
Smá umfjöllun um kvikmyndir sem ég hef séð nýlega… Stutt kvikmyndagagnrýni – ég nenni að skrifa mismikið, fer yfirleitt eftir því hvað mér dettur fyrst í hug – oft bara að hugsa upphátt.
Stjörnugjöf… já, stjörnugjöf er eiginlega svolítið bullshit – ég held að það sé mismikið bakvið stjörnur sem fólk gefur myndum. Hjá mér er það yfirleitt bara gut feeling – hversu skemmtileg/fyndin/spennandi/flott fannst mér myndin. Upplifunin.
Það er ekki eins og ég sé með einhvern ákveðinn skala/staðal eða tékklista – “já, flottur bílaeltingaleikur – 1 stjarna, töff byssubardagi – bætist við 1,5 stjarna…” ;) Síðan getur stjörnugjöfin oft verið svona plús/mínus 1-2 stjörnur.
Hlaðvarp um kvikmyndir
Það er vert að minnast á að ég og Björn erum með hlaðvarp um kvikmyndir sem við köllum Búnir með poppið. Það er hægt að fylgjast með okkur í gegnum Facebook, Twitter og Instagram – og svo auðvitað hlusta á þættina á Spotify, Apple Podcasts, Google Podcasts og öðrum stöðum þar sem fólk hlustar á hlaðvörp.
Sort list by: title | rating | view date ↓
January, 2013
-
2013-01-12 01:31
Öðruvísi mynd en ég bjóst við (miðað við hvað trailer-inn gaf til kynna). Meiri rannsóknarlöggu thriller heldur en Jason Bourne action mynd. Ekki eins hröð keyrsla og ég var að vonast eftir. Samt alveg nokkur góð atriði inn á milli. Handritið var ekki æðislegt. Leikurinn heldur ekki mjög góður. Ágætis afþreying - ágætlega spennandi og eitt atriði var sérstaklega fyndið. Ég bjóst samt við meira. Eitthvað við myndina (persónurnar, plot-ið, stemningin, útlitið...) gaf mér það á tilfinninguna að þessi mynd gæti hafa verið gerð fyrir 15 árum síðan. Sem sagt ekki "nýmóðins" mynd ;)
0.3 -
2013-01-10 23:02The Five-Year Engagement (2012)
Meira drama en grín - annað en ég bjóst við út frá trailer-num. Meiri raunveruleiki en bull og vitleysa, miðað við Judd Apatow mynd (hann framleiddi hana reyndar bara). En alveg fyndin á köflum. Löng.
0.3 -
2013-01-07 23:41
Eða "Sleepless Night" eins og hún kallast á ensku. Töff mynd. Flott myndataka. Spennandi. Góð keyrsla (fyrri helminginn alla vega). Áhugavert að megnið af myndinni gerist á (risastórum) næturklúbbi. Brútal rugl seinnipartinn. Nett Jack Bauer/Taken stemning (ég er með eitt markmið og mér er sama um allt annað).
0.3 -
2013-01-05 23:36
Mér fannst áhugavert að Nick Cave skrifaði handritið. Hann sá eðlilega líka mikið um tónlistina. Spennandi. Brútal. Guy Pearce frekar creepy, sérstaklega með litlar sem engar augabrúnir. Myndir byggðar á sannsögulegum atburðum eru alltaf smá áhugaverðari. Þetta hefur verið áhugaverður tími - og þau náðu alveg að láta þetta líta nokkuð trúverðuglega út.
0.3 -
2013-01-04 22:10Salmon Fishing in the Yemen (2011)
Áhugaverð saga... áhugavert verkefni. Meira drama heldur en grín. Bresk rómantík (hvað sem það þýðir).
0.3 December, 2012
-
2012-12-28 22:50
Algjört rugl. Bull og vitleysa. En fyndin vitleysa. Klassísk Adam Sandler mynd að vissu leyti - mikið af genginu hans sem er í mörgum af hans myndum.
0.3 -
2012-12-27 00:01
Skemmtileg saga. Hugljúf. Spennandi. Dash rómó. Góð indie mynd.
0.3 -
2012-12-18 00:19The Hobbit: An Unexpected Journey (2012)
Virkilega flott ævintýramynd - glæsilegur, magnaður og áhugaverður ævintýraheimur. Spennandi. Gott action - 3D tæknin fékk að njóta sín sérstaklega í nokkrum atriðum, kom skemmtilega út. Mjög flottar tæknibrellur. Það var áhugavert að sjá þetta í "High Frame Rate" (48 rammar á sekúndu í staðinn fyrir 24 eins og venjulega) - stundum var reyndar eins og fólk hreyfði sig extra snöggt (svona "speed up effect"). Hlakka til að sjá restina af þessum þríleik.
0.3 -
2012-12-15 23:34The Sorcerer's Apprentice (2010)
Að vissu leyti ekta Disney/Jerry Bruckheimer "blockbuster". Ágætis afþreying með dash af kjánalegum atriðum.
0.3 November, 2012
-
2012-11-30 23:29
Fyndin mynd. Krúttleg. Áhugaverð saga. En tekur frekar skrýtinn snúning í lokinn... sem skemmir örlítið heildarupplifunina. Nokkuð impressive að aðalleikkonan (Zoe Kazan) skrifaði s.s. handritið.
0.3 -
2012-11-28 23:13
Brútal mynd. Sérstakur kvikmyndastíll - nokkuð töff. Hljóðin voru oft mjög "nákvæm" - sérstaklega í einu bardagaatriðinu, mjög "close-up", eins og maður væri þarna. Áhugaverð tenging við kreppuna - myndin virðist hafa átt að gerast 2008. Allir eru að harka og redda sér. Þannig að þetta var svolítið "þung" mynd, en fyndin á köflum. Skrautlegar persónur.
0.3 -
2012-11-26 01:12
Áhugaverð mynd. Spennandi sögur. Mögnuð gervi - maður var ekki alltaf að átta sig á hvaða leikari var bak við sum gervin. Gaman að sjá sömu leikarana í mörgum mismunandi hlutverkum og gervum :) Mörg mismunandi tímabil og "heimar" sem var allt mjög vel gert (búningar, umhverfi...). Þetta er mynd sem maður þarf eiginlega að sjá aftur til að átta sig betur á henni og sjá tengingarnar. Ég bjóst við sterkari tengingum á milli saganna og persónanna. Örugglega mikið af djúpum pælingum sem maður sér ekki strax.
0.3 -
2012-11-22 22:57
Þetta var ROSALEGA spennandi mynd! Ótrúlega intense, eiginlega allan tímann. Ég man ekki eftir að hafa verið svona mikið á taugum ("on the edge of my seat") í langan tíma yfir einni mynd. Mögnuð saga, ótrúlegt tímabil og ruglað ástand í Íran. Mjög vel gerð mynd, vönduð. Þau náðu 70's stemningunni nokkuð vel, trúverðug. Fullt af góðum leikurum. Kæmi ekki á óvart ef þessi kvikmynd fengi nokkrar Óskarstilnefningar. Topp stöff!
0.3 -
2012-11-10 20:45Seeking a Friend for the End of the World (2012)
Krúttleg og fyndin mynd. Smá indie bragur - kostaði "einungis" $10.000.000. Áhugaverðar pælingar - fólk bregst mismunandi við því þegar heimurinn er að farast ;)
0.3 -
2012-11-08 23:49
Mjög fyndin mynd. Fat Amy (Rebel Wilson) og psycho asíska gellan (Hana Mae Lee) voru bestar/fyndnastar. Skemmtileg remix/mashup stemning í myndinni. Fínasta stefnumóta-mynd ;)
0.3 October, 2012
-
2012-10-28 22:50
Mjög skemmtileg mynd. Krúttleg, fyndin, spennandi... Vönduð og vel gerð. Skemmtilegar persónur. Pixar kunna þetta alveg :)
0.3 -
2012-10-27 23:20
Mjög skemmtileg mynd. Ekta Bond - spennandi, fyndin, gott action, kynþokki, one-liners... Javier Bardem var góður sem vondi kallinn - áhugaverður karakter. Flott mynd. Stóð alveg fyrir sínu, en vantaði eitthvað upp á til að gera hana extra góða.
0.3 -
2012-10-21 22:36
Mögnuð mynd. Átakanleg. Þetta virðist vera algjört stríðssvæði þarna í South Central, LA. Mjög spennandi. Góð keyrsla. Áhugaverður og skemmtilegur kvikmyndastíll - oft séð frá sjónarhornum nokkra persóna sem voru með myndavél.
0.3 -
2012-10-19 22:31
Töff mynd. Mjög spennandi. En Taken 1 var töluvert betri - mun meiri keyrsla (hraði) í fyrri myndinni. Frekar snubbóttur endir.
0.3 -
2012-10-13 00:55
Fyndin og spennandi mynd. Skemmtilegar persónur. Fullt af góðum leikurum. Mér fannst Tom Waits sérstaklega skemmtilegur. Nett klikkuð mynd á köflum.
0.3 -
2012-10-06 01:44
Kúl mynd. Skemmtilegar svona framtíðarmyndir - sérstaklega áhugaverðar svona tímaflakkspælingar :) Það virðist samt vera gegnumgangandi að í framtíðinni er allt ömurlegt og glæpatíðni í algjöru hámarki ;) Litli krakkinn var algjör snillingur, þvílíkt góður leikari - stal algjörlega senunni. Mjög spennandi. Gott handrit. Góðir leikarar. Mér fannst myndin örlítið betri/skemmtilegri eftir hlé...
0.3 -
2012-10-04 23:26
Töff mynd. Gott action. Spennandi. Gott handrit. Brútal ofbeldi. Flott myndataka.
0.3 -
2012-10-01 23:28
Krúttleg og fyndin indie mynd. Smá drama/lífið. Nokkuð gott handrit.
0.3 September, 2012
-
2012-09-24 02:14
Fínasta action mynd. Spennandi. Nokkuð gott plot. Áhugavert að þetta er víst byggt á sönnum atburðum (bók sem breska ríkisstjórnin afneitar).
0.3 -
2012-09-24 02:05
("The Raid: Redemption" á ensku). Nánast stanslaust (gróft) ofbeldi. Fínasta action. Nokkuð mikið af kung-fu dansatriðum. Ágætlega spennandi.
0.3 -
2012-09-16 23:01
Fyndin mynd - enda skrifaði Tina Fey handritið ;) Skemmtilegt að sjá hvað eru margir leikarar í þessari mynd sem eru orðnir mjög þekktir núna. Fínasta (léttmetis) afþreying.
0.3 -
2012-09-16 00:22Resident Evil: Retribution (2012)
Fínasta sci-fi zombie/skrímsla hrollvekja. Þetta er s.s. Resident Evil 5 - orðið nokkuð gott franchise. Spennandi - manni brá alveg nokkrum sinnum :) Töff action. Byrjunaratriðið var mjög kúl; slow motion + reverse. Kom vel út. Ekkert brjálæðislega góður leikur eða handrit - en það er kannski ekki nauðsynlegt í svona myndum ;) Fínasta afþreying.
0.3 -
2012-09-15 16:11
Mjög áhugaverð mynd um mat, næringu, vítamín, heilsu... Margir góðir punktar - borða óunnum mat, nóg af vítamínum og ekki elda/steikja/hita meirihlutan af matnum þínum.
0.3 -
2012-09-15 00:11
Fyndin vitleysa. Nett rugluð - jafnvel of mikið rugl á köflum. Að vissu leyti svipaður húmor og maður myndi búast við þegar Will Ferrell og Zach Galifianakis koma saman. Þeir eru nokkuð gott combo. Ég hef samt séð fyndnari/skemmtilegra myndir. Áhugavert að þrátt fyrir að margt varðandi pólitíkina í myndinni væri út í hött þá var það oft ekki svo langt frá raunveruleikanum. En það er kannski það sem gerir þetta smá fyndið ;) #funnybecauseitstrue
0.3 -
2012-09-09 01:22
Mjög spennandi mynd. Töff ofur-spæjara/agent kvikmynd. Mjög góð keyrsla - hélt manni spenntum nokkurn veginn allan tíman. Gott action. Eltingaleikur, conspiracy, Davíð & Golíat... pottþétt formúla ;)
0.3
← previous 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 next →
List generated by WP Movie Ratings.
Síðast uppfært 24. July, 2024
þú ert aldeilis fljótur að skrifa um American Gangster. My man, ég er sammála þér með myndina. Töff stöff.
Vei, fyrsta kommentið hérna :)
Já, maður reynir að hafa þetta eins ferskt og hægt er :)
Það er kosturinn við þetta setup – ég hendi bara upp einhverju stuttu review, skelli á þetta einhverjar stjörnur (bara svona gut feeling) og þá er það komið. Ekkert að tefja mig á óþarfa blaðri eða djúpum pælingum.
mér finnst of mikið af myndum hér með of litlum fresti – horfir of mikið á myndir
hehe… já, sorry – ég skal horfa á færri myndir ;) Væri ein á mánuði of mikið?
En þetta er svona – ég hata ekki að horfa á bíómyndir… I loves it :)
ein á mánuði ef hún er á bíórásinni
Já ég fór með alltof miklar væntingar á Max kallinn. Myndin var alveg töff en sagan samsvaraði sér alveg ferlega illa. Þetta lyktar eins og gömul skinka.
Öflugur að halda utan um myndirnar sem þú sérð! ;) Nice. Sammála Star Trek umfjölluninni. Frábær mynd! Og hei, líka sammála um Angels and Demons. Ólíkt Da Vinci Code fannst mér myndin betri en bókin.
Takk. Já, mér fannst kominn tími til að hafa smá yfirsýn yfir þær myndir sem ég horfi á þar sem ég horfi á örlítið fleiri en 2 myndir á ári ;)
Já, síðan var líka gaman að sjá í Angels & Demons hvað sumir hlutir voru allt öðruvísi en maður var búinn að ímynda sér þegar maður las bókina :)
Hot Rod: 10*?
Ég hefði smellt 8*.
Jú, skil þig – þegar ég horfði á hana aftur einn þá var þetta ekki alveg eins mikil snilld, en samt fáránlega fyndin. En þegar ég horfði á hana fyrst þá skemmti ég mér alveg konunglega – það var kannski bara stemmningin að horfa á þetta wit da boyz. 10 stjörnur þýðir alls ekki að mér fannst þetta einhver Óskarsverðlaunamynd…
En annars eru þessar stjörnugjafir engan veginn heilagar – oft bara nánast eitthvað skot út í loftið ;)
Jæja Nesi, ég er mjög spennt að lesa hvað þú hefur um Shutter Island að segja. Koma svo! Í bíó með þig! ;)
hehe, úff… bara pressa :) Já, ég er svona ennþá að vega og meta hvort ég ætli að sjá Shutter Island í bíó. En ætli maður verði ekki að tékka á þessu, Scorsese stendur alltaf fyrir sínu.