
Smá umfjöllun um kvikmyndir sem ég hef séð nýlega… Stutt kvikmyndagagnrýni – ég nenni að skrifa mismikið, fer yfirleitt eftir því hvað mér dettur fyrst í hug – oft bara að hugsa upphátt.
Stjörnugjöf… já, stjörnugjöf er eiginlega svolítið bullshit – ég held að það sé mismikið bakvið stjörnur sem fólk gefur myndum. Hjá mér er það yfirleitt bara gut feeling – hversu skemmtileg/fyndin/spennandi/flott fannst mér myndin. Upplifunin.
Það er ekki eins og ég sé með einhvern ákveðinn skala/staðal eða tékklista – “já, flottur bílaeltingaleikur – 1 stjarna, töff byssubardagi – bætist við 1,5 stjarna…” ;) Síðan getur stjörnugjöfin oft verið svona plús/mínus 1-2 stjörnur.
Hlaðvarp um kvikmyndir
Það er vert að minnast á að ég og Björn erum með hlaðvarp um kvikmyndir sem við köllum Búnir með poppið. Það er hægt að fylgjast með okkur í gegnum Facebook, Twitter og Instagram – og svo auðvitað hlusta á þættina á Spotify, Apple Podcasts, Google Podcasts og öðrum stöðum þar sem fólk hlustar á hlaðvörp.
Sort list by: title | rating ↓ | view date
-
2007-08-14 22:15
Fín grínmynd. Nóg af góðum one-liners. Maður þarf bara að passa sig að hugsa ekki of mikið ;) Skelltu inn skemmtilegu tribute til Who's on first?
0.3 -
2025-06-13 20:01
Ágætlega spennandi ævintýramynd – smá blanda af Indiana Jones, Tomb Raider og The Da Vinci Code. Handritið (sérstaklega samtölin) hefði getað verið betra. Nokkur töff atriði.
0.3 -
2025-04-25 20:15
Fín fjölskyldumynd. Nokkuð spennandi í lokinn. Hefði örugglega haft meira gaman af útgáfunni með ensku tali.
0.3 -
2025-03-29 20:13The Angry Birds Movie 2 (2019)
Fyndin vitleysa – vel kjánaleg. Skemmtileg fjölskyldumynd. Fullt af frægu fólki að tala inn á myndina. #netflix
0.3 -
2025-02-09 17:01
Áhugaverð mynd. Örlítið öðruvísi en ég bjóst við. Töluvert brotnir einstaklingar. Dark & twisted eins og margar A24 myndir. Myndin náði ekki alveg eins miklu flugi og hún hefði kannski getað gert.
0.3 -
2025-01-26 23:11
Skemmtileg fjölskylduvæn-ish (ekki of brútal ofbeldi) action mynd. Handritið var stundum smá einfalt – týpískir og hentugir atburðir (óþarfi að flækja hlutina). Þetta er nokkuð algengt plot – gamlir spæjarar búnir að segja skilið við action lífið og komnir með fjölskyldu, en neyðast til að nýta hæfileikana sína aftur. Fínasta afþreying – spennandi og fyndin inn á milli. #netflix
0.3 -
2025-01-19 15:22
Skemmtileg fjölskyldumynd – ágætis saga að því leyti. Fyndin á köflum. Alltaf gaman að sjá skot frá hinum ýmsu stöðum í New York. Alls konar skemmtilegar vísanir í aðrar Disney myndir. #disneyplus
0.3 -
2025-01-12 23:21Den of Thieves: Pantera (2025)
Fínasta action-afþreying. Smá hæg í gang, en seinni helmingurinn var spennandi og skemmtilegur. Alveg gaman að þetta gerðist í Evrópu – fullt af flottum “scenic” skotum.
0.3 -
2024-12-14 23:16
Áhugavert framhald. Smá skemmtileg þessi söngleikja stemning – af því að það er smá fyndið/klikkað ef fólk væri reglulega að detta í söng og dans eins og er reynt að hafa eðlilegt í söngleikjum. Þannig að þetta er nokkuð sniðug leið til að sýna hvað þau tvö eru klikkuð. Tónlistin frá Hildi Guðna var líka mjög góð – skapaði spennandi og drungalega stemningu. Mjög sorgleg mynd. Mjög áhugavert að sjá þennan seinni part til að vita hvernig þessi heimur (og persónurnar í honum) var hugsaður.
0.3 -
2024-11-17 20:16
Skemmtileg og falleg fjölskyldumynd. Handritið hefði mögulega getað verið betra, vantaði kannski smá í söguna.
0.3 -
2024-11-14 20:15
Fín mynd. Dramatísk – en minna dramatísk og meira rómantísk en ég bjóst við.
0.3 -
2024-10-18 23:39
Fyndið concept. Ágætlega spennandi. Ein mest brútal jólamynd sem ég hef séð – en svo líka nokkuð (skemmtilega) kjánaleg inn á milli.
0.3 -
2024-09-01 23:33
Mjög spennandi thriller – náði alveg athygli manns frá byrjun. Áhugavert concept. Þetta er vissulega góð leið til að láta dóttur þína fá meiri athygli í byrjun á söngferlinum sínum – Saleka sem leikur söngkonuna (og samdi öll lögin) er dóttir M. Night Shyamalan. Gaman að sjá Íslendinga að sjá um hluta af tónlistinni.
0.3 -
2024-08-18 21:25
Fyndin vitleysa eins og maður bjóst við. Mjög kjánaleg og ýkt. Ágætlega spennandi og fínt action – þau hafa þurft að ráða alveg svakalegt magn af áhættuleikurum. Fínasta afþreying, sérstaklega þegar maður er heima í veikindamóki. #primevideo
0.3 -
2024-08-17 23:23Furiosa: A Mad Max Saga (2024)
Smá skrýtin mynd – leikmyndin og lýsingin er ekki týpísk fyrir bíómyndir, meira eins og leikrit. Oft frekar listrænt útlit og myndataka. Áfram einstaki Mad Max stíllinn á umhverfinu. Ágætlega spennandi. En oft frekar hægur taktur – eðlilega mikið að vera segja þessa baksögu. Fyrsta skipti sem ég sé AI Visual Effects á credit listanum – heilt fyrirtæki og fullt af fólki sem var að sinna þannig vinnu.
0.3 -
2024-07-27 20:13
Skemmtileg fjölskyldumynd. Nokkuð fyndin á köflum. Ágætis útkoma miðað við að vera byggt á iPhone tölvuleik.
0.3 -
2024-07-25 18:58
Skemmtileg og fyndin barnamynd. Meira barnamynd en fjölskyldumynd. Slatti af áberandi vörulaum (product placement).
0.3
Aníta:
Mjög skemmtileg! -
2024-07-24 21:15Beverly Hills Cop: Axel F (2024)
Skemmtileg nostalgía – slatti af vísunum í gömlu myndirnar og gaman að sjá alla gömlu leikarana. Ágætlega spennandi. Ágætis afþreying. #netflix
0.3 -
2024-07-23 21:46
Skemmtileg mynd – áhugavert twist á þessum sögulegu viðburðum. Þetta hefði getað verið kraftmeiri saga eða smá þéttari keyrsla (betra "pace"). En fínasta afþreying.
0.3 -
2024-07-10 22:45
Fínasta 90's action mynd. Nokkuð spennandi. Áhugavert að taka eftir muninum á bardagaatriðum og hljóðhönnun þá og nú. #netflix
0.3 -
2024-07-08 23:43
Áhugaverð saga, áhugaverðar týpur – ég gleymdi í raun að þetta væri byggt á alvöru fjölskyldu. Ákveðinn A24 indie/arty bragur. Mjög dramatísk og sorgleg – sérstaklega í lokinn.
0.3 -
2024-06-13 23:03
Skemmtileg mynd. Fyndin. Spennandi. Fínasta afþreying. Ennþá að melta hvort endirinn hefði getað verið betri. #netflix
0.3 -
2024-05-24 19:59
Klassísk Disney fjölskyldumynd. Frekar stutt (75 mínútur). Ég vissi ekki að Christian Bale talaði inn á myndina. #disneyplus
0.3 -
2024-05-23 23:34
Mjög skrýtin mynd – eins og margar A24 myndir, en þessi er meðal skrýtnustu. Slatti af WTF atriðum. Fyndin. Skemmtilega öðruvísi persóna fyrir Nicolas Cage.
0.3 -
2024-05-19 20:33
Klassísk Disney mynd. Fínasta fjölskyldumynd. Ágæt saga. #disneyplus
0.3 -
2024-05-18 22:32
Ágætlega spennandi, en hæg á köflum. Sjarmerandi ítalskur bær sem hann var í. Vantaði smá upp á handritið stundum – "snubbótt" atvik atburða (flæði/lógík hefði getað verið betra).
0.3
← previous 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 next →
List generated by WP Movie Ratings.
Síðast uppfært 16. February, 2025
þú ert aldeilis fljótur að skrifa um American Gangster. My man, ég er sammála þér með myndina. Töff stöff.
Vei, fyrsta kommentið hérna :)
Já, maður reynir að hafa þetta eins ferskt og hægt er :)
Það er kosturinn við þetta setup – ég hendi bara upp einhverju stuttu review, skelli á þetta einhverjar stjörnur (bara svona gut feeling) og þá er það komið. Ekkert að tefja mig á óþarfa blaðri eða djúpum pælingum.
mér finnst of mikið af myndum hér með of litlum fresti – horfir of mikið á myndir
hehe… já, sorry – ég skal horfa á færri myndir ;) Væri ein á mánuði of mikið?
En þetta er svona – ég hata ekki að horfa á bíómyndir… I loves it :)
ein á mánuði ef hún er á bíórásinni
Já ég fór með alltof miklar væntingar á Max kallinn. Myndin var alveg töff en sagan samsvaraði sér alveg ferlega illa. Þetta lyktar eins og gömul skinka.
Öflugur að halda utan um myndirnar sem þú sérð! ;) Nice. Sammála Star Trek umfjölluninni. Frábær mynd! Og hei, líka sammála um Angels and Demons. Ólíkt Da Vinci Code fannst mér myndin betri en bókin.
Takk. Já, mér fannst kominn tími til að hafa smá yfirsýn yfir þær myndir sem ég horfi á þar sem ég horfi á örlítið fleiri en 2 myndir á ári ;)
Já, síðan var líka gaman að sjá í Angels & Demons hvað sumir hlutir voru allt öðruvísi en maður var búinn að ímynda sér þegar maður las bókina :)
Hot Rod: 10*?
Ég hefði smellt 8*.
Jú, skil þig – þegar ég horfði á hana aftur einn þá var þetta ekki alveg eins mikil snilld, en samt fáránlega fyndin. En þegar ég horfði á hana fyrst þá skemmti ég mér alveg konunglega – það var kannski bara stemmningin að horfa á þetta wit da boyz. 10 stjörnur þýðir alls ekki að mér fannst þetta einhver Óskarsverðlaunamynd…
En annars eru þessar stjörnugjafir engan veginn heilagar – oft bara nánast eitthvað skot út í loftið ;)
Jæja Nesi, ég er mjög spennt að lesa hvað þú hefur um Shutter Island að segja. Koma svo! Í bíó með þig! ;)
hehe, úff… bara pressa :) Já, ég er svona ennþá að vega og meta hvort ég ætli að sjá Shutter Island í bíó. En ætli maður verði ekki að tékka á þessu, Scorsese stendur alltaf fyrir sínu.