• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

I am official station

Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
You are here: Home / Kvikmyndagagnrýni

Kvikmyndagagnrýni

Kvikmyndagagnrýni (plaköt)

Smá umfjöllun um kvikmyndir sem ég hef séð nýlega… Stutt kvikmyndagagnrýni – ég nenni að skrifa mismikið, fer yfirleitt eftir því hvað mér dettur fyrst í hug – oft bara að hugsa upphátt. 

Stjörnugjöf… já, stjörnugjöf er eiginlega svolítið bullshit – ég held að það sé mismikið bakvið stjörnur sem fólk gefur myndum. Hjá mér er það yfirleitt bara gut feeling – hversu skemmtileg/fyndin/spennandi/flott fannst mér myndin. Upplifunin. 

Það er ekki eins og ég sé með einhvern ákveðinn skala/staðal eða tékklista – “já, flottur bílaeltingaleikur – 1 stjarna, töff byssubardagi – bætist við 1,5 stjarna…” ;) Síðan getur stjörnugjöfin oft verið svona plús/mínus 1-2 stjörnur. 

Hlaðvarp um kvikmyndir  

Það er vert að minnast á að ég og Björn erum með hlaðvarp um kvikmyndir sem við köllum Búnir með poppið. Það er hægt að fylgjast með okkur í gegnum Facebook, Twitter og Instagram – og svo auðvitað hlusta á þættina á Spotify, Apple Podcasts, Google Podcasts og öðrum stöðum þar sem fólk hlustar á hlaðvörp. 

Sort list by: title | rating ↑ | view date

  • Show the reviewHide the reviewThunderbolts* (2025) 7/10

    2025-05-14 23:57
    * * * * * * *

    Gott stöff. Klassískt Marvel stöff. Spennandi og fínn húmor – meira svartur/kaldhæðinn. Fínasta action. Vonandi byrjun á góðum söguþræði.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewSonic the Hedgehog 3 (2024) 7/10

    2025-05-10 20:16
    * * * * * * *

    Spennandi fjölskyldumynd. Flott grafík og tæknibrellur. Ágætis húmor. Fínasta keyrsla.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewNovocaine (2025) 7/10

    2025-03-23 23:35
    * * * * * * *

    Fyndin og spennandi mynd. Mjög brútal á köflum. Svartur húmor. Ágætlega frumlegt handrit og kom stundum á óvart (ekki of fyrirsjáanleg). Mjög góð afþreying – solid rússíbani.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewCaptain America: Brave New World (2025) 7/10

    2025-02-16 00:04
    * * * * * * *

    Nokkuð hefðbundin Marvel ofurhetjumynd. Spennandi og flott. Góð afþreying. Ekki mikið verið að stíga út fyrir Marvel sniðmátið – stendur fyrir sínu. Mjög gaman að sjá Jóhannes Hauk sem Marvel persónan Copperhead – og möguleiki að hann komi aftur í annarri Marvel mynd.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewSaturday Night (2024) 7/10

    2025-02-10 23:03
    * * * * * * *

    Mjög áhugavert að sjá hvernig SNL byrjaði. Mikið chaos. Líflegar persónur. Fyndin mynd.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewJurassic World Dominion (2022) 7/10

    2025-02-09 23:02
    * * * * * * *

    Mjög spennandi mynd. Gaman að sjá gamla crew-ið. Risaeðlur eru vissulega mögnuð og mjög áhugaverð fyrirbæri. Flott afþreying.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewWicked (2024) 7/10

    2025-02-06 19:59
    * * * * * * *

    Áhugaverð og spennandi ævintýramynd. Flottir búningar og leikmynd – stór og vönduð mynd.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewMufasa: The Lion King (2024) 7/10

    2025-01-05 19:29
    * * * * * * *

    Skemmtileg fjölskyldumynd. Fínasta saga – Gaman að sjá baksöguna í kringum Mufasa & Co. Mjög flott tölvugrafík.

    Aníta segir: Skemmtileg 😄👍

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewCarry-On (2024) 7/10

    2024-12-20 15:46
    * * * * * * *

    Spennandi mynd. Fínasti thriller. Góð afþreying. Alveg nokkrir hlutir sem minntu á Die Hard 2. #netflix

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewSpies in Disguise (2019) 7/10

    2024-11-02 20:12
    * * * * * * *

    Fyndin og spennandi. Mjög skemmtileg fjölskyldumynd. #netflix

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewVenom: The Last Dance (2024) 7/10

    2024-10-28 00:10
    * * * * * * *

    Fyndin og spennandi mynd – þeir eru skemmtilegt duo. Flott action atriði. Fínasta ofurhetju-afþreying.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewWolfs (2024) 7/10

    2024-10-27 18:42
    * * * * * * *

    Spennandi og fyndin mynd. Töff myndataka og flottar senur – blaut New York að nóttu til. Pitt og Clooney eru alltaf töff og skemmtilegir.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewAlien: Romulus (2024) 7/10

    2024-10-17 23:37
    * * * * * * *

    Mjög spennandi mynd – jafnvel stressandi stundum. Creepy. Dystopian sci-fi. Áhugaverð tenging við hinar Alien myndirnar.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewBeetlejuice Beetlejuice (2024) 7/10

    2024-09-28 23:51
    * * * * * * *

    Fyndin og spennandi mynd – skemmtilega klikkaður og kjánalegur furðuheimur hjá Tim Burton. Þetta var smá carnival stemning, eins og að fara í kómískt draugahús eða svona draugalest. Fínasta grín-hryllingsmynd.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewFerdinand (2017) 7/10

    2024-09-13 20:35
    * * * * * * *

    Skemmtileg fjölskyldumynd. Fínasta saga. #netflix

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewRebel Ridge (2024) 7/10

    2024-09-08 23:34
    * * * * * * *

    Spennandi. Thriller, spæjó og action. Nokkuð solid mynd – ég var alveg með hóflegar væntingar. #netflix

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewMonsters University (2013) 7/10

    2024-09-01 20:32
    * * * * * * *

    Frábær Pixar fjölskyldumynd. Skemmtileg og fyndin. Fínasta saga, en vissulega nokkuð hefðbundin. #disneyplus

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewTwisters (2024) 7/10

    2024-08-30 23:31
    * * * * * * *

    Mjög spennandi stórslysamynd. Áhugavert reboot og ágætis nostalgíu flashback fyrir gömlu Twister myndina.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewBad Boys: Ride or Die (2024) 7/10

    2024-08-25 23:30
    * * * * * * *

    Sama kjánalega grín stemningin og "banter" á milli þeirra. Kúl myndataka eins og FPV drónar innandyra og custom SnorriCam rigs. Nokkur skemmtileg cameos. Spennandi og töff action atriði.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewThe Fall Guy (2024) 7/10

    2024-08-24 23:27
    * * * * * * *

    Fyndin og skemmtileg mynd. "Behind the scenes" (making of) stemningin var töff og áhugaverð. Fullt af fínum action & stunt atriðum.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewThe Instigators (2024) 7/10

    2024-08-16 21:22
    * * * * * * *

    Spennandi og fyndin mynd – skemmtilega kjánaleg. Gaman að sjá öðruvísi Damon & Affleck Boston combo.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewThe Ministry of Ungentlemanly Warfare (2024) 7/10

    2024-08-02 21:17
    * * * * * * *

    Mjög spennandi mynd. Mjög skemmtilegar persónur – eins og í flestum myndum hjá Guy Ritchie. Mjög áhugaverð sönn saga. #primevideo

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewA Quiet Place: Day One (2024) 7/10

    2024-07-02 23:54
    * * * * * * *

    Mjög spennandi/stressandi mynd. Alvöru thriller skrímslamynd. Áhugaverð saga og dramatískt ferðalag hjá tveimur ókunnugum. Ágætis viðbót í þennan Quiet Place heim.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewThe Bourne Identity (2002) 7/10

    2024-06-26 23:42
    * * * * * * *

    Spennandi mynd. Gott action. Skemmtilega hrá/gamaldags – meira en 20 ára gömul mynd. En mig minnir að þetta var mjög ferskur stíll á sínum tíma varðandi myndatöku og klippingar, bjó til ákveðið trend. Ég var ekki byrjaður með þennan gagnagrunn þegar þessi kom út 2002. Ég hefði líklega gefið henni 8 stjörnur fyrst þegar ég sá hana. #netflix

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewGodzilla Minus One (2023) 7/10

    2024-06-08 23:01
    * * * * * * *

    Skemmtilega öðruvísi heldur en týpískar vestrænar myndir sem maður horfir oft á. Spennandi, en alveg hæg á köflum – stundum mjög dramatísk. Leit vel út. Ég var að fíla legendary "dah-dum!" Godzilla tónlistina sem kom þegar Godzilla var að gera árás. #netflix

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewAtlas (2024) 7/10

    2024-05-25 23:59
    * * * * * * *

    Áhugaverður sci-fi heimur – viðeigandi pæling miðað við hvað þróun á gervigreind hefur verið hröð undanfarið (þótt þetta sé vissulega ekki alveg nýtt concept/plot). Ágætlega spennandi – fín action atriði. Fínasta afþreying – betri en ég bjóst við. #netflix

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewPoor Things (2023) 7/10

    2024-03-20 23:29
    * * * * * * *

    Slatti af WTF stemningu. Arty – klárlega mikið listaverk. Áhugaverð myndataka – slatti af fisheye, nánast eins og að horfa í gegnum skráargat eða öryggismyndavél. Fyndin – frekar súr húmor. Leikrits-stemning (umgjörðin, sviðsmyndin). Forvitnilegur ævintýraheimur. #disneyplus

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewThe Beekeeper (2024) 7/10

    2024-02-27 23:25
    * * * * * * *

    Ekta Jason Statham afþreying – uppfyllti klárlega mínar væntingar. Hörku action. Spennandi. Alveg nógu metnaðarfull saga fyrir svona mynd.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewWild Game (2023) 7/10

    2024-02-22 23:07
    * * * * * * *

    Íslenski titillinn: Villibráð. Skemmtilega eðlileg samtöl – ekki ónáttúrulega formleg. Var að fíla öll B-roll skotin úr Vesturbænum. Tengingin við eldgosið var líka áhugavert. Sum atriðin frekar erfið og vandræðaleg (sem er vissulega megin concept-ið). Fyndin inn á milli. #rúv

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewPeter Rabbit 2: The Runaway (2021) 7/10

    2024-02-19 20:05
    * * * * * * *

    Fyndin og skemmtileg fjölskyldumynd. Fín framhaldsmynd – svipað dæmi.

    0.3

← previous 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 next →

List generated by WP Movie Ratings.

Síðast uppfært 16. February, 2025

Share this:

  • Share
  • Click to share on Facebook (Opens in new window) Facebook
  • Click to share on X (Opens in new window) X
  • Click to share on Tumblr (Opens in new window) Tumblr
  • Click to share on Pinterest (Opens in new window) Pinterest
  • Click to share on Reddit (Opens in new window) Reddit
  • Click to share on LinkedIn (Opens in new window) LinkedIn
  • Click to print (Opens in new window) Print
  • Click to email a link to a friend (Opens in new window) Email

Reader Interactions

Comments

  1. Bjössi says

    24. November, 2007 at 0:36

    þú ert aldeilis fljótur að skrifa um American Gangster. My man, ég er sammála þér með myndina. Töff stöff.

    Reply
  2. Hannes says

    24. November, 2007 at 1:31

    Vei, fyrsta kommentið hérna :)

    Já, maður reynir að hafa þetta eins ferskt og hægt er :)

    Það er kosturinn við þetta setup – ég hendi bara upp einhverju stuttu review, skelli á þetta einhverjar stjörnur (bara svona gut feeling) og þá er það komið. Ekkert að tefja mig á óþarfa blaðri eða djúpum pælingum.

    Reply
  3. maple says

    11. February, 2008 at 21:28

    mér finnst of mikið af myndum hér með of litlum fresti – horfir of mikið á myndir

    Reply
  4. Hannes says

    13. February, 2008 at 0:30

    hehe… já, sorry – ég skal horfa á færri myndir ;) Væri ein á mánuði of mikið?

    En þetta er svona – ég hata ekki að horfa á bíómyndir… I loves it :)

    Reply
  5. maple says

    13. February, 2008 at 10:59

    ein á mánuði ef hún er á bíórásinni

    Reply
  6. Haukur says

    21. October, 2008 at 10:07

    Já ég fór með alltof miklar væntingar á Max kallinn. Myndin var alveg töff en sagan samsvaraði sér alveg ferlega illa. Þetta lyktar eins og gömul skinka.

    Reply
  7. siggasig says

    27. May, 2009 at 23:26

    Öflugur að halda utan um myndirnar sem þú sérð! ;) Nice. Sammála Star Trek umfjölluninni. Frábær mynd! Og hei, líka sammála um Angels and Demons. Ólíkt Da Vinci Code fannst mér myndin betri en bókin.

    Reply
  8. Hannes says

    28. May, 2009 at 0:34

    Takk. Já, mér fannst kominn tími til að hafa smá yfirsýn yfir þær myndir sem ég horfi á þar sem ég horfi á örlítið fleiri en 2 myndir á ári ;)

    Já, síðan var líka gaman að sjá í Angels & Demons hvað sumir hlutir voru allt öðruvísi en maður var búinn að ímynda sér þegar maður las bókina :)

    Reply
  9. Geiri says

    4. June, 2009 at 16:36

    Hot Rod: 10*?
    Ég hefði smellt 8*.

    Reply
  10. Hannes says

    4. June, 2009 at 23:32

    Jú, skil þig – þegar ég horfði á hana aftur einn þá var þetta ekki alveg eins mikil snilld, en samt fáránlega fyndin. En þegar ég horfði á hana fyrst þá skemmti ég mér alveg konunglega – það var kannski bara stemmningin að horfa á þetta wit da boyz. 10 stjörnur þýðir alls ekki að mér fannst þetta einhver Óskarsverðlaunamynd…

    En annars eru þessar stjörnugjafir engan veginn heilagar – oft bara nánast eitthvað skot út í loftið ;)

    Reply
  11. Sara says

    6. March, 2010 at 14:08

    Jæja Nesi, ég er mjög spennt að lesa hvað þú hefur um Shutter Island að segja. Koma svo! Í bíó með þig! ;)

    Reply
  12. Hannes says

    6. March, 2010 at 15:19

    hehe, úff… bara pressa :) Já, ég er svona ennþá að vega og meta hvort ég ætli að sjá Shutter Island í bíó. En ætli maður verði ekki að tékka á þessu, Scorsese stendur alltaf fyrir sínu.

    Reply

Leave a Reply Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Leita að efni

Þetta helsta

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me

Önnur verkefni

  • Bulby – Brainstorming App
  • Don Comodo – Bolir o.s.frv.
  • Remote Sparks – Async Work

Copyright © 2025 Hannes · Hafðu samband / Contact me

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
 

Loading Comments...