Smá umfjöllun um kvikmyndir sem ég hef séð nýlega… Stutt kvikmyndagagnrýni – ég nenni að skrifa mismikið, fer yfirleitt eftir því hvað mér dettur fyrst í hug – oft bara að hugsa upphátt.
Stjörnugjöf… já, stjörnugjöf er eiginlega svolítið bullshit – ég held að það sé mismikið bakvið stjörnur sem fólk gefur myndum. Hjá mér er það yfirleitt bara gut feeling – hversu skemmtileg/fyndin/spennandi/flott fannst mér myndin. Upplifunin.
Það er ekki eins og ég sé með einhvern ákveðinn skala/staðal eða tékklista – “já, flottur bílaeltingaleikur – 1 stjarna, töff byssubardagi – bætist við 1,5 stjarna…” ;) Síðan getur stjörnugjöfin oft verið svona plús/mínus 1-2 stjörnur.
Hlaðvarp um kvikmyndir
Það er vert að minnast á að ég og Björn erum með hlaðvarp um kvikmyndir sem við köllum Búnir með poppið. Það er hægt að fylgjast með okkur í gegnum Facebook, Twitter og Instagram – og svo auðvitað hlusta á þættina á Spotify, Apple Podcasts, Google Podcasts og öðrum stöðum þar sem fólk hlustar á hlaðvörp.
Sort list by: title | rating | view date ↓
October, 2010
-
2010-10-04 01:06
Algjört rugl - vitleysa alveg í gegn. En mjög fyndin (sprenghlægileg á köflum). Annað væri nú skrítið með Steve Carell í aðalhlutverki. Fullt af þekktum (og fyndnum) leikurum í aukahlutverkum...
0.3 -
2010-10-02 00:53
Mjög góð mynd. Gott handrit - skemmtilegar tilvísanir og endurtekningar (eins konar staðlar...). Frekar "symbólísk" mynd. Áhugaverðar persónur. Nokkuð fyndin á köflum (stundum af því að hún var svo súr). Flott myndataka/sjónarhorn. Mjög róleg og hæg mynd. Nokkuð arty. Fyrsta (og eina?) myndin sem ég sá á RIFF 2010.
0.3 September, 2010
-
2010-09-30 00:33
Voða ljúf mynd. Nokkuð fyndin. Audrey Hepburn er alveg mega sæt... Þetta var fyrsta myndin hennar (þar sem hún var í stóru hlutverki) og hún gerði sér lítið fyrir og tók heim Óskarinn fyrir þetta hlutverk. Líklega hægt að flokka þetta sem rómantíska grínmynd en Gregory Peck/Joe Bradley var nett creepy/stalkerish í byrjun ;)
0.3 -
2010-09-11 01:46
Alltaf gaman að horfa á svona klassíker. Myndin var mjög fyndin - ekki viss um að hún hafi átt að vera það :) [OK, jú, hún átti kannski stundum að vera fyndin. Ágætis kímni í gangi. En stundum var hún bara fyndin af því að hún var kjánaleg.] Þvílík bardagaatriði. Fullt af gullmolum, eins og: "I couldn't be fonder of you if you were my own son. But, well, if you lose a son, it's possible to get another. There's only one Maltese Falcon.". Góð keyrsla, en stundum datt maður smá út úr (var ekki alveg að fatta). Leikurinn var stundum ekki alveg í hæsta gæðaflokki. En þetta er mynd sem sannir kvikmyndaunnendur vilja ekki missa af :)
0.3 -
Resident Evil: Afterlife (2010)
2010-09-09 23:03Mjög kúl mynd. Virkilega gott action - góð keyrsla. Góð spenna - zombies sem birtast upp úr þurru kemur alveg adrenalíninu af stað. Leit virkilega vel út - mikið lagt í hana, vönduð. Vissulega slatti af tölvugrafík, sem kom mjög vel út. 3D effect-inn var líka alveg að virka, mjög vel útfærður og nýttur til fullustu í mörgum atriðum. Mjög gaman að þessu, góð afþreying.
0.3 -
2010-09-07 01:17
Meira ruglið :) Klassískt Adam McKay og Will Ferrel stöff. Mjög fyndin og ágætlega spennandi. Fín action atriði inn á milli. Mark Wahlberg og Will Ferrell voru fínt teymi. Mér fannst "drinking with Terry Hoitz" atriðið mjög kúl - skemmtilega útfært. Nett ádeila á bankahrunið/credit collapse og öll þessi bailout og bónusa. Það er atriði alveg í lokinn eftir allan kredit-listann, ágætlega fyndið.
0.3 -
2010-09-06 00:42
Áhugaverð mynd. Góðir leikarar. Sum atriði voru frekar skrítin/súr.
0.3 August, 2010
-
2010-08-30 00:55
Mikið drama. Ágæt spenna. Nasty pyntingar. Brútal. Svona að vissu leyti ádeila á þær aðferðir sem er beitt á suma fanga til að fá þá til að tala - siðferði, mannréttindi, hversu langt er hægt að ganga á meðan maður réttlætir að það sé verið að bjarga milljónum manna? Fínir leikarar.
0.3 -
2010-08-30 00:51
Eltingaleikur inni í lokuðu rými - öll myndin gerist s.s. inni í einni byggingu. Áhugavert setup/plot - samt ekkert gífurlega bitastætt handrit, að mörgu leyti frekar basic. Ágætlega spennandi á köflum. Áhugavert samansafn af leikurum.
0.3 -
2010-08-30 00:42
Handritið var ekki alveg nógu solid. Frekar skrítið á köflum - "flæðið" var stundum ekki alveg að meika sense. Ekkert mjög vel leikin. Ágæt spenna.
0.3 -
Scott Pilgrim vs. the World (2010)
2010-08-28 01:08Mjög fyndin mynd. Sprenghlægileg á köflum. Frumleg - mjög skemmtilegir (og flottir) effect-ar og flottur stíll á henni. Nóg af skemmtilegum og flottum bardagaatriðum. Hellingur af þekktum leikurum. Nett súr á köflum - ok, köllum þetta "frjótt ímyndunarafl" :)
0.3 -
2010-08-27 01:26
Fyndið rugl. Góð skemmtun. Random vitleysa. Var að fíla animation senurnar.
0.3 -
2010-08-23 00:23
Fínasta action. Smá kjánaleg/cheesy á köflum. Handritið hefði getað verið betra. Ekkert fáránlega vel leikin.
0.3 -
2010-08-21 00:24
Þvílík snilld! Þvílíkar sprengingar! Þvílíkt testosterón! Þetta er alveg mögnuð mynd. Annað eins safn af vöðvabúntum, hasarhetjum og harðhausum hefur ekki sést. Ég mæli með að fara á power-sýningu - krafturinn/bassinn í þessum byssum og sprengingum er algjör snilld. Virkilega góð skemmtun - rússíbani af sprengingum og byssubardögum. Nett fyndin líka á köflum (vísvitandi eða ekki). Það þarf varla að nefna að með svona mynd býst maður við ekki við mjög innihaldsríku handriti eða einhverjum stórleik.
0.3 -
2010-08-14 01:01
Mjög kúl mynd. Hörku action - góð keyrsla. Nóg af byssubardögum, sprengingum, bíla-action, slagsmálum und zo weiter. Mjög spennandi. Fínasta handrit/plot. Maður fær heldur aldrei leið á því að horfa á Angelina Jolie ;) Hún stendur sig alltaf vel í svona action hlutverkum þar sem hún þarf að lemja frá sér og munda byssur.
0.3 July, 2010
-
2010-07-27 00:03
Mögnuð mynd. Virkilega flott og vel gerð. Góðir leikarar. Góð spenna - fullt af mjög töff atriðum. Skemmtilegar og áhugaverðar pælingar varðandi drauma. Fær mann til að hugsa - alls ekki heilalaus mynd þar sem maður hallar sér aftur og gónir. Gaman af svona frumlegum myndum. Áhugaverð saga/plot - skemmtilegur heimur/heimar sem þetta gerist í. Tónlistin var líka mjög kúl - Hans Zimmer alveg að standa sig - skapaði virkilega flotta stemningu.
0.3 -
2010-07-20 00:30
Gott action. Nóg af ofbeldi. Blóðugu ofbeldi. Fín spenna. Töff persónur. Kúl mynd, en ekkert meistaraverk.
0.3 -
2010-07-19 21:12
Allt í lagi action á köflum. Ekki vel leikin og handritið frekar þunnt. Frekar kjánaleg.
0.3 -
2010-07-12 21:35
Kúl mynd. Gott action. Góð skemmtun. Ég hef ekki séð The A-Team ennþá en út frá trailer-num þá held ég að plottið sé (að hluta til) svipað - Teymi af sérsveitamönnum sem eru útskúfaðir og þurfa að bjarga sér sjálfir til að hreinsa mannorð sitt með ýmsum (extreme) aðferðum.
0.3 -
2010-07-01 01:11
Gott fjör. Mjög skemmtileg mynd. Pixar kunna þetta. Margar skemmtilegar persónur. Stuttmyndin á undan, Day & Night, var líka mjög skemmtileg. Sá þetta í 3D en maður var ekkert mjög mikið var við auka 3D effect - ekki eins mikið og þegar maður sá Avatar. En hún leit mjög vel út.
0.3 June, 2010
-
A Nightmare on Elm Street (2010)
2010-06-29 00:12Frekar kjánaleg mynd. Alveg slatti af atriðum þar sem manni brá - en maður hló líka ótrúlega oft (aðeins of silly fyrir hryllingsmynd). Ágætlega spennandi en alveg formúlu-hryllingsmynd. Kannski að maður horfi á upprunalegu myndina til að bera saman...
0.3 -
2010-06-07 01:52
Kúl mynd. Michael Caine alveg bad-ass. Brútal. Skugglegt ástand í þessu breska ghetto - breskir krakka-gangstas eru kolruglaðir.
0.3 -
2010-06-05 00:47
Virkilega fyndin mynd - fullt af sprenghlægilegum atriðum. Skemmtilegt rugl. Mjög skrautleg (og skemmtileg) persóna þessi Aldous Snow (Russell Brand). Nóg af cameos.
0.3 -
2010-06-01 01:01
Góð mynd. Mjög brútal. Bresk framleiðsla - ekki þessi týpíski Hollywood bragur. Vel gerð. Flott landslag - minnti smá á íslenskt landslag. Mögnuð bardagaatriði - blóð út um allt. Fín saga.
0.3 May, 2010
-
2010-05-24 23:34
Fín mynd. Klassísk löggumynd að ýmsu leyti. Ekkert geðveikt krassandi fyrri partinn en það var góð keyrsla í lokinn, góð spenna. Sögurnar (persónurnar) tengdust ekkert mjög mikið nema alveg í lokinn. Fær mann ekki beint til að vilja vera lögga (í Brooklyn) - persónurnar eru allar í ruglinu.
0.3 -
2010-05-19 00:04
Góð mynd. Mjög flott - umgjörðin, búningarnir o.s.frv. mjög áhrifamikið. Mjög stór/íburðamikil mynd (á köflum alla vega). Slatti af stórum bardögum. Fullt af góðum leikurum. Aðeins öðruvísi Hróa Hattar saga en maður hefur séð áður - engin Men in Tights ;)
0.3 April, 2010
-
2010-04-18 02:20
Góð grín-spennumynd. Kúl action atriði í bland við góðan húmor. Meira brútal en ég bjóst við. Skemmtilegar persónur - sérstaklega Hit-Girl.
0.3 -
2010-04-15 00:50
Fínasta hryllingsmynd. Mjög spennandi á köflum. Fullt af sjokk-atriðum - maður fékk góðan skammt af adrenalíni og var oft alveg á nálum. Að vissu leyti týpísk vírusmynd. Smá zombie bragur. Þetta er víst endurgerð af samnefndri mynd frá 1973 sem George A. Romero gerði.
0.3 -
The Texas Chain Saw Massacre (1974)
2010-04-12 20:50Áhugavert að sjá hvernig kvikmyndagerð var 1974 (Star Wars: Episode IV kom út 3 árum seinna). Flæðið og klippingin var ekki eins smooth og hún er núna. Nett hippa stemning. Ekkert fáránlega vel leikin. Meira skrítin/freaky/bizarre en ég bjóst við. Frekar stuttur credit listi.
0.3 -
2010-04-10 21:37
Post-apocalypse mynd eins og Book of Eli en þessi var töluvert meira niðurdrepandi. Allt mjög grámyglulegt og ömurlegt. En nokkuð áhugaverð saga/ferðalag hjá þessum feðgum. Ágætlega spennandi á köflum.
0.3
← previous 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 next →
List generated by WP Movie Ratings.
Síðast uppfært 24. July, 2024
Bjössi says
þú ert aldeilis fljótur að skrifa um American Gangster. My man, ég er sammála þér með myndina. Töff stöff.
Hannes says
Vei, fyrsta kommentið hérna :)
Já, maður reynir að hafa þetta eins ferskt og hægt er :)
Það er kosturinn við þetta setup – ég hendi bara upp einhverju stuttu review, skelli á þetta einhverjar stjörnur (bara svona gut feeling) og þá er það komið. Ekkert að tefja mig á óþarfa blaðri eða djúpum pælingum.
maple says
mér finnst of mikið af myndum hér með of litlum fresti – horfir of mikið á myndir
Hannes says
hehe… já, sorry – ég skal horfa á færri myndir ;) Væri ein á mánuði of mikið?
En þetta er svona – ég hata ekki að horfa á bíómyndir… I loves it :)
maple says
ein á mánuði ef hún er á bíórásinni
Haukur says
Já ég fór með alltof miklar væntingar á Max kallinn. Myndin var alveg töff en sagan samsvaraði sér alveg ferlega illa. Þetta lyktar eins og gömul skinka.
siggasig says
Öflugur að halda utan um myndirnar sem þú sérð! ;) Nice. Sammála Star Trek umfjölluninni. Frábær mynd! Og hei, líka sammála um Angels and Demons. Ólíkt Da Vinci Code fannst mér myndin betri en bókin.
Hannes says
Takk. Já, mér fannst kominn tími til að hafa smá yfirsýn yfir þær myndir sem ég horfi á þar sem ég horfi á örlítið fleiri en 2 myndir á ári ;)
Já, síðan var líka gaman að sjá í Angels & Demons hvað sumir hlutir voru allt öðruvísi en maður var búinn að ímynda sér þegar maður las bókina :)
Geiri says
Hot Rod: 10*?
Ég hefði smellt 8*.
Hannes says
Jú, skil þig – þegar ég horfði á hana aftur einn þá var þetta ekki alveg eins mikil snilld, en samt fáránlega fyndin. En þegar ég horfði á hana fyrst þá skemmti ég mér alveg konunglega – það var kannski bara stemmningin að horfa á þetta wit da boyz. 10 stjörnur þýðir alls ekki að mér fannst þetta einhver Óskarsverðlaunamynd…
En annars eru þessar stjörnugjafir engan veginn heilagar – oft bara nánast eitthvað skot út í loftið ;)
Sara says
Jæja Nesi, ég er mjög spennt að lesa hvað þú hefur um Shutter Island að segja. Koma svo! Í bíó með þig! ;)
Hannes says
hehe, úff… bara pressa :) Já, ég er svona ennþá að vega og meta hvort ég ætli að sjá Shutter Island í bíó. En ætli maður verði ekki að tékka á þessu, Scorsese stendur alltaf fyrir sínu.