
Smá umfjöllun um kvikmyndir sem ég hef séð nýlega… Stutt kvikmyndagagnrýni – ég nenni að skrifa mismikið, fer yfirleitt eftir því hvað mér dettur fyrst í hug – oft bara að hugsa upphátt.
Stjörnugjöf… já, stjörnugjöf er eiginlega svolítið bullshit – ég held að það sé mismikið bakvið stjörnur sem fólk gefur myndum. Hjá mér er það yfirleitt bara gut feeling – hversu skemmtileg/fyndin/spennandi/flott fannst mér myndin. Upplifunin.
Það er ekki eins og ég sé með einhvern ákveðinn skala/staðal eða tékklista – “já, flottur bílaeltingaleikur – 1 stjarna, töff byssubardagi – bætist við 1,5 stjarna…” ;) Síðan getur stjörnugjöfin oft verið svona plús/mínus 1-2 stjörnur.
Hlaðvarp um kvikmyndir
Það er vert að minnast á að ég og Björn erum með hlaðvarp um kvikmyndir sem við köllum Búnir með poppið. Það er hægt að fylgjast með okkur í gegnum Facebook, Twitter og Instagram – og svo auðvitað hlusta á þættina á Spotify, Apple Podcasts, Google Podcasts og öðrum stöðum þar sem fólk hlustar á hlaðvörp.
Sort list by: title | rating ↓ | view date
-
2009-04-19 01:52
Góð spennumynd. Ekta thriller. Virkilega spennandi - maður var oft alveg á nálum, bókstaflega "on the edge of my seat". Vel leikin - fullt af góðum leikurum. Gott handrit - svona myndir sem eru ekki stútfullar af flottum tæknibrellum og endalausum action atriðum þurfa að hafa vel skrifað handrit. Gaman að sjá Jason Bateman í svona wacky hlutverkum :)
0.3 -
2009-03-27 23:53Part of the Weekend Never Dies (2008)
Mjög kúl mynd - þetta er s.s. nokkurs konar heimildamynd um Soulwax. Virkilega flott - mikið vision... nett cinematography í gangi. Kick ass tónlist - ekki oft sem maður er hálf dansandi þegar maður er að horfa á kvikmynd ;) Að vissu leyti svipuð og Justice heimildamyndin en töluvert öðruvísi - tekin upp á mun lengri tíma og ekki alveg jafn mikil geðveiki, en þó samt rokkstjörnu-fílingur í gangi með groupies í tour bus-num og allt það... Myndin var líka töluvert vandaðari - vel klippt. Klippur af tónleikum út um allan heim. Inn á milli eru viðtöl við þá og vini þeirra. Skemmtilegt að sjá að þeir voru alltaf að drekka Stella - það kemur náttúrulega ekkert annað til greina en belgískur bjór.
0.3 -
2009-03-08 01:52
Clint Eastwood er ennþá badass. Kúl mynd, góð saga. Hann var nokkrum sinnum með netta Dirty Harry takta - sérstaklega í eitt skiptið þar sem hann droppaði alveg killer línu: "Ever notice how you come across somebody once in a while you shouldn't have fucked with? That's me.". Vel gerð og vönduð mynd - enda bjóst maður ekki við neinu öðru með Clint Eastwood bakvið stýrið. Já, síðan var líka íslensk stuttmynd á undan - "Aldrei Stríð Á Íslandi" - áhugaverðar pælingar (hverjir myndu fara í stríð við okkur? Borgarastyrjöld?), leit vel út... alltaf gaman að sjá íslenskar stuttmyndir.
0.3 -
2009-02-28 01:53
Mjög kúl mynd. Hörku action/thriller - góð spenna. Þessi mynd var mjög... international ;) Tekin upp út um allan heim - það er sérstaklega skemmtilegt að sjá staði í myndum þar sem maður hefur verið sjálfur að tjilla einhvern tíman... Atriðið í Guggenheim safninu var algjör snilld - mér fannst það frekar impressive. Myndin leit vel út, flott áferð og vönduð mynd.
0.3 -
2009-01-18 16:37
Mjög góð mynd. Drama alveg í gegn. Mjög góður leikur. Flott mynd - góð leikstjórn og flott cinematography. Áhugaverð saga - maður fær svona smátt og smátt að vita hvað er í rauninni í gangi og afhverju.
0.3 -
2009-01-03 15:37
Sérstök mynd... frekar artý og eiginlega svolítið abstrakt. Sérstakur stíll yfir henni - þar sem myndin er um blindu og blint fólk þá eru senur oft mjög hvítar, eiginlega overexposed.
0.3
Mjög vel gerð mynd, lítur vel út, slatti af þekktum leikurum... ekta svona listræn mynd sem leikarar vilja taka þátt í af því að það er svo kúl að taka þátt í svona öðruvísi myndum.
Ég er ekki alveg viss hvar hún átti að gerast - eiginlega eins og hún átti að gerast í framtíðinni... partar af henni voru eins og þetta væri Tókíó, partar eins og New York og partar eins og Brasilía... allir töluðu ensku (einstaka talaði líka spænsku) og umferðarskilti voru á ensku en samt voru bílnúmerin alls ekki bandarísk, frekar evrópsk/suður-amerísk... Ah, ok... skv. Wikipedia: "The producers were able to acquire rights with the condition that the film would be set in an unrecognizable city." - kúl.
Nokkuð áhugaverðar pælingar varðandi hversu mikið lífið manns breytist þegar maður verður allt í einu blindur. -
2008-12-15 01:24
Hörku spennumynd. Smá James Bond/Jason Bourne fílingur - Liam Neeson er one man's army að rústa vondu köllunum í París. Ágætlega þétt action keyrsla... Nokkrir flottir bílaeltingaleikir að hætti Luc Besson. SEMI SPOILER ALERT Skuggalegt að skyggnast inn í þennan mannsals-heim - af því að allt í kvikmyndum er 100% byggt á raunveruleikanum er það ekki?
0.3 -
2008-11-22 01:47
Mjög kúl mynd. Virkilega vel gerð, leit mjög vel út - ekta Ridley Scott mynd. Action atriðin voru mjög flott. Vel leikstýrð... mér fannst satellite kvikmyndatakan nokkuð kúl. Nokkuð gott handrit - áhugaverð saga. Svona Mið-Austurlanda myndir eru líka áhugaverðar af því að maður hefur ekkert kynnst þeim heimshluta og það er alltaf gaman að skyggnast aðeins inn í hann. Hani - yfirmaður Jórdanísku leyniþjónustunnar var náttúrulega langflottasti karakterinn - alltaf í fáránlega flottum jakkafötum og mjög yfirvegaður.
0.3
Eitt sem var reyndar að bögga mig örlítið - þegar það var tekið fram að núna værum við á nýjum stað, í nýju landi þá kom alltaf texti fyrir neðan með staðsetningunni. En þetta var bara eins og annar undirtexti en ekki í einhverjum kúl font og með einhverju töff animation (eins og ég geri ráð fyrir að sé í útgáfunni sem er sýnd í Bandaríkjunum). Mér finnst eiginlega eins og það sé að fjarlægja smá hluta af myndinni þannig að hún er ekki sýnd eins og leikstjórinn vildi hafa hana.
Síðan eitt sem ég tók eftir - ný tegund af product placement - þegar það var verið að sýna eitthvað gerast í einhverri tölvu þá hljómuðu ýmis Microsoft hljóð - en það var ekkert annað sem gaf til kynna að verið væri að vinna í Windows. Ég held alla vega að þetta hafi verið product placement sem Microsoft hefur borgað fyrir - skil ekki af hverju það ætti annars að vera troða inn fullt af Microsoft hljóðum þarna (New Mail Notification, Default Beep, etc.). En kannski er það bara ég og nokkrir aðrir sem taka eftir þessu... en undirmeðvitundin hjá öðrum tekur kannski eftir þessu - er það ekki yfirleitt markmiðið með product placement?. But I digress... :) Flott og spennandi mynd. -
2008-10-14 00:47
Mjög töff íslensk action mynd. Virkilega vel gerð. Gott handrit og góðir leikarar. Mjög spennandi á köflum. Ég vil fá fleiri svona íslenskar myndir...
0.3 -
2008-10-07 00:39
Virkilega fyndin mynd. Coen bræðurnir eru náttúrulega snillingar í að búa til mjög sérstakar og skemmtilegar persónur - skaðar heldur ekki að hafa góða leikara til að leika þessar persónur. Skemmtileg saga - allar persónurnar blönduðust saman í eina ringulreið... Fínasta afþreying til að gleyma kreppunni í smástund ;)
0.3 -
2008-09-20 01:22
Vá, súr mynd... :) Þetta er alveg svakaleg stoner mynd - en alveg rugl fyndin. Snilldar karakterar. Fullt af atriðum þar sem maður sprakk úr hlátri. Gott stöff. Síðan var alveg hellingur af action líka - byssur, sprengingar, bílaeltingaleikur og læti.
0.3 -
2008-09-05 01:25
Fáránleg og fyndin mynd. Fáránlega fyndin mynd - ekta Ben Stiller og Jack Black húmor. Síðan er Robert Downey Jr. að slá í gegn eins og svo oft áður. Trailer-arnir á undan myndinni eru líka brillíant. Action-packed grínmynd af bestu gerð - nóg af sprengingum og látum. Persónan sem Tom Cruise leikur er algjör snilld, þótt hann sé persónulega nett klikkaður þá kann hann að svo sannarlega að leika. Alveg skuggalega mikið af öðrum þekktum leikurum í þessari mynd hér og þar...
0.3 -
2008-08-04 00:47
Virkilega góð mynd - Pixar kann svo sannarlega að búa til tölvuteiknimyndir sem höfða til ungra sem aldna. Reyndar voru hlutar af myndinni svo raunverulegir að manni fannst maður eiginlega ekki vera horfa á teiknimynd - hún var virkilega flott í alla staði. Sagan var mjög góð og nokkuð fyndin. Síðan var þetta smá ádeilumynd þar sem það var svolítið verið að gagnrýna efnishyggju, leti, o.s.frv. Wall-E er klárlega ein besta tölvuteiknimynd sem ég hef séð. Skemmtilegt að sjá á IMDb síðunni að þeir notuðu text-to-speech forrit sem fylgir með Apple tölvum til að tala fyrir einn karakterinn.
0.3 -
2008-06-28 00:31
Að vissu leyti formúlukennd action mynd - en hver fílar ekki byssur, ofbeldi, bílaeltingaleiki, sprengingar og síðast en ekki síst Angelina Jolie? Þetta var alla vega alveg að virka fyrir mig - kúl stöff. Síðan er hún líka mjög fyndin á köflum - þá aðallega hversu óraunveruleg hún getur verið ;) Kúl special effects - t.d. nokkur töff bíla trikk sem maður hefur ekki séð áður :) Eins og með margar action myndir sem keyra áfram með byssubardögum og dúndrandi rokktónlist þá er alveg óþarfa að spá of mikið í söguþræðinum.
0.3 -
2008-05-14 00:31Harold & Kumar Escape from Guantanamo Bay (2008)
Þetta var snilld. Mjög fyndin mynd - náttúrulega aðallega bull, vitleysa og stoner húmor... mörg sprenghlægileg atriði. Síðan var svona inn á milli smá ádeila á Bandaríkin, hvernig þeir fara með grunaða, fordóma, o.s.frv... Góð keyrsla í þessu - varla dauður punktur. Ó, já, síðan var The Square Root of Three ljóðið alveg magnað :)
0.3 -
2008-05-03 01:25
Svona á að gera ofurhetjumynd! Iron Man og Batman Begins eru bestu ofurhetjumyndir sem ég hef séð nýlega... Gæða mynd í alla staði - kúl action atriði, vel leikstýrð, mjög flott visual séð, gott handrit, vel leikin og svona ekkert alltof ótrúleg (miðað við ofurhetjumynd). Robert Downey Jr. er algjör snillingur - fáránlega pimp í byrjun... og síðan svona kúl/goofy eins og hann er oft. Gwyneth Paltrow var líka að standa sig vel í sínum karakter. Ég var að fíla Iron Man í tætlur - væri alveg til í að sjá nokkrar myndir í viðbót úr þessu franchise...
0.3 -
2008-05-02 19:16Raiders of the Lost Ark (1981)
Náttúrulega klassísk mynd – fyrsta Indiana Jones myndin – mjög langt síðan ég sá hana síðast. Hún var töluvert fyndnari en ég mundi eftir henni... mætti jafnvel flokka hana sem silly action mynd. Atriðið þar sem hann skýtur sveðju gaurinn á torginu er náttúrulega priceless :) Síðan voru tæknibrellurnar vissulega framúrskarandi – svona miðað við mynd frá 1981. Fín upphitun fyrir Indiana Jones 4 (Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull).
0.3 -
2008-03-16 00:48
Öss! Þetta var mjög scary mynd... Mikið "suspense" í gangi - maður beið oft í ofvæni eftir að eitthvað gerðist - og manni brá alveg nokkrum sinnum. Engir "cheap Hollywood effects" bara hrá hryllingsmynd/thriller. Minnti mig að vissu leyti á The Others - og líka Stir of Echoes. Græna ljósið er að sýna þessa mynd þannig að það var ekkert hlé - sem var bara gott, ég held að hlé hefði eyðilegt svolítið spennuna sem var búið að byggja upp. Myndin heitir s.s. The Orphanage á ensku.
0.3 -
2008-02-21 23:20
Quirky og fyndin mynd. Eiginlega bara mjög fyndin - fullt af fyndnum atriðum/samtölum, nokkuð gott handrit. Michael Cera stendur sig alltaf vel sem vandræðalegi gaurinn og Ellen Page er bara nokkuð góð leikkona - verður áhugavert að fylgjast með henni í framtíðinni. Myndin minnti mig svolítið á Garden State - svona róleg og "raunveruleg" mynd með raunverulegum persónum - enginn Hollywood glansi yfir þessu. Soundtrackið var líka nokkuð gott. Fínasti indie/krútt pakki.
0.3 -
2008-01-27 01:09
Wes Anderson býr alltaf til myndir með mjög sérstökum persónum... og hann er mikið fyrir súrrealísk atriði og samtöl - sem gerir myndina sprenghlægileg á köflum. Vel leikstýrð og umgjörðin (costume & set design) var líka mjög flott. Svolítið sérstakt að fara á mynd með ekkert hlé - en skemmtileg tilbreyting. Síðan var stuttmyndin Hotel Chevalier sýnd á undan - hún er reyndar með sér IMDb færslu þannig að ég gæti í rauninni verið með sér færslu hérna um hana en ég held ég hafi bara full-length myndir hérna. Það var alla vega sama stemmning í henni - quirky og fyndin.
0.3 -
2008-01-25 23:58
Mjög töff mynd. Skemmtilegur myndastíll - ef þú fílar ekki þegar myndavélin er á hreyfingu þá er þetta alls ekki mynd fyrir þig - myndin er s.s. öll frá sjónarhorni fólksins sem heldur á myndavélinni. Mjög góð action/skrímsla mynd - góð keyrsla, maður lifði sig alveg inn í þetta (nánast eins og maður væri gaurinn sem hélt á myndavélinni). Það hjálpaði líka að gera myndina "raunverulegri" að aðalleikararnir eru ekki mjög þekktir.
0.3
Uppfært: Ég var reyndar að fatta að þótt þessi myndastíll sé skemmtileg tilbreyting þá er þetta ekki alveg ný uppfinning hjá þeim - Blair Witch Project notaði náttúrulega sömu tækni. Nú hafa báðar þessar myndir verið kallaðar ódýrar í framleiðslu - það er kannski bara gott trick til að halda niður kostnaði - láta leikarana bara halda á myndavélinni ;) -
2007-12-28 01:11
Flott mynd. Mjög töff að sjá New York alveg tóma - svona Palli var einn í heiminum dæmi... Vel leikin, vel leikstýrð og áhugaverð saga - bara mjög góð í alla staði. Fékk mann líka alveg til að bregða nokkrum sinnum ;)
0.3 -
2007-12-15 21:10
Feel good mynd + Will Ferrell sem álfur = Sprenghlægileg jólamynd. Held ég bara ein besta jólamynd sem ég hef séð.
0.3 -
2007-11-24 00:17
Virkilega töff mynd - Denzel er alveg hardcore gangsta. Ridley Scott alveg að standa sig. Mjög góð action atriði. Myndin leit mjög vel út - greinilega mikið lagt í að láta þetta líta út fyrir að gerast 1970. Eða eitthvað... allavega, mjög vel gerð mynd í alla staði. Frasi myndarinnar: "My man..." ;)
0.3 -
2007-11-11 02:57
Þetta er náttúrulega klassísk mynd - mögnuð saga... En hún er í lengri kantinum ;) (yfir 3 tímar). -- Skráði hana fyrst hérna í gagnagrunninn 11.11.2007. Var búinn að gleyma að ég hafði séð hana áður og horfði á hana 15.5.2024 (eftir að hafa horft á fyrri myndina): Stærra production (meira budget). Spennandi. Áhugavert framhald með þessar tvær tímalínur – Vito origin story og Michael í vaxtarverkjum (plana & plotta). Mjög löng – það löng að það var sérstakt "Intermission" skilti. Smá hæg á köflum (sérstaklega miðað við nútíma standard).
0.3 -
2007-10-30 00:15Anchorman: The Legend of Ron Burgundy (2004)
Þetta er ein af bestu Will Ferrell myndunum - algjör klassík, hægt að horfa á hana aftur og aftur. Steve Carell fer líka alveg á kostum sem vangefni veðurfræðingurinn.
0.3 -
2007-09-29 01:46
Hrikalega fyndin. Mikið af vandræðalegum bröndurum ;) Magnaðir karakterar... McLovin maður :)
0.3 -
2007-09-14 23:56
Endalaust fyndin mynd. Með betri grínmyndum sem maður hefur séð nýlega.
0.3 -
2007-08-11 00:36
Kick ass mynd. Ekta Michael Bay action. Fínasta nostalgía... Samt ekki alveg að kaupa Anthony Anderson sem einhvern mega hakkara ;)
0.3
← previous 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 next →
List generated by WP Movie Ratings.
Síðast uppfært 16. February, 2025
þú ert aldeilis fljótur að skrifa um American Gangster. My man, ég er sammála þér með myndina. Töff stöff.
Vei, fyrsta kommentið hérna :)
Já, maður reynir að hafa þetta eins ferskt og hægt er :)
Það er kosturinn við þetta setup – ég hendi bara upp einhverju stuttu review, skelli á þetta einhverjar stjörnur (bara svona gut feeling) og þá er það komið. Ekkert að tefja mig á óþarfa blaðri eða djúpum pælingum.
mér finnst of mikið af myndum hér með of litlum fresti – horfir of mikið á myndir
hehe… já, sorry – ég skal horfa á færri myndir ;) Væri ein á mánuði of mikið?
En þetta er svona – ég hata ekki að horfa á bíómyndir… I loves it :)
ein á mánuði ef hún er á bíórásinni
Já ég fór með alltof miklar væntingar á Max kallinn. Myndin var alveg töff en sagan samsvaraði sér alveg ferlega illa. Þetta lyktar eins og gömul skinka.
Öflugur að halda utan um myndirnar sem þú sérð! ;) Nice. Sammála Star Trek umfjölluninni. Frábær mynd! Og hei, líka sammála um Angels and Demons. Ólíkt Da Vinci Code fannst mér myndin betri en bókin.
Takk. Já, mér fannst kominn tími til að hafa smá yfirsýn yfir þær myndir sem ég horfi á þar sem ég horfi á örlítið fleiri en 2 myndir á ári ;)
Já, síðan var líka gaman að sjá í Angels & Demons hvað sumir hlutir voru allt öðruvísi en maður var búinn að ímynda sér þegar maður las bókina :)
Hot Rod: 10*?
Ég hefði smellt 8*.
Jú, skil þig – þegar ég horfði á hana aftur einn þá var þetta ekki alveg eins mikil snilld, en samt fáránlega fyndin. En þegar ég horfði á hana fyrst þá skemmti ég mér alveg konunglega – það var kannski bara stemmningin að horfa á þetta wit da boyz. 10 stjörnur þýðir alls ekki að mér fannst þetta einhver Óskarsverðlaunamynd…
En annars eru þessar stjörnugjafir engan veginn heilagar – oft bara nánast eitthvað skot út í loftið ;)
Jæja Nesi, ég er mjög spennt að lesa hvað þú hefur um Shutter Island að segja. Koma svo! Í bíó með þig! ;)
hehe, úff… bara pressa :) Já, ég er svona ennþá að vega og meta hvort ég ætli að sjá Shutter Island í bíó. En ætli maður verði ekki að tékka á þessu, Scorsese stendur alltaf fyrir sínu.