
Smá umfjöllun um kvikmyndir sem ég hef séð nýlega… Stutt kvikmyndagagnrýni – ég nenni að skrifa mismikið, fer yfirleitt eftir því hvað mér dettur fyrst í hug – oft bara að hugsa upphátt.
Stjörnugjöf… já, stjörnugjöf er eiginlega svolítið bullshit – ég held að það sé mismikið bakvið stjörnur sem fólk gefur myndum. Hjá mér er það yfirleitt bara gut feeling – hversu skemmtileg/fyndin/spennandi/flott fannst mér myndin. Upplifunin.
Það er ekki eins og ég sé með einhvern ákveðinn skala/staðal eða tékklista – “já, flottur bílaeltingaleikur – 1 stjarna, töff byssubardagi – bætist við 1,5 stjarna…” ;) Síðan getur stjörnugjöfin oft verið svona plús/mínus 1-2 stjörnur.
Hlaðvarp um kvikmyndir
Það er vert að minnast á að ég og Björn erum með hlaðvarp um kvikmyndir sem við köllum Búnir með poppið. Það er hægt að fylgjast með okkur í gegnum Facebook, Twitter og Instagram – og svo auðvitað hlusta á þættina á Spotify, Apple Podcasts, Google Podcasts og öðrum stöðum þar sem fólk hlustar á hlaðvörp.
Sort list by: title | rating ↓ | view date
-
2015-07-22 22:58
Mjög fyndin mynd. Meiri húmor en í öðrum Marvel myndum. Enda eru handritshöfundarnir (Edgar Wright og Adam McKay) þekktir fyrir góðar grínmyndir. Spennandi mynd. Fínasta action. Flottar tæknibrellur. Minnti mig smá á 'Honey, I Shrunk the Kids' ;) Fyndið að sjá Wood Harris (Avon Barksdale í 'The Wire') leika löggu.
0.3 -
2015-07-16 21:01
Virkilega fín mynd. Spennandi. Góðir leikarar. Mögnuð (og sorgleg) saga.
0.3 -
2015-07-07 23:26
Virkilega spennandi mynd! Svakalegt action. Ótrúlegar tæknibrellur. Gott stöff. Gaman að þeir endurvöktu þetta franchise - hlakka til að sjá fleiri myndir :)
0.3 -
2015-05-24 23:57
Hörku hasarmynd. Stór og flott action atriði. Mjög spennandi. Mikið sjónarspil. Skemmtilega klikkuð mynd. Ég tók eftir þegar ég var að skoða IMDb að stór hluti af leikurunum eru frá Ástralíu. Áhugavert. Viðeigandi.
0.3 -
2015-01-31 23:11Kingsman: The Secret Service (2014)
Töff mynd. Spennandi. Flott action atriði. Gott grín inn á milli. Fullt af fínum leikurum. Meira að segja Mark Hamill, sem ég þekkti ekki í gervinu sínu. Ég væri alveg til í að sjá framhald af þessari mynd.
0.3 -
2015-01-20 23:41
Mjög fyndin vitleysa. Fullt af sprenghlægilegum atriðum. Skrautlegar persónur. Topp afþreying. Gaman að sjá iJustine í smá hlutverki.
0.3 -
2015-01-15 00:13
Virkilega flott og vel gerð mynd. Spennandi. Dramatísk. Tilfinningarík. Áhugaverð saga - sérstaklega þar sem þetta er byggt á sannsögulegum atburðum. Enn ein kvikmyndin sem sýnir hvað stríð eru hræðileg og eyðileggja fólk og fjölskyldur þeirra á margan máta. Drone sjónarhornin minntu mig smá á Wikileaks myndina "Collateral Murder".
0.3 -
2015-01-05 00:42The Hobbit: The Battle of the Five Armies (2014)
Mjög flott mynd. Spennandi. Magnaðir bardagar. Magnaðar landslagsmyndatökur. Magnaður ævintýraheimur. Já, sem sagt mögnuð mynd :) Nokkrir skemmtilegir bardagar sem mér fannst vera í smá Mortal Kombat stíl.
0.3 -
2014-12-06 22:23The Hunger Games: Mockingjay - Part 1 (2014)
Mjög spennandi mynd. Flott mynd (leit vel út). Drama. Action. Áhugaverð saga. Hlakka til að sjá síðustu myndina.
0.3 -
2014-11-12 00:54
Flott mynd. Spennandi. Fullt af fínum leikurum. Ég var að fíla vélmennin - skemmtilegar persónur :) Mér fannst nice touch að hafa alltaf þögn í geimnum (af því að þar heyrist ekkert hljóð) - bara tónlist með þannig skotum.
0.3
Djúpar og áhugaverðar pælingar og kenningar varðandi ormagöng, svarthol, margar víddir, afstæðiskenninguna, tíma og rúm... Myndin er mjög löng, en hún var ekki langdregin - fín saga.
Það hafði smá áhrif á upplifunina að við sátum á fremsta bekk :P
* Team Growth Space Mission -
2014-10-26 23:18
Rosalega spennandi mynd. Mjög áhugaverð saga - greip mann algjörlega. Skemmtilega öðruvísi/frumleg. Tónlistin hjá Trent Reznor og Atticus Ross passaði vel við - spooky, drungaleg, tense. Topp eintak af kvikmynd. Mér fannst áhugavert að sjá að Reese Witherspoon var ein af framleiðendunum.
0.3 -
2014-09-30 22:45
Rosaleg mynd! Spennandi. Brútal. Denzel er grjót-fkn-harður! Vel gerð mynd - hún náði góðu flugi, hreyf mann alveg með sér. Persóna Denzel var smá svona Jack Bauer, James Bond, Jason Bourne, one-man-army...
0.3 -
2014-07-20 23:38Dawn of the Planet of the Apes (2014)
Mjög spennandi mynd. Gott action. Flottar tæknibrellur - aparnir voru magnaðir, ótrúlega vandað allt í kringum þá. Áhugaverð saga. Flottur "ævintýraheimur".
0.3 -
2014-06-08 01:48
Mjög spennandi og vel gerð action sci-fi mynd. Áhugavert twist á "Groundhog Day" pælinguna. Flott action atriði, flottar tæknibrellur og fínasta handrit/plot. Það voru nokkur bardagaatriði sem komu skemmtilega út í 3D. Geimverurnar minntu mig smá á Sentinel vélmennin í The Matrix. Fínasti sumar-blockbuster.
0.3 -
2014-04-13 00:04Captain America: The Winter Soldier (2014)
Góð action mynd. Risastór action atriði og töff bardagaatriði. Flottar tæknibrellur. Nokkuð spennandi. Fínir leikarar & persónur, ágætis flæði og nokkuð gott handrit. Maður er byrjaður að læra að á eftir credit listanum í öllum Marvel myndum er eitt atriði til að tengja allan Marvel heiminn saman. Það og að Stan Lee poppar alltaf upp :)
0.3 -
2014-01-25 23:34The Secret Life of Walter Mitty (2013)
Mjög skemmtileg mynd. Ég var að fíla "zone out" drauma-atriðin :) Töff special effects. Mjög flott myndataka. Mjög gaman að sjá Ísland og ýmsa íslenska leikara á stóra tjaldinu. Fyndin, hugljúf og smá spennandi á köflum. Skemmtileg saga. Flottir leikarar. Fullt af flottum ljósmyndum frá Íslandi sem birtust með credit listanum.
0.3 -
2014-01-12 01:24
Rosaleg mynd! Mögnuð saga (byggð á sannsögulegum atburðum). Virkilega spennandi. Intense og brútal - sérstaklega eftir hlé. Bardagaatriðin voru rosaleg... mögnuð - komu virkilega vel út, maður lifði sig smá inn í þetta ;) Flott myndataka. Fullt af fínum leikurum. Topp mynd - vönduð. En svona stríð eru klikkuð...
0.3 -
2013-12-28 20:57
Mjög spennandi. Áhugaverð saga, sérstaklega þar sem hún er byggð á sannsögulegum atburðum. Fínir leikarar og persónur. Jason Statham er alltaf jafn mikill töffari/harðhaus. Fínt action en umfram allt virkilega spennandi.
0.3 -
2013-12-28 02:03The Hobbit: The Desolation of Smaug (2013)
Virkilega flott mynd. Mjög spennandi. Gott action. Þetta er risastór og magnaður heimur sem er búið að búa til - mögnuð upplifun að horfa á þetta (sérstaklega í 3D og 48 römmum/sek). Flott myndataka og góð keyrsla. Mjög visual/sjónræn mynd - allt leit mjög vel út; búningar, umhverfi, tæknibrellur o.s.frv. Sérlega skemmtileg ævintýramynd. Þótt hún sé mjög löng (161 mín.) þá var hún ekki langdregin - hélt alveg athygli manns. Vissulega framhald af fyrstu Hobbit myndinni í þessum þríleik þannig að hún var að mörgu leyti svipuð. Hlakka til að sjá þriðju myndina - og fá alvöru endi á þessa sögu ;)
0.3 -
2013-12-04 00:26The Hunger Games: Catching Fire (2013)
Mögnuð mynd! Rosalega spennandi - eiginlega allan tímann. Drama & action + smá rómó. Góð saga og áhugaverðar persónur. Magnaður heimur sem er búið að búa til. Þótt myndin sé ca. 2,5 klst. þá var hún langt frá því að vera langdregin - þetta leið mjög hratt - myndin var það spennandi og það góð keyrsla. Hélt manni alveg við efnið :) Hlakka til að sjá restina af þessari seríu.
0.3 -
2013-07-13 01:42
Rosalega spennandi mynd! Hörku action. Mjög góð keyrsla. Vel leikstýrð, flott myndataka og leit vel út. Nokkur atriði sem komu ágætlega vel/skemmtilega út í 3D. Áhugaverður söguþráður. Mér finnst zombie hugmyndafræðin mjög skemmtileg. Þetta var áhugaverður vinkill - uppvakningarnir í þessari mynd voru brjálaðari, kraftmeiri og árásargjarnari heldur en í öðrum zombie söguheimum (eins og t.d. sjónvarpsþáttunum The Walking Dead). Sem gerði þetta að vissu leyti meira spennandi (af því að það var minni von, meiri hætta, meiri óvissa). Mjög góð mynd. Kúl stöff. Fullt af fínum persónum og leikurum. Brad Pitt var töffari.
0.3 -
2013-04-27 01:49
Rosalegt action. Rosaleg spenna. Rosaleg keyrsla. Rosalega góðir leikarar. Rosaleg mynd. Magnaðar tæknibrellur. Dúndrandi skemmtun. Þessi Marvel heimur er magnaður - alltaf að tengjast meira og meira og bætast við fleiri myndir... Það var vissulega slatti af product placement (vörulaum) eins og gengur og gerist í svona risastórum myndum - en mér fannst áhugavert að sjá SpeedTest.net þarna, kom mér á óvart :) Fyrir þá sem hafa áhuga á því þá er atriði eftir credit-listann - Ekkert must-see, en smá skemmtilegt.
0.3 -
2013-04-20 01:12
Mögnuð mynd! Rosalega spennandi - sérstaklega Osama bin Laden atriðið. Intense. Töff tónlist. Frekar löng, en samt kúl. Góðir leikarar. Vel leikstýrð mynd, leit mjög vel út.
0.3 -
2013-03-14 20:35
Skemmtilega flippuð og skrýtin/quirky mynd. Skemmtilegar persónur - skemmtilegt líka hvernig þær voru kynntar. Gaman hvað Amélie var með fjörugt ímyndunarafl :) Hugljúf og skemmtileg mynd.
0.3 -
2013-02-02 00:31
Algjör snilld. Spennandi. Gott action. Arnold Schwarzenegger er ennþá með þetta :) Mjög góður húmor. Virkilega fyndin á köflum - fullt af fínum one-liners. Góð blanda - action og húmor. Fullt af fínum leikurum.
0.3 -
2013-01-18 20:15
Rosalega intense mynd. Drama alveg í gegn. TILFINNINGAR! Spennandi og áhugaverð saga. Góð mynd. Vel gerð. Vel leikin. Þetta var rosaleg eyðilegging... - Áhugavert að gagnrýnis-tólið sem ég nota greip nafnið "Lo imposible" sem er víst upprunanlegi titillinn á þessari mynd, en hún heitir s.s. "The Impossible" á ensku :)
0.3 -
2012-12-18 00:19The Hobbit: An Unexpected Journey (2012)
Virkilega flott ævintýramynd - glæsilegur, magnaður og áhugaverður ævintýraheimur. Spennandi. Gott action - 3D tæknin fékk að njóta sín sérstaklega í nokkrum atriðum, kom skemmtilega út. Mjög flottar tæknibrellur. Það var áhugavert að sjá þetta í "High Frame Rate" (48 rammar á sekúndu í staðinn fyrir 24 eins og venjulega) - stundum var reyndar eins og fólk hreyfði sig extra snöggt (svona "speed up effect"). Hlakka til að sjá restina af þessum þríleik.
0.3 -
2012-09-09 01:22
Mjög spennandi mynd. Töff ofur-spæjara/agent kvikmynd. Mjög góð keyrsla - hélt manni spenntum nokkurn veginn allan tíman. Gott action. Eltingaleikur, conspiracy, Davíð & Golíat... pottþétt formúla ;)
0.3 -
2012-09-07 23:48
Rosalega spennandi mynd. Mjög góð keyrsla - hélt mér alveg "on the edge of my seat". Gott action - nóg af því. Slatti af þekktum leikurum. Nokkuð gott plot.
0.3
← previous 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 next →
List generated by WP Movie Ratings.
Síðast uppfært 13. February, 2022
þú ert aldeilis fljótur að skrifa um American Gangster. My man, ég er sammála þér með myndina. Töff stöff.
Vei, fyrsta kommentið hérna :)
Já, maður reynir að hafa þetta eins ferskt og hægt er :)
Það er kosturinn við þetta setup – ég hendi bara upp einhverju stuttu review, skelli á þetta einhverjar stjörnur (bara svona gut feeling) og þá er það komið. Ekkert að tefja mig á óþarfa blaðri eða djúpum pælingum.
mér finnst of mikið af myndum hér með of litlum fresti – horfir of mikið á myndir
hehe… já, sorry – ég skal horfa á færri myndir ;) Væri ein á mánuði of mikið?
En þetta er svona – ég hata ekki að horfa á bíómyndir… I loves it :)
ein á mánuði ef hún er á bíórásinni
Já ég fór með alltof miklar væntingar á Max kallinn. Myndin var alveg töff en sagan samsvaraði sér alveg ferlega illa. Þetta lyktar eins og gömul skinka.
Öflugur að halda utan um myndirnar sem þú sérð! ;) Nice. Sammála Star Trek umfjölluninni. Frábær mynd! Og hei, líka sammála um Angels and Demons. Ólíkt Da Vinci Code fannst mér myndin betri en bókin.
Takk. Já, mér fannst kominn tími til að hafa smá yfirsýn yfir þær myndir sem ég horfi á þar sem ég horfi á örlítið fleiri en 2 myndir á ári ;)
Já, síðan var líka gaman að sjá í Angels & Demons hvað sumir hlutir voru allt öðruvísi en maður var búinn að ímynda sér þegar maður las bókina :)
Hot Rod: 10*?
Ég hefði smellt 8*.
Jú, skil þig – þegar ég horfði á hana aftur einn þá var þetta ekki alveg eins mikil snilld, en samt fáránlega fyndin. En þegar ég horfði á hana fyrst þá skemmti ég mér alveg konunglega – það var kannski bara stemmningin að horfa á þetta wit da boyz. 10 stjörnur þýðir alls ekki að mér fannst þetta einhver Óskarsverðlaunamynd…
En annars eru þessar stjörnugjafir engan veginn heilagar – oft bara nánast eitthvað skot út í loftið ;)
Jæja Nesi, ég er mjög spennt að lesa hvað þú hefur um Shutter Island að segja. Koma svo! Í bíó með þig! ;)
hehe, úff… bara pressa :) Já, ég er svona ennþá að vega og meta hvort ég ætli að sjá Shutter Island í bíó. En ætli maður verði ekki að tékka á þessu, Scorsese stendur alltaf fyrir sínu.