• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

I am official station

Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
You are here: Home / Kvikmyndagagnrýni

Kvikmyndagagnrýni

Kvikmyndagagnrýni (plaköt)

Smá umfjöllun um kvikmyndir sem ég hef séð nýlega… Stutt kvikmyndagagnrýni – ég nenni að skrifa mismikið, fer yfirleitt eftir því hvað mér dettur fyrst í hug – oft bara að hugsa upphátt.

Stjörnugjöf… já, stjörnugjöf er eiginlega svolítið bullshit – ég held að það sé mismikið bakvið stjörnur sem fólk gefur myndum. Hjá mér er það yfirleitt bara gut feeling – hversu skemmtileg/fyndin/spennandi/flott fannst mér myndin. Upplifunin.

Það er ekki eins og ég sé með einhvern ákveðinn skala/staðal eða tékklista – “já, flottur bílaeltingaleikur – 1 stjarna, töff byssubardagi – bætist við 1,5 stjarna…” ;) Síðan getur stjörnugjöfin oft verið svona plús/mínus 1-2 stjörnur.

Hlaðvarp um kvikmyndir  

Það er vert að minnast á að ég og Björn erum með hlaðvarp um kvikmyndir sem við köllum Búnir með poppið. Það er hægt að fylgjast með okkur í gegnum Facebook, Twitter og Instagram – og svo auðvitað hlusta á þættina á Spotify, Apple Podcasts, Google Podcasts og öðrum stöðum þar sem fólk hlustar á hlaðvörp. 

Sort list by: title | rating ↓ | view date

  • Show the reviewHide the reviewThe Queen of Versailles (2012) 5/10

    2013-08-03 23:51
    * * * * *

    Áhugaverð heimildamynd. Sýnir hvað 2008 hrunið breytti öllu - bara aðeins öðruvísi vinkill ;) Áhugaverðar persónur. Smá klikkað að hún hélt áfram að eyða í óþarfa hluti þegar þau voru í óvissu með peningana sína (ættu að vera að spara). Mjög sérstakur lífstíll.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewThe Sorcerer's Apprentice (2010) 5/10

    2012-12-15 23:34
    * * * * *

    Að vissu leyti ekta Disney/Jerry Bruckheimer "blockbuster". Ágætis afþreying með dash af kjánalegum atriðum.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewBlade Runner (1982) 5/10

    2012-09-03 00:32
    * * * * *

    Mjög langt síðan ég sá Blade Runner fyrst. Í minningunni var þetta frekar skrýtin mynd. Minningin hafði rétt fyrir sér :) En áhugaverð framtíðarsýn fyrir 2019 - bara 7 ár í þetta ;) Nokkuð spennandi á köflum. Mikið af flottum skotum (flott myndataka). Handritið er byggt á sögu eftir Philip K. Dick - sögurnar hans eru oft svolítið klikkaðar. Mjög "dimm" mynd - eiginlega alltaf myrkur - en það er kannski stemningin sem þeir voru að reyna ná, allt frekar drungalegt og "ömurlegt". Alltaf gaman að sjá gamlar myndir með leikurum sem eru ennþá að leika í kvikmyndum/sjónvarsþáttum (og sjá hvernig þeir voru þegar þeir voru ungir/hvernig þeir hafa breyst).

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewDog Day Afternoon (1975) 5/10

    2012-08-01 23:37
    * * * * *

    Nokkuð löng/langdregin - breyttir tímar... Hefði örugglega verið hraðara flæði (styttri senur og skot) ef hún hefði verið gerð í dag. Ágætlega spennandi á köflum. Einfaldur credit listi - ekki talið upp smiðir, bílstjórar, kokkar, bókhald og allt hitt eins og í nútíma myndum. Gerði þetta kannski aðeins áhugaverðara að þetta er byggt á sannsögulegum atburðum. Áhugavert að sjá leikara í aukahlutverkum sem maður kannast við úr myndum og þáttum, bara miklu yngri ;) Myndin fékk víst Óskarinn fyrir handritið og fékk 5 aðrar tilnefningar.

    * Ég sá þessa mynd í flugvél (s.s. á litlum skjá)

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewI Don't Know How She Does It (2011) 5/10

    2012-06-30 22:38
    * * * * *

    Stundum fær kærastan að ráða ;) Að vissu leyti ekta chick flick. Allt í lagi handrit - frekar basic, ekkert mega frumlegt.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewThis Means War (2012) 5/10

    2012-06-10 23:08
    * * * * *

    Formúlumynd sem virkar ágætlega. Fínasta para/stefnumóta-mynd. Ágæt action atriði og nokkuð fyndin á köflum.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewThe Descendants (2011) 5/10

    2012-06-03 23:07
    * * * * *

    Góð mynd. Drama. Hawaii tónlistin var skemmtileg.

    * Ég horfði á þessa bíómynd í flugvél.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewLockout (2012) 5/10

    2012-05-10 22:41
    * * * * *

    Ágæt mynd. Nokkuð fyndin (nóg af one-liners). Ágæt spenna. Handritið var ekki upp á marga fiska, endirinn var frekar snubbóttur. Ýmislegt sem hefði mátt gera betur.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewThe Lincoln Lawyer (2011) 5/10

    2012-05-05 17:18
    * * * * *

    Ágæt mynd. Nokkuð spennandi. Tók smá skrítið twist í svona miðri mynd - handritið hefði kannski geta verið betra. Nokkuð gott soundtrack - alveg nokkur sem ég hef verið að fíla á Hype Machine undanfarið.

    0.3
  • Show the reviewHide the review50/50 (2011) 5/10

    2012-04-30 23:44
    * * * * *

    Áhugaverð mynd. Hádramatísk á köflum. Ég bjóst við aðeins léttari (fyndnari) mynd miðað við trailer-inn. En hún var alveg fyndin og skemmtileg á köflum - hefði samt mátt vera meira. Sálfræðingurinn (Katherine / Anna Kendrick) var eiginlega besti karakterinn - mjög fyndin. Mjög fínir leikarar. Mér fannst reyndar Seth Rogen stundum aðeins ofleika "frat" gaurinn.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewThe Joneses (2009) 5/10

    2012-04-08 22:48
    * * * * *

    Áhugaverð mynd. Skemmtileg. Þessi markaðssetning er notuð að vissu leyti - láta fólk sem aðrir líta upp til og/eða treysta til að nota vöruna þína...

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewThe Vow (2012) 5/10

    2012-03-11 22:36
    * * * * *

    Ágætis stefnumóta-mynd. Nokkuð fyndin á köflum. Hugljúf. Nokkuð væmin, eins og ætti ekki að koma á óvart ;) Minnti mig smá á 50 First Dates með Adam Sandler - þótt það sé ekki alveg sama concept. Birna benti á að þetta var smá líkt og The Notebook - Rachel McAdams frá fínni fjölskyldu sem er í raun hamingjusamara í sínu "nýja lífi".

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewThe Proposal (2009) 5/10

    2011-12-19 01:01
    * * * * *

    Nokkuð fyndin. Frekar fyrirsjáanleg. En fínasta afþreying.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewYou Again (2010) 5/10

    2011-10-22 21:35
    * * * * *

    Nokkuð fyndin. Ekki æðislegur leikur. Handritið ekki nógu solid. Smá kjánaleg á köflum. Stundum líka ekki alveg nógu trúverðug/lógísk.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewÞegar Kanínur Fljúga (2011) 5/10

    2011-10-02 16:37
    * * * * *

    Tragikómedia eins og henni er lýst. Nokkuð fyndin. #RIFF

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewGodur Stadur (2011) 5/10

    2011-10-02 16:14
    * * * * *

    Nokkuð fyndin. Spes persónur. Ágætlega sniðugt handrit. #RIFF

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewKnuckle (2011) 5/10

    2011-09-08 22:21
    * * * * *

    Áhugaverð heimildamynd. Frekar brútal stundum. Þessir sígaunar eru frekar spes, hvernig þeir tala, haga sér... Fyndnir - sérstaklega Big Joe, algjör karakter. Myndin er s.s. um hnefaleika (bare knuckle fighting) milli sígauna-fjölskyldna. Minnti mig að sjálfsögðu á Mickey úr Snatch. Nokkuð sorglegt að sjá litlu strákana horfa upp til þeirra sem voru að slást. Þetta "stríð" hjá þeim er frekar kjánalegt... komið út í rugl.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewBlack Swan (2010) 5/10

    2011-07-11 00:06
    * * * * *

    Dökk. Drungaleg. Þung. Twisted. Nett disturbing (Darren Aronofsky fílar hugsanlega þannig myndir). Smá skuggalegt/óþægilegt hvað hún (aðalpersónan, Nina Sayers/Natalie Portman) er distured/trufluð. Mamman er líka nett klikkuð, kannski að einhverju leyti valdur geðveikinnar (mikil pressa, lifa lífinu sem hún gat ekki lifað).

    Áhugaverðar/skemmtilegar myndlíkingar (svart og hvítt notað hér og þar). Hún býr í ekta pínulítilli Manhattan íbúð. Darren notaði effect sem svipaði svolítið til SnorriCam, nema það var fylgst með persónunni að aftan (mjög nálægt) - kannski hægt að kalla það NeckCam ;)

    * Ég horfði á megnið af þessari mynd í flugvél.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewThe Kids Are All Right (2010) 5/10

    2011-04-14 20:27
    * * * * *

    Góð mynd. Fyndin. Drama. Áhugaverð saga.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewThe Romantics (2010) 5/10

    2011-03-16 23:04
    * * * * *

    Skemmtileg/flott myndataka (á köflum). Nokkuð indie, low budget... Ágæt tónlist. Gengur mikið út á samtöl og sambönd, persónur og drama... Skrítin fjölskylda (brúðarinnar), skrítinn vinahópur...

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewBridget Jones: The Edge of Reason (2004) 5/10

    2011-02-13 03:39
    * * * * *

    Ágætlega fyndin. Smá kjánaleg á köflum…

    0.3
  • Show the reviewHide the review17 Again (2009) 5/10

    2011-02-04 23:12
    * * * * *

    Ágætlega fyndin. Smá kjánaleg á köflum. Léttmeti.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewGreenberg (2010) 5/10

    2011-01-12 11:51
    * * * * *

    Minnir smá á Garden State – en alls ekki jafn góð/krúttleg og alls ekki jafn góð tónlist (+ gellan er engan veginn jafn falleg og Natalie Portman). Öfugt við Garden State þá fór Roger Greenberg (Ben Stiller) frá Austurströndinni til Vesturstrandarinnar eftir mikið áfall og er að reyna „finna sig í lífinu“. Ekki alveg nógu solid – vantaði eitthvað upp á að halda þessu saman... Ágætlega fyndin inn á milli. Mikið af persónum í ruglinu.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewThe Human Centipede (First Sequence) (2009) 5/10

    2011-01-09 23:32
    * * * * *

    Sjúk hryllingsmynd. Mjög spennandi - maður var alveg á tánum á köflum.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewDevil (2010) 5/10

    2011-01-01 21:45
    * * * * *

    Ágætlega spennandi... En ekkert fáránlega frumleg.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewEasy A (2010) 5/10

    2011-01-01 20:19
    * * * * *

    Ágætis afþreying. Frekar mikið léttmeti - upplagt svona í nýársþynnkunni ;)

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewRare Exports: A Christmas Tale (2010) 5/10

    2010-12-21 00:40
    * * * * *

    Ágætlega fyndin og spennandi. En svolítið skrítin - fyrsta finnska kvikmynd sem ég sé. Alltaf áhugavert að horfa á svona "öðruvísi" myndir - öðruvísi stíll og stemning en maður er vanur. Skrautlegar persónur. Frekar stutt. Smá kjánaleg á köflum.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewWe're No Angels (1955) 5/10

    2010-12-15 23:45
    * * * * *

    Ágætlega fyndin. Ekkert brjálæðislega gott handrit - leikurinn var heldur ekki í toppklassa. Gerist um jól en ekki mjög jólaleg. Eins og með margar gamlar myndir þá var flæðið frekar hægt - ekki klippt á 3 sek fresti ;)

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewCitizen Kane (1941) - IMDb 5/10

    2010-10-30 02:47
    * * * * *

    Tók smá tíma að komast inn í ryþmann á myndinni... Svona gamlar eru allt öðruvísi byggaðar upp en þær myndir sem maður horfir á vanalega. Ágætlega fyndin inn á milli (viljandi/óviljandi?). Drama/átök. Áhugaverð mynd að ýmsu leyti... Þetta er svona mynd sem maður verður eiginlega að horfa á ef maður á að kalla sig kvikmyndaunnenda - er oft á topplistum yfir bestu kvikmyndir sem gerðar hafa verið. Ég veit nú ekki alveg hvort ég sé sammála því... ég myndi alla vega ekki setja hana í topp 20 skemmtilegustu myndir sem ég hef séð (né topp 50). Mér fannst svona mórall myndarinnar vera að peningar (fáránlega mikið af þeim) veita þér ekki endilega hamingju. Ágætlega vel leikstýrð - nokkur flott skot. Þetta var víst í fyrsta skipti sem megnið af aðalleikurunum léku í kvikmynd - samt allt í lagi leikur í gangi.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewThe Elephant Man (1980) 5/10

    2010-09-06 00:42
    * * * * *

    Áhugaverð mynd. Góðir leikarar. Sum atriði voru frekar skrítin/súr.

    0.3

← previous 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 next →

List generated by WP Movie Ratings.

Síðast uppfært 13. February, 2022

Share this:

  • Share
  • Facebook
  • Twitter
  • Tumblr
  • Pinterest
  • Reddit
  • LinkedIn
  • Print
  • Email

Reader Interactions

Comments

  1. Bjössi says

    24. November, 2007 at 0:36

    þú ert aldeilis fljótur að skrifa um American Gangster. My man, ég er sammála þér með myndina. Töff stöff.

    Reply
  2. Hannes says

    24. November, 2007 at 1:31

    Vei, fyrsta kommentið hérna :)

    Já, maður reynir að hafa þetta eins ferskt og hægt er :)

    Það er kosturinn við þetta setup – ég hendi bara upp einhverju stuttu review, skelli á þetta einhverjar stjörnur (bara svona gut feeling) og þá er það komið. Ekkert að tefja mig á óþarfa blaðri eða djúpum pælingum.

    Reply
  3. maple says

    11. February, 2008 at 21:28

    mér finnst of mikið af myndum hér með of litlum fresti – horfir of mikið á myndir

    Reply
  4. Hannes says

    13. February, 2008 at 0:30

    hehe… já, sorry – ég skal horfa á færri myndir ;) Væri ein á mánuði of mikið?

    En þetta er svona – ég hata ekki að horfa á bíómyndir… I loves it :)

    Reply
  5. maple says

    13. February, 2008 at 10:59

    ein á mánuði ef hún er á bíórásinni

    Reply
  6. Haukur says

    21. October, 2008 at 10:07

    Já ég fór með alltof miklar væntingar á Max kallinn. Myndin var alveg töff en sagan samsvaraði sér alveg ferlega illa. Þetta lyktar eins og gömul skinka.

    Reply
  7. siggasig says

    27. May, 2009 at 23:26

    Öflugur að halda utan um myndirnar sem þú sérð! ;) Nice. Sammála Star Trek umfjölluninni. Frábær mynd! Og hei, líka sammála um Angels and Demons. Ólíkt Da Vinci Code fannst mér myndin betri en bókin.

    Reply
  8. Hannes says

    28. May, 2009 at 0:34

    Takk. Já, mér fannst kominn tími til að hafa smá yfirsýn yfir þær myndir sem ég horfi á þar sem ég horfi á örlítið fleiri en 2 myndir á ári ;)

    Já, síðan var líka gaman að sjá í Angels & Demons hvað sumir hlutir voru allt öðruvísi en maður var búinn að ímynda sér þegar maður las bókina :)

    Reply
  9. Geiri says

    4. June, 2009 at 16:36

    Hot Rod: 10*?
    Ég hefði smellt 8*.

    Reply
  10. Hannes says

    4. June, 2009 at 23:32

    Jú, skil þig – þegar ég horfði á hana aftur einn þá var þetta ekki alveg eins mikil snilld, en samt fáránlega fyndin. En þegar ég horfði á hana fyrst þá skemmti ég mér alveg konunglega – það var kannski bara stemmningin að horfa á þetta wit da boyz. 10 stjörnur þýðir alls ekki að mér fannst þetta einhver Óskarsverðlaunamynd…

    En annars eru þessar stjörnugjafir engan veginn heilagar – oft bara nánast eitthvað skot út í loftið ;)

    Reply
  11. Sara says

    6. March, 2010 at 14:08

    Jæja Nesi, ég er mjög spennt að lesa hvað þú hefur um Shutter Island að segja. Koma svo! Í bíó með þig! ;)

    Reply
  12. Hannes says

    6. March, 2010 at 15:19

    hehe, úff… bara pressa :) Já, ég er svona ennþá að vega og meta hvort ég ætli að sjá Shutter Island í bíó. En ætli maður verði ekki að tékka á þessu, Scorsese stendur alltaf fyrir sínu.

    Reply

Leave a Reply Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Leita að efni

Þetta helsta

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me

Önnur verkefni

  • Bulby – Creativity App
  • Don Comodo – Bolir o.s.frv.

Copyright © 2022 Hannes · Hafðu samband / Contact me

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
 

Loading Comments...