einhverju leyti "týpískur" 2000s thriller. Fór aðeins að stúdera credit listann og það er sorglegt að báðar stelpurnar (leikkonurnar) dóu ungar.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewThe Waterboy (1998) 6/10

    2015-02-20 20:54
    * * * * * *

    Fyndin vitleysa. Eldist ágætlega. Allir klassísku gaurarnir í Sandler genginu.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewTaken 3 (2014) 6/10

    2015-01-11 02:22
    * * * * * *

    Spennandi mynd. Fínasta action. Svipuð mynd og hinar Taken myndirnar - eltingaleikur, vondir kallar og Liam Neeson að fokka upp fólki. Fínasta afþreying. Töff tónlist. Handritið hefði getað verið betra. Þeir sem fíla ekki ótrúverðugar myndir gætu þurft að forðast þessa ;)

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewHorrible Bosses 2 (2014) 6/10

    2014-12-30 23:32
    * * * * * *

    Fyndin vitleysa. Spennandi. Fínasta afþreying.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewSnowpiercer (2013) 6/10

    2014-12-30 02:18
    * * * * * *

    Áhugaverður heimur. Nokkrar áhugaverðar/sérstakar persónur (karakterar). Áhugaverð saga. Spennandi. En stundum var flæðið/handritið ekki alveg nógu gott, smá random, eins og það vantaði eitthvað. Mikið ofbeldi. Gaman að sjá Tómas Lemarquis í smá hlutverki. Suður-kóresk mynd byggð á franskri myndasögu, tekin upp í Tékklandi (og Austurríki) - skemmtileg blanda :)

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewBegin Again (2013) 6/10

    2014-11-02 17:57
    * * * * * *

    Skemmtileg mynd. Hugljúf. Fín tónlist.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewThe Bling Ring (2013) 6/10

    2014-09-28 00:21
    * * * * * *

    Áhugaverð mynd (byggð á sannsögulegum atburðum). Spennandi.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewA Walk Among the Tombstones (2014) 6/10

    2014-09-20 01:17
    * * * * * *

    Spennandi mynd. Meiri spæjaramynd heldur en hasarmynd. Ég bjóst við aðeins meiri keyrslu, hún var nokkuð hæg á köflum. Flott 90's/2000 stemning yfir myndinni. Fínir leikarar. Mjög gaman að sjá Ólaf Darra, þó að þetta var ekki stórt hlutverk hjá honum.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewBig (1988) 6/10

    2014-09-07 22:14
    * * * * * *

    Skemmtileg mynd. Gaman að sjá hana aftur (mjög langt síðan síðast) - sérstaklega eftir að hafa nýlega séð stóra píanóið í FAO Schwarz í New York.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewSex Tape (2014) 6/10

    2014-08-03 00:18
    * * * * * *

    Fyndin mynd. Nett rugluð (bull, vitleysa og kjánaskapur). Sagan (handritið) var hálf þunn stundum - vantaði smá upp á til að gera myndina heilstæðari (meira "solid"). Rosalegt vörulaum (e. product placement) hjá Apple.

    0.3

← previous 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 next →

List generated by WP Movie Ratings.

Síðast uppfært 16. February, 2025

Share this:

  • Share
  • Click to share on Facebook (Opens in new window) Facebook
  • Click to share on X (Opens in new window) X
  • Click to share on Tumblr (Opens in new window) Tumblr
  • Click to share on Pinterest (Opens in new window) Pinterest
  • Click to share on Reddit (Opens in new window) Reddit
  • Click to share on LinkedIn (Opens in new window) LinkedIn
  • Click to print (Opens in new window) Print
  • Click to email a link to a friend (Opens in new window) Email

Reader Interactions

Comments

  1. Bjössi says

    24. November, 2007 at 0:36

    þú ert aldeilis fljótur að skrifa um American Gangster. My man, ég er sammála þér með myndina. Töff stöff.

    Reply
  2. Hannes says

    24. November, 2007 at 1:31

    Vei, fyrsta kommentið hérna :)

    Já, maður reynir að hafa þetta eins ferskt og hægt er :)

    Það er kosturinn við þetta setup – ég hendi bara upp einhverju stuttu review, skelli á þetta einhverjar stjörnur (bara svona gut feeling) og þá er það komið. Ekkert að tefja mig á óþarfa blaðri eða djúpum pælingum.

    Reply
  3. maple says

    11. February, 2008 at 21:28

    mér finnst of mikið af myndum hér með of litlum fresti – horfir of mikið á myndir

    Reply
  4. Hannes says

    13. February, 2008 at 0:30

    hehe… já, sorry – ég skal horfa á færri myndir ;) Væri ein á mánuði of mikið?

    En þetta er svona – ég hata ekki að horfa á bíómyndir… I loves it :)

    Reply
  5. maple says

    13. February, 2008 at 10:59

    ein á mánuði ef hún er á bíórásinni

    Reply
  6. Haukur says

    21. October, 2008 at 10:07

    Já ég fór með alltof miklar væntingar á Max kallinn. Myndin var alveg töff en sagan samsvaraði sér alveg ferlega illa. Þetta lyktar eins og gömul skinka.

    Reply
  7. siggasig says

    27. May, 2009 at 23:26

    Öflugur að halda utan um myndirnar sem þú sérð! ;) Nice. Sammála Star Trek umfjölluninni. Frábær mynd! Og hei, líka sammála um Angels and Demons. Ólíkt Da Vinci Code fannst mér myndin betri en bókin.

    Reply
  8. Hannes says

    28. May, 2009 at 0:34

    Takk. Já, mér fannst kominn tími til að hafa smá yfirsýn yfir þær myndir sem ég horfi á þar sem ég horfi á örlítið fleiri en 2 myndir á ári ;)

    Já, síðan var líka gaman að sjá í Angels & Demons hvað sumir hlutir voru allt öðruvísi en maður var búinn að ímynda sér þegar maður las bókina :)

    Reply
  9. Geiri says

    4. June, 2009 at 16:36

    Hot Rod: 10*?
    Ég hefði smellt 8*.

    Reply
  10. Hannes says

    4. June, 2009 at 23:32

    Jú, skil þig – þegar ég horfði á hana aftur einn þá var þetta ekki alveg eins mikil snilld, en samt fáránlega fyndin. En þegar ég horfði á hana fyrst þá skemmti ég mér alveg konunglega – það var kannski bara stemmningin að horfa á þetta wit da boyz. 10 stjörnur þýðir alls ekki að mér fannst þetta einhver Óskarsverðlaunamynd…

    En annars eru þessar stjörnugjafir engan veginn heilagar – oft bara nánast eitthvað skot út í loftið ;)

    Reply
  11. Sara says

    6. March, 2010 at 14:08

    Jæja Nesi, ég er mjög spennt að lesa hvað þú hefur um Shutter Island að segja. Koma svo! Í bíó með þig! ;)

    Reply
  12. Hannes says

    6. March, 2010 at 15:19

    hehe, úff… bara pressa :) Já, ég er svona ennþá að vega og meta hvort ég ætli að sjá Shutter Island í bíó. En ætli maður verði ekki að tékka á þessu, Scorsese stendur alltaf fyrir sínu.

    Reply

Leave a Reply Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Leita að efni

Þetta helsta

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me

Önnur verkefni

  • Bulby – Brainstorming App
  • Don Comodo – Bolir o.s.frv.
  • Remote Sparks – Async Work

Copyright © 2025 Hannes · Hafðu samband / Contact me

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
 

Loading Comments...