
Smá umfjöllun um kvikmyndir sem ég hef séð nýlega… Stutt kvikmyndagagnrýni – ég nenni að skrifa mismikið, fer yfirleitt eftir því hvað mér dettur fyrst í hug – oft bara að hugsa upphátt.
Stjörnugjöf… já, stjörnugjöf er eiginlega svolítið bullshit – ég held að það sé mismikið bakvið stjörnur sem fólk gefur myndum. Hjá mér er það yfirleitt bara gut feeling – hversu skemmtileg/fyndin/spennandi/flott fannst mér myndin. Upplifunin.
Það er ekki eins og ég sé með einhvern ákveðinn skala/staðal eða tékklista – “já, flottur bílaeltingaleikur – 1 stjarna, töff byssubardagi – bætist við 1,5 stjarna…” ;) Síðan getur stjörnugjöfin oft verið svona plús/mínus 1-2 stjörnur.
Hlaðvarp um kvikmyndir
Það er vert að minnast á að ég og Björn erum með hlaðvarp um kvikmyndir sem við köllum Búnir með poppið. Það er hægt að fylgjast með okkur í gegnum Facebook, Twitter og Instagram – og svo auðvitað hlusta á þættina á Spotify, Apple Podcasts, Google Podcasts og öðrum stöðum þar sem fólk hlustar á hlaðvörp.
Sort list by: title | rating | view date ↓
January, 2009
-
2009-01-03 15:37
Sérstök mynd... frekar artý og eiginlega svolítið abstrakt. Sérstakur stíll yfir henni - þar sem myndin er um blindu og blint fólk þá eru senur oft mjög hvítar, eiginlega overexposed.
0.3
Mjög vel gerð mynd, lítur vel út, slatti af þekktum leikurum... ekta svona listræn mynd sem leikarar vilja taka þátt í af því að það er svo kúl að taka þátt í svona öðruvísi myndum.
Ég er ekki alveg viss hvar hún átti að gerast - eiginlega eins og hún átti að gerast í framtíðinni... partar af henni voru eins og þetta væri Tókíó, partar eins og New York og partar eins og Brasilía... allir töluðu ensku (einstaka talaði líka spænsku) og umferðarskilti voru á ensku en samt voru bílnúmerin alls ekki bandarísk, frekar evrópsk/suður-amerísk... Ah, ok... skv. Wikipedia: "The producers were able to acquire rights with the condition that the film would be set in an unrecognizable city." - kúl.
Nokkuð áhugaverðar pælingar varðandi hversu mikið lífið manns breytist þegar maður verður allt í einu blindur. -
2009-01-02 20:27
The Onion er snilldar síða - oft með mjög fyndnar fake fréttir og video klippurnar þeirra eru líka algjör snilld. Þessi mynd er svona blanda af hinum ýmsu sketsum og er nokkuð fyndin. En ekkert rosalega mikið af sprenghlægilegum atriðum. Þessi mynd var líka til smá vandræða - var fyrst tekin upp 2003 en endaði með að vera gefin út straight-to-DVD árið 2008. [Meira á Wikipedia]
0.3 December, 2008
-
2008-12-31 00:46
Fucking creepy mynd. Crazy, psycho hrollvekja með fullt af spennu/thriller og bú! atriðum...
0.3 -
2008-12-28 18:17
Fínasta hryllingsmynd. Spennan stigmagnast og síðan nokkuð klassískur eltingaleikur. Nettur húmor í gangi inn á milli...
0.3 -
2008-12-26 01:33
Ágæt mynd. Var ekki að fíla söguna í tætlur... Mjög flott myndataka - fullt af skemmtilegum loftmyndatökum...
0.3 -
2008-12-24 00:26
Ágætlega spennandi mynd. Frekar formúlukennd - ekkert brillíant handrit. Dettur í smá Scream-eltingaleik í lokinn - enda Wes Craven að leikstýra... Nettur thriller.
0.3 -
2008-12-22 01:04
Mjög kúl mynd. Guy Ritchie virðist vera kominn aftur... Kannski ekki alveg jafn góð og Lock, Stock and Two Smoking Barrels og Snatch - en mjög svöl action mynd með sama gamla Guy Ritchie stílnum, ásamt nokkrum nýjum trick-um. Flottar klippingar og töff sjónarhorn. Mjög skemmtilegar persónur og glettilega fyndin á köflum.
0.3 -
2008-12-20 01:16
Algjör snilld. Fáránlega fyndin mynd - Jim Carrey í essinu sínu. Maður var oft alveg í hláturskasti - það er alltaf hressandi, ekki nógu oft sem bíómyndir eru svona sprenghlægilegar. Jim Carrey svona silly og spontaneous er alveg að gera góða hluti...
0.3 -
2008-12-17 01:03
Mjög sérstök mynd... quirky, en mjög fyndin. Jack Black í sínum venjulega wacky karakter sem hann gerir alltaf vel og Mos Def að sanna enn og aftur að hann sé ekki bara rappari sem langaði að prófa að vera leikari heldur nokkuð góður leikari. Hefði reyndar mátt sleppa því að hafa Danny Glover smámæltan/málhaltan - var svona örlítið að bögga mig - sá ekki alveg tilganginn með því. Feel good movie alveg í gegn - öll dýrin í skóginum vinir og allir að hjálpast að.
0.3 -
2008-12-15 23:07The Day the Earth Stood Still (2008)
Ágæt sci-fi mynd. Ágætlega spennandi. Hellingur af tæknibrellum. Áhugaverðar pælingar varðandi hvað mannkynið er að rústa jörðinni... Mér finnst ég hafa séð áður svona plot varðandi "þið eruð að fara svo illa með jörðina að þið eigið ekki skilið að búa hérna - við ætlum að taka hana af ykkur" - man bara ekki alveg í hvað mynd... Fifth Element? Kannski smá... War of the Worlds? Hmm... jú, gæti verið. Alltaf gaman að fara á myndir með Jennifer Connelly - hún er alveg ridiculously good looking...
0.3 -
2008-12-15 01:24
Hörku spennumynd. Smá James Bond/Jason Bourne fílingur - Liam Neeson er one man's army að rústa vondu köllunum í París. Ágætlega þétt action keyrsla... Nokkrir flottir bílaeltingaleikir að hætti Luc Besson. SEMI SPOILER ALERT Skuggalegt að skyggnast inn í þennan mannsals-heim - af því að allt í kvikmyndum er 100% byggt á raunveruleikanum er það ekki?
0.3 -
2008-12-07 21:39
Ágætlega spennandi mynd. Ekkert brillíant við hana. En áhugaverðar pælingar varðandi hvað það er til mikill sori á netinu - og hvað það er greinilega nægur áhugi fyrir sora.
0.3 -
2008-12-07 16:43
Temmilega freðin mynd. En nokkuð fyndin - frekar steiktur húmor. Framleidd af Adam Sandler (Happy Madison) þannig að það var alveg hellingur af Sandler regulars.
0.3 -
2008-12-01 22:06
Já, þú segir það... horfði svona eiginlega "óvart" á þessa mynd... ætlaði bara að rétta að tékka á henni, sjá hversu mikið rugl þetta væri en síðan horfði ég alltaf meira og meira af henni. Ég held að Anna Faris hálfnakin og aðrar gellur hafi eitthvað haft með það að segja að ég plataðist alltaf til að horfa á aðeins meira af myndinni... Sæmilega fyndin á köflum en síðan á móti skuggalega kjánalega á köflum. Þessi mynd er víst framleidd af Adam Sandler þannig að það bregður fyrir nokkrum Sandler regulars eins og Christopher "I eat pieces of shit like you for breakfast" McDonald. Hugh Hefner og kærusturnar hans fóru líka með leiksigur :)
0.3 November, 2008
-
2008-11-30 00:49Zack and Miri Make a Porno (2008)
Fínasta grínmynd. Seth Rogen alltaf góður. Hellingur af fyndnum atriðum. Sprenghlægileg á köflum... Nett væmin í lokinn en það er víst partur af Hollywood formúlunni.
0.3 -
2008-11-27 00:27
Maður er búinn að bíða frekar lengi eftir þessari sjónvarpsmynd. Þeir ákvaðu að gera þetta af því að skipulagið fór allt í rugl út af verkfalli handritshöfunda. Gerist á 2 tímum - í rauntíma. Ekta 24 fílingur - slatti af sprengingum og byssubardögum. En þetta er engin crazy heavy-action mynd - þetta er ennþá bara á sjónvarpsmynda-budget og að vissu leyti takmarkað þar sem allt gerist á rauntíma. En nokkuð gott stöff - hjálpar manni að þrauka aðeins lengur þangað til að 24 byrjar aftur í janúar. Mér fannst fyndnast þegar þeir ætluðu að pynta Jack Bauer til að fá hann til að tala - Jack Bauer fær sér pyntingar í morgunmat, það myndi virka jafn vel að kalla hann ljótum nöfnum.
0.3 -
2008-11-22 01:47
Mjög kúl mynd. Virkilega vel gerð, leit mjög vel út - ekta Ridley Scott mynd. Action atriðin voru mjög flott. Vel leikstýrð... mér fannst satellite kvikmyndatakan nokkuð kúl. Nokkuð gott handrit - áhugaverð saga. Svona Mið-Austurlanda myndir eru líka áhugaverðar af því að maður hefur ekkert kynnst þeim heimshluta og það er alltaf gaman að skyggnast aðeins inn í hann. Hani - yfirmaður Jórdanísku leyniþjónustunnar var náttúrulega langflottasti karakterinn - alltaf í fáránlega flottum jakkafötum og mjög yfirvegaður.
0.3
Eitt sem var reyndar að bögga mig örlítið - þegar það var tekið fram að núna værum við á nýjum stað, í nýju landi þá kom alltaf texti fyrir neðan með staðsetningunni. En þetta var bara eins og annar undirtexti en ekki í einhverjum kúl font og með einhverju töff animation (eins og ég geri ráð fyrir að sé í útgáfunni sem er sýnd í Bandaríkjunum). Mér finnst eiginlega eins og það sé að fjarlægja smá hluta af myndinni þannig að hún er ekki sýnd eins og leikstjórinn vildi hafa hana.
Síðan eitt sem ég tók eftir - ný tegund af product placement - þegar það var verið að sýna eitthvað gerast í einhverri tölvu þá hljómuðu ýmis Microsoft hljóð - en það var ekkert annað sem gaf til kynna að verið væri að vinna í Windows. Ég held alla vega að þetta hafi verið product placement sem Microsoft hefur borgað fyrir - skil ekki af hverju það ætti annars að vera troða inn fullt af Microsoft hljóðum þarna (New Mail Notification, Default Beep, etc.). En kannski er það bara ég og nokkrir aðrir sem taka eftir þessu... en undirmeðvitundin hjá öðrum tekur kannski eftir þessu - er það ekki yfirleitt markmiðið með product placement?. But I digress... :) Flott og spennandi mynd. -
2008-11-08 23:21
Ekta James Bond - stórar sprengingar, flottir bílar, flottar gellur, slagsmál, bílaeltingaleikar og eitursvalur Bond. Góð action keyrsla.
0.3 -
2008-11-02 01:37
Góð action keyrsla... Áhugaverðar pælingar varðandi hvað tæknin hefur opnað nýjar leiðir til að fylgjast með manni og hvað ríkisstjórnin getur leyft sér með alls konar hryðjuverkalögum. Fullt af kúl action atriðum. Ekta summer blockbuster ..að vetri til.
0.3 October, 2008
-
2008-10-20 23:19
Ég fílaði Max Payne tölvuleikinni á sínum tíma - hann var kúl og frumlegur. En ég er ekki alveg viss með bíómyndina... mér fannst vanta eitthvað - kannski var það söguþráðurinn sem var að bögga mig, ekki nógu heilstæður, ekki nógu vandað handrit. En það voru alveg nokkur kúl action atriði - byssubardagar, klikkaðar sprengingar, þetta klassíska - og síðan signature bullet-time action. Ég bjóst samt við meiru - meiri action, meiri keyrslu - en þegar ég hugsa út í það var tölvuleikurinn mest megnis drungalegur, spooky og slow - ekkert endalaust action. Myndin var nú ekki alveg beint eftir leiknum, en það er náttúrulega ekki alltaf hægt. Það virðist vera erfitt að gera góða bíómynd sem er byggð á tölvuleik.
0.3 -
2008-10-14 00:47
Mjög töff íslensk action mynd. Virkilega vel gerð. Gott handrit og góðir leikarar. Mjög spennandi á köflum. Ég vil fá fleiri svona íslenskar myndir...
0.3 -
2008-10-10 00:57
Fín mynd. Klassa leikarar. Nokkuð spennandi á köflum. En ekkert brillíant eða gífurlega frumlegt. Áhugavert að sjá Dexter lífsspekina útfærða aðeins öðruvísi...
0.3 -
2008-10-07 00:39
Virkilega fyndin mynd. Coen bræðurnir eru náttúrulega snillingar í að búa til mjög sérstakar og skemmtilegar persónur - skaðar heldur ekki að hafa góða leikara til að leika þessar persónur. Skemmtileg saga - allar persónurnar blönduðust saman í eina ringulreið... Fínasta afþreying til að gleyma kreppunni í smástund ;)
0.3 September, 2008
-
2008-09-26 00:59
Dísillinn maður, stendur alltaf fyrir sínu ;) Þetta var eiginlega nokkurn veginn það sem ég bjóst við - mindless action-froða, en fínasta afþreying. Mjög kúl mynd, fullt af sprengingum og action atriðum... Myndin á s.s. að gerast einhvern tíman í framtíðinni og það var áhugavert hvernig þeir sáu framtíðina fyrir sér - ekki mjög björt framtíð. Allt í rugli í Austur-Evrópu, stríðsástand og volæði, trúarsöfnuður með hlutabréf sem gekk bara út á að hagnast (skot á Scientology?) og síðan var stemmningin í New York svolítið svipuð og í Blade Runner - allir skýjakljúfarnir þaknir auglýsingum og neon ljósum. Síðan átti Google allar sjónvarpsstöðvar - alla vega Google lógóið á öllum video feeds. Eitt sem var mjög kúl - Vin Diesel tók út kort sem virtist vera venjulegt stórt road map en síðan zoom-aði hann bara inn og færði kortið til með puttunum. Nokkuð kúl - væri fínt að vera með þannig í nánustu framtíð.
0.3
Viðbót: Hey, já... síðan þegar myndin var að byrja sá maður á skjánum í risastórum stöfum: Original Music by: Atli Örvarsson - Iceland represent! Hann var alveg að standa sig - tónlistin var mjög góð, hjálpaði að skapa töff stemmningu. -
2008-09-20 01:22
Vá, súr mynd... :) Þetta er alveg svakaleg stoner mynd - en alveg rugl fyndin. Snilldar karakterar. Fullt af atriðum þar sem maður sprakk úr hlátri. Gott stöff. Síðan var alveg hellingur af action líka - byssur, sprengingar, bílaeltingaleikur og læti.
0.3 -
2008-09-14 01:49
Kúl mynd. Ekta macho action-mynd með hraðskreiðum bílum, gellum, byssum og sprengingum. Formúla sem virkar algjörlega...
0.3 -
2008-09-05 01:25
Fáránleg og fyndin mynd. Fáránlega fyndin mynd - ekta Ben Stiller og Jack Black húmor. Síðan er Robert Downey Jr. að slá í gegn eins og svo oft áður. Trailer-arnir á undan myndinni eru líka brillíant. Action-packed grínmynd af bestu gerð - nóg af sprengingum og látum. Persónan sem Tom Cruise leikur er algjör snilld, þótt hann sé persónulega nett klikkaður þá kann hann að svo sannarlega að leika. Alveg skuggalega mikið af öðrum þekktum leikurum í þessari mynd hér og þar...
0.3 August, 2008
-
2008-08-13 22:37
Mjög fyndin mynd. Steve Carell klikkar ekki... Fullt af fínum leikurum. Kúl action atriði. Góð skemmtun.
0.3 -
2008-08-08 00:04
Eins og fyrri myndin (Night Watch) þá er Day Watch svona frekar skrítin - það er kannski bara rússnesk menning sem maður er ekki alveg að tengja við... En hún er mjög flott, greinilega settur töluverður peningur í þessa - tæknibrellur og sviðshönnun mjög flott ..og það var alveg nóg af tæknibrellum. Tónlistin var stundum svolítið óviðeigandi, skar sig svolítið úr - mér finnst að kvikmyndatónlist eigi að passa mjög vel við atriðið, stemmninguna og það sem er að gerast. En þetta er ágæt ævintýramynd - urban fantasy eins og handritshöfundurinn kallar þetta.
0.3
← previous 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 next →
List generated by WP Movie Ratings.
Síðast uppfært 18. May, 2023
þú ert aldeilis fljótur að skrifa um American Gangster. My man, ég er sammála þér með myndina. Töff stöff.
Vei, fyrsta kommentið hérna :)
Já, maður reynir að hafa þetta eins ferskt og hægt er :)
Það er kosturinn við þetta setup – ég hendi bara upp einhverju stuttu review, skelli á þetta einhverjar stjörnur (bara svona gut feeling) og þá er það komið. Ekkert að tefja mig á óþarfa blaðri eða djúpum pælingum.
mér finnst of mikið af myndum hér með of litlum fresti – horfir of mikið á myndir
hehe… já, sorry – ég skal horfa á færri myndir ;) Væri ein á mánuði of mikið?
En þetta er svona – ég hata ekki að horfa á bíómyndir… I loves it :)
ein á mánuði ef hún er á bíórásinni
Já ég fór með alltof miklar væntingar á Max kallinn. Myndin var alveg töff en sagan samsvaraði sér alveg ferlega illa. Þetta lyktar eins og gömul skinka.
Öflugur að halda utan um myndirnar sem þú sérð! ;) Nice. Sammála Star Trek umfjölluninni. Frábær mynd! Og hei, líka sammála um Angels and Demons. Ólíkt Da Vinci Code fannst mér myndin betri en bókin.
Takk. Já, mér fannst kominn tími til að hafa smá yfirsýn yfir þær myndir sem ég horfi á þar sem ég horfi á örlítið fleiri en 2 myndir á ári ;)
Já, síðan var líka gaman að sjá í Angels & Demons hvað sumir hlutir voru allt öðruvísi en maður var búinn að ímynda sér þegar maður las bókina :)
Hot Rod: 10*?
Ég hefði smellt 8*.
Jú, skil þig – þegar ég horfði á hana aftur einn þá var þetta ekki alveg eins mikil snilld, en samt fáránlega fyndin. En þegar ég horfði á hana fyrst þá skemmti ég mér alveg konunglega – það var kannski bara stemmningin að horfa á þetta wit da boyz. 10 stjörnur þýðir alls ekki að mér fannst þetta einhver Óskarsverðlaunamynd…
En annars eru þessar stjörnugjafir engan veginn heilagar – oft bara nánast eitthvað skot út í loftið ;)
Jæja Nesi, ég er mjög spennt að lesa hvað þú hefur um Shutter Island að segja. Koma svo! Í bíó með þig! ;)
hehe, úff… bara pressa :) Já, ég er svona ennþá að vega og meta hvort ég ætli að sjá Shutter Island í bíó. En ætli maður verði ekki að tékka á þessu, Scorsese stendur alltaf fyrir sínu.