• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

I am official station

Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
You are here: Home / Kvikmyndagagnrýni

Kvikmyndagagnrýni

Kvikmyndagagnrýni (plaköt)

Smá umfjöllun um kvikmyndir sem ég hef séð nýlega… Stutt kvikmyndagagnrýni – ég nenni að skrifa mismikið, fer yfirleitt eftir því hvað mér dettur fyrst í hug – oft bara að hugsa upphátt.

Stjörnugjöf… já, stjörnugjöf er eiginlega svolítið bullshit – ég held að það sé mismikið bakvið stjörnur sem fólk gefur myndum. Hjá mér er það yfirleitt bara gut feeling – hversu skemmtileg/fyndin/spennandi/flott fannst mér myndin. Upplifunin.

Það er ekki eins og ég sé með einhvern ákveðinn skala/staðal eða tékklista – “já, flottur bílaeltingaleikur – 1 stjarna, töff byssubardagi – bætist við 1,5 stjarna…” ;) Síðan getur stjörnugjöfin oft verið svona plús/mínus 1-2 stjörnur.

Hlaðvarp um kvikmyndir  

Það er vert að minnast á að ég og Björn erum með hlaðvarp um kvikmyndir sem við köllum Búnir með poppið. Það er hægt að fylgjast með okkur í gegnum Facebook, Twitter og Instagram – og svo auðvitað hlusta á þættina á Spotify, Apple Podcasts, Google Podcasts og öðrum stöðum þar sem fólk hlustar á hlaðvörp. 

Sort list by: title | rating ↓ | view date

  • Show the reviewHide the reviewJourney to the Center of the Earth (2008) 6/10

    2009-12-26 02:01
    * * * * * *

    Létt fjölskyldumynd... Fannst íslenska þýðingin skemmtileg: Leyndardómar Snæfellsjökuls. Slatti af effect-um sem hefði líklega verið fjör að sjá í 3D bíó...

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewThis Is It (2009) 6/10

    2009-12-25 02:46
    * * * * * *

    Áhugaverð heimildamynd um tónleika sem hefðu verið rugl flottir. Virkilega mikið lagt í að gera show-ið glæsilegt. Áhugavert að fylgjast með Michael Jackson æfa sig, hvernig hann vinnur...

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewTerminator Salvation (2009) 6/10

    2009-12-15 01:03
    * * * * * *

    Ágætis spennumynd. Slatti af sprengingum, byssubardögum... þessu helsta. Handritið var ekkert alltof bitastætt. Leit nokkuð vel út.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewMoon (2009) 6/10

    2009-11-23 00:01
    * * * * * *

    Áhugaverð mynd. Svolítið öðruvísi. Hæg og smá artý bragur. Eiginlega einleikur. Leit vel út - flott leikmynd og raunveruleg tölvugrafík.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewThe Goods: Live Hard, Sell Hard (2009) 6/10

    2009-11-20 20:36
    * * * * * *

    Nokkuð fyndin mynd. Bull og vitleysa - eins og maður bjóst nú við. Will Ferrel átti eiginlega besta atriðið.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewGamer (2009) 6/10

    2009-10-20 23:30
    * * * * * *

    Mjög kúl mynd - leit vel út; umhverfið, áferðin, litirnir... Kúl effect-ar, Crank gaurarnir klikka ekki - öll helstu trick-in sem maður kannast við hjá þeim; hraðar klippingar, funky sjónarhorn... var alveg að virka, mér fannst það alla vega ekki of mikið. Efnislega er hún ekki upp á marga fiska - handritið ekkert alltof bitastætt. En þetta er fínasta afþreying. Líka áhugaverð framtíðar pæling - tækni, siðferði og svona... Gott action, nóg af kúl byssubardögum, sprengingum og þessu helsta. Slatti af þekktum leikurum. Michael C. Hall (aka Dexter) smellpassar sem svona siðferðislaus gaur.

    0.3
  • Show the reviewHide the review21 (2008) 6/10

    2009-10-10 21:42
    * * * * * *

    Nokkuð kúl mynd. Ágætlega spennandi... Alltaf gaman af Las Vegas glamúr... Áhugavert að geta talið spil, maður ætti kannski að prófa það einhvern tíman ;)

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewYear One (2009) 6/10

    2009-10-04 20:26
    * * * * * *

    Nokkuð fyndin. Mikið af silly húmor eins og maður bjóst við...

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewDuplicity (2009) 6/10

    2009-10-03 02:43
    * * * * * *

    Ágætist spæjaramynd - nema þetta er um corporate espionage... Ágæt spenna. Twist and turns... hver er að svíkja hvern..? Vantar samt eitthvað... hefði mátt vera meiri "adrenalín spenna".

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewThe Savages (2007) 6/10

    2009-10-03 02:34
    * * * * * *

    Mjög fyndin mynd - en dramtísk... Kómísk sýn á að höndla það að þurfa hugsa um foreldra sína... Afbragðs leikarar.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewSurrogates (2009) 6/10

    2009-10-03 01:19
    * * * * * *

    Áhugaverð framtíðarpæling - veit samt ekki hvort það sé spennandi tilhugsun að liggja allan daginn og stýra einhverju vélmenni. Ágætt action en meira lagt upp úr spennunni og svona "löggan að leysa málið". Nokkuð töff tæknibrellur.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewSmokin' Aces (2006) 6/10

    2009-09-30 17:31
    * * * * * *

    Gott action. Góð spenna. Fullt af þekktum leikurum. Endirinn er reyndar frekar gallaður...

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewBasic Instinct (1992) 6/10

    2009-09-30 11:59
    * * * * * *

    Góð spenna... að vissu leyti klassísk 90's mynd. Ágætt handrit/plot en nokkuð fyrirsjáanlegt.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewIn the Loop (2009) 6/10

    2009-09-09 21:28
    * * * * * *

    Fyndin vitleysa. Sýnir nokkuð vel hvað pólitík er mikið bull ;)

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewThe Taking of Pelham 1 2 3 (2009) 6/10

    2009-08-25 22:29
    * * * * * *

    Kúl mynd. Denzel og Tony Scott eru yfirleitt góðir saman. En þetta er ekki besta mynd þeirra - frekar týpísk, fyrirsjáanleg Hollywood formúlumynd. En maður hefur alltaf lúmskt gaman af New York myndum.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewG.I. Joe: The Rise of Cobra (2009) 6/10

    2009-08-19 00:52
    * * * * * *

    Þessi mynd var nokkurn veginn eins og ég bjóst við - þunnt handrit, enginn framúrskarandi leikur og bara keyrt áfram á fullt af tæknibrellum og sprengingum. Slatti af þekktum andlitum. Megnið af myndinni var í rauninni tölvugrafík og þar sem þeir voru að gera svona mikið út á tölvugrafík og tæknibrellur þá fannst mér hálf lélegt þegar það var of augljóst að þetta var tölvugrafík - var ekki nógu eðlilegt (hreyfingar, litur...). Það var slatti af kjánalegum línum og atriðum. En ágætis afþreying. Ágætlega kúl á köflum, fín bardagaatriði.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewFunny Games U.S. (2007) 6/10

    2009-08-05 22:55
    * * * * * *

    Temmilega twisted mynd. Eiginlega bara fucked up. Gaurarnir tveir voru algjörlega psycho - leikararnir pössuðu mjög vel í hlutverkin. Áhugaverð mynd að vissu leyti - en mjög spes, ýmislegt óvenjulegt við hana. Ofbeldið er dregið á langinn og manni haldið í spennu... Nokkur kímleg atriði en maður gat varla hlegið. Anti-feel-good mynd. En hún var vönduð, leikararnir voru alveg að skila sínu - maður fann til með fórnarlömbunum - og hún leit vel út. Oft voru stórir hlutar af umhverfinu skjannahvítir sem gerði stemmninguna ennþá meira psycho.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewThe Strangers (2008) 6/10

    2009-08-03 03:28
    * * * * * *

    Klikkað scary mynd - algjör psycho thriller sem heldur manni á nálum mest allan tímann, mögnuð spenna. Hrollvekja dauðans. Alltaf áhugavert að sjá kvikmyndir með svona fáum leikurum.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewFirst Snow (2006/I) 6/10

    2009-08-03 03:23
    * * * * * *

    Nettur thriller í gangi. Ágæt saga... samt svolítið spes. Slatti af drama.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewThe Wrestler (2008) 6/10

    2009-07-05 23:21
    * * * * * *

    Dramatísk mynd alveg í gegn... Fær mann ekki beint til að langa verða atvinnu glímukappi. Vönduð mynd.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewThe Horsemen (2009) 6/10

    2009-06-22 20:50
    * * * * * *

    Mjög "dark" mynd - skuggalegur thriller... Tékkaði á þessu aðallega þar sem ég tók eftir að Jonas Åkerlund leikstýrði henni - gaurinn sem leikstýrði Smack My Bitch Up tónlistarmyndbandinu og Spun, en það voru nú engar þannig crazy klippingar í þessari mynd. Engin snilld, en ágætlega spennandi, náði samt aldrei almennilega flugi...

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewObserve and Report (2009) 6/10

    2009-05-02 01:04
    * * * * * *

    Klikkuð mynd. Súr, fyndin, vandræðaleg, brútal og frekar random á köflum. Mjög sérstök grínmynd. Klikkaðir karakterar. Ég var sérstaklega að fíla gaurinn sem Michael Peña lék (Dennis).

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewHow to Lose Friends & Alienate People (2008) 6/10

    2009-04-06 21:43
    * * * * * *

    Ágætlega fyndin. Nóg af þekktum leikurum... Ágæt afþreying.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewRise of the Footsoldier (2007) 6/10

    2009-04-06 21:36
    * * * * * *

    Rugl brútal mynd! Kolruglað lið - og þetta er byggt á sannsögulegum atburðum. Fjallar um gaura sem byrja sem brjálaðar fótboltabullur sem skalla mann og annan og verða síðan hardcore drug gangstas.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewKnowing (2009) 6/10

    2009-03-29 01:54
    * * * * * *

    Ágæt mynd. Nóg af flottum tæknibrellum. Svolítið spes á köflum - spes pælingar. Nett dramatísk í lokinn - en það fylgir víst... Það sem stóð upp úr voru flottar og íburðamiklar tæknibrellur - löng og ítarleg action atriði...

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewKids (1995) 6/10

    2009-02-02 20:25
    * * * * * *

    Krakkar í ruglinu... frekar mögnuð mynd. Algjör indie/low-budget fílingur - myndatakan er svolítið eins og þetta sé heimildamynd og það er oft eins og leikurinn/samtölin sé bara spuni. Það var líklega markmiðið hjá Larry Clark - að hafa þetta sem raunverulegast.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewYoung People Fucking (2007) 6/10

    2009-01-26 20:42
    * * * * * *

    Temmilega indie/arty mynd... nokkuð fyndin. Áhugaverð mynd með áhugaverðum titli.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewRole Models (2008) 6/10

    2009-01-24 01:02
    * * * * * *

    Klassísk bull og vitleysa... en mjög fyndin. Litli svarti strákurinn var algjör snillingur - bad ass gaur. Maður þarf greinilega að fara að LARP-a - hörku fjör ;)

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewDeath at a Funeral (2007) 6/10

    2009-01-02 20:38
    * * * * * *

    Nokkuð fyndin. Breskur húmor. Skemmtileg vitleysa.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewThe Onion Movie (2008) 6/10

    2009-01-02 20:27
    * * * * * *

    The Onion er snilldar síða - oft með mjög fyndnar fake fréttir og video klippurnar þeirra eru líka algjör snilld. Þessi mynd er svona blanda af hinum ýmsu sketsum og er nokkuð fyndin. En ekkert rosalega mikið af sprenghlægilegum atriðum. Þessi mynd var líka til smá vandræða - var fyrst tekin upp 2003 en endaði með að vera gefin út straight-to-DVD árið 2008. [Meira á Wikipedia]

    0.3

← previous 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 next →

List generated by WP Movie Ratings.

Síðast uppfært 13. February, 2022

Share this:

  • Share
  • Facebook
  • Twitter
  • Tumblr
  • Pinterest
  • Reddit
  • LinkedIn
  • Print
  • Email

Reader Interactions

Comments

  1. Bjössi says

    24. November, 2007 at 0:36

    þú ert aldeilis fljótur að skrifa um American Gangster. My man, ég er sammála þér með myndina. Töff stöff.

    Reply
  2. Hannes says

    24. November, 2007 at 1:31

    Vei, fyrsta kommentið hérna :)

    Já, maður reynir að hafa þetta eins ferskt og hægt er :)

    Það er kosturinn við þetta setup – ég hendi bara upp einhverju stuttu review, skelli á þetta einhverjar stjörnur (bara svona gut feeling) og þá er það komið. Ekkert að tefja mig á óþarfa blaðri eða djúpum pælingum.

    Reply
  3. maple says

    11. February, 2008 at 21:28

    mér finnst of mikið af myndum hér með of litlum fresti – horfir of mikið á myndir

    Reply
  4. Hannes says

    13. February, 2008 at 0:30

    hehe… já, sorry – ég skal horfa á færri myndir ;) Væri ein á mánuði of mikið?

    En þetta er svona – ég hata ekki að horfa á bíómyndir… I loves it :)

    Reply
  5. maple says

    13. February, 2008 at 10:59

    ein á mánuði ef hún er á bíórásinni

    Reply
  6. Haukur says

    21. October, 2008 at 10:07

    Já ég fór með alltof miklar væntingar á Max kallinn. Myndin var alveg töff en sagan samsvaraði sér alveg ferlega illa. Þetta lyktar eins og gömul skinka.

    Reply
  7. siggasig says

    27. May, 2009 at 23:26

    Öflugur að halda utan um myndirnar sem þú sérð! ;) Nice. Sammála Star Trek umfjölluninni. Frábær mynd! Og hei, líka sammála um Angels and Demons. Ólíkt Da Vinci Code fannst mér myndin betri en bókin.

    Reply
  8. Hannes says

    28. May, 2009 at 0:34

    Takk. Já, mér fannst kominn tími til að hafa smá yfirsýn yfir þær myndir sem ég horfi á þar sem ég horfi á örlítið fleiri en 2 myndir á ári ;)

    Já, síðan var líka gaman að sjá í Angels & Demons hvað sumir hlutir voru allt öðruvísi en maður var búinn að ímynda sér þegar maður las bókina :)

    Reply
  9. Geiri says

    4. June, 2009 at 16:36

    Hot Rod: 10*?
    Ég hefði smellt 8*.

    Reply
  10. Hannes says

    4. June, 2009 at 23:32

    Jú, skil þig – þegar ég horfði á hana aftur einn þá var þetta ekki alveg eins mikil snilld, en samt fáránlega fyndin. En þegar ég horfði á hana fyrst þá skemmti ég mér alveg konunglega – það var kannski bara stemmningin að horfa á þetta wit da boyz. 10 stjörnur þýðir alls ekki að mér fannst þetta einhver Óskarsverðlaunamynd…

    En annars eru þessar stjörnugjafir engan veginn heilagar – oft bara nánast eitthvað skot út í loftið ;)

    Reply
  11. Sara says

    6. March, 2010 at 14:08

    Jæja Nesi, ég er mjög spennt að lesa hvað þú hefur um Shutter Island að segja. Koma svo! Í bíó með þig! ;)

    Reply
  12. Hannes says

    6. March, 2010 at 15:19

    hehe, úff… bara pressa :) Já, ég er svona ennþá að vega og meta hvort ég ætli að sjá Shutter Island í bíó. En ætli maður verði ekki að tékka á þessu, Scorsese stendur alltaf fyrir sínu.

    Reply

Leave a Reply Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Leita að efni

Þetta helsta

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me

Önnur verkefni

  • Bulby – Creativity App
  • Don Comodo – Bolir o.s.frv.

Copyright © 2022 Hannes · Hafðu samband / Contact me

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
 

Loading Comments...