Follow @HannesJohnson

Kvikmyndagagnrýni

Smá umfjöllun um kvikmyndir sem ég hef séð nýlega… Stutt kvikmyndagagnrýni – ég nenni að skrifa mismikið, fer yfirleitt eftir því hvað mér dettur fyrst í hug – oft bara að hugsa upphátt.

Stjörnugjöf… já, stjörnugjöf er eiginlega svolítið bullshit – ég held að það sé mismikið bakvið stjörnur sem fólk gefur myndum. Hjá mér er það yfirleitt bara gut feeling – hversu skemmtileg/fyndin/spennandi/flott fannst mér myndin. Upplifunin.

Það er ekki eins og ég sé með einhvern ákveðinn skala/staðal eða tékklista – “já, flottur bílaeltingaleikur – 1 stjarna, töff byssubardagi – bætist við 1,5 stjarna…” ;) Síðan getur stjörnugjöfin oft verið svona plús/mínus 1-2 stjörnur.

Ef þú hefur eitthvað um þessa kvikmyndagagnrýni að segja – þú ert sammála eða ekki sammála mér eða vilt bara bæta einhverju við þá er hægt að bæta við athugasemdum neðst á síðunni.

Sort list by: title | rating | view date

 • October, 2017

 • Show the reviewHide the reviewOffice Christmas Party (2016) 7/10

  2017-10-27 22:28
  * * * * * * *

  Mjög fyndin vitleysa. Skemmtilega klikkuð. Fullt af góðum persónum – mikið í gangi.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewT2 Trainspotting (2017) 6/10

  2017-10-21 23:27
  * * * * * *

  Fyndin. Spennandi. Klikkaðar týpur. Flott myndataka. Frekar sorgleg saga. Áhugavert að Liam Howlett fékk shout-out í credit listanum, undir “With Thanks” – eftir smá rannsókn þá er það líklega út af The Prodigy remix-inu af 'Lust For Life'.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewChappie (2015) 5/10

  2017-10-19 20:23
  * * * * *

  Smá kjánaleg stundum (LOLcat inspo poster) – handritið hefði getað verið betra og leikurinn var stundum ekki alveg nógu smooth. Gaman að sjá Die Antwoord (Ninja & Yo-Landi) og hafa listina þeirra með í myndinni (graffiti & tónlist).

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewWhy Him? (2016) 6/10

  2017-10-08 22:55
  * * * * * *

  Skemmtilega kjánaleg mynd. Fyndin. Fínasta afþreying.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewBlade Runner 2049 (2017) 8/10

  2017-10-07 03:23
  * * * * * * * *

  Mögnuð mynd. Listaverk – fullt af flottum skotum. Ekki jafn dimm og þunglyndisleg og fyrri myndin, en ekki mjög björt framtíðarsýn. Samt alltaf gaman að sjá hinar ýmsu útgáfur af framtíðinni – tæknin, menningin, fötin, samfélagið... Svakaleg tónlist (agressív). Nokkuð löng mynd. Alltaf gaman að sjá Tómas Lemarquis bregða fyrir. Svo eru víst einhverjar stuttmyndir sem gerast fyrir 2049 – þarf að tékka á þeim.

  0.3
 • September, 2017

 • Show the reviewHide the reviewThe Magnificent Seven (2016) 6/10

  2017-09-13 23:56
  * * * * * *

  Fín kúrekamynd. Spennandi. En frekar löng.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewAmerican Made (2017) 7/10

  2017-09-09 23:03
  * * * * * * *

  Spennandi mynd. Klikkuð saga – magnaður karakter, svakaleg ævintýri sem hann hefur lent í. Ég er á kafi í Narcos þáttunum, þannig að það er mjög fróðlegt að sjá meira frá þessu sjónarhorni.

  0.3
 • August, 2017

 • Show the reviewHide the reviewAtomic Blonde (2017) 8/10

  2017-08-16 23:08
  * * * * * * * *

  Töff mynd. Töff tónlist. Töff útlit. Töff myndataka – nokkur mjög flott atriði. Spennandi. Gott action. Alltaf gaman að sjá Íslendinga í Hollywood myndum – Jóhannes Haukur Jóhannesson í aukahlutverki og Elísabet Ronaldsdóttir klippti.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewGoing in Style (2017) 5/10

  2017-08-13 23:21
  * * * * *

  Kjánaleg/silly mynd – slatti af cheesy bröndurum. En alveg hægt að hlæja að þessu. Sæmileg afþreying (fín fyrir tjillaða stemningu). Ekki besta Zach Braff myndin sem ég hef séð. Þetta plot/concept minnti mig smá á aðra mynd með Morgan Freeman; Last Vegas. En svo var ég að sjá að þetta er víst endurgerð af mynd frá 1979.

  0.3
 • July, 2017

 • Show the reviewHide the reviewDunkirk (2017) 9/10

  2017-07-28 23:56
  * * * * * * * * *

  Mögnuð mynd! Stórfengleg! Brjálæðislega spennandi! 😮 Átakanlegt að fylgjast með lífsbaráttu hermannanna. Tónlistin og hljóðin voru rosaleg – höfðu svakaleg áhrif á mann. Skemmtilegt hvernig sögurnar og tímalínurnar krossuðust og púsluðust saman. Mjög vel leikin. Algjört meistarastykki. Svo vel gerð mynd. Allt gott við hana. Greip mann algjörlega.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewWar for the Planet of the Apes... 7/10

  2017-07-25 23:28
  * * * * * * *

  Spennandi og flott mynd. Virkilega flottar tæknibrellur – aparnir voru nánast óaðfinnanlegir. Áhugaverð saga – það er alveg hægt að líkja þessu stríði við eitt og annað í mannkynssögunni þar sem fólk var hrætt við breytingar, fólk sem er öðruvísi o.s.frv. Steve Zahn var mjög góður sem Bad Ape – mjög fínt "comic relief" :)

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewBaby Driver (2017) 8/10

  2017-07-10 23:09
  * * * * * * * *

  Mjög spennandi mynd. Gott action – töff bílaatriði. Skemmtilegur ryþmi í sumum atriðum í takt við tónlistina og sound effects. Fullt af fínum leikurum.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewTriple 9 (2016) 7/10

  2017-07-08 23:00
  * * * * * * *

  Mjög spennandi mynd. Fullt af fínum leikurum. Fínar action senur.

  0.3
 • June, 2017

 • Show the reviewHide the reviewHacksaw Ridge (2016) 8/10

  2017-06-29 23:14
  * * * * * * * *

  Svakaleg stríðsmynd. Mjög spennandi. Góð saga – virkilega áhugaverð. Góðir leikarar.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewBaby Mama (2008) 5/10

  2017-06-22 22:35
  * * * * *

  Fyndin mynd. Fullt af skemmtilegum leikurum. Smá kjánaleg/klisjuleg í lokinn.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewThe Accountant (2016) 7/10

  2017-06-19 23:37
  * * * * * * *

  Spennandi. Fín action keyrsla inn á milli. Áhugavert concept/plot. Góður húmor. Anna Kendrick var góð sem "comic relief".

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewKeanu (2016) 6/10

  2017-06-12 23:18
  * * * * * *

  Mjög fyndin vitleysa. Spennandi.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewInside Out (2015) 8/10

  2017-06-04 22:19
  * * * * * * * *

  Virkilega fín mynd. Exta Pixar mynd: Hugljúf og fyndin. Skemmtileg saga. Spennandi.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewWonder Woman (2017) 8/10

  2017-06-02 23:43
  * * * * * * * *

  Mögnuð mynd! Virkilega flott. Spennandi. Gott action. Hörku keyrsla (fattaði eiginlega ekki að þetta var 2,5 klst. mynd). Gal Gadot var algjör töffari. Góður húmor inn á milli.

  0.3
 • May, 2017

 • Show the reviewHide the reviewHell or High Water (2016) 7/10

  2017-05-21 22:45
  * * * * * * *

  Spennandi. Góðir leikarar. Skemmtileg nútíma-kúreka stemning. Töff að Nick Cave sá um tónlistina (soundtrack-ið).

  0.3
 • April, 2017

 • Show the reviewHide the reviewThe Fate of the Furious (2017) 7/10

  2017-04-20 20:07
  * * * * * * *

  Mjög skemmtileg mynd. Spennandi. Svakalegt action – mjög góð keyrsla/rússíbani á köflum. Góður húmor líka. Vel gerð (gott production – það er búið að sýna að þetta franchise virkar, þannig að fólk er ekki hrætt við að dæla peningum í þetta). Fínasta handrit/plot (miðað við F&F mynd). Charlize Theron var töff villain.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewEiðurinn (2016) 6/10

  2017-04-19 20:24
  * * * * * *

  Spennandi. Fín saga. Áhugaverðar pælingar varðandi siðferði, hver er vondi/góði kallinn, hvaða líf eru mikilvægari/verðmætari en önnur... Alltaf gaman að sjá góðar íslenskar bíómyndir.

  * Ég horfði á þessa í flugvél, þannig að upplifunin er ekki alveg eins og heima eða í bíói.

  0.3
 • March, 2017

 • Show the reviewHide the reviewKong: Skull Island (2017) 7/10

  2017-03-19 23:37
  * * * * * * *

  Mjög spennandi ævintýra-stórslysa-skrímslamynd. Gott action. Fín keyrsla. Fullt af góðum leikurum. John C. Reilly lék mjög góðan (fyndinn) karakter. Töff tónlist – gott 60s/70s vibe. Tæknibrellur nútildags eru oft nánast óaðfinnanlegar – frekar magnað.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewThe Rezort (2015) 6/10

  2017-03-17 23:29
  * * * * * *

  Fín low-budget "Made for TV/DVD/VOD/Netflix" mynd (borderline B-mynd). Spennandi. Áhugavert concept. Ég hef alltaf gaman af zombie myndum og sjónvarpsþáttum.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewGet Out (2017) 9/10

  2017-03-13 22:46
  * * * * * * * * *

  Svakaleg mynd! Virkilega góð. Hrikalega spennandi ...og creepy. Mjög frumleg – frábært handrit, kom á óvart að svo mörgu leyti. Góðir leikarar. Jordan Peele skrifaði og leikstýrði, þannig að myndin var vissulega glettilega fyndin inn á milli.

  Svo var þetta óvissusýning, þannig að þetta kom enn skemmtilegra á óvart.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewLogan (2017) 8/10

  2017-03-03 23:33
  * * * * * * * *

  Flott mynd. Mjög spennandi. Góð keyrsla. Töff action. Litla stelpan var svakaleg – badass. Áhugaverð saga. Töluvert meira "dark" (þyngri) heldur en aðrar Marvel myndir. Svo var engin sena í lokinn eins og hjá flestum Marvel myndum :/

  0.3
 • February, 2017

 • Show the reviewHide the reviewJohn Wick: Chapter 2 (2017) 7/10

  2017-02-19 23:47
  * * * * * * *

  Spennandi mynd. Svakaleg action/bardaga-atriði. Brútal. Líka nettur húmor inn á milli, alla vega nokkur kómísk atriði. Svipað þema og í fyrstu myndinni – Übermensch á móti öllum vondu köllunum (og konunni). Flott myndataka – slatti af mjög skemmtilegum skotum.

  0.3
 • January, 2017

 • Show the reviewHide the reviewThe Infiltrator (2016) 7/10

  2017-01-29 21:35
  * * * * * * *

  Mjög spennandi. Áhugavert að sjá hluta af Pablo Escobar sögunni frá þessu sjónarhorni. Fínir leikarar.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewPatriots Day (2016) 8/10

  2017-01-14 23:31
  * * * * * * * *

  Mögnuð mynd. Virkilega vel gerð. Fullt af fínum leikurum. Þau náðu að velja leikara og breyta þeim þannig að flestir voru nokkuð líkir alvöru persónunum. Hádramatísk mynd. Svakalega spennandi. Flott myndataka og góð keyrsla. Flott hvernig alvöru upptökum úr fréttunum var blandað saman við leikið efni – minnti mann enn frekar á að þetta gerðist í alvörunni fyrir ekki svo löngu síðan. Virkilega áhugavert að sjá þessa tímalínu og fræðast nánar um það hvað gerðist þessa örfáu daga. 🏃 💥 💪 🇺🇸

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewSpectral (2016) 6/10

  2017-01-01 23:08
  * * * * * *

  Spennandi sci-fi mynd. Fínasta action. Sum atriði minntu mig mikið á tölvuleiki (CGI action).

  0.3
 • December, 2016

 • Show the reviewHide the reviewNow You See Me 2 (2016) 7/10

  2016-12-27 00:23
  * * * * * * *

  Fínasta afþreying. Skemmtileg töfrabrögð og sjónhverfingar. Gaman að ein persónan hét Hannes :) Áhugavert að sjá að David Copperfield var framleiðandi. Daniel Radcliffe elskar greinilega að leika í töframyndum ;)

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewRogue One: A Star Wars Story... 7/10

  2016-12-21 23:50
  * * * * * * *

  Mjög spennandi. Gott action. Góður húmor, en nokkrir brandarar voru örlítið þvingaðir. Að vissu leyti klassísk Star Wars mynd. Það er ekkert verið að finna upp hjólið. Það var svona smá eins og ég hefði séð eitthvað svipað áður ;) En það er gaman að sjá meira úr þessum heimi. Flott mynd. Alltaf gaman að sjá Ísland í kvikmyndum.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewFantastic Beasts and Where to... 8/10

  2016-12-04 23:54
  * * * * * * * *

  Virkilega skemmtileg mynd. Spennandi. Gott action. Flottar tæknibrellur – ekki oft sem 3D tæknibrellur koma svona vel og skemmtilega út. Síðast en ekki síst, mjög fyndin. Gaman þegar vel tekst að flétta húmor saman við spennu og læti. Gaman að skyggnast meira inn í Harry Potter heiminn. Ég hlakka til að sjá fleiri myndir í þessari seríu.

  0.3
 • November, 2016

 • Show the reviewHide the review10 Cloverfield Lane (2016) 7/10

  2016-11-26 23:04
  * * * * * * *

  Mjög spennandi. Alltaf áhugavert að sjá myndir með fáum leikurum. Gaman að skyggnast nánar inn í Cloverfield heiminn. Ég væri alveg til í að sjá fleiri myndir – en þarf maður að bíða í 8 ár eftir næstu mynd? ;) Áhugavert að fylgjast með hvað mikið af kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem J.J. Abrams kemur nálægt ganga mikið út á dulúð (mystery).

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewBad Moms (2016) 7/10

  2016-11-25 23:29
  * * * * * * *

  Mjög fyndin mynd. Góð vitleysa. Áhugavert að horfa á svona mynd þegar maður er að átta sig á þessu nýja foreldrahlutverki.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewArrival (2016) 8/10

  2016-11-19 23:35
  * * * * * * * *

  Mögnuð sci-fi mynd. Virkilega góð. Mjög spennandi. Áhugaverðar pælingar og skemmtilegt plot. Mér finnst alltaf gaman að sjá hvernig fólk sér fyrir sér geimverur og samskipti okkar við þær. Flott myndataka. Tónlistin hjá Jóhanni Jóhannssyni var að gera góða hluti.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewThe Late Bloomer (2016) 6/10

  2016-11-14 22:01
  * * * * * *

  Fyndin mynd. Áhugavert concept. Silly (skemmtilega rugluð/kjánaleg). Fínasta afþreying.

  0.3
 • October, 2016

 • Show the reviewHide the reviewDoctor Strange (2016) 7/10

  2016-10-30 22:58
  * * * * * * *

  Flott mynd. Spennandi. Magnaðar tæknibrellur til að búa til þennan töfraheim, sem er áhugaverð viðbót við Marvel heiminn. Skemmtilegar pælingar líka varðandi hvað hugurinn er magnaður og hvað er hægt að gera og hafa áhrif á. Góður húmor eins og í mörgum Marvel myndum. Doctor Strange var með skemmtilegan (og óvenjulegan) sidekick.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewDeepwater Horizon (2016) 8/10

  2016-10-08 23:36
  * * * * * * * *

  Svakaleg stórslysamynd! Mjög spennandi. Mikið af sprengingum. Mikið drama. Góð keyrsla. Vönduð – vel gerð. Fullt af fínum leikurum.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewZoolander 2 (2016) 6/10

  2016-10-08 18:25
  * * * * * *

  Mikil vitleysa - stundum of mikil vitleysa. Fyndin inn á milli. Svakalega mikið af þekktu fólki (cameos). Gaman að sjá framhaldið af þessari legendary mynd, þótt framhaldið hafi ekki verið nærri því eins gott og fyrsta myndin.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewScouts Guide to the Zombie... 7/10

  2016-10-07 22:21
  * * * * * * *

  Fyndin vitleysa/B-mynd. Spennandi. Fínt action. Gott soundtrack. Gaman að sjá Dillon Francis í cameo. Topp afþreying.

  0.3
 • September, 2016

 • Show the reviewHide the reviewWar Dogs (2016) 7/10

  2016-09-22 23:52
  * * * * * * *

  Mjög áhugaverð saga – frekar klikkuð atburðarás. Það er greinilega hægt að græða helling af peningum ef siðferðið er ekkert að trufla mann ;) Spennandi mynd. Fyndin á köflum.

  0.3
 • August, 2016

 • Show the reviewHide the reviewThe Nice Guys (2016) 8/10

  2016-08-23 23:08
  * * * * * * * *

  Mjög fyndin og spennandi mynd. Svartur húmor – fullt af (skemmtilega) klikkuðum atriðum. Litla stelpan (Angourie Rice) var algjör snillingur. Góð 70's stemning – búningar, umhverfi og tónlist. Mjög góð skemmtun.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewSuicide Squad (2016) 6/10

  2016-08-22 23:27
  * * * * * *

  Fínasta afþreying. Gott soundtrack – fullt af fínum lögum. Myndin var svona "upp og niður" – stundum vantaði eitthvað... Kannski var það bara betra handrit, betri samtöl. Ég er meiri aðdáandi Marvel myndanna – þær ná meira flugi og hafa meira skemmtanagildi.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewJason Bourne (2016) 8/10

  2016-08-09 23:18
  * * * * * * * *

  Mjög spennandi mynd. Magnað action – sérstaklega (klessu)bílaeltingaleikurinn í lokinn. Bourne samsteypan klikkar ekki. Töff stöff. 💪 👊 🚗 🔥 💥 🔫

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewTony Robbins: I Am Not Your... 6/10

  2016-08-06 21:01
  * * * * * *

  Kraftmikil mynd. Miklar tilfinningar. Áhugavert að sjá hvernig hann peppar sig upp til að hafa orku til að vera á sviði í 12 tíma, 6 daga í röð.

  0.3
 • July, 2016

 • Show the reviewHide the reviewStar Trek Beyond (2016) 7/10

  2016-07-31 23:13
  * * * * * * *

  Mjög spennandi. Flott action atriði. Flottur ævintýraheimur – umhverfið, gervin/búningarnir... Það var mjög áhugavert að sjá Jeff Bezos (stofnanda Amazon) á credit listanum. Hann er víst mikill Star Trek aðdáandi og fékk að vera í geimverugervi í einu atriði.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewThe Boss (2016) 6/10

  2016-07-30 22:35
  * * * * * *

  Vitleysa. Fyndin vitleysa. Fínasta afþreying, en ekki besta mynd Melissa McCarthy.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewMike and Dave Need Wedding... 8/10

  2016-07-10 00:47
  * * * * * * * *

  Fáránlega fyndin mynd 😂 Algjör vitleysa, en það vel gerð mynd að þetta gekk alveg upp og var mjög góð skemmtun. Góð keyrsla. Góður rythmi. Þessi fjögur eru góð blanda af vitleysingum.

  En ég er mjög forvitinn að vita hvað Apple borgaði fyrir allt vörulaumið (e. product placement). Það var m.a.s. eitt atriði um Apple Pay.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewCatch Me If You Can (2002) 7/10

  2016-07-09 17:38
  * * * * * * *

  Spennandi. Skemmtileg saga. Góðir leikarar.

  0.3
Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2017 Hannes · Hafðu samband / Contact me