• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

I am official station

Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
You are here: Home / Kvikmyndagagnrýni

Kvikmyndagagnrýni

Kvikmyndagagnrýni (plaköt)

Smá umfjöllun um kvikmyndir sem ég hef séð nýlega… Stutt kvikmyndagagnrýni – ég nenni að skrifa mismikið, fer yfirleitt eftir því hvað mér dettur fyrst í hug – oft bara að hugsa upphátt. 

Stjörnugjöf… já, stjörnugjöf er eiginlega svolítið bullshit – ég held að það sé mismikið bakvið stjörnur sem fólk gefur myndum. Hjá mér er það yfirleitt bara gut feeling – hversu skemmtileg/fyndin/spennandi/flott fannst mér myndin. Upplifunin. 

Það er ekki eins og ég sé með einhvern ákveðinn skala/staðal eða tékklista – “já, flottur bílaeltingaleikur – 1 stjarna, töff byssubardagi – bætist við 1,5 stjarna…” ;) Síðan getur stjörnugjöfin oft verið svona plús/mínus 1-2 stjörnur. 

Hlaðvarp um kvikmyndir  

Það er vert að minnast á að ég og Björn erum með hlaðvarp um kvikmyndir sem við köllum Búnir með poppið. Það er hægt að fylgjast með okkur í gegnum Facebook, Twitter og Instagram – og svo auðvitað hlusta á þættina á Spotify, Apple Podcasts, Google Podcasts og öðrum stöðum þar sem fólk hlustar á hlaðvörp. 

Sort list by: title ↑ | rating | view date

  • Show the reviewHide the review#Alive (2020) 6/10

    2020-10-19 23:38
    * * * * * *

    Önnur Kóresk zombie mynd. Skemmtileg nútíma nálgun á zombie mynd. Mjög spennandi og stressandi. Fínasta zombie action. #netflix

    0.3
  • Show the reviewHide the review(500) Days of Summer (2009) 5/10

    2009-12-07 00:24
    * * * * *

    Fín mynd. Nokkrir góðir brandarar/fyndin atriði. Zooey er náttúrulega voða mikið krútt. Ekki eins væmin og maður myndi kannski búast við.

    0.3
  • Show the reviewHide the review10 Cloverfield Lane (2016) 7/10

    2016-11-26 23:04
    * * * * * * *

    Mjög spennandi. Alltaf áhugavert að sjá myndir með fáum leikurum. Gaman að skyggnast nánar inn í Cloverfield heiminn. Ég væri alveg til í að sjá fleiri myndir – en þarf maður að bíða í 8 ár eftir næstu mynd? ;) Áhugavert að fylgjast með hvað mikið af kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem J.J. Abrams kemur nálægt ganga mikið út á dulúð (mystery).

    0.3
  • Show the reviewHide the review10 Things I Hate About You (1999) 6/10

    2011-06-11 00:26
    * * * * * *

    Fyndin. Gaman að sjá þessa ungu leikara stíga sín fyrstu skref...

    0.3
  • Show the reviewHide the review127 Hours (2010) 6/10

    2011-08-10 00:10
    * * * * * *

    Mögnuð mynd. Frekar brútal í lokinn. Góð áminning að láta alltaf vita þegar með ætlar í fjallgöngu eða eitthvað álíka ;) Myndir byggðar á sannsögulegum atburðum eru alltaf extra áhugaverðar. Gaman að heyra Sigur Rós í lokinn með lagið Festival, passaði mjög vel við.

    0.3
  • Show the reviewHide the review13 Hours: The Secret Soldiers of Benghazi (2016) 7/10

    2016-02-07 00:39
    * * * * * * *

    Intense mynd. Mjög spennandi. Svakaleg atburðarás. Mikið af flottum action/bardaga atriðum. Brútal. Ekta Michael Bay mynd að mörgu leyti: Mikið af sprengingum, drama, væmni og 'merica! Löng mynd. Minnir mig á Homeland þættina, bara 100x stærra og meira.

    0.3
  • Show the reviewHide the review17 Again (2009) 5/10

    2011-02-04 23:12
    * * * * *

    Ágætlega fyndin. Smá kjánaleg á köflum. Léttmeti.

    0.3
  • Show the reviewHide the review1917 (2019) 10/10

    2020-01-14 23:40
    * * * * * * * * * *

    Geggjuð myndataka! Þessi löngu skot eru svakaleg! Hef ekki séð annað eins. Metnaður. Listaverk. Bravissimo! Þessi myndataka gerði það að verkum að manni fannst maður vera með þeim í þessu – “immersive” upplifun sem var alveg mögnuð. Mjög spennandi. Flottir leikarar. Átakanlegt hvað stríð er klikkað dæmi – algjör bilun. Svo vel gerð og vönduð mynd – allt umhverfið virkar mjög “authentic”. Meistarastykki! Svo sannarlega mynd sem skilur eitthvað eftir – ég var alveg dolfallinn eftir þetta.

    0.3
  • Show the reviewHide the review2 Guns (2013) 7/10

    2013-08-21 23:03
    * * * * * * *

    Fínasta afþreying. Fyndin & spennandi. Ágæt saga. Dash af action og dash af gríni - góð blanda. Denzel Washington og Mark Wahlberg eru topp leikarar. Þeir voru góðir saman. Baltasar er með'etta - gaman að sjá hvað hann er að gera góða hluti.

    0.3
  • Show the reviewHide the review2012 (2009/I) 7/10

    2009-11-18 01:28
    * * * * * * *

    Risastór stórslysamynd. Mjög spennandi á köflum - klikkaðar tæknibrellur. Stundum var þetta eins og mega rússíbani í tívolí - klikkað fjör :) Virkilega flott tölvugrafík - það var líka nóg af henni. En hún var frekar löng... Áhugaverðar pælingar varðandi hvað væri gert ef við vissum að heimurinn væri að farast.

    0.3
  • Show the reviewHide the review21 & Over (2013) 7/10

    2015-06-15 19:58
    * * * * * * *

    Skemmtileg vitleysa. Spennandi. Fyndin. Góð afþreying.

    0.3
  • Show the reviewHide the review21 (2008) 6/10

    2009-10-10 21:42
    * * * * * *

    Nokkuð kúl mynd. Ágætlega spennandi... Alltaf gaman af Las Vegas glamúr... Áhugavert að geta talið spil, maður ætti kannski að prófa það einhvern tíman ;)

    0.3
  • Show the reviewHide the review21 Bridges (2019) 8/10

    2019-12-03 23:43
    * * * * * * * *

    Mjög spennandi mynd. Góð keyrsla. Fínasta saga, þótt ég hafi alveg séð sambærilegt plot áður. Eitthvað hrátt við hana – hún var ekki stútfull af tæknibrellum eins og margar myndir núna. Smá old school stemning við þessa mynd – New York löggur að elta bófa og svo eru náttúrulega einhverjar spilltar löggur. Solid mynd. Hélt athyglinni vel – ekki mikið af dauðum punktum. Flottir leikarar.

    0.3
  • Show the reviewHide the review21 Jump Street (2012) 7/10

    2012-04-19 22:42
    * * * * * * *

    Mjög fyndin mynd - sum atriði voru alveg sprenghlægileg. Spennandi. Skemmtileg vitleysa. Gott grín. Að vissu leyti formúlumynd - en hún virkaði alveg.

    0.3
  • Show the reviewHide the review22 July (2018) 8/10

    2018-10-19 23:09
    * * * * * * * *

    Svakaleg mynd. Hræðilegir atburðir. Átakanlegt að horfa á þetta. Vel gerð mynd. Áhugavert að láta norskt (og íslenskt) fólk leika en bara tala ensku – en skiljanlegt til að gera myndina "aðgengilegri" fyrir fleiri. Þau reyndar sungu eitt lag á norsku. Gaman að sjá hvað það voru margir Íslendingar í crew-inu – og ekki bara af því að Svalbarði var tekinn upp á Siglufirði.

    0.3
  • Show the reviewHide the review22 Jump Street (2014) 7/10

    2014-06-23 23:47
    * * * * * * *

    Fyndin vitleysa. Bull og kjánalæti. Ágætis action inn á milli. Gaman að sjá Diplo í smá cameo. Skemmtilegt hvað þeir gerðu mikið grín að endurgerðum (reboots) og framhöldum. Þeir voru alveg meðvitaðir um að þetta var að vissu leyti formúlumynd og voru að gera grín að því. Mér fannst vera smá vísun í "Who's On First" sketsinn í lokinn - skemmtilegt.

    0.3
  • Show the reviewHide the review24: Redemption (2008) (TV) 7/10

    2008-11-27 00:27
    * * * * * * *

    Maður er búinn að bíða frekar lengi eftir þessari sjónvarpsmynd. Þeir ákvaðu að gera þetta af því að skipulagið fór allt í rugl út af verkfalli handritshöfunda. Gerist á 2 tímum - í rauntíma. Ekta 24 fílingur - slatti af sprengingum og byssubardögum. En þetta er engin crazy heavy-action mynd - þetta er ennþá bara á sjónvarpsmynda-budget og að vissu leyti takmarkað þar sem allt gerist á rauntíma. En nokkuð gott stöff - hjálpar manni að þrauka aðeins lengur þangað til að 24 byrjar aftur í janúar. Mér fannst fyndnast þegar þeir ætluðu að pynta Jack Bauer til að fá hann til að tala - Jack Bauer fær sér pyntingar í morgunmat, það myndi virka jafn vel að kalla hann ljótum nöfnum.

    0.3
  • Show the reviewHide the review3 Days to Kill (2014) 5/10

    2014-03-16 01:18
    * * * * *

    Mér fannst handritið ekki nógu gott. Margt skrýtið/kjánalegt og flæðið á milli atriði var stundum ekki nógu lógískt/eðlilegt. Þar sem þetta er Luc Besson mynd (þ.e.a.s. hann skrifaði handritið og framleiddi) þá voru vissulega franskir bílar í eltingaleik.

    Það voru nokkur atriði sem voru ágætlega fyndin og nokkrar action senur ágætlega kúl. En það var kannski verið að reyna blanda of mörgu saman; action, grín, rómantík, spenna, drama... Hálf stefnulaust - gekk ekki upp. Gaman að sjá Tómas Lemarquis í nokkuð stóru hlutverki.

    0.3
  • Show the reviewHide the review3:10 to Yuma (2007) 6/10

    2007-10-07 01:40
    * * * * * *

    Fínasti vestri... samt eitthvað... manni fannst sumir hlutir svolítið skrítnir. En mjög vel gerð - góður leikur og vel leikstýrð.

    0.3
  • Show the reviewHide the review50/50 (2011) 5/10

    2012-04-30 23:44
    * * * * *

    Áhugaverð mynd. Hádramatísk á köflum. Ég bjóst við aðeins léttari (fyndnari) mynd miðað við trailer-inn. En hún var alveg fyndin og skemmtileg á köflum - hefði samt mátt vera meira. Sálfræðingurinn (Katherine / Anna Kendrick) var eiginlega besti karakterinn - mjög fyndin. Mjög fínir leikarar. Mér fannst reyndar Seth Rogen stundum aðeins ofleika "frat" gaurinn.

    0.3
  • Show the reviewHide the review6 Days (2017) 7/10

    2022-10-29 23:03
    * * * * * * *

    Spennandi. Góðir leikarar. Fínn rythmi (keyrsla) í sögunni. #netflix

    0.3
  • Show the reviewHide the review6 Underground (2019) 7/10

    2019-12-17 22:27
    * * * * * * *

    Töff mynd. Spennandi. Góð keyrsla. Svakaleg byrjun – intense & over the top. En gaman að þessu. Fylgir alveg Michael Bay formúlunni: Nóg af sprengingum, eldi, slow-motion, blóðslettum á sterum, rokktónlist, byssubardögum, bílaeltingaleikjum... og smá vörulaum (product placement). Handritið var smá takmarkað á köflum.

    0.3
  • Show the reviewHide the review7500 (2019) 8/10

    2022-04-05 23:26
    * * * * * * * *

    Skemmtilega hrá myndataka og klipping – stundum sá maður hlutina í gegnum öryggismyndavélar. Mjög spennandi. Brútal. Alltaf áhugaverðar myndir sem gerast mest megnis á litlu svæði og með fáum leikurum. Svo er líka eins og myndin gerðist að miklu leyti í rauntíma, sem er líka áhugavert að upplifa. Nokkuð frumleg mynd. #amazonprime

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewA Complete Unknown (2024) 8/10

    2025-01-23 13:17
    * * * * * * * *

    Grípandi og áhugaverð mynd um Bob Dylan og byrjunina hans. Gæða stöff. Vel leikin. Dramatísk – eða meira svona slatti "melancholy" stemning. Frábær tónlist.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewA Good Day to Die Hard (2013) 6/10

    2013-02-28 22:42
    * * * * * *

    Gott action. Að vissu leyti klassísk Die Hard formúla - vondir kallar, one-liners, byssur, sprengingar, bílaeltingaleikir... En mér fannst eitthvað vanta. Ég bjóst við meira. Handritið var frekar takmarkað. Die Hard 5 er fínasta afþreying samt sem áður.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewA History of Violence (2005) 6/10

    2007-12-22 20:59
    * * * * * *

    Hmm... ok, ég hef líklega séð hana áður - á Bíórásinni eða eitthvað. Eftir fyrstu mínúturnar fannst mér ég kannast við of mikið - "það getur ekki verið að ég hafi séð svona mikið í trailer-num..." ;) Það er einn kostur við að vera með svona síðu þar sem maður skráir niður þær kvikmyndir sem maður horfir á - það eru minni líkur að ég horfi "óvart" á bíómynd sem ég hef séð áður ;) En þessi mynd er mjög vel leikstýrð, vel gerð og vel leikin. En svolítið "þung" á köflum - dramatísk, hæg, ekki endilega mikið tal... Myndin er líka mjög "raunveruleg" - ekkert of mikið af "hollywood effects"...

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewA Little Trip to Heaven (2005) 6/10

    2007-09-09 19:29
    * * * * * *

    Ég var ekki alveg að fíla hvað sumir hlutar af myndinni vöru dökkir - mér finnst skemmtilegra að sjá almennilega hvað er að gerast ;) Kannski vildi Baltasar bara hafa sem eðlilegasta lýsingu... Skemmtilegt að sjá hinar ýmsu íslensku byggingar í nýjum hlutverkum. Hin fínasta mynd - maður var reyndar stundum ekki alveg að ná að fylgja nákvæmlega hvað var í gangi...

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewA Million Ways to Die in the West (2014) 6/10

    2020-09-17 22:33
    * * * * * *

    Mikil vitleysa. En alveg fyndin inn á milli. Ekta Family Guy/Seth MacFarlane húmor. Slatti af fínum leikurum + skemmtilegum cameos. #netflix

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewA Minecraft Movie (2025) 7/10

    2025-05-24 20:34
    * * * * * * *

    Fyndin og spennandi fjölskyldumynd. Fínn húmor. Flott grafík. Alveg nokkur áhugaverð cameos hjá Minecraft starfsfólki.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewA Nightmare on Elm Street (2010) 4/10

    2010-06-29 00:12
    * * * *

    Frekar kjánaleg mynd. Alveg slatti af atriðum þar sem manni brá - en maður hló líka ótrúlega oft (aðeins of silly fyrir hryllingsmynd). Ágætlega spennandi en alveg formúlu-hryllingsmynd. Kannski að maður horfi á upprunalegu myndina til að bera saman...

    0.3

← previous 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 next →

List generated by WP Movie Ratings.

Síðast uppfært 16. February, 2025

Share this:

  • Share
  • Click to share on Facebook (Opens in new window) Facebook
  • Click to share on X (Opens in new window) X
  • Click to share on Tumblr (Opens in new window) Tumblr
  • Click to share on Pinterest (Opens in new window) Pinterest
  • Click to share on Reddit (Opens in new window) Reddit
  • Click to share on LinkedIn (Opens in new window) LinkedIn
  • Click to print (Opens in new window) Print
  • Click to email a link to a friend (Opens in new window) Email

Reader Interactions

Comments

  1. Bjössi says

    24. November, 2007 at 0:36

    þú ert aldeilis fljótur að skrifa um American Gangster. My man, ég er sammála þér með myndina. Töff stöff.

    Reply
  2. Hannes says

    24. November, 2007 at 1:31

    Vei, fyrsta kommentið hérna :)

    Já, maður reynir að hafa þetta eins ferskt og hægt er :)

    Það er kosturinn við þetta setup – ég hendi bara upp einhverju stuttu review, skelli á þetta einhverjar stjörnur (bara svona gut feeling) og þá er það komið. Ekkert að tefja mig á óþarfa blaðri eða djúpum pælingum.

    Reply
  3. maple says

    11. February, 2008 at 21:28

    mér finnst of mikið af myndum hér með of litlum fresti – horfir of mikið á myndir

    Reply
  4. Hannes says

    13. February, 2008 at 0:30

    hehe… já, sorry – ég skal horfa á færri myndir ;) Væri ein á mánuði of mikið?

    En þetta er svona – ég hata ekki að horfa á bíómyndir… I loves it :)

    Reply
  5. maple says

    13. February, 2008 at 10:59

    ein á mánuði ef hún er á bíórásinni

    Reply
  6. Haukur says

    21. October, 2008 at 10:07

    Já ég fór með alltof miklar væntingar á Max kallinn. Myndin var alveg töff en sagan samsvaraði sér alveg ferlega illa. Þetta lyktar eins og gömul skinka.

    Reply
  7. siggasig says

    27. May, 2009 at 23:26

    Öflugur að halda utan um myndirnar sem þú sérð! ;) Nice. Sammála Star Trek umfjölluninni. Frábær mynd! Og hei, líka sammála um Angels and Demons. Ólíkt Da Vinci Code fannst mér myndin betri en bókin.

    Reply
  8. Hannes says

    28. May, 2009 at 0:34

    Takk. Já, mér fannst kominn tími til að hafa smá yfirsýn yfir þær myndir sem ég horfi á þar sem ég horfi á örlítið fleiri en 2 myndir á ári ;)

    Já, síðan var líka gaman að sjá í Angels & Demons hvað sumir hlutir voru allt öðruvísi en maður var búinn að ímynda sér þegar maður las bókina :)

    Reply
  9. Geiri says

    4. June, 2009 at 16:36

    Hot Rod: 10*?
    Ég hefði smellt 8*.

    Reply
  10. Hannes says

    4. June, 2009 at 23:32

    Jú, skil þig – þegar ég horfði á hana aftur einn þá var þetta ekki alveg eins mikil snilld, en samt fáránlega fyndin. En þegar ég horfði á hana fyrst þá skemmti ég mér alveg konunglega – það var kannski bara stemmningin að horfa á þetta wit da boyz. 10 stjörnur þýðir alls ekki að mér fannst þetta einhver Óskarsverðlaunamynd…

    En annars eru þessar stjörnugjafir engan veginn heilagar – oft bara nánast eitthvað skot út í loftið ;)

    Reply
  11. Sara says

    6. March, 2010 at 14:08

    Jæja Nesi, ég er mjög spennt að lesa hvað þú hefur um Shutter Island að segja. Koma svo! Í bíó með þig! ;)

    Reply
  12. Hannes says

    6. March, 2010 at 15:19

    hehe, úff… bara pressa :) Já, ég er svona ennþá að vega og meta hvort ég ætli að sjá Shutter Island í bíó. En ætli maður verði ekki að tékka á þessu, Scorsese stendur alltaf fyrir sínu.

    Reply

Leave a Reply Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Leita að efni

Þetta helsta

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me

Önnur verkefni

  • Bulby – Brainstorming App
  • Don Comodo – Bolir o.s.frv.
  • Remote Sparks – Async Work

Copyright © 2025 Hannes · Hafðu samband / Contact me

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
 

Loading Comments...