Follow @HannesJohnson

Kvikmyndagagnrýni

Smá umfjöllun um kvikmyndir sem ég hef séð nýlega… Stutt kvikmyndagagnrýni – ég nenni að skrifa mismikið, fer yfirleitt eftir því hvað mér dettur fyrst í hug – oft bara að hugsa upphátt.

Stjörnugjöf… já, stjörnugjöf er eiginlega svolítið bullshit – ég held að það sé mismikið bakvið stjörnur sem fólk gefur myndum. Hjá mér er það yfirleitt bara gut feeling – hversu skemmtileg/fyndin/spennandi/flott fannst mér myndin. Upplifunin.

Það er ekki eins og ég sé með einhvern ákveðinn skala/staðal eða tékklista – “já, flottur bílaeltingaleikur – 1 stjarna, töff byssubardagi – bætist við 1,5 stjarna…” ;) Síðan getur stjörnugjöfin oft verið svona plús/mínus 1-2 stjörnur.

Ef þú hefur eitthvað um þessa kvikmyndagagnrýni að segja – þú ert sammála eða ekki sammála mér eða vilt bara bæta einhverju við þá er hægt að bæta við athugasemdum neðst á síðunni.

Sort list by: title | rating | view date

 • May, 2016

 • Show the reviewHide the reviewNeighbors 2: Sorority Rising... 7/10

  2016-05-14 23:48
  * * * * * * *

  (Eða "Bad Neighbours 2" eins og hún er líka kölluð) Fyndin vitleysa. Týpísk framhaldsmynd að því leyti að hún er svipuð og fyrri myndin, bara aðeins "þynnri". En það var hægt að hlæja helling að þessu.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewCaptain America: Civil War... 7/10

  2016-05-05 23:50
  * * * * * * *

  Svo mikið af ofurhetjum. Það var alltaf að bætast við... Klassísk Marvel mynd - flott (og stór) action atriði með nóg af tæknibrellum og eyðileggingu. Sumar ofurhetjurnar voru með meiri húmor en aðrar - sem er fínt til að létta aðeins á stemningunni.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewMr. & Mrs. Smith (2005) 6/10

  2016-05-04 23:31
  * * * * * *

  Silly action mynd. Ágætis húmor. Fínasta action inn á milli. Nokkuð löng mynd. Ekki viss um að hún eldist vel, mig minnir að mér hafi fundist hún skemmtilegri þegar ég sá hana fyrst.

  0.3
 • April, 2016

 • Show the reviewHide the reviewAmerican Ultra (2015) 6/10

  2016-04-19 23:03
  * * * * * *

  Klikkuð/súr mynd. Ágætis action. Fínn húmor. Silly. Ekki alveg nógu þétt keyrsla - datt smá niður á köflum. Leikararnir voru ekki alltaf mjög sannfærandi - en kannski var það bara handritið sem þau höfðu að vinna með. Fínasta afþreying.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewMan Up (2015) 6/10

  2016-04-15 23:01
  * * * * * *

  Silly RomCom. Fyndin. Fínasta saga, þótt hún hafi verið að vissu leyti formúlukennd.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewMr. Right (2015) 7/10

  2016-04-10 23:00
  * * * * * * *

  Skemmtileg mynd. Nett klikkuð. Fyndin. Fínasta action. Sam Rockwell og Anna Kendrick eru góð í að leika wacky/quirky persónur.

  0.3
 • March, 2016

 • Show the reviewHide the reviewKindergarten Cop (1990) 6/10

  2016-03-21 00:18
  * * * * * *

  Skemmtileg mynd. Eldist bara nokkuð vel. Arnold fer á kostum. Fullt af gullmolum og góðum senum.

  Svo kom skemmtilega á óvart að Kindergarten Cop 2 er víst á leiðinni.

  #LeslieHalliwell

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewThe Brothers Grimsby (2016) 7/10

  2016-03-05 01:35
  * * * * * * *

  Rosaleg vitleysa. Fyndin vitleysa. Fór oft langt yfir strikið 🙈 Það mátti svosem búast við því frá Sacha Baron Cohen. Fínasta action.

  0.3
 • February, 2016

 • Show the reviewHide the reviewSteve Jobs (2015) 7/10

  2016-02-24 23:00
  * * * * * * *

  Alltaf áhugavert að fræðast meira um líf Steve Jobs. Góð mynd. Ekta Aaron Sorkin samtöl. Intense og dramatískt. Áhugaverður vinkill að einbeita sér að nokkrum mikilvægum vörukynningum (launches) og sambandi Steve Jobs við dóttur sína, Lisa.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewAll Creatures Big and Small... 6/10

  2016-02-14 22:20
  * * * * * *

  Skemmtileg barnamynd. Fyndin á köflum. Fín saga.

  P.S. Við Birna vorum s.s. að passa frændur hennar. Smá æfing ;)

  P.P.S. Evrópski (original) titillinn á myndinn er "Ooops! Noah is Gone..." og á íslensku heitir hún "Úbbs! Nói er farinn...".

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewDeadpool (2016) 7/10

  2016-02-14 01:33
  * * * * * * *

  Góð mynd - skemmtileg blanda af gríni og action. Öðruvísi ofurhetjumynd. Mjög fyndin. Brútal ofbeldi. Fjórði veggurinn var brotinn ítrekað. Þessi mynd tók sig ekki mjög hátíðlega - sem var hressandi.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewEx Machina (2015) 8/10

  2016-02-12 01:35
  * * * * * * * *

  Mjög áhugaverð mynd - skemmtilegar pælingar varðandi tækni og gervigreind. Spennandi thriller. Mjög flott landslag í kringum þessa tæknihöll - myndin var víst tekin upp í Noregi. Þessi höll var líka rosaleg. Yfirallt mjög flott mynd - leit allt mjög vel út, mjög kúl. Góðir leikarar - intense stemning. Gaman að sjá þá "bræður" svo í The Force Awakens.

  0.3
 • Show the reviewHide the review13 Hours: The Secret Soldiers... 7/10

  2016-02-07 00:39
  * * * * * * *

  Intense mynd. Mjög spennandi. Svakaleg atburðarás. Mikið af flottum action/bardaga atriðum. Brútal. Ekta Michael Bay mynd að mörgu leyti: Mikið af sprengingum, drama, væmni og 'merica! Löng mynd. Minnir mig á Homeland þættina, bara 100x stærra og meira.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewConcussion (2015) 8/10

  2016-02-05 23:22
  * * * * * * * *

  Flott mynd. Mögnuð saga - mjög áhugaverð. Spennandi. Gaman af svona Davíð og Golíat sögum. Góðir leikarar. Nóg af góðum myndum í bíó núna #AwardSeason

  Góð upphitun fyrir Super Bowl ;)

  0.3
 • January, 2016

 • Show the reviewHide the reviewSpotlight (2015) 8/10

  2016-01-31 00:18
  * * * * * * * *

  Mögnuð saga. Spennandi og hrífandi. Þvílík rannsóknarvinna hjá þeim. Fullt af fínum leikurum. Mjög góð mynd.

  Ég var mjög forvitinn að vita hver talaði fyrir Richard Sipe (rithöfundinn og sálfræðinginn sem var bara talað við í gegnum síma). Mér fannst ég kannst við röddina, en var ekki að tengja. Samkvæmt Wikipedia og IMDb var það Richard Jenkins. Þá getur maður andað léttar :)

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewThe Revenant (2015) 9/10

  2016-01-24 01:49
  * * * * * * * * *

  Mögnuð mynd! Mögnuð saga. Flott myndataka. Mögnuð náttúra. Hálfgert listaverk. Oft sem það var lítið sem ekkert talað - en það kom samt svo vel út. Spennandi. Átakanleg. Brútal. Virkilega góðir leikarar. Eitt atriðið minnti mig á atriði í The Empire Strikes Back ;)

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewThe Big Short (2015) 8/10

  2016-01-17 00:13
  * * * * * * * *

  Mjög góð mynd. Virkilega áhugaverð saga & persónur. Nóg af góðum leikurum. Spennandi. Nettur húmor inn á milli - enda Adam McKay að leikstýra & skrifa. Hann náði að hafa dóttur sína með í myndinni - það kom smá skot úr The Landlord.

  Áhugaverð myndataka og klippingar - sérstakur stíll. Veit ekki hvort þetta átti að lýsa því hversu mikið brjálæði var í gangi eða hvort það átti að vera heimildamyndastíll á þessu (eins og maður væri að fylgjast með).

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewThe Hateful Eight (2015) 8/10

  2016-01-10 01:34
  * * * * * * * *

  Töff mynd. Spennandi. Að mörgu leyti ekta Tarantino mynd: Flott myndataka. Löng samtöl. Áhugaverðir karakterar. Brútal. Slatti af leikurum úr Tarantino klíkunni. Þetta helsta... Kvikmyndir sem gerast aðallega í einu rými eru oft áhugaverðar og geta komið skemmtilega út - þannig myndir minna mann smá á leikrit.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewThe Man from U.N.C.L.E. (2015) 7/10

  2016-01-08 22:14
  * * * * * * *

  Flott byrjun (title credits). Skemmtileg mynd. Töff. Flott action atriði. Smá Lock, Stock/Snatch stíll í sumum atriðum. Góður húmor. Spennandi.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewDaddy's Home (2015) 7/10

  2016-01-03 00:30
  * * * * * * *

  Fyndin mynd. Léttklikkuð. Misgóðir kaflar. Endirinn var góður, bjargaði henni fyrir horn. Fínasta afþreying.

  0.3
 • December, 2015

 • Show the reviewHide the reviewSisters (2015) 7/10

  2015-12-29 23:32
  * * * * * * *

  Mjög fyndin mynd - sérstaklega eftir hlé (þegar allt fer í rugl). Bull og vitleysa - á góðan máta. Tina Fey og Amy Poehler eru snillingar. Slatti af öðrum góðum persónum og leikurum.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewStar Wars: The Force Awakens... 9/10

  2015-12-23 01:16
  * * * * * * * * *

  Rosaleg mynd! Spennandi. Fyndin. Svo töff. Mögnuð action atriði. Virkilega flottar tæknibrellur. Nokkur kúl 3D atriði. Gaman að sjá allar gömlu persónurnar. Mér fannst nokkur atriði minna mig á gömlu myndirnar. Same same, but different. Hlakka til að sjá næstu mynd :)

  Það var áhugavert að sjá á credit listanum að bæði Bill Hader og Ben Schwartz voru titlaðir sem "BB-8 Voice Consultants". Simon Pegg ljáði líka röddina sína (hann er kominn í J.J. Abrams klíkuna). Svo sá ég að Daniel Craig er líka á listanum undir "Stormtrooper JB-007 (uncredited)" ;)

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewNotting Hill (1999) 8/10

  2015-12-19 21:29
  * * * * * * * *

  Ljúf mynd. Fyndin. Topp rómantísk mynd - klassík.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewThe Nightmare Before Christmas... 7/10

  2015-12-14 00:26
  * * * * * * *

  Öðruvísi jólamynd :) Gaman af svona stop-motion myndum. Góður húmor og skrautlegar persónur. Áhugavert að Danny Elfman söng fyrir aðalpersónuna, Jack Skellington. Maður þekkir Danny Elfman aðallega fyrir tónlistina sem hann er að semja fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti. #LeslieHalliwell

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewThe Night Before (2015) 8/10

  2015-12-12 01:00
  * * * * * * * *

  Mjög fyndin mynd. Rugl og vitleysa - svipaður húmor og í mörgum Seth Rogen myndum. Mikið af skemmtilegum tilvísunum í klassískar jólamyndir. Gott stöff. Fínasta jólamynd.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewThe Hunger Games: Mockingjay -... 8/10

  2015-12-05 23:04
  * * * * * * * *

  Mjög spennandi mynd. Gott action. Töff brellur. Áhugaverð saga - ágætis endir á þessu öllu saman.

  0.3
 • November, 2015

 • Show the reviewHide the reviewTrainwreck (2015) 5/10

  2015-11-22 21:29
  * * * * *

  Fyndin mynd. Mikið bull og vitleysa. Stundum of mikið bull og of kjánaleg. Frekar löng (125 mín.) - hefði kannski komið betur út ef hún hefði verið styttri, meiri keyrsla. Myndin datt í meira lífs-drama og rómantískt drama í seinni helmingnum. Ég bjóst við aðeins betri mynd, aðeins fyndnari mynd. Mér fannst áhugavert að sjá Tilda Swinton í sínu "dulargervi".

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewSpectre (2015) 7/10

  2015-11-13 23:21
  * * * * * * *

  Töff mynd. Mjög spennandi. Klassískur Bond með húmor, action, stelpuna og vonda kallinn. Svo má ekki gleyma exótískum stöðum og flottum arkitektúr. Þau virðast vera að gera söguna dýpri og flóknari - tengja allar Daniel Craig myndirnar saman.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewMoneyball (2011) 7/10

  2015-11-08 19:44
  * * * * * * *

  Góð mynd. Spennandi. Mjög áhugaverð saga. Gaman af svona "disruption" sögum - fólk sem er óhrætt við að prófa eitthvað nýtt, brjóta upp gamla kerfið.

  0.3
 • October, 2015

 • Show the reviewHide the reviewLegend (2015) 7/10

  2015-10-24 00:57
  * * * * * * *

  Klikkaðir tvíburar - Tom Hardy stóð sig mjög vel við að leika þá báða. Brútal mynd. Áhugaverð saga. Old school gangster mynd alveg í gegn - ofbeldi og drama.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewCrimson Peak (2015) 7/10

  2015-10-16 01:23
  * * * * * * *

  Rosaleg hrollvekja! 😬 Ég var stress-borðandi poppið mitt á fullu. Virkilega creepy mynd. Spennandi/stressandi - algjör adrenalín rússíbani. Góðir leikarar. Mjög flott og myndræn kvikmynd - eins og við má búast frá Guillermo del Toro.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewThe Martian (2015) 8/10

  2015-10-11 23:55
  * * * * * * * *

  Mjög góð mynd. Áhugaverð saga, flott myndataka og góðir leikarar. Spennandi. Áhugaverðar pælingar varðandi geimvísindi, hvað er mögulegt og framtíðina í geimferðum.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewSister Act 2: Back in the... 5/10

  2015-10-04 23:16
  * * * * *

  Mikið um kjánalega brandara sem voru ekki alveg að fljúga - en stundum var þetta komið í hringi þannig að maður hló að því hvað þetta var kjánalegt. Handritið og sagan voru ekki eins góð og í fyrstu myndinni. Leikararnir voru ekki að gera neina frábæra hluti. Ágætir söngvarar þarna og Oh Happy Day var nokkuð catchy. #LeslieHalliwell

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewHotel Transylvania 2 (2015) 6/10

  2015-10-03 20:43
  * * * * * *

  Fín teiknimynd. En mér fannst húmorinn vera barnalegri en í Disney/Pixar myndum. Krakkarnir í salnum virtust alveg vera að fíla þetta. Þetta hefði hugsanlega verið skemmtilegra fyrir mig ef maður hefði horft á útgáfuna með ensku tali.

  P.S. Við Birna vorum s.s. að passa frænda hennar ;)

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewSicario (2015) 9/10

  2015-10-03 00:22
  * * * * * * * * *

  Rosaleg mynd! Virkilega spennandi. Hélt manni á tánum eiginlega alveg frá byrjun. Tónlistin hafði helling með það að segja - vel gert hjá Jóhanni Jóhannssyni. Intense stemning. Dark. Þessi mynd og sjónvarpsþættirnir Narcos gefa mjög skuggalega sýn á Suður-Ameríku og eiturlyfjabransann. Flott myndataka - nokkur sérstaklega töff skot.

  0.3
 • September, 2015

 • Show the reviewHide the reviewThe Intern (2015) 7/10

  2015-09-28 00:06
  * * * * * * *

  Létt og skemmtileg mynd. Fínir leikarar. Gaman að sjá Robert De Niro æfa sig fyrir framan spegil aftur - veit ekki hvort þetta átti að vera vísun í Taxi Driver. Startup vinkillinn var áhugaverður.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewEverest (2015) 8/10

  2015-09-26 23:10
  * * * * * * * *

  Mögnuð mynd. Mjög spennandi og dramatísk. Flottir leikarar. Ingvar E. Sigurðsson fékk fleiri línur og meiri tjaldtíma en ég bjóst við - stóð sig vel. Charlotte Bøving sást líka bregða fyrir. Þegar ég var að skoða credit listann (eins og maður gerir) sá ég að Stormur Jón Kormákur Baltasarsson lék líka lítið hlutverk.

  Magnað landslag - fullt af flottum skotum. Gaman að sjá að það var hellingur af Íslendingum sem unnu í tæknibrellunum og einn var m.a.s. "visual effects supervisor".

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewAdmission (2013) 6/10

  2015-09-21 00:19
  * * * * * *

  Drama um lífið með léttum húmor inn á milli.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewWhat We Do in the Shadows... 6/10

  2015-09-13 00:11
  * * * * * *

  Fyndin. Silly/kjánaleg/vitleysa. Áhugavert concept/plot. Smá þurr/vandræðalegur húmor eins og í Flights of the Conchords. Vantaði smá upp á söguna/handritið til að gera þetta að betri kvikmynd.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewStraight Outta Compton (2015) 7/10

  2015-09-08 01:21
  * * * * * * *

  Góð mynd. Mjög áhugaverð saga. Þeir náðu að finna leikara sem eru ágætlega líkir N.W.A. crew-inu. Myndin var nokkuð lengri en ég bjóst við. Nóg af góðri tónlist :)

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewNo Escape (2015) 7/10

  2015-09-07 01:05
  * * * * * * *

  Virkilega spennandi mynd. Rosalega intense! Maður var alveg á taugum á köflum. Nokkuð brútal ofbeldi.

  0.3
 • August, 2015

 • Show the reviewHide the reviewHitman: Agent 47 (2015) 7/10

  2015-08-24 00:04
  * * * * * * *

  Töff mynd. Spennandi. Fínasta action. Gaman af svona persónum með sérstaka eiginleika og ofurkrafta.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewSister Act (1992) 6/10

  2015-08-19 23:51
  * * * * * *

  Skemmtileg mynd. Smá ("family friendly") action. Fínasta afþreying. Eldist ágætlega. #LeslieHalliwell

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewVacation (2015) 7/10

  2015-08-13 23:20
  * * * * * * *

  Bull og vitleysa. Mjög fyndin vitleysa. Slatti af góðum aukaleikurum í litlum og skemmtilegum hlutverkum. Betri mynd en ég bjóst við (var ekki með neinar svakalegar væntingar).

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewLaggies (2014) 5/10

  2015-08-06 21:29
  * * * * *

  Ágætis mynd. Krúttlegt lífsdrama (fólk að finna sig í lífinu). Fínir leikarar.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewSearch Party (2014) 8/10

  2015-08-04 21:28
  * * * * * * * *

  Sprenghlægileg vitleysa. Eiginlega vitleysa í gegn allan tímann - og það gekk alveg upp.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewMission: Impossible - Rogue... 8/10

  2015-08-02 23:54
  * * * * * * * *

  Mjög spennandi mynd. Gott action - fullt af töff atriðum. Góður húmor líka. Mission: Impossible myndirnar eru alltaf skemmtilegar. Gaman af svona ævintýrum sem ganga upp á ótrúverðugan máta - svipað og hjá frændum Ethan Hunt; James Bond, Jason Bourne og Jack Bauer.

  0.3
 • July, 2015

 • Show the reviewHide the reviewBig Game (2014) 7/10

  2015-07-23 21:19
  * * * * * * *

  Skemmtileg mynd. Fyndin. Spennandi. Skemmtilega kjánaleg (silly).

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewAnt-Man (2015) 8/10

  2015-07-22 22:58
  * * * * * * * *

  Mjög fyndin mynd. Meiri húmor en í öðrum Marvel myndum. Enda eru handritshöfundarnir (Edgar Wright og Adam McKay) þekktir fyrir góðar grínmyndir. Spennandi mynd. Fínasta action. Flottar tæknibrellur. Minnti mig smá á 'Honey, I Shrunk the Kids' ;) Fyndið að sjá Wood Harris (Avon Barksdale í 'The Wire') leika löggu.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewThe Imitation Game (2014) 8/10

  2015-07-16 21:01
  * * * * * * * *

  Virkilega fín mynd. Spennandi. Góðir leikarar. Mögnuð (og sorgleg) saga.

  0.3
Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2016 Hannes · Hafðu samband / Contact me