• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

I am official station

Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
You are here: Home / Kvikmyndagagnrýni

Kvikmyndagagnrýni

Kvikmyndagagnrýni (plaköt)

Smá umfjöllun um kvikmyndir sem ég hef séð nýlega… Stutt kvikmyndagagnrýni – ég nenni að skrifa mismikið, fer yfirleitt eftir því hvað mér dettur fyrst í hug – oft bara að hugsa upphátt. 

Stjörnugjöf… já, stjörnugjöf er eiginlega svolítið bullshit – ég held að það sé mismikið bakvið stjörnur sem fólk gefur myndum. Hjá mér er það yfirleitt bara gut feeling – hversu skemmtileg/fyndin/spennandi/flott fannst mér myndin. Upplifunin. 

Það er ekki eins og ég sé með einhvern ákveðinn skala/staðal eða tékklista – “já, flottur bílaeltingaleikur – 1 stjarna, töff byssubardagi – bætist við 1,5 stjarna…” ;) Síðan getur stjörnugjöfin oft verið svona plús/mínus 1-2 stjörnur. 

Hlaðvarp um kvikmyndir  

Það er vert að minnast á að ég og Björn erum með hlaðvarp um kvikmyndir sem við köllum Búnir með poppið. Það er hægt að fylgjast með okkur í gegnum Facebook, Twitter og Instagram – og svo auðvitað hlusta á þættina á Spotify, Apple Podcasts, Google Podcasts og öðrum stöðum þar sem fólk hlustar á hlaðvörp. 

Sort list by: title | rating | view date ↓

  • November, 2023

  • Show the reviewHide the reviewKillers of the Flower Moon (2023) 7/10

    2023-11-22 00:00
    * * * * * * *

    Mjög löng mynd. Lengsta mynd sem ég hef séð í bíói – eða síðan ég sá síðustu mynd Martin Scorsese, The Irishman. En hún var ekki langdregin – mikil saga, áhugaverð. Brútal og átakanleg. Vönduð mynd – vel gerð og hellingur af góðum leikurum. Pjúra kvikmyndagerð – engar hraðar klippingar, poppandi tónlist eða stútfullt af tæknibrellum. Mér fannst vera smá vísun í “true crime” hlaðvörp í lokinn – nokkuð skemmtilegt.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewQuiz Lady (2023) 6/10

    2023-11-14 18:59
    * * * * * *

    Quirky mynd. Fyndin. Var ekki alveg viss fyrst – aðeins of flippuð stemning, en svo varð myndin skemmtilegri. #disneyplus

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewThe Killer (2023) 8/10

    2023-11-12 23:58
    * * * * * * * *

    Spennandi mynd. Töff mynd. Töff handrit (dialog). Töff tónlist. Vönduð. Myndin er víst byggð á franskri teiknimyndasögu. #netflix

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewAKA (2023) 7/10

    2023-11-08 23:53
    * * * * * * *

    Spennandi. Fínasta action. Gaman að sjá Eric Cantona leika gangster. Alban Lenoir virðist vera aðal hasarhetja Frakklands – hann var víst með í að skrifa handritið. #netflix

    0.3
  • October, 2023

  • Show the reviewHide the reviewPAW Patrol: The Mighty Movie (2023) 6/10

    2023-10-28 15:10
    * * * * * *

    Fínasta fjölskyldumynd. Skemmtileg. Nokkuð hefðbundinn söguþráður. Passlega spennandi fyrir unga markhópinn. Flott grafík.

    Aníta: "Gaman." 8 stjörnur (af 10)

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewAll the Old Knives (2022) 7/10

    2023-10-19 23:39
    * * * * * * *

    Spennandi spæjaramynd. Ágætis plot. Ekta thriller. Fínir leikarar. #amazonprime

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewNope (2022) 8/10

    2023-10-14 23:38
    * * * * * * * *

    Áhugaverð saga, skemmtilegt sci-fi. Spennandi. Slatti af WTF atriðum. Vel gerð. Skemmtileg vísun í fyrstu kvikmyndina (með hestinn).

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewThe Emoji Movie (2017) 6/10

    2023-10-14 20:04
    * * * * * *

    Skemmtileg fjölskyldumynd. Kom skemmtilega á óvart. Alls konar skemmtilegar vísanir í tækniheiminn. Fínasta saga. #netflix

    0.3
  • September, 2023

  • Show the reviewHide the reviewExpend4bles (2023) 5/10

    2023-09-24 23:30
    * * * * *

    Ekki gott handrit, ekki góð samtöl. Ekki mikið verið að vanda sig. Stundum var augljóst að þetta var green screen eða tekið upp í stúdíói. Mætti jafnvel kalla þetta B-mynd. Var eiginlega fyndið hvað sum atriði voru kjánaleg/hallærisleg. En ágætis afþreying – með alveg því sem maður bjóst við: Slatti af action, slagsmálum, sprengingum og drápum.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewElemental (2023) 8/10

    2023-09-18 20:26
    * * * * * * * *

    Skemmtileg fjölskyldumynd. Hugljúf og falleg. Virkilega flott – vel gerð. Vissi ekki að hún var frumsýnd á Cannes – lokaði hátíðinni og fékk 5-mínútna lófaklapp. #disneyplus

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewThe Founder (2016) 7/10

    2023-09-18 17:21
    * * * * * * *

    Áhugaverð frumkvöðlasaga – en brútal hvað hann var óforskammaður til að ná sínu fram. Slatti af góðum leikurum.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewBlack Mass (2015) 7/10

    2023-09-17 23:20
    * * * * * * *

    Hellingur af flottum leikurum. Brútal mynd. Creepy týpur. Spennandi. Áhugaverð saga. Áhugavert að Jack Nicholson í The Departed var að hluta til byggður á Whitey Bulger.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewThose Who Wish Me Dead (2021) 7/10

    2023-09-16 23:18
    * * * * * * *

    Mjög spennandi mynd. Töff saga, fínasta plot. Eitthvað skemmtilega old school við söguna/handritið. Byggt á bók síðan 2014.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewHidden Strike (2023) 5/10

    2023-09-03 22:38
    * * * * *

    Eitthvað off við handritið og samtölin. Gaman að sjá klassísk Jackie Chan bardagaatriði. Smá kjánalegt "grín action". #netflix

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewThe Contractor (2022) 6/10

    2023-09-02 23:37
    * * * * * *

    Spennandi. Eitthvað gróft/low-budget við myndina og vantaði eitthvað upp á heildar stemninguna. Dark/gritty. Hæg og "þung" á köflum. #amazonprime

    0.3
  • August, 2023

  • Show the reviewHide the reviewThe Flash (2023) 7/10

    2023-08-27 23:36
    * * * * * * *

    Meiri húmor en í öðrum Justice League myndum. Áhugaverðar pælingar með tímaflakk og multiverse. Ágætlega spennandi. Skemmtileg Easter Eggs/cameos. Handritið hefði getað verið meira solid. Alltaf gaman að sjá aukaleikara í svona stórum myndum sem öðluðust frægð með því að gera vídeó á Internetinu (Rudy Mancuso).

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewBatman v Superman: Dawn of Justice (2016) 7/10

    2023-08-26 23:32
    * * * * * * *

    Ég horfði á "Ultimate Edition" útgáfuna. Spennandi. Fínasta action. Áhugaverð saga fyrir þessa tímalínu – var bara búinn að sjá myndirnar gerðar fyrir og eftir þessa. Þung (dark) ofurhetjumynd.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewToy Story 4 (2019) 7/10

    2023-08-26 20:30
    * * * * * * *

    Fínasta fjölskyldumynd. Ágætis saga – í takt við aðrar Toy Story sögur. Gaman að sjá gæðamuninn á grafíkinni á þessari og fyrstu. #disneyplus

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewThe Meg (2018) 6/10

    2023-08-23 22:29
    * * * * * *

    Ekki frábært handrit – cheesy samtöl. Mögulega gagngert framleitt sem B-mynd. Ágætlega spennandi. Fínasta afþreying. Gaman að sjá Ólaf Darra í ágætlega stóru hlutverki. Vissi ekki að þetta væri byggt á bók.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewKandahar (2023) 6/10

    2023-08-22 23:28
    * * * * * *

    Spennandi mynd. Slatti af flottum skotum. Fínasta action. #amazonprime

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewHeart of Stone (2023) 5/10

    2023-08-16 22:28
    * * * * *

    Handritið var ekki geggjað. Samtölin stundum slöpp. Alveg spennandi og fín action atriði. Geggjuð skot frá Íslandi. #netflix

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewA Vigilante (2018) 5/10

    2023-08-15 23:27
    * * * * *

    Dramatísk mynd. Þung (dark) mynd – meira disturbing en ég bjóst við. Varð eiginlega að hryllingsmynd. Vel leikið hjá Olivia Wilde.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewFrozen II (2019) 7/10

    2023-08-11 20:26
    * * * * * * *

    Áhugaverð saga. Gaman að fræðast meira um baksöguna og þennan heim. Mjög spennandi á köflum. Lögin ekki alveg eins góð/skemmtileg og í fyrri myndinni – kannski koma þau betur út á ensku. #disneyplus

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewThe Beanie Bubble (2023) 6/10

    2023-08-10 22:22
    * * * * * *

    Skemmtileg mynd. Áhugaverð frumkvöðlasaga. Slatti af drama. Gaman að fara fram og til baka í mismunandi tímalínur sem tengdust svo. Hefði getað verið þéttara tempo á sögunni. Sterkt skotið á NFT og crypto í lokinn 😅

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewBlackBerry (2023) 8/10

    2023-08-08 17:22
    * * * * * * * *

    Mjög áhugaverð mynd. Skemmtileg frumkvöðlasaga. Ágætlega spennandi. Hellingur af skemmtilegum vísunum í 90's og 2000's tækni og nördaskap.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewThe Out-Laws (2023) 6/10

    2023-08-06 15:20
    * * * * * *

    Fyndin. Spennandi á köflum. Slatti af "wacky" persónum. Ágætis formúlu-saga. Fínasta afþreying. #netflix

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewOppenheimer (2023) 8/10

    2023-08-02 01:28
    * * * * * * * *

    Mögnuð mynd. Intense – hljóð og tónlist skapaði mjög dramatíska stemningu. Þétt keyrsla – mikið í gangi og verið að hoppa fram og til baka í mismunandi tímabil. Áhugaverð saga og persónur. Fullt af geggjuðum leikurum. Virkilega flott mynd – enda ekki við öðru að búast frá Christopher Nolan.

    0.3
  • July, 2023

  • Show the reviewHide the reviewFrozen (2013) 7/10

    2023-07-31 21:08
    * * * * * * *

    Skemmtileg fjölskyldumynd. Ágætlega spennandi. Nauðsynlegt að sjá þessa legendary sögu. Töfrandi heimur. Fín lög. Ólafur var sérstaklega skemmtilegur. #disneyplus

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewThey Cloned Tyrone (2023) 5/10

    2023-07-25 23:27
    * * * * *

    Áhugavert væb & lúkk. Virðist vera gamaldags en svo eru einhverjar vísanir í nútímann – ákveðinn sci-fi heimur. Flippuð/wacky saga. #netflix

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewBarbie (2023) 7/10

    2023-07-24 18:17
    * * * * * * *

    Skemmtileg mynd. Fyndin á köflum. Aðeins þyngri/alvarlegri og minna grín en ég bjóst við. Vísunin í 2001: A Space Odyssey var skemmtileg.

    0.3

← previous 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 next →

List generated by WP Movie Ratings.

Síðast uppfært 18. May, 2023

Share this:

  • Share
  • Facebook
  • Twitter
  • Tumblr
  • Pinterest
  • Reddit
  • LinkedIn
  • Print
  • Email

Reader Interactions

Comments

  1. Bjössi says

    24. November, 2007 at 0:36

    þú ert aldeilis fljótur að skrifa um American Gangster. My man, ég er sammála þér með myndina. Töff stöff.

    Reply
  2. Hannes says

    24. November, 2007 at 1:31

    Vei, fyrsta kommentið hérna :)

    Já, maður reynir að hafa þetta eins ferskt og hægt er :)

    Það er kosturinn við þetta setup – ég hendi bara upp einhverju stuttu review, skelli á þetta einhverjar stjörnur (bara svona gut feeling) og þá er það komið. Ekkert að tefja mig á óþarfa blaðri eða djúpum pælingum.

    Reply
  3. maple says

    11. February, 2008 at 21:28

    mér finnst of mikið af myndum hér með of litlum fresti – horfir of mikið á myndir

    Reply
  4. Hannes says

    13. February, 2008 at 0:30

    hehe… já, sorry – ég skal horfa á færri myndir ;) Væri ein á mánuði of mikið?

    En þetta er svona – ég hata ekki að horfa á bíómyndir… I loves it :)

    Reply
  5. maple says

    13. February, 2008 at 10:59

    ein á mánuði ef hún er á bíórásinni

    Reply
  6. Haukur says

    21. October, 2008 at 10:07

    Já ég fór með alltof miklar væntingar á Max kallinn. Myndin var alveg töff en sagan samsvaraði sér alveg ferlega illa. Þetta lyktar eins og gömul skinka.

    Reply
  7. siggasig says

    27. May, 2009 at 23:26

    Öflugur að halda utan um myndirnar sem þú sérð! ;) Nice. Sammála Star Trek umfjölluninni. Frábær mynd! Og hei, líka sammála um Angels and Demons. Ólíkt Da Vinci Code fannst mér myndin betri en bókin.

    Reply
  8. Hannes says

    28. May, 2009 at 0:34

    Takk. Já, mér fannst kominn tími til að hafa smá yfirsýn yfir þær myndir sem ég horfi á þar sem ég horfi á örlítið fleiri en 2 myndir á ári ;)

    Já, síðan var líka gaman að sjá í Angels & Demons hvað sumir hlutir voru allt öðruvísi en maður var búinn að ímynda sér þegar maður las bókina :)

    Reply
  9. Geiri says

    4. June, 2009 at 16:36

    Hot Rod: 10*?
    Ég hefði smellt 8*.

    Reply
  10. Hannes says

    4. June, 2009 at 23:32

    Jú, skil þig – þegar ég horfði á hana aftur einn þá var þetta ekki alveg eins mikil snilld, en samt fáránlega fyndin. En þegar ég horfði á hana fyrst þá skemmti ég mér alveg konunglega – það var kannski bara stemmningin að horfa á þetta wit da boyz. 10 stjörnur þýðir alls ekki að mér fannst þetta einhver Óskarsverðlaunamynd…

    En annars eru þessar stjörnugjafir engan veginn heilagar – oft bara nánast eitthvað skot út í loftið ;)

    Reply
  11. Sara says

    6. March, 2010 at 14:08

    Jæja Nesi, ég er mjög spennt að lesa hvað þú hefur um Shutter Island að segja. Koma svo! Í bíó með þig! ;)

    Reply
  12. Hannes says

    6. March, 2010 at 15:19

    hehe, úff… bara pressa :) Já, ég er svona ennþá að vega og meta hvort ég ætli að sjá Shutter Island í bíó. En ætli maður verði ekki að tékka á þessu, Scorsese stendur alltaf fyrir sínu.

    Reply

Leave a Reply Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Leita að efni

Þetta helsta

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me

Önnur verkefni

  • Bulby – Creativity App
  • Don Comodo – Bolir o.s.frv.

Copyright © 2023 Hannes · Hafðu samband / Contact me

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
 

Loading Comments...