
Smá umfjöllun um kvikmyndir sem ég hef séð nýlega… Stutt kvikmyndagagnrýni – ég nenni að skrifa mismikið, fer yfirleitt eftir því hvað mér dettur fyrst í hug – oft bara að hugsa upphátt.
Stjörnugjöf… já, stjörnugjöf er eiginlega svolítið bullshit – ég held að það sé mismikið bakvið stjörnur sem fólk gefur myndum. Hjá mér er það yfirleitt bara gut feeling – hversu skemmtileg/fyndin/spennandi/flott fannst mér myndin. Upplifunin.
Það er ekki eins og ég sé með einhvern ákveðinn skala/staðal eða tékklista – “já, flottur bílaeltingaleikur – 1 stjarna, töff byssubardagi – bætist við 1,5 stjarna…” ;) Síðan getur stjörnugjöfin oft verið svona plús/mínus 1-2 stjörnur.
Hlaðvarp um kvikmyndir
Það er vert að minnast á að ég og Björn erum með hlaðvarp um kvikmyndir sem við köllum Búnir með poppið. Það er hægt að fylgjast með okkur í gegnum Facebook, Twitter og Instagram – og svo auðvitað hlusta á þættina á Spotify, Apple Podcasts, Google Podcasts og öðrum stöðum þar sem fólk hlustar á hlaðvörp.
Sort list by: title | rating ↓ | view date
-
2008-08-08 00:04
Eins og fyrri myndin (Night Watch) þá er Day Watch svona frekar skrítin - það er kannski bara rússnesk menning sem maður er ekki alveg að tengja við... En hún er mjög flott, greinilega settur töluverður peningur í þessa - tæknibrellur og sviðshönnun mjög flott ..og það var alveg nóg af tæknibrellum. Tónlistin var stundum svolítið óviðeigandi, skar sig svolítið úr - mér finnst að kvikmyndatónlist eigi að passa mjög vel við atriðið, stemmninguna og það sem er að gerast. En þetta er ágæt ævintýramynd - urban fantasy eins og handritshöfundurinn kallar þetta.
0.3 -
2008-07-31 23:32
...eða Night Watch eins og það er víst búið að þýða hana yfir á engilsaxneskuna. Nokkuð kúl mynd en frekar skrítin... stundum var ekki alveg consistency og eini tilgangurinn með sumum atriðum virtist vera bara til að geta gert eitthvað kúl (eða svona hluti af þeim). Dúndrandi rokk tónlist, freeze-frame, slow motion og öll helstu action-mynda trikkin - en nokkuð flott. Fullt af funky special effects. Sumir karakterarnir frekar skrítnir og síðan var söguþráðurinn líka skrítinn/ruglingslegur á köflum.
0.3 -
2008-07-21 00:25
Nokkuð kúl frönsk action mynd - alveg nokkur atriði byggð á Parkour sem er frekar magnað fyrirbæri... Þeir fengu meira að segja David Belle, sem fann upp á Parkour, til að leika eitt aðalhlutverkið.
0.3 -
2008-07-18 00:14
Fínasta sumar action mynd - með fullt af tæknibrellum, sprengingum og öllu því sem við má búast í Will Smith kvikmynd. Smá plot-twist sem kom manni á óvart... Reyndar eitt og annað sem kom manni einkennilega fyrir sjónir, en það er óþarfi að vera velta því of mikið fyrir sér yfir svona léttmeti ;) Gaman að sjá Jason Bateman í fleiri og fleiri stórum kvikmyndum - síðan er víst verið að lofa manni Arrested Development mynd, get ekki beðið. -- já, eitt í viðbót: Í Hancock var alveg nokkrum sinnum nefnt YouTube, vefsíðan sýnd og síðan video frá YouTube sýnd í fullscreen með alveg huge YouTube lógó í horninu. Þeir töluðu líka nokkrum sinnum um YouTube í Hellboy 2... Google eru greinilega svolítið fyrir product placement í bíómyndum - t.d. í myndinni Crank var notað Google Earth til að sýna svona satellite skot og Google Earth lógóið var svona sæmilega áberandi.
0.3 -
2008-07-16 00:59Hellboy II: The Golden Army (2008)
Virkilega flott og fyndin action mynd. Johann Krauss (sem Seth MacFarlane talaði fyrir) var eiginlega besti karakterinn - alla vega fyndnasti. Leikur og söguþráður voru kannski ekki í hæsta klassa en það skemmdi ekki fyrir. Guillermo del Toro kann að gera flottar myndir og hann er mikið fyrir skringilegar verur - kemur alltaf vel út hjá honum. Tæknibrellurnar voru virkilega vel gerðar - mjög raunverulegar, maður er eiginlega ekki alveg viss hvað er tölvuteiknað og hvað er búningar og sviðshönnun.
0.3 -
2008-06-08 01:25You Don't Mess with the Zohan (2008)
Þessi mynd er alveg virkilega súr - bull alveg í gegn. En nokkuð fyndin - fullt af góðum bröndurum og fyndnum atriðum. Síðan voru mörg atriði sem meikuðu engan sens - random rugl (en gekk ekki alveg eins vel og í Hot Rod að vera fyndið). Já, s.s. mjög steikt mynd - fyndin, en ekki besta Adam Sandler mynd sem ég hef séð.
0.3 -
2008-03-30 01:33
Nett drama í gangi - en nokkuð fyndin (annað er nú ekki hægt með Steve Carell í aðalhlutverki). Fín mynd til að horfa á með fjölskyldunni. Minnti mig svolítið á Juno og The Last Kiss - svona myndir um lífið... og hvað það er í rauninni messed up ...or whatever, ég er bara að bulla eitthvað...
0.3 -
2008-03-15 01:53
Fínasta grínmynd með helling af fyndnum mómentum. Ekkert brillíant (voða týpískt handrit fyrir gamanmynd), en fínasta afþreying. Týpískt fyrir Billy Bob Thornton að leika svona hard-ass - hann er nokkuð góður í því...
0.3 -
2008-03-04 01:07
Týpísk action mynd með dúndrandi rokk tónlist í takt við byssubardaga og hellingur af one-liners. Síðan er þetta svolítið í stíl við James Bond (Pierce Brosnan era) í þeim skilningi að aðal gaurinn getur gert hinu ótrúlegustu hluti (öll venjuleg lögmál eru alveg afskrifuð). Á köflum var þetta hin argasta grínmynd - sérstaklega ein senan í lokinn, alveg óborganlegt :) En fín action mynd ef maður fílar byssubardaga og ofbeldi í takt við dúndrandi tónlist.
0.3 -
2008-03-02 02:06
Skrítin og dramatísk mynd - tónlistin var líka frekar skrítin og mjög dramatísk. En vissulega vel leikstýrð/gott cinematography og vel leikin (samt aðeins of mikið af svona "ég er ógeðslega reiður..."). Ekkert mjög heillandi saga - skilur ekkert rosalega mikið eftir sig...
0.3 -
2008-02-04 01:31
Svolítið skrítin/súr sci-fi mynd... en nokkuð spennandi - líka smá áhugaverðar pælingar. Brad Pitt er langbestur þegar hann er að leika sækó persónur (eins og t.d. Tyler Durden).
0.3 -
2008-01-29 01:04
Já, listaverk verða yfirleitt vinsælli eftir að listamaðurinn er dáinn... Crew-ið hérna var að horfa á þessa mynd þannig að maður tékkaði á þessu. Fín mynd - vel gerð og allt það, en svolítið slow á köflum.
0.3 -
2008-01-21 23:24
Jahá... mögnuð mynd. Maður tekur þetta náttúrulega með smá salti en hann er nú ekki beint að ljúga - þetta er frekar fkd þarna í USA. Þetta er greinilega ekki kerfi sem er að virka fyrir alla - vonandi fara þeir að breyta þessu fljótlega. Það er náttúrulega fáránlegt að börn deyji af því að spítalinn sem er nálægastur er ekki samþykktur af tryggingunum. En já, áhugaverð mynd - fróðlegt að læra meira um þetta HMO kerfi.
0.3 -
2007-12-31 02:57Good Night, and Good Luck. (2005)
Ekta Óskars-mynd - vann reyndar ekki neitt þrátt fyrir 6 tilnefningar. En mjög vel gerð mynd. Samt svona í hægari kantinum - ádeila á kommúnistaofsóknir, drama...
0.3 -
2007-12-30 06:54
Ekta indie mynd. Kostaði bara $300,000 - en samt með nokkra alveg vel þekkta leikara - greinilegt að fólk hefur tekið þátt í þessu til að sýna listrænu hæfileika sína ;) Enda fékk mamman (Patricia Clarkson) Óskarstilnefningu. Svona létt drama - svarti sauðurinn fluttur í stórborgina og er að reyna redda sér en ætlar að bjóða allri fjölskyldunni í thanksgiving mat... Alltaf gaman af New York myndum - nokkur skemmtileg NY skot í myndinni.
0.3 -
2007-12-29 21:32
Mjög spes mynd... en skemmtileg. Ein af þessum költ myndum sem slær (óvart) í gegn. Alveg magnað hvað aðal persónurnar eru vandræðalegar og lúðalegar... en það er bara fyndið :)
0.3 -
2007-12-27 03:10
Klassískt bull og vitleysa a la Jack Black :) Frekar fyndið hvernig hann (og flestir aðrir) talaði ensku með spænskum hreim og spænsku-slettum. Kom út eins og eitthvað bulltungumál - svona hybrid ensk-spænska. En, s.s. funny stuff :)
0.3 -
2007-12-26 04:42Die Hard: With a Vengeance (1995)
Die Hard maraþonið heldur áfram :) Ekta action mynd með kómísku ívafi (eins og allar Die Hard myndirnar). Bruce Willis og Samuel L. Jackson eru gott teymi. Mér fannst reyndar í minningunni þessi mynd vera "meiri action" - en það er kannski af því að núna er maður vanur meiri hraða, fleiri byssum, stærri sprengingum, o.s.frv...
0.3 -
2007-12-25 16:28
Líka góð jólamynd ;) Af hverju þarf John McClane alltaf að vera á vitlausum stað á vitlausum tíma? En það er fínt - þá er allavega einhver til að redda hlutunum...
0.3 -
2007-12-22 20:59
Hmm... ok, ég hef líklega séð hana áður - á Bíórásinni eða eitthvað. Eftir fyrstu mínúturnar fannst mér ég kannast við of mikið - "það getur ekki verið að ég hafi séð svona mikið í trailer-num..." ;) Það er einn kostur við að vera með svona síðu þar sem maður skráir niður þær kvikmyndir sem maður horfir á - það eru minni líkur að ég horfi "óvart" á bíómynd sem ég hef séð áður ;) En þessi mynd er mjög vel leikstýrð, vel gerð og vel leikin. En svolítið "þung" á köflum - dramatísk, hæg, ekki endilega mikið tal... Myndin er líka mjög "raunveruleg" - ekkert of mikið af "hollywood effects"...
0.3 -
2007-12-11 00:45
Mjög dökk og drungaleg mynd - eiginlega svolítið "spes". En nokkuð vel leikin.
0.3 -
2007-11-18 04:13
Spooky mynd. Hún er byggð á japanskri bók & bíómynd og það er svolítið sérstök stemmning eins og er oft í þannig myndum. Endirinn er frekar intense - upplagt ef maður fílar smá adrenalín kick ;) Litla stelpan (Ariel Gade) var að standa sig mjög vel. Jennifer Connelly er náttúrulega líka mjög góð (eins og ávalt).
0.3 -
2007-11-09 00:03
Maður bjóst nú alveg við súrri mynd... en það getur líka verið gaman að sjá þannig myndir :) Nokkuð fyndin. Ekkert pure brilliance - en fínasta afþreying.
0.3 -
2007-11-04 22:20
Ágæt fjölskylduvæn mynd. Nokkuð fyndin... Voða týpísk mynd með happy ending og allt það.
0.3 -
2007-11-01 22:50
...eða "Rogue Assassin" eins og þeir vilja kalla þetta á Íslandi. Fínasta action mynd - byssur, kung-fu, ninjas og sprengingar. Jason Statham er alltaf badass. Síðan bara sleppa því að taka eftir hvað það er kjánalegt þegar Jet Li talar ensku ;)
0.3 -
2007-10-28 21:15
Varð að tékka á þessari mynd - maður á nú afmæli þann 23. ;) Síðan náttúrulega, Michael Jordan: 23, David Beckham: 23 - talan er alls staðar... :) Já, en með Joel Schumacher bjóst maður nú alveg við nokkuð "dökkri" mynd - en þetta er áhugaverð saga.
0.3
Uppfært: Whoa! Þetta er frekar spooky - Ég var að fatta að þetta er gagnrýni #23 hérna á síðunni! Tilviljun? Kannski, kannski ekki... -
2007-10-07 01:40
Fínasti vestri... samt eitthvað... manni fannst sumir hlutir svolítið skrítnir. En mjög vel gerð - góður leikur og vel leikstýrð.
0.3 -
2007-09-16 18:29
Fínasta afþreying. Þeir sem hafa séð Lock, Stock.. ættu að kannast við einn eða tvo leikara ;)
0.3 -
2007-09-09 19:29A Little Trip to Heaven (2005)
Ég var ekki alveg að fíla hvað sumir hlutar af myndinni vöru dökkir - mér finnst skemmtilegra að sjá almennilega hvað er að gerast ;) Kannski vildi Baltasar bara hafa sem eðlilegasta lýsingu... Skemmtilegt að sjá hinar ýmsu íslensku byggingar í nýjum hlutverkum. Hin fínasta mynd - maður var reyndar stundum ekki alveg að ná að fylgja nákvæmlega hvað var í gangi...
0.3
← previous 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 next →
List generated by WP Movie Ratings.
Síðast uppfært 18. May, 2023
þú ert aldeilis fljótur að skrifa um American Gangster. My man, ég er sammála þér með myndina. Töff stöff.
Vei, fyrsta kommentið hérna :)
Já, maður reynir að hafa þetta eins ferskt og hægt er :)
Það er kosturinn við þetta setup – ég hendi bara upp einhverju stuttu review, skelli á þetta einhverjar stjörnur (bara svona gut feeling) og þá er það komið. Ekkert að tefja mig á óþarfa blaðri eða djúpum pælingum.
mér finnst of mikið af myndum hér með of litlum fresti – horfir of mikið á myndir
hehe… já, sorry – ég skal horfa á færri myndir ;) Væri ein á mánuði of mikið?
En þetta er svona – ég hata ekki að horfa á bíómyndir… I loves it :)
ein á mánuði ef hún er á bíórásinni
Já ég fór með alltof miklar væntingar á Max kallinn. Myndin var alveg töff en sagan samsvaraði sér alveg ferlega illa. Þetta lyktar eins og gömul skinka.
Öflugur að halda utan um myndirnar sem þú sérð! ;) Nice. Sammála Star Trek umfjölluninni. Frábær mynd! Og hei, líka sammála um Angels and Demons. Ólíkt Da Vinci Code fannst mér myndin betri en bókin.
Takk. Já, mér fannst kominn tími til að hafa smá yfirsýn yfir þær myndir sem ég horfi á þar sem ég horfi á örlítið fleiri en 2 myndir á ári ;)
Já, síðan var líka gaman að sjá í Angels & Demons hvað sumir hlutir voru allt öðruvísi en maður var búinn að ímynda sér þegar maður las bókina :)
Hot Rod: 10*?
Ég hefði smellt 8*.
Jú, skil þig – þegar ég horfði á hana aftur einn þá var þetta ekki alveg eins mikil snilld, en samt fáránlega fyndin. En þegar ég horfði á hana fyrst þá skemmti ég mér alveg konunglega – það var kannski bara stemmningin að horfa á þetta wit da boyz. 10 stjörnur þýðir alls ekki að mér fannst þetta einhver Óskarsverðlaunamynd…
En annars eru þessar stjörnugjafir engan veginn heilagar – oft bara nánast eitthvað skot út í loftið ;)
Jæja Nesi, ég er mjög spennt að lesa hvað þú hefur um Shutter Island að segja. Koma svo! Í bíó með þig! ;)
hehe, úff… bara pressa :) Já, ég er svona ennþá að vega og meta hvort ég ætli að sjá Shutter Island í bíó. En ætli maður verði ekki að tékka á þessu, Scorsese stendur alltaf fyrir sínu.