
Smá umfjöllun um kvikmyndir sem ég hef séð nýlega… Stutt kvikmyndagagnrýni – ég nenni að skrifa mismikið, fer yfirleitt eftir því hvað mér dettur fyrst í hug – oft bara að hugsa upphátt.
Stjörnugjöf… já, stjörnugjöf er eiginlega svolítið bullshit – ég held að það sé mismikið bakvið stjörnur sem fólk gefur myndum. Hjá mér er það yfirleitt bara gut feeling – hversu skemmtileg/fyndin/spennandi/flott fannst mér myndin. Upplifunin.
Það er ekki eins og ég sé með einhvern ákveðinn skala/staðal eða tékklista – “já, flottur bílaeltingaleikur – 1 stjarna, töff byssubardagi – bætist við 1,5 stjarna…” ;) Síðan getur stjörnugjöfin oft verið svona plús/mínus 1-2 stjörnur.
Hlaðvarp um kvikmyndir
Það er vert að minnast á að ég og Björn erum með hlaðvarp um kvikmyndir sem við köllum Búnir með poppið. Það er hægt að fylgjast með okkur í gegnum Facebook, Twitter og Instagram – og svo auðvitað hlusta á þættina á Spotify, Apple Podcasts, Google Podcasts og öðrum stöðum þar sem fólk hlustar á hlaðvörp.
Sort list by: title | rating ↑ | view date
-
2023-09-02 23:37
Spennandi. Eitthvað gróft/low-budget við myndina og vantaði eitthvað upp á heildar stemninguna. Dark/gritty. Hæg og "þung" á köflum. #amazonprime
0.3 -
2023-08-23 22:29
Ekki frábært handrit – cheesy samtöl. Mögulega gagngert framleitt sem B-mynd. Ágætlega spennandi. Fínasta afþreying. Gaman að sjá Ólaf Darra í ágætlega stóru hlutverki. Vissi ekki að þetta væri byggt á bók.
0.3 -
2023-08-22 23:28
Spennandi mynd. Slatti af flottum skotum. Fínasta action. #amazonprime
0.3 -
2023-08-10 22:22
Skemmtileg mynd. Áhugaverð frumkvöðlasaga. Slatti af drama. Gaman að fara fram og til baka í mismunandi tímalínur sem tengdust svo. Hefði getað verið þéttara tempo á sögunni. Sterkt skotið á NFT og crypto í lokinn 😅
0.3 -
2023-08-06 15:20
Fyndin. Spennandi á köflum. Slatti af "wacky" persónum. Ágætis formúlu-saga. Fínasta afþreying. #netflix
0.3 -
2023-04-14 19:23
Skemmtileg fjölskyldumynd. Smá fyndin. Smá spennandi. Mér fannst Oh geimveran örlítið of kjánaleg/vitlaus á köflum, en líklega passlegt fyrir krakka. #netflix
0.3 -
2023-03-06 21:35
Skrautleg mynd – litrík og poppandi eins og margar myndir hjá Baz Luhrmann. Löng mynd, þannig að það náðist ekki alveg að ná góðu tempói (keyrslu) í gegnum alla myndina. Áhugaverð saga, ágætlega spennandi. Slatti af "theatrical" atriðum. Áhugavert að Jay Leno's Garage fékk þakkir í lokinn – hann hefur líklega lánað einhverja gamla bíla.
0.3 -
2023-02-20 23:18
Áhugaverð saga. Nóg af plots. Spennandi. Ágætlega ferskt, ekki fyrirsjáanlegt frá byrjun.
0.3 -
2023-01-15 20:49
Sniðug hugmynd. Fyndin fjölskyldumynd. Nokkrar skemmtilegar vísanir í aðrar bíómyndir. #netflix
0.3 -
2022-12-30 20:41
Skemmtileg mynd. Fínasta saga og ágætis húmor. Klassísk Pixar fjölskyldumynd. #disneyplus
0.3 -
2022-12-26 23:37
Klassískur Nicolas Cage. Ágætlega spennandi. Skemmtilega gamaldags mynd – tíska, stíll og tækni. #disneyplus
0.3 -
2022-12-21 22:17
Spennandi mynd. Ekta ofurhetju-tæknibrellur – flottar. Handritið var stundum smá off/kjánalegt.
0.3 -
2022-10-17 23:49
Spennandi. Ágætis plot – en ekkert súper frumlegt handrit, frekar hefðbundið. #amazonprime
0.3 -
2022-10-08 20:47
Klassísk teiknimynd – legendary, lagði línurnar fyrir teiknimyndir framtíðarinnar. Pixar (og Steve Jobs) að búa til veldi og legacy. Gaman að sjá remastered útgáfu – hærri upplausn, en samt grófar línur/form (sérstaklega mannfólkið). #disneyplus
0.3 -
2022-10-02 23:39The Place Beyond the Pines (2012)
Fullt af fínum leikurum. Spennandi. Öðruvísi saga en ég bjóst við – þyngri, meira drama en spenna/action. Sorgleg mynd – tragedía.
0.3 -
2022-10-01 23:08
Spennandi. Áhugaverð saga og plot. Hressandi að sjá Allison Janney sem badass sem rústar vondu köllunum og bjargar deginum. Drama. #netflix
0.3 -
2022-09-12 23:25
Handritið var ekki frábært – ýmsar tilraunir að búa til epískt drama og kröftugar ræður, en það gekk ekki alltaf. Smá hægt að líta á þetta sem B-mynd. Stórslysamynd með flottum tæknibrellum. Áhugavert sci-fi concept, en farið frekar lauslega með vísindin. Endirinn var nokkuð töff.
0.3 -
2022-09-03 16:22DC League of Super-Pets (2022)
Fínasta fjölskylduskemmtun með passlega miklum ofurhetjuhasar. Það hefði örugglega verið skemmtilegt að sjá þessa með ensku tali – fullt af skemmtilegum leikurum. Frekar hefðbundin varðandi sögu...
0.3 -
2022-08-28 23:20
Spennandi mynd. Áhugavert concept. Fínasta afþreying. Gaman að sjá Stallone og Schwarzenegger saman. #netflix
0.3 -
2022-08-26 20:19
Áhugavert framhald af Cars heiminum. Mjög hefðbundin Disney saga. Fínasta fjölskyldu-afþreying. #disneyplus
0.3 -
2022-08-20 23:16
Spennandi mynd. WWII myndir eru alltaf áhugaverðar – svo hrátt og prímatívt. Áhugavert sci-fi concept – í takt við aðrar myndir þar sem Nasistar voru að gera klikkaðar tilraunir á fólki.
0.3 -
2022-08-14 23:10
Áhugaverð viðbót við Predator heiminn. Töluvert öðruvísi – prímatívt. Spennandi. Fínasta action. Amber Midthunder var töffari. #disneyplus
0.3 -
2022-08-04 22:43
Spennandi. Slatti af persónum og flottum leikurum. Nokkuð flott mynd – búningar, umhverfi o.s.frv. Byggt á bók síðan 1937, þannig að það er eðlilegt að stemningin (klippingar, keyrsla o.s.frv.) er í þannig stíl. #disneyplus
0.3 -
2022-07-30 20:42
Fínasta saga – mjög fjölskylduvæn. Klassísk og solid Pixar mynd. Alltaf gaman af Easter Eggs sem eru aðallega fyrir fullorðna áhorfendur. #disneyplus
0.3 -
2022-07-02 22:46
Ágætis afþreying. Smá spennandi. Fyndin á köflum. En ekkert geggjað handrit.
0.3 -
2022-06-28 22:41Doctor Strange in the Multiverse of Madness (2022)
Flott og spennandi töfra-action atriði. Það var eitthvað "off" við "vonda kallinn". Þegar maður horfir á svona Marvel myndir heima er ekki mikill munur á þeim og sjónvarpsþáttunum – hefur alveg áhrif á upplifunina. Þótt þetta var í einhverri IMAX Enhanced útgáfu. #disneyplus
0.3 -
2022-05-30 23:37
Skemmtileg og fyndin. En stundum augljóst að markhópurinn er krakkar. Handritið og samtölin hefðu getað verið betri. Ágætlega spennandi á köflum.
0.3 -
2022-05-10 18:33How the Beatles Changed the World (Video 2017)
Mjög áhugaverð heimildamynd og fróðleg viðtöl. Skemmtilegt og gagnlegt að skjóta inn hvað var að gerast í restinni af heiminum á þessum tíma. #netflix
0.3
← previous 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 next →
List generated by WP Movie Ratings.
Síðast uppfært 16. February, 2025
þú ert aldeilis fljótur að skrifa um American Gangster. My man, ég er sammála þér með myndina. Töff stöff.
Vei, fyrsta kommentið hérna :)
Já, maður reynir að hafa þetta eins ferskt og hægt er :)
Það er kosturinn við þetta setup – ég hendi bara upp einhverju stuttu review, skelli á þetta einhverjar stjörnur (bara svona gut feeling) og þá er það komið. Ekkert að tefja mig á óþarfa blaðri eða djúpum pælingum.
mér finnst of mikið af myndum hér með of litlum fresti – horfir of mikið á myndir
hehe… já, sorry – ég skal horfa á færri myndir ;) Væri ein á mánuði of mikið?
En þetta er svona – ég hata ekki að horfa á bíómyndir… I loves it :)
ein á mánuði ef hún er á bíórásinni
Já ég fór með alltof miklar væntingar á Max kallinn. Myndin var alveg töff en sagan samsvaraði sér alveg ferlega illa. Þetta lyktar eins og gömul skinka.
Öflugur að halda utan um myndirnar sem þú sérð! ;) Nice. Sammála Star Trek umfjölluninni. Frábær mynd! Og hei, líka sammála um Angels and Demons. Ólíkt Da Vinci Code fannst mér myndin betri en bókin.
Takk. Já, mér fannst kominn tími til að hafa smá yfirsýn yfir þær myndir sem ég horfi á þar sem ég horfi á örlítið fleiri en 2 myndir á ári ;)
Já, síðan var líka gaman að sjá í Angels & Demons hvað sumir hlutir voru allt öðruvísi en maður var búinn að ímynda sér þegar maður las bókina :)
Hot Rod: 10*?
Ég hefði smellt 8*.
Jú, skil þig – þegar ég horfði á hana aftur einn þá var þetta ekki alveg eins mikil snilld, en samt fáránlega fyndin. En þegar ég horfði á hana fyrst þá skemmti ég mér alveg konunglega – það var kannski bara stemmningin að horfa á þetta wit da boyz. 10 stjörnur þýðir alls ekki að mér fannst þetta einhver Óskarsverðlaunamynd…
En annars eru þessar stjörnugjafir engan veginn heilagar – oft bara nánast eitthvað skot út í loftið ;)
Jæja Nesi, ég er mjög spennt að lesa hvað þú hefur um Shutter Island að segja. Koma svo! Í bíó með þig! ;)
hehe, úff… bara pressa :) Já, ég er svona ennþá að vega og meta hvort ég ætli að sjá Shutter Island í bíó. En ætli maður verði ekki að tékka á þessu, Scorsese stendur alltaf fyrir sínu.