
Smá umfjöllun um kvikmyndir sem ég hef séð nýlega… Stutt kvikmyndagagnrýni – ég nenni að skrifa mismikið, fer yfirleitt eftir því hvað mér dettur fyrst í hug – oft bara að hugsa upphátt.
Stjörnugjöf… já, stjörnugjöf er eiginlega svolítið bullshit – ég held að það sé mismikið bakvið stjörnur sem fólk gefur myndum. Hjá mér er það yfirleitt bara gut feeling – hversu skemmtileg/fyndin/spennandi/flott fannst mér myndin. Upplifunin.
Það er ekki eins og ég sé með einhvern ákveðinn skala/staðal eða tékklista – “já, flottur bílaeltingaleikur – 1 stjarna, töff byssubardagi – bætist við 1,5 stjarna…” ;) Síðan getur stjörnugjöfin oft verið svona plús/mínus 1-2 stjörnur.
Hlaðvarp um kvikmyndir
Það er vert að minnast á að ég og Björn erum með hlaðvarp um kvikmyndir sem við köllum Búnir með poppið. Það er hægt að fylgjast með okkur í gegnum Facebook, Twitter og Instagram – og svo auðvitað hlusta á þættina á Spotify, Apple Podcasts, Google Podcasts og öðrum stöðum þar sem fólk hlustar á hlaðvörp.
Sort list by: title | rating ↓ | view date
-
2020-01-14 23:40
Geggjuð myndataka! Þessi löngu skot eru svakaleg! Hef ekki séð annað eins. Metnaður. Listaverk. Bravissimo! Þessi myndataka gerði það að verkum að manni fannst maður vera með þeim í þessu – “immersive” upplifun sem var alveg mögnuð. Mjög spennandi. Flottir leikarar. Átakanlegt hvað stríð er klikkað dæmi – algjör bilun. Svo vel gerð og vönduð mynd – allt umhverfið virkar mjög “authentic”. Meistarastykki! Svo sannarlega mynd sem skilur eitthvað eftir – ég var alveg dolfallinn eftir þetta.
0.3 -
2008-05-18 02:48
Brillíant mynd! Maður hefur verið að horfa á sketsa á netinu frá The Lonely Island gaurunum undanfarin ár þannig að ég bjóst nú við nokkuð fyndinni mynd - en þetta sló allt út, margfalt fyndnari en ég bjóst við. Ég man ekki eftir því að bókstaflega grenja af hlátri svona oft yfir einni mynd - maður var stundum alveg í krampakasti :) Alveg magnað hvað svona random vitleysa (svipað og í Family Guy) getur verið fyndin - fáránlega súr sum atriðin, en samt ótrúlega fyndin. Ein besta grínmynd sem ég hef séð nýlega.
0.3 -
2024-08-04 23:20
Algjör snilld! Ótrúlega skemmtileg kvikmynd. Fáránlega fyndin og svakaleg action keyrsla. Endalaust af easter eggs og bröndurum sem vísuðu inn í kassann og út fyrir fjórða vegginn. Maður þarf eiginlega að sjá þessa mynd aftur til að taka betur eftir bröndurum sem maður náði ekki fyrst. Hellingur af skemmtilegum cameos. Algjör afþreyingar-rússíbani af bestu gerð.
0.3 -
2024-04-27 23:08
Virkilega grípandi mynd. Mjög spennandi. Seinni helmingurinn var svakalegur – þvílík keyrsla og action. Myndatakan og hljóðhönnunin var svo "immersive" (yfirgnæfandi) – maður var alveg mættur inn í átökin. Góðir leikarar. Jesse Plemons stal senunni sem hann lék í. Frábær mynd!
0.3 -
2024-03-19 23:55
Svakaleg mynd! Epísk. Risastór og mögnuð atriði. Tónlistin og hljóðið var rosalegt – fyrirbæri út af fyrir sig sem gerði svo mikið fyrir stemninguna. Þetta er klárlega mynd sem þarf að upplifa í kvikmyndahúsi. Svo flott kvikmynd – allt við hana er töff: Myndatakan, búningarnir, umhverfið… Meistaraverk. Geggjað stöff.
0.3 -
2023-05-24 23:30
Geggjuð mynd. Fullt af góðum leikurum. Spennandi thriller og síðan svakaleg action atriði inn á milli. Michael Mann gerir svo góðar myndir. Credit listinn var styttri en er oft núna – engar 5 mínútur af öllu fólkinu sem sá um allar tæknibrellurnar 😉 #netflix
0.3 -
2023-04-07 16:38
Mjög spennandi mynd – sem er magnað fyrir mynd um sölu á tölvuleik. Virkilega vel gerð mynd. Góð keyrsla, góð saga og gott handrit. Mjög flott 8-bit grafík á milli atriða. Skemmtilegt að heyra smá Tetris tónlistina í bakgrunni í sumum atriðum.
0.3 -
2022-07-24 23:36
Geggjuð mynd. Svakaleg action atriði! Ég hefði alveg verið til í að sjá þessa mynd í bíóhúsi. Geggjaðar staðsetningar (locations). Slatti af flottum FPV dróna-myndatökum. Fullt af flottum leikurum. #netflix
0.3 -
2022-03-30 23:24
Æðisleg mynd. Drama mynd með mikið hjarta, miklar tilfinningar. Fyndin á köflum. Frábær saga. Áhugavert að kynnast þessum heimi betur. Ég vissi ekki að þetta væri byggt á franskri mynd (La famille Bélier).
0.3 -
2021-09-21 23:35
Mögnuð mynd! Virkilega falleg. Algjört listaverk. Tónlistin var svakaleg – skapaði magnþrungna stemningu. Spennandi og áhugaverð mynd. Fullt af geggjuðum leikurum. Epísk tragedía full af mystík. Mjög vönduð kvikmynd.
0.3 -
2020-08-31 23:42
Loksins sá ég Tenet! 🥳 Geggjuð mynd. Mjög spennandi. Þétt keyrsla. Töff action atriði, en nokkuð flókið að fylgjast með þeim út af plot-i myndarinnar. Mögnuð hugmynd að sögu – bræðir smá heilann að reyna átta sig á þessu 🤯 Líka mjög áhugavert að pæla í kvikmyndatökunni og leiknum til að láta þetta allt ganga upp. Virkilega góð mynd eins og Christopher Nolan er lagið.
0.3 -
2020-01-25 23:37
Virkilega töff mynd. Back to basics hjá Guy Ritchie – í anda 'Lock, Stock and Two Smoking Barrels' og 'Snatch' með mjög gott handrit, skemmtilegar og áhugaverðar persónur og töff löng UK gangster samtöl & monologues. Mjög fyndin og spennandi – Guy Ritchie nær svo vel að blanda saman action og breskum húmor. Vel sett upp og góð keyrsla – hélt athygli manns vel.
0.3 -
2019-10-03 23:54
Mögnuð mynd! Virkilega vel gerð. Joaquin Phoenix fór algjörlega á kostum. Maður fann svo fyrir þjáningum persónunnar og hvernig hann var útskúfaður úr samfélaginu vegna geðsjúkdóms hans. Topp mynd. En hún er þung – meira listræn nálgun á þennan heim frekar en hröð keyrsla eins og oft í nýjustu ofurhetjumyndunum. Mjög áhugaverð bakgrunnssaga fyrir Joker-inn. Tónlistin gerði líka svo mikið fyrir stemninguna – Hildur Guðnadóttir er alveg í heimsklassa. Smá svartur húmor – enda Todd Phillips (Hangover o.s.frv.) að leikstýra.
0.3 -
2019-04-29 23:59
E-PÍS-KUR endir! Svakaleg mynd. Geggjuð og risastór action atriði. Mjög spennandi. Líka mjög fyndin ..og dramatísk. Allar tilfinningarnar. Magnað og virkilega gaman að sjá allar þessar persónur saman komnar. Verður spennandi að sjá hvað gerist næst í Marvel heiminum.
0.3
Ég fór á myndina í 4DX sal (í Orlando) sem var áhugaverð upplifun – stóllinn hreyfðist og titraði, það kom vindur, rigning, „blóðslettur“, snjór og eldingar/flass, maður var „laminn“ í bakið o.s.frv. Gaman að prófa þetta en þetta var smá "gimmicky" – maður var í rauninni kominn í tívolítæki. -
2018-07-03 23:26Sicario: Day of the Soldado (2018)
Svakaleg mynd! Virkilega intense og spennandi – ég var eiginlega á nálum megnið af myndinni. Tónlistin hafði mikil áhrif á það. Fallegt að hafa "In memory of Jóhann Jóhannsson" í kreditlistanum. Topp mynd – rússíbani.
0.3 -
2018-04-07 23:32
Svakaleg mynd! Svo góð. Svo spennandi. Skemmtilega frumleg mynd. Þar sem þetta var frekar hljóðlát mynd þá urðu öll smáhljóð enn magnaðari. Svo gerði tónlistin líka mikið til að gera myndina spennuþrungna. Mjög vel leikin – þegar það er takmarkað af samtölum þá þurfa svipbrigði að segja mikið.
0.3 -
2017-12-18 00:43Star Wars: The Last Jedi (2017)
Mögnuð mynd! Svakalegt action. Góð keyrsla. Mjög spennandi. Fínn húmor inn á milli. Flott mynd – leit vel út, flottar tæknibrellur (eðlilega). Ef þau halda uppi þessum gæðastaðli þá mun maður seint fá leið á þessum kvikmyndaheimi.
0.3 -
2017-11-28 00:23
Virkilega góð mynd. Mjög fyndin. Spennandi. Það liggur við að maður sé orðinn of vanur myndum með risastórum bardögum og svakalega mikið af flottum tæknibrellum – að það sé ekki eins eftirtektarvert lengur. En þetta var samt mjög töff. Ég var að fíla 80’s stemninguna í tónlistinni. Mér fannst líka einhvern veginn viðeigandi að ‘Immigrant Song’ með Led Zeppelin var notað oftar en einu sinni – Ásatrú, Ísland og allt það.
0.3 -
2017-07-28 23:56
Mögnuð mynd! Stórfengleg! Brjálæðislega spennandi! 😮 Átakanlegt að fylgjast með lífsbaráttu hermannanna. Tónlistin og hljóðin voru rosaleg – höfðu svakaleg áhrif á mann. Skemmtilegt hvernig sögurnar og tímalínurnar krossuðust og púsluðust saman. Mjög vel leikin. Algjört meistarastykki. Svo vel gerð mynd. Allt gott við hana. Greip mann algjörlega.
0.3 -
2017-03-13 22:46
Svakaleg mynd! Virkilega góð. Hrikalega spennandi ...og creepy. Mjög frumleg – frábært handrit, kom á óvart að svo mörgu leyti. Góðir leikarar. Jordan Peele skrifaði og leikstýrði, þannig að myndin var vissulega glettilega fyndin inn á milli.
0.3
Svo var þetta óvissusýning, þannig að þetta kom enn skemmtilegra á óvart. -
2016-01-24 01:49
Mögnuð mynd! Mögnuð saga. Flott myndataka. Mögnuð náttúra. Hálfgert listaverk. Oft sem það var lítið sem ekkert talað - en það kom samt svo vel út. Spennandi. Átakanleg. Brútal. Virkilega góðir leikarar. Eitt atriðið minnti mig á atriði í The Empire Strikes Back ;)
0.3 -
2015-12-23 01:16Star Wars: The Force Awakens (2015)
Rosaleg mynd! Spennandi. Fyndin. Svo töff. Mögnuð action atriði. Virkilega flottar tæknibrellur. Nokkur kúl 3D atriði. Gaman að sjá allar gömlu persónurnar. Mér fannst nokkur atriði minna mig á gömlu myndirnar. Same same, but different. Hlakka til að sjá næstu mynd :)
0.3
Það var áhugavert að sjá á credit listanum að bæði Bill Hader og Ben Schwartz voru titlaðir sem "BB-8 Voice Consultants". Simon Pegg ljáði líka röddina sína (hann er kominn í J.J. Abrams klíkuna). Svo sá ég að Daniel Craig er líka á listanum undir "Stormtrooper JB-007 (uncredited)" ;) -
2015-10-03 00:22
Rosaleg mynd! Virkilega spennandi. Hélt manni á tánum eiginlega alveg frá byrjun. Tónlistin hafði helling með það að segja - vel gert hjá Jóhanni Jóhannssyni. Intense stemning. Dark. Þessi mynd og sjónvarpsþættirnir Narcos gefa mjög skuggalega sýn á Suður-Ameríku og eiturlyfjabransann. Flott myndataka - nokkur sérstaklega töff skot.
0.3 -
2015-06-09 23:09
Algjör snilld! Sprenghlægileg mynd. Svo góð blanda: Action, spenna, grín og vitleysa. Fullt af fínum leikurum. Melissa McCarthy er algjör snillingur. Jason Statham lék líka óvenju fyndinn karakter.
0.3 -
2014-08-05 23:26Guardians of the Galaxy (2014)
Mjög spennandi. Mjög fyndin. Mjög góð. Skemmtilegar persónur. Glæsilegar tæknibrellur - leit mjög vel út. Góð og skemmtileg saga. Dúndrandi góð afþreying. 3D effektarnir voru stundum alveg flottir/skemmtilegir, en það bar ekki mjög mikið á þeim.
0.3
Sniðugt hjá Marvel að kenna fólki að horfa á allan credit listann til að sjá eitt auka atriði - alltaf fleiri og fleiri sem bíða í salnum eftir því. -
2014-04-06 00:53The Grand Budapest Hotel (2014)
Mjög fyndin mynd. Fullt af kómískum atriðum og orðasamskiptum. Gott handrit. Skemmtilegar og skrautlegar persónur - og nóg af þeim. Fullt af þekktum og góðum leikurum (sjaldan sem maður sér svona marga þekkta leikara í einni mynd).
0.3
Fínasta keyrsla (flæði) og áhugaverður söguþráður. Spennandi. Leit vel út - skemmtileg stemning, skemmtilegir litir. Þetta var smá eins og barnaævintýri fyrir fullorðna. Mjög vel leikstýrð. Listaverk. Wes Anderson er með einstakan og skemmtilegan stíl. -
2014-03-19 00:52
Mögnuð mynd. Risastór. Virkilega spennandi. Drama. Mjög töff action atriði. Áhugaverður ævintýraheimur. Vel leikin - enda einvala lið leikara. Nick Nolte stóð sig vel sem gamall steinn, röddin mjög viðeigandi.
0.3
Íslenska náttúran var mögnuð í sínu hlutverki - endalaust af fjölbreyttri fegurð. Mér fannst Ísland gera rosalega mikið fyrir þessa mynd - gerði hana að enn meira listaverki. Myndin leit mjög vel út - búningar, umhverfi o.s.frv.
Mér fannst þetta smá ádeila á kjötætur - að öll dýr eigi rétt á að lifa. Svo var þetta líka "áróður" fyrir því að passa upp á náttúruna. -
2013-10-26 21:21
Rosalega spennandi! Intense. Töff tónlist, gerði mikið fyrir stemninguna. Góðir leikarar. Myndin leit vel út. Flott myndataka. Glæsileg tölvugrafík - mjög raunveruleg. 3D var að koma ágætlega út á köflum. Gaman að sjá slatta af Íslendingum á credit listanum. Mögnuð mynd, gott stöff.
0.3 -
2013-01-19 03:14
Algjör snilld. Skemmtilegar (og skrautlegar) persónur. Vel gerð. Flott myndataka. Leit mjög vel út. Gott action. Rosalega mikið blóð. Hálf fyndið eiginlega hvað það var (óeðlilega) mikið blóð ;) Skemmtileg saga. Spennandi. Tónlistin var mjög skemmtileg - setti vissan stíl á myndina, eins og er oft í Quentin Tarantino myndum. Maður sá alveg nokkra "Tarantino regulars" sem maður kannast við úr öðrum myndum hans.
0.3 -
2012-11-22 22:57
Þetta var ROSALEGA spennandi mynd! Ótrúlega intense, eiginlega allan tímann. Ég man ekki eftir að hafa verið svona mikið á taugum ("on the edge of my seat") í langan tíma yfir einni mynd. Mögnuð saga, ótrúlegt tímabil og ruglað ástand í Íran. Mjög vel gerð mynd, vönduð. Þau náðu 70's stemningunni nokkuð vel, trúverðug. Fullt af góðum leikurum. Kæmi ekki á óvart ef þessi kvikmynd fengi nokkrar Óskarstilnefningar. Topp stöff!
0.3
← previous 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 next →
List generated by WP Movie Ratings.
Síðast uppfært 16. February, 2025
þú ert aldeilis fljótur að skrifa um American Gangster. My man, ég er sammála þér með myndina. Töff stöff.
Vei, fyrsta kommentið hérna :)
Já, maður reynir að hafa þetta eins ferskt og hægt er :)
Það er kosturinn við þetta setup – ég hendi bara upp einhverju stuttu review, skelli á þetta einhverjar stjörnur (bara svona gut feeling) og þá er það komið. Ekkert að tefja mig á óþarfa blaðri eða djúpum pælingum.
mér finnst of mikið af myndum hér með of litlum fresti – horfir of mikið á myndir
hehe… já, sorry – ég skal horfa á færri myndir ;) Væri ein á mánuði of mikið?
En þetta er svona – ég hata ekki að horfa á bíómyndir… I loves it :)
ein á mánuði ef hún er á bíórásinni
Já ég fór með alltof miklar væntingar á Max kallinn. Myndin var alveg töff en sagan samsvaraði sér alveg ferlega illa. Þetta lyktar eins og gömul skinka.
Öflugur að halda utan um myndirnar sem þú sérð! ;) Nice. Sammála Star Trek umfjölluninni. Frábær mynd! Og hei, líka sammála um Angels and Demons. Ólíkt Da Vinci Code fannst mér myndin betri en bókin.
Takk. Já, mér fannst kominn tími til að hafa smá yfirsýn yfir þær myndir sem ég horfi á þar sem ég horfi á örlítið fleiri en 2 myndir á ári ;)
Já, síðan var líka gaman að sjá í Angels & Demons hvað sumir hlutir voru allt öðruvísi en maður var búinn að ímynda sér þegar maður las bókina :)
Hot Rod: 10*?
Ég hefði smellt 8*.
Jú, skil þig – þegar ég horfði á hana aftur einn þá var þetta ekki alveg eins mikil snilld, en samt fáránlega fyndin. En þegar ég horfði á hana fyrst þá skemmti ég mér alveg konunglega – það var kannski bara stemmningin að horfa á þetta wit da boyz. 10 stjörnur þýðir alls ekki að mér fannst þetta einhver Óskarsverðlaunamynd…
En annars eru þessar stjörnugjafir engan veginn heilagar – oft bara nánast eitthvað skot út í loftið ;)
Jæja Nesi, ég er mjög spennt að lesa hvað þú hefur um Shutter Island að segja. Koma svo! Í bíó með þig! ;)
hehe, úff… bara pressa :) Já, ég er svona ennþá að vega og meta hvort ég ætli að sjá Shutter Island í bíó. En ætli maður verði ekki að tékka á þessu, Scorsese stendur alltaf fyrir sínu.