• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

I am official station

Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
You are here: Home / Kvikmyndagagnrýni

Kvikmyndagagnrýni

Kvikmyndagagnrýni (plaköt)

Smá umfjöllun um kvikmyndir sem ég hef séð nýlega… Stutt kvikmyndagagnrýni – ég nenni að skrifa mismikið, fer yfirleitt eftir því hvað mér dettur fyrst í hug – oft bara að hugsa upphátt. 

Stjörnugjöf… já, stjörnugjöf er eiginlega svolítið bullshit – ég held að það sé mismikið bakvið stjörnur sem fólk gefur myndum. Hjá mér er það yfirleitt bara gut feeling – hversu skemmtileg/fyndin/spennandi/flott fannst mér myndin. Upplifunin. 

Það er ekki eins og ég sé með einhvern ákveðinn skala/staðal eða tékklista – “já, flottur bílaeltingaleikur – 1 stjarna, töff byssubardagi – bætist við 1,5 stjarna…” ;) Síðan getur stjörnugjöfin oft verið svona plús/mínus 1-2 stjörnur. 

Hlaðvarp um kvikmyndir  

Það er vert að minnast á að ég og Björn erum með hlaðvarp um kvikmyndir sem við köllum Búnir með poppið. Það er hægt að fylgjast með okkur í gegnum Facebook, Twitter og Instagram – og svo auðvitað hlusta á þættina á Spotify, Apple Podcasts, Google Podcasts og öðrum stöðum þar sem fólk hlustar á hlaðvörp. 

Sort list by: title | rating ↑ | view date

  • Show the reviewHide the reviewHansel & Gretel: Witch Hunters (2013) 6/10

    2013-02-07 22:17
    * * * * * *

    Ágætis splatter mynd. Fínasta action - smá kung-fu bardagar. Áhugaverðar græjur og vopn sem þau voru með. Nokkuð fyndin á köflum - stundum af því að þetta var svo extreme :) Ég var að fíla Edward :) Fínasta afþreying. Leikstjórinn og handritshöfundurinn, Tommy Wirkola gerði líka Dead Snow - maður sá alveg svipaða takt í þessum myndum (skrímsli og gore).

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewBad Teacher (2011) 6/10

    2013-02-02 23:38
    * * * * * *

    Fyndin mynd. Nett rugluð. Samt eitthvað sem vantar... handritið hefði kannski mátt vera betra og persónurnar meira "solid". Jason Segel og Phyllis Smith stóðu sig eiginlega best.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewFor a Good Time, Call... (2012) 6/10

    2013-01-29 23:05
    * * * * * *

    Fínasta indie mynd. Áhugaverð og skemmtileg saga. Fyndin. Krúttlegur indie bragur. Gaman að sjá Josh Ruben bregða fyrir (sem maður hefur verið að fylgjast með á Tumblr/College Humor).

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewJack Reacher (2012) 6/10

    2013-01-12 01:31
    * * * * * *

    Öðruvísi mynd en ég bjóst við (miðað við hvað trailer-inn gaf til kynna). Meiri rannsóknarlöggu thriller heldur en Jason Bourne action mynd. Ekki eins hröð keyrsla og ég var að vonast eftir. Samt alveg nokkur góð atriði inn á milli. Handritið var ekki æðislegt. Leikurinn heldur ekki mjög góður. Ágætis afþreying - ágætlega spennandi og eitt atriði var sérstaklega fyndið. Ég bjóst samt við meira. Eitthvað við myndina (persónurnar, plot-ið, stemningin, útlitið...) gaf mér það á tilfinninguna að þessi mynd gæti hafa verið gerð fyrir 15 árum síðan. Sem sagt ekki "nýmóðins" mynd ;)

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewThe Five-Year Engagement (2012) 6/10

    2013-01-10 23:02
    * * * * * *

    Meira drama en grín - annað en ég bjóst við út frá trailer-num. Meiri raunveruleiki en bull og vitleysa, miðað við Judd Apatow mynd (hann framleiddi hana reyndar bara). En alveg fyndin á köflum. Löng.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewNuit blanche (2011) 6/10

    2013-01-07 23:41
    * * * * * *

    Eða "Sleepless Night" eins og hún kallast á ensku. Töff mynd. Flott myndataka. Spennandi. Góð keyrsla (fyrri helminginn alla vega). Áhugavert að megnið af myndinni gerist á (risastórum) næturklúbbi. Brútal rugl seinnipartinn. Nett Jack Bauer/Taken stemning (ég er með eitt markmið og mér er sama um allt annað).

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewSalmon Fishing in the Yemen (2011) 6/10

    2013-01-04 22:10
    * * * * * *

    Áhugaverð saga... áhugavert verkefni. Meira drama heldur en grín. Bresk rómantík (hvað sem það þýðir).

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewThat's My Boy (2012) 6/10

    2012-12-28 22:50
    * * * * * *

    Algjört rugl. Bull og vitleysa. En fyndin vitleysa. Klassísk Adam Sandler mynd að vissu leyti - mikið af genginu hans sem er í mörgum af hans myndum.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewRuby Sparks (2012) 6/10

    2012-11-30 23:29
    * * * * * *

    Fyndin mynd. Krúttleg. Áhugaverð saga. En tekur frekar skrýtinn snúning í lokinn... sem skemmir örlítið heildarupplifunina. Nokkuð impressive að aðalleikkonan (Zoe Kazan) skrifaði s.s. handritið.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewKilling Them Softly (2012) 6/10

    2012-11-28 23:13
    * * * * * *

    Brútal mynd. Sérstakur kvikmyndastíll - nokkuð töff. Hljóðin voru oft mjög "nákvæm" - sérstaklega í einu bardagaatriðinu, mjög "close-up", eins og maður væri þarna. Áhugaverð tenging við kreppuna - myndin virðist hafa átt að gerast 2008. Allir eru að harka og redda sér. Þannig að þetta var svolítið "þung" mynd, en fyndin á köflum. Skrautlegar persónur.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewSeeking a Friend for the End of the World (2012) 6/10

    2012-11-10 20:45
    * * * * * *

    Krúttleg og fyndin mynd. Smá indie bragur - kostaði "einungis" $10.000.000. Áhugaverðar pælingar - fólk bregst mismunandi við því þegar heimurinn er að farast ;)

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewTaken 2 (2012) 6/10

    2012-10-19 22:31
    * * * * * *

    Töff mynd. Mjög spennandi. En Taken 1 var töluvert betri - mun meiri keyrsla (hraði) í fyrri myndinni. Frekar snubbóttur endir.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewSeven Psychopaths (2012) 6/10

    2012-10-13 00:55
    * * * * * *

    Fyndin og spennandi mynd. Skemmtilegar persónur. Fullt af góðum leikurum. Mér fannst Tom Waits sérstaklega skemmtilegur. Nett klikkuð mynd á köflum.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewYour Sister's Sister (2011) 6/10

    2012-10-01 23:28
    * * * * * *

    Krúttleg og fyndin indie mynd. Smá drama/lífið. Nokkuð gott handrit.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewKiller Elite (2011) 6/10

    2012-09-24 02:14
    * * * * * *

    Fínasta action mynd. Spennandi. Nokkuð gott plot. Áhugavert að þetta er víst byggt á sönnum atburðum (bók sem breska ríkisstjórnin afneitar).

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewSerbuan maut (2011) 6/10

    2012-09-24 02:05
    * * * * * *

    ("The Raid: Redemption" á ensku). Nánast stanslaust (gróft) ofbeldi. Fínasta action. Nokkuð mikið af kung-fu dansatriðum. Ágætlega spennandi.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewMean Girls (2004) 6/10

    2012-09-16 23:01
    * * * * * *

    Fyndin mynd - enda skrifaði Tina Fey handritið ;) Skemmtilegt að sjá hvað eru margir leikarar í þessari mynd sem eru orðnir mjög þekktir núna. Fínasta (léttmetis) afþreying.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewResident Evil: Retribution (2012) 6/10

    2012-09-16 00:22
    * * * * * *

    Fínasta sci-fi zombie/skrímsla hrollvekja. Þetta er s.s. Resident Evil 5 - orðið nokkuð gott franchise. Spennandi - manni brá alveg nokkrum sinnum :) Töff action. Byrjunaratriðið var mjög kúl; slow motion + reverse. Kom vel út. Ekkert brjálæðislega góður leikur eða handrit - en það er kannski ekki nauðsynlegt í svona myndum ;) Fínasta afþreying.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewFood Matters (2008) 6/10

    2012-09-15 16:11
    * * * * * *

    Mjög áhugaverð mynd um mat, næringu, vítamín, heilsu... Margir góðir punktar - borða óunnum mat, nóg af vítamínum og ekki elda/steikja/hita meirihlutan af matnum þínum.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewThe Campaign (2012) 6/10

    2012-09-15 00:11
    * * * * * *

    Fyndin vitleysa. Nett rugluð - jafnvel of mikið rugl á köflum. Að vissu leyti svipaður húmor og maður myndi búast við þegar Will Ferrell og Zach Galifianakis koma saman. Þeir eru nokkuð gott combo. Ég hef samt séð fyndnari/skemmtilegra myndir. Áhugavert að þrátt fyrir að margt varðandi pólitíkina í myndinni væri út í hött þá var það oft ekki svo langt frá raunveruleikanum. En það er kannski það sem gerir þetta smá fyndið ;) #funnybecauseitstrue

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewHungry for Change (2012) 6/10

    2012-09-03 23:44
    * * * * * *

    Mjög áhugaverð mynd. Góðir punktar varðandi heilsu og mataræði. - sumt sem maður vissi (góð áminning) og sumt sem maður vissi ekki. Mér fannst kjarninn vera að borða óunninn mat (sem næst "upprunanum") - það sem forfeður okkar borðuðu í "gamla daga".

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewUncertainty (2009) 6/10

    2012-08-30 23:40
    * * * * * *

    Fínasta mynd. Skemmtilega frumleg (2 sögur í gangi kriss/kross). Spennandi. Áhugaverðar pælingar. Smá rómantísk á köflum.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewI'm Fine, Thanks (2012) 6/10

    2012-08-19 23:01
    * * * * * *

    Áhugaverð mynd. Hún var um það að ekki endilega elta "Ameríska drauminn" eða eitthvað sem er ætlast af þér, heldur elta ástríðuna þína og láta draumana rætast. Gaman að sjá hvernig fólk eltir mismunandi drauma og fær það til að ganga upp. Skemmtilegar sögur.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewBernie (2011) 6/10

    2012-06-27 00:56
    * * * * * *

    Skemmtileg mynd. Jack Black leikur mjög áhugaverðan og fyndinn mann - enn magnaðara að þessi gaur er virkilega til. Kómísk mynd með sérkennilegum og skemmtilegum persónum. Áhugaverð saga.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewSafe (2012) 6/10

    2012-06-16 23:32
    * * * * * *

    Spennandi. Klassa Statham action - hann á samt betri myndir.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewThe Dictator (2012) 6/10

    2012-06-14 20:16
    * * * * * *

    Fyndin vitleysa. Mikið af sjokk/hneykslis-bröndurum. Handritið frekar basic.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewTotal Recall (1990) 6/10

    2012-04-07 14:26
    * * * * * *

    Spennandi mynd. Skemmtilega 90's/cheesy/gamaldags (tæknibrellur o.s.frv.). Áhugaverð saga. Fínasta vísindaskáldsaga - byggt á smásögu eftir Philip K. Dick eins og nokkrar aðrar áhugaverðar sci-fi myndir. Nóg af gullmolum/one-liners ;) Það verður gaman að sjá endurgerðina með Colin Farrell.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewAmerican Reunion (2012) 6/10

    2012-04-04 22:42
    * * * * * *

    Mjög fyndin mynd. Gaman að sjá gamla gengið mætt aftur. Nokkuð svipaður húmor og í fyrstu American Pie myndinni. Gott glens. Skemmtileg vitleysa.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewHappy (2011) 6/10

    2012-02-11 18:45
    * * * * * *

    Áhugaverð mynd. Mikið af fróðlegum punktum. Skemmtileg. Mjög fyndin á köflum :)

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewOne for the Money (2012) 6/10

    2012-02-04 23:31
    * * * * * *

    Fínasta afþreying. Fyndin og nokkuð spennandi á köflum. Maður hafði samt á tilfynningunni að þessi mynd höfðaði aðeins meira til kvenna. Leikstjórinn og handritshöfundarnir eru kvenmenn + byggt á bók eftir kvenmann.

    0.3

← previous 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 next →

List generated by WP Movie Ratings.

Síðast uppfært 4. July, 2025

Share this:

  • Share
  • Click to share on Facebook (Opens in new window) Facebook
  • Click to share on X (Opens in new window) X
  • Click to share on Tumblr (Opens in new window) Tumblr
  • Click to share on Pinterest (Opens in new window) Pinterest
  • Click to share on Reddit (Opens in new window) Reddit
  • Click to share on LinkedIn (Opens in new window) LinkedIn
  • Click to print (Opens in new window) Print
  • Click to email a link to a friend (Opens in new window) Email

Reader Interactions

Comments

  1. Bjössi says

    24. November, 2007 at 0:36

    þú ert aldeilis fljótur að skrifa um American Gangster. My man, ég er sammála þér með myndina. Töff stöff.

    Reply
  2. Hannes says

    24. November, 2007 at 1:31

    Vei, fyrsta kommentið hérna :)

    Já, maður reynir að hafa þetta eins ferskt og hægt er :)

    Það er kosturinn við þetta setup – ég hendi bara upp einhverju stuttu review, skelli á þetta einhverjar stjörnur (bara svona gut feeling) og þá er það komið. Ekkert að tefja mig á óþarfa blaðri eða djúpum pælingum.

    Reply
  3. maple says

    11. February, 2008 at 21:28

    mér finnst of mikið af myndum hér með of litlum fresti – horfir of mikið á myndir

    Reply
  4. Hannes says

    13. February, 2008 at 0:30

    hehe… já, sorry – ég skal horfa á færri myndir ;) Væri ein á mánuði of mikið?

    En þetta er svona – ég hata ekki að horfa á bíómyndir… I loves it :)

    Reply
  5. maple says

    13. February, 2008 at 10:59

    ein á mánuði ef hún er á bíórásinni

    Reply
  6. Haukur says

    21. October, 2008 at 10:07

    Já ég fór með alltof miklar væntingar á Max kallinn. Myndin var alveg töff en sagan samsvaraði sér alveg ferlega illa. Þetta lyktar eins og gömul skinka.

    Reply
  7. siggasig says

    27. May, 2009 at 23:26

    Öflugur að halda utan um myndirnar sem þú sérð! ;) Nice. Sammála Star Trek umfjölluninni. Frábær mynd! Og hei, líka sammála um Angels and Demons. Ólíkt Da Vinci Code fannst mér myndin betri en bókin.

    Reply
  8. Hannes says

    28. May, 2009 at 0:34

    Takk. Já, mér fannst kominn tími til að hafa smá yfirsýn yfir þær myndir sem ég horfi á þar sem ég horfi á örlítið fleiri en 2 myndir á ári ;)

    Já, síðan var líka gaman að sjá í Angels & Demons hvað sumir hlutir voru allt öðruvísi en maður var búinn að ímynda sér þegar maður las bókina :)

    Reply
  9. Geiri says

    4. June, 2009 at 16:36

    Hot Rod: 10*?
    Ég hefði smellt 8*.

    Reply
  10. Hannes says

    4. June, 2009 at 23:32

    Jú, skil þig – þegar ég horfði á hana aftur einn þá var þetta ekki alveg eins mikil snilld, en samt fáránlega fyndin. En þegar ég horfði á hana fyrst þá skemmti ég mér alveg konunglega – það var kannski bara stemmningin að horfa á þetta wit da boyz. 10 stjörnur þýðir alls ekki að mér fannst þetta einhver Óskarsverðlaunamynd…

    En annars eru þessar stjörnugjafir engan veginn heilagar – oft bara nánast eitthvað skot út í loftið ;)

    Reply
  11. Sara says

    6. March, 2010 at 14:08

    Jæja Nesi, ég er mjög spennt að lesa hvað þú hefur um Shutter Island að segja. Koma svo! Í bíó með þig! ;)

    Reply
  12. Hannes says

    6. March, 2010 at 15:19

    hehe, úff… bara pressa :) Já, ég er svona ennþá að vega og meta hvort ég ætli að sjá Shutter Island í bíó. En ætli maður verði ekki að tékka á þessu, Scorsese stendur alltaf fyrir sínu.

    Reply

Leave a Reply Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Leita að efni

Þetta helsta

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me

Önnur verkefni

  • Bulby – Brainstorming App
  • Don Comodo – Bolir o.s.frv.
  • Remote Sparks – Async Work

Copyright © 2025 Hannes · Hafðu samband / Contact me

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
 

Loading Comments...