
Smá umfjöllun um kvikmyndir sem ég hef séð nýlega… Stutt kvikmyndagagnrýni – ég nenni að skrifa mismikið, fer yfirleitt eftir því hvað mér dettur fyrst í hug – oft bara að hugsa upphátt.
Stjörnugjöf… já, stjörnugjöf er eiginlega svolítið bullshit – ég held að það sé mismikið bakvið stjörnur sem fólk gefur myndum. Hjá mér er það yfirleitt bara gut feeling – hversu skemmtileg/fyndin/spennandi/flott fannst mér myndin. Upplifunin.
Það er ekki eins og ég sé með einhvern ákveðinn skala/staðal eða tékklista – “já, flottur bílaeltingaleikur – 1 stjarna, töff byssubardagi – bætist við 1,5 stjarna…” ;) Síðan getur stjörnugjöfin oft verið svona plús/mínus 1-2 stjörnur.
Hlaðvarp um kvikmyndir
Það er vert að minnast á að ég og Björn erum með hlaðvarp um kvikmyndir sem við köllum Búnir með poppið. Það er hægt að fylgjast með okkur í gegnum Facebook, Twitter og Instagram – og svo auðvitað hlusta á þættina á Spotify, Apple Podcasts, Google Podcasts og öðrum stöðum þar sem fólk hlustar á hlaðvörp.
Sort list by: title | rating ↓ | view date
-
2009-08-08 01:16
Mjög kúl mynd. Michael Mann kann sko að gera action myndir - klikkaðir byssubardagar. Það voru líka svo fáránlega kúl hljóð í byssuskotunum - ótrúlegur bassi, það titraði allt á köflum. Virkilega flott mynd og glæsileg myndataka. Greinilega mikið lagt í umhverfi, búninga o.s.frv. til að passa við þetta tímabil - kom vel út.
0.3
Ég geri ráð fyrir að myndin hafi verið tekin upp stafrænt og það setti svolítið sérstakan brag á hana. Hún var svolítið hrá á köflum og smá dogma stemmning þannig séð að það var eins og það væri eiginlega bara notast við náttúrulega/tiltæka birtu. Það gerði að stundum var eins og maður væri að horfa á heimildamynd, sem gerði hana svolítið raunverulegri. Topp leikarar - Johnny Depp og Christian Bale eru náttúrulega með bestu leikurum sem eru í gangi núna. Spennandi saga og skemmtilegir eltingaleikir. -
2009-01-31 01:43
Mjög góð mynd. Mjög flott - flott myndataka og vel leikstýrð. Góð saga - fyndin og spennandi. Vel leikin. Já, nokkurn veginn mjög góð mynd í alla staði... Stelpan, Latika, eða s.s. Freida Pinto er alveg skuggalega falleg - maður hlýtur að sjá hana í fullt af kvikmyndum í framtíðinni.
0.3 -
2008-12-20 01:16
Algjör snilld. Fáránlega fyndin mynd - Jim Carrey í essinu sínu. Maður var oft alveg í hláturskasti - það er alltaf hressandi, ekki nógu oft sem bíómyndir eru svona sprenghlægilegar. Jim Carrey svona silly og spontaneous er alveg að gera góða hluti...
0.3 -
2008-07-25 01:49
Mögnuð mynd - virkilega flott, geðveik myndataka og action atriðin voru náttúrulega rosaleg. Allt mjög vandað - mjög flott "áferð" á myndinni. Svipað og í Batman Begins þá voru kvöld/nætur atriðin mjög drungaleg - skapaði svolítið sérstaka stemmningu... Myndin var líka skuggalega fyndin inn á milli - þá aðallega þegar Joker-inn átti í hlut, enda viðeigandi. Heath Ledger stóð sig mjög vel - náði að gera Joker-inn (bókstaflega) einn geðveikasta karakter sem maður hefur séð á hvíta tjaldinu, kæmi alls ekkert á óvart að hann myndi fá Óskarinn. Maður hefði alveg verið til í að sjá hann áfram í fleiri Batman myndum... Verður spennandi að sjá hvort þeir haldi áfram og búi til þriðju myndina í þessari endurlífguðu Batman seríu - og miðað við að The Dark Knight er að slá hvert metið á fætur öðru þá eru frekar miklar líkur á því. Frekar löng mynd, en virtist samt ekki vera það - endalaus bardagi fram og til baka á milli góðs og ills. Gaman að sjá William Fichtner þarna í smá hlutverki...
0.3 -
2008-02-05 22:13
Öss! Þetta var rosalegt... alveg mögnuð mynd. 250% RDS af blóði, byssum og sprengingum. 100% skemmtun. Svona á sko að gera action myndir - vopn með alvöru krafti og líkamspartar fljúgandi út um allt. Geðveikur action-roller coaster í lokinn - maður var alveg gapandi hvað þetta var mikil snilld. John Rambo still got it :)
0.3 -
2007-11-26 19:11
Virkilega góð mynd. Gott dæmi um mynd með fullt af góðum leikurum sem gengur upp. Eins og ég sagði þegar ég sá hana fyrst þá er þetta hörku handrit - hellingur af twist & turns, allir að svíkja alla - en samt ekki of flókið þannig að þetta var komið út í rugl. Martin Scorsese fékk loksins Óskarinn, átti það sannarlega skilið.
0.3 -
2007-09-11 01:00
Mögnuð mynd - virkilega flott. Töff action atriði - smá Matrix stíll í gangi eins og við mátti búast. Natalie Portman brillerar eins og venjulega. Líka skemmtilegar pælingar varðandi hversu mikið vald ríkið á að hafa og hvað þú hefur mikil áhrif ef þú ræður yfir fjölmiðlunum.
0.3 -
2007-08-24 00:37
Non-stop action baby! Já, já... hörku spennumynd. Þriðja myndin er ekki síðri en hinar (bara betri ef eitthvað er). Þetta er alveg efni í mega franchise - James Bond þarf að passa sig ;)
0.3 -
2007-07-28 00:22
Algjör snilld! Sprenghlægileg. Alveg biðarinnar virði.
0.3 -
2023-01-22 00:24Avatar: The Way of Water (2022)
Mögnuð mynd. Magnaður heimur. Virkilega flott – kom vel út í 3D, slatti af extra flottum atriðum. Geggjaðar tæknibrellur – algjört listaverk. Spennandi. Drama. Töff action atriði. Maður skynjaði alveg skilaboðin um að við ættum að lifa í sátt og samlyndi við dýrin og náttúruna.
0.3 -
2022-09-18 22:38
Mjög áhugaverð mynd. Gaman að sjá tónlistarsköpunina, hvernig lög urðu til. Ég hafði ekki áður heyrt um þennan Colonel Tom Parker. Farið nokkuð hratt yfir söguna, en löng mynd þar sem það er verið að fara yfir mikið af efni. Áhugavert að sjá hvað það sem var í gangi í heiminum hafði áhrif á Elvis og hans tónlist. Flott myndataka, umgjörð, búningar og allt það... Austin Butler var flottur sem Elvis – náði honum nokkuð vel. Eðlilega frekar sorglegur endir.
0.3 -
2022-09-16 23:32
Mjög spennandi mynd. Ekta spæjara (whodunit/murder mystery) thriller. Hellingur af flottum leikurum. Fínasta handrit og plot.
0.3 -
2022-09-05 23:23
Skemmtilega klikkuð mynd – svartur húmor og smá silly vibes, þannig að ekki beint hryllingur þótt þetta sé brútal. Áhugavert concept, en maður hefur alveg séð álíka pælingar t.d. í Ready or Not og Squid Game – en alveg öðruvísi plot hérna (Damon Lindelof sem bjó til Lost sá m.a. um handritið). Betty Gilpin leikur mjög skemmtilegan karakter. Slatti af cameos. #netflix
0.3 -
2022-08-13 23:33
Mjög skemmtileg mynd. Góð blanda af hasar, spennu og húmor. Slatti af skemmtilegum persónum ásamt nokkrum góðum cameos. Töff myndataka og klipping.
0.3 -
2022-07-10 01:04
Mjög skemmtileg og fyndin mynd. Súr húmor – eins og við má búast hjá Taika Waititi. Það er ekkert verið að taka þessu of alvarlega. Jafnvel meira grínmynd heldur en spennu/action-mynd. Christian Bale var geggjaður eins og alltaf – tók gæðin á næsta stig. Alls konar skemmtilegar aukapersónur og cameos. Spennandi mynd og flott bardagaatriði. Tónlistin var töff – setti skemmtilegan stíl á þetta. Topp afþreying.
0.3 -
2022-07-08 20:47
Mjög skemmtileg mynd – topp fjölskylduafþreying. Áhugaverður heimur byggður á hinum ýmsu tölvuleikjum – skemmtilega blandað saman. Mikil nostalgía – ég kunni að meta það. Fínasti húmor. Fínasta saga. #disneyplus
0.3 -
2022-06-05 23:39
Geggjuð mynd. Mjög töff. Spennandi. Mögnuð myndataka og action atriði. Ekta gamaldags poppkorns sumar-blockbuster.
0.3 -
2022-04-05 23:26
Skemmtilega hrá myndataka og klipping – stundum sá maður hlutina í gegnum öryggismyndavélar. Mjög spennandi. Brútal. Alltaf áhugaverðar myndir sem gerast mest megnis á litlu svæði og með fáum leikurum. Svo er líka eins og myndin gerðist að miklu leyti í rauntíma, sem er líka áhugavert að upplifa. Nokkuð frumleg mynd. #amazonprime
0.3 -
2022-04-01 22:25The Mitchells vs the Machines (2021)
Mjög fyndin. Leit vel út – skemmtilega skapandi, flottur stíll. Spennandi. Fínasta saga. Gott stöff. #netflix
0.3 -
2022-03-27 00:17
Töff mynd. Spennandi og flott. Gotham var drungaleg eins og áður – endalaus rigning og þung stemning. Hellingur af flottum leikurum. Þau náðu að troða inn fullt af persónum úr Batman heiminum. Robert Pattinson stóð sig vel sem Batman, Zoë Kravitz var töff sem Catwoman og Colin Farrell var í geggjuðu gervi sem The Penguin. Vissulega mjög löng mynd (rétt tæplega 3 tímar) og hún var smá hæg á köflum, en ekki langdregin.
0.3 -
2022-02-26 20:25Spider-Man: No Way Home (2021)
Risastór og að vissu leyti flókin mynd. Spennandi. Nóg af flottum Marvel bardögum. Líka slatti af drama. Mjög skemmtilegt twist sem kom á óvart og gerði þetta að einstakri Marvel mynd – en ekki hægt að fara nánar út í án spoilers. Þetta er að verða ansi flókinn heimur og maður fær alltaf meira á tilfinninguna að hver mynd og hver sjónvarpsþáttur er bara púsl í risastórri sögu – þetta er langt frá því að vera sjálfstæðar einingar. Sem þýðir að það er alveg smá skuldbinding ef þú vilt vera inni í öllu og átta þig á hvað er í gangi 😅
0.3 -
2021-12-29 00:21The Matrix Resurrections (2021)
Geggjuð mynd. Ég var að elska allar vísanirnar (reference/tribute) til fyrstu Matrix myndarinnar. Ýmsir skemmtilegir meta brandarar líka. Mikill nostalgíu rússíbani – sem ég kunni að meta. Spennandi. Ekki eins mikið af mind-blowing action atriðum – en það er vissulega yfirleitt flottara þegar maður sér þannig fyrst. Djúpar heimspekilegar pælingar og skilaboð eins og áður. Smá zombie stemning – sem kom á óvart.
0.3 -
2021-11-14 23:28
Mjög góð mynd. Spennandi og fyndin. Gott action. Fullt af plot twists. Skemmtilegt leikaraúrval. Big-budget Netflix mynd. Topp afþreying. #netflix
0.3 -
2021-10-10 19:29
Mjög skemmtileg mynd. Spennandi og fyndin – góð blanda. Töff action atriði og flottar tæknibrellur. Sniðugt concept að sögu í kringum battle royale og open world leiki – slatti af streamer cameos úr þeim heimi. Líka Hollywood leikarar með cameos. Margar skemmtilegar vísanir í hina ýmsa tölvuleiki. Áhugaverðar pælingar í kringum leikjahönnun, gervigreind og "simulation hypothesis" – jafnvel heimspekilegt á köflum.
0.3 -
2021-09-07 23:25
Mjög spennandi. Grípandi keyrsla. Klikkuð skrímslamynd. Gott action. Nokkuð gott plot. Áhugavert concept. Með betri kvikmyndum sem ég hef séð undanfarið í gegnum streymisþjónustur. Skemmtilegt að greinilega slatti var tekinn upp á Íslandi – fullt af Íslendingum á credit listanum.
0.3 -
2021-08-07 01:05
Virkilega skemmtileg mynd – topp afþreying. Mikið grín og glens – meira en ég bjóst við. Mikið bull og súr húmor – James Gunn virðist vera mikið fyrir súran húmor. Þetta er í raun mjög ofbeldisfull grínmynd. Gott action – leit vel út, flottar tæknibrellur. Miklu betri en fyrri Suicide Squad myndin. Harley Quinn (Margot Robbie) er alltaf í upphaldi – skemmtilega klikkuð og fyndin, gerði mjög mikið fyrir myndina. Ég væri til í að sjá meira af Bloodsport (Idris Elba) – magnaðar byssur sem hann var að púsla saman.
0.3 -
2021-07-14 23:37
Geggjuð mynd. Mjög spennandi. Ekta Marvel action – alltof langt síðan ég sá Marvel mynd síðast í bíói. Solid keyrsla – klikkaðar tæknibrellur. Vel gerð og flott mynd.
0.3 -
2021-06-10 00:28
Mjög spennandi og stressandi mynd. Maður var alveg á nálum og brá alveg nokkrum sinnum. Tónlistin og hljóðið ýtti undir stressið og mjög skemmtilegt hvernig var spilað með þegar það var lítið eða alls ekkert hljóð. Góð saga og handrit. Mjög vel leikin – fullt af fínum leikurum. Þetta var meiri skrímslamynd heldur en fyrri myndin – þar sá maður miklu minna af skrímslunum og það var meiri spenna í kringum óvissuna. Það var gaman að fræðast meira um hvernig þetta byrjaði, þegar skrímslin komu fyrst.
0.3 -
2021-05-18 23:25
Töff mynd. Spennandi og svakaleg action atriði. Jason Statham var grjótharður eins og alltaf. Hann var sérstaklega alvarlegur og einbeittur (determined) í þessari mynd. Hann er oft glettilega fyndinn og með góða frasa, en núna var hann skiljanlega mjög reiður. Tónlistin var geggjuð – skapaði mjög góða stemningu (spennu). Ekki hefðbundin Guy Ritchie mynd – ekki eins mikið af skrautlegum persónum og hnyttnum samtölum. En mjög solid spennumynd.
0.3 -
2021-05-02 23:39Tom Clancy's Without Remorse (2021)
Mjög spennandi mynd. Svakaleg action atriði. Ágætis plot. Michael B. Jordan var grjótharður. Það var skemmtilegt að það voru nokkrar vísanir í restina af Tom Clancy heiminum. Svo var það Jónsi (úr Sigur Rós) sem sá um tónlistina – bjóst ekki við því.
0.3
← previous 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 next →
List generated by WP Movie Ratings.
Síðast uppfært 13. February, 2022
þú ert aldeilis fljótur að skrifa um American Gangster. My man, ég er sammála þér með myndina. Töff stöff.
Vei, fyrsta kommentið hérna :)
Já, maður reynir að hafa þetta eins ferskt og hægt er :)
Það er kosturinn við þetta setup – ég hendi bara upp einhverju stuttu review, skelli á þetta einhverjar stjörnur (bara svona gut feeling) og þá er það komið. Ekkert að tefja mig á óþarfa blaðri eða djúpum pælingum.
mér finnst of mikið af myndum hér með of litlum fresti – horfir of mikið á myndir
hehe… já, sorry – ég skal horfa á færri myndir ;) Væri ein á mánuði of mikið?
En þetta er svona – ég hata ekki að horfa á bíómyndir… I loves it :)
ein á mánuði ef hún er á bíórásinni
Já ég fór með alltof miklar væntingar á Max kallinn. Myndin var alveg töff en sagan samsvaraði sér alveg ferlega illa. Þetta lyktar eins og gömul skinka.
Öflugur að halda utan um myndirnar sem þú sérð! ;) Nice. Sammála Star Trek umfjölluninni. Frábær mynd! Og hei, líka sammála um Angels and Demons. Ólíkt Da Vinci Code fannst mér myndin betri en bókin.
Takk. Já, mér fannst kominn tími til að hafa smá yfirsýn yfir þær myndir sem ég horfi á þar sem ég horfi á örlítið fleiri en 2 myndir á ári ;)
Já, síðan var líka gaman að sjá í Angels & Demons hvað sumir hlutir voru allt öðruvísi en maður var búinn að ímynda sér þegar maður las bókina :)
Hot Rod: 10*?
Ég hefði smellt 8*.
Jú, skil þig – þegar ég horfði á hana aftur einn þá var þetta ekki alveg eins mikil snilld, en samt fáránlega fyndin. En þegar ég horfði á hana fyrst þá skemmti ég mér alveg konunglega – það var kannski bara stemmningin að horfa á þetta wit da boyz. 10 stjörnur þýðir alls ekki að mér fannst þetta einhver Óskarsverðlaunamynd…
En annars eru þessar stjörnugjafir engan veginn heilagar – oft bara nánast eitthvað skot út í loftið ;)
Jæja Nesi, ég er mjög spennt að lesa hvað þú hefur um Shutter Island að segja. Koma svo! Í bíó með þig! ;)
hehe, úff… bara pressa :) Já, ég er svona ennþá að vega og meta hvort ég ætli að sjá Shutter Island í bíó. En ætli maður verði ekki að tékka á þessu, Scorsese stendur alltaf fyrir sínu.