Follow @officialstation

Kvikmyndagagnrýni

Smá umfjöllun um kvikmyndir sem ég hef séð nýlega… Stutt kvikmyndagagnrýni – ég nenni að skrifa mismikið, fer yfirleitt eftir því hvað mér dettur fyrst í hug – oft bara að hugsa upphátt.

Stjörnugjöf… já, stjörnugjöf er eiginlega svolítið bullshit – ég held að það sé mismikið bakvið stjörnur sem fólk gefur myndum. Hjá mér er það yfirleitt bara gut feeling – hversu skemmtileg/fyndin/spennandi/flott fannst mér myndin. Upplifunin.

Það er ekki eins og ég sé með einhvern ákveðinn skala/staðal eða tékklista – “já, flottur bílaeltingaleikur – 1 stjarna, töff byssubardagi – bætist við 1,5 stjarna…” ;) Síðan getur stjörnugjöfin oft verið svona plús/mínus 1-2 stjörnur.

Ef þú hefur eitthvað um þessa kvikmyndagagnrýni að segja – þú ert sammála eða ekki sammála mér eða vilt bara bæta einhverju við þá er hægt að bæta við athugasemdum neðst á síðunni.

Sort list by: title | rating | view date

 • April, 2014

 • Show the reviewHide the reviewCaptain America: The Winter... 8/10

  2014-04-13 00:04
  * * * * * * * *

  Góð action mynd. Risastór action atriði og töff bardagaatriði. Flottar tæknibrellur. Nokkuð spennandi. Fínir leikarar & persónur, ágætis flæði og nokkuð gott handrit. Maður er byrjaður að læra að á eftir credit listanum í öllum Marvel myndum er eitt atriði til að tengja allan Marvel heiminn saman. Það og að Stan Lee poppar alltaf upp :)

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewNeed for Speed (2014) 6/10

  2014-04-11 22:52
  * * * * * *

  Flottir bílar í eltingaleik. Ágætlega spennandi þrátt fyrir að vera frekar fyrirsjáanleg formúlumynd. Ekki eins góð og Fast & Furious myndirnar. Mér fannst handritið ekki nógu gott - það vantaði alla vega eitthvað til að gera þessa mynd betri (hrífa mann meira, meiri upplifun). Það var eitthvað kjánalegt við Michael Keaton og hans persónu.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewAfternoon Delight (2013) 4/10

  2014-04-06 17:44
  * * * *

  Enn önnur mynd um hvað lífið getur verið erfitt og fólk á stundum erfitt með að "finna sig". Drama. Aðeins of þungt yfir þessu til að vera ánægjulegt að horfa á. Indie bragur af þessu. Ágætlega áhugaverður söguþráður (á köflum). Ekki mikið af skemmtilegum persónum.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewThe Grand Budapest Hotel (2014) 9/10

  2014-04-06 00:53
  * * * * * * * * *

  Mjög fyndin mynd. Fullt af kómískum atriðum og orðasamskiptum. Gott handrit. Skemmtilegar og skrautlegar persónur - og nóg af þeim. Fullt af þekktum og góðum leikurum (sjaldan sem maður sér svona marga þekkta leikara í einni mynd).

  Fínasta keyrsla (flæði) og áhugaverður söguþráður. Spennandi. Leit vel út - skemmtileg stemning, skemmtilegir litir. Þetta var smá eins og barnaævintýri fyrir fullorðna. Mjög vel leikstýrð. Listaverk. Wes Anderson er með einstakan og skemmtilegan stíl.

  0.3
 • March, 2014

 • Show the reviewHide the reviewA.C.O.D. (2013) 5/10

  2014-03-21 22:00
  * * * * *

  Drama um lífið og tilveruna. Nokkur skopleg atriði.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewDød Snø 2 (2014) 7/10

  2014-03-21 02:03
  * * * * * * *

  (Myndin kallast "Dead Snow: Red vs. Dead" á ensku) Fyndin vitleysa. Nokkurs konar Nazi-zombie-splatter grín. Mörg atriði nokkuð fyndin og svo nokkur atriði frekar súr/fáránleg (en þau voru stundum líka bara fyndin). Mjög svartur húmor. Sum atriðin voru frekar brútal (gore). Skrautlegar (og skemmtilegar) persónur. Alltaf gaman að sjá Ísland í bíómyndum og helling af Íslendingum á credit listanum.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewNoah (2014) 9/10

  2014-03-19 00:52
  * * * * * * * * *

  Mögnuð mynd. Risastór. Virkilega spennandi. Drama. Mjög töff action atriði. Áhugaverður ævintýraheimur. Vel leikin - enda einvala lið leikara. Nick Nolte stóð sig vel sem gamall steinn, röddin mjög viðeigandi.

  Íslenska náttúran var mögnuð í sínu hlutverki - endalaust af fjölbreyttri fegurð. Mér fannst Ísland gera rosalega mikið fyrir þessa mynd - gerði hana að enn meira listaverki. Myndin leit mjög vel út - búningar, umhverfi o.s.frv.

  Mér fannst þetta smá ádeila á kjötætur - að öll dýr eigi rétt á að lifa. Svo var þetta líka "áróður" fyrir því að passa upp á náttúruna.

  0.3
 • Show the reviewHide the review3 Days to Kill (2014) 5/10

  2014-03-16 01:18
  * * * * *

  Mér fannst handritið ekki nógu gott. Margt skrýtið/kjánalegt og flæðið á milli atriði var stundum ekki nógu lógískt/eðlilegt. Þar sem þetta er Luc Besson mynd (þ.e.a.s. hann skrifaði handritið og framleiddi) þá voru vissulega franskir bílar í eltingaleik.

  Það voru nokkur atriði sem voru ágætlega fyndin og nokkrar action senur ágætlega kúl. En það var kannski verið að reyna blanda of mörgu saman; action, grín, rómantík, spenna, drama... Hálf stefnulaust - gekk ekki upp. Gaman að sjá Tómas Lemarquis í nokkuð stóru hlutverki.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewThe To Do List (2013) 6/10

  2014-03-14 23:57
  * * * * * *

  Skemmtileg vitleysa. Gott grín. Fullt af fínum leikurum. Fínasta afþreying.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewNon-Stop (2014) 7/10

  2014-03-01 23:11
  * * * * * * *

  Hörku spennumynd. Góður hasar. Liam Neeson er töffari. Fínasta plot, en þetta var að vissu leyti formúlumynd. Ekkert gríðarlega frumleg, en nokkuð vel framkvæmd.

  0.3
 • February, 2014

 • Show the reviewHide the reviewInside Llewyn Davis (2013) 5/10

  2014-02-26 23:19
  * * * * *

  Þetta er ekki týpísk afþreying eins og margar bíómyndir eru. Þetta er meira listaverk - voða flott og að vissu leyti vandað, en maður þarf svolítið að spá í því til að átta sig á hvað listamaðurinn/listamennirnir eru að reyna miðla.

  Það var ekki mikil gleði í þessari mynd. Í raun allt ömurlegt hjá þessum gaur. Drama. Þunglyndi. Ágætlega kúl Instagram/vintage filter á myndinni ;) Lúmskt skopleg á köflum. Skemmtilega skrautlegar persónur, eins og eru oft í Coen myndum. Vissir kaflar í sögunni voru áhugaverðir, en á heildina litið þá vantaði einhvern kjarna í söguþráðinn.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewThe Princess Bride (1987) 7/10

  2014-02-23 23:17
  * * * * * * *

  Mjög skemmtileg mynd. Fyndin og spennandi. Fínasta saga. Slatti af þekktum leikurum (þeir eru alla vega þekktir núna). Gaman að vera loksins búinn að sjá þessa mynd, maður hefur séð svo oft verið að vísa í hana (á Internetinu). Til dæmis "You keep using that word..." sem er orðið meme og "Hello, my name is Inigo Montoya. You killed my father. Prepare to die.".

  * Kvikmyndaklúbburinn Leslie Halliwell horfði saman á þessa.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewRoboCop (2014) 6/10

  2014-02-21 00:56
  * * * * * *

  Fínasta action mynd. Áhugaverð endurgerð á "klassískri" mynd sem maður sá fyrst þegar maður var alltof ungur ;) Gary Oldman var eiginlega besti leikarinn. Joel Kinnaman var líka töffari sem RoboCop/Alex Murphy. Handritið hefði getað verið betra - vantaði smá "fútt" í þetta.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewDespicable Me (2010) 6/10

  2014-02-16 18:49
  * * * * * *

  Fyndin mynd. Fínasta afþreying. Hef samt séð skemmtilegri teiknimyndir (með betri sögu/handriti).

  0.3
 • January, 2014

 • Show the reviewHide the reviewThe Secret Life of Walter... 8/10

  2014-01-25 23:34
  * * * * * * * *

  Mjög skemmtileg mynd. Ég var að fíla "zone out" drauma-atriðin :) Töff special effects. Mjög flott myndataka. Mjög gaman að sjá Ísland og ýmsa íslenska leikara á stóra tjaldinu. Fyndin, hugljúf og smá spennandi á köflum. Skemmtileg saga. Flottir leikarar. Fullt af flottum ljósmyndum frá Íslandi sem birtust með credit listanum.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewLone Survivor (2013) 8/10

  2014-01-12 01:24
  * * * * * * * *

  Rosaleg mynd! Mögnuð saga (byggð á sannsögulegum atburðum). Virkilega spennandi. Intense og brútal - sérstaklega eftir hlé. Bardagaatriðin voru rosaleg... mögnuð - komu virkilega vel út, maður lifði sig smá inn í þetta ;) Flott myndataka. Fullt af fínum leikurum. Topp mynd - vönduð. En svona stríð eru klikkuð...

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewThe Wolf of Wall Street (2013) 7/10

  2014-01-04 01:52
  * * * * * * *

  Mögnuð saga. Áhugaverður heimur... algjör klikkun. Að þetta sé allt satt gerir þetta enn áhugaverðara/klikkaðara. Virkilega flott mynd (Scorsese er náttúrulega snillingur) og góðir leikarar. Margar skemmtilegar og áhugaverðar persónur. Mjög fyndin á köflum. Drama þar á milli. Martin Scorsese og Leonardo DiCaprio eru frábært teymi, búa til mjög góðar bíómyndir. Jonah Hill var líka mjög góður - lék skemmtilega klikkaðan karakter. Hélt manni ágætlega vel við efnið þrátt fyrir að vera 3 klst. löng.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewDon Jon (2013) 6/10

  2014-01-01 23:39
  * * * * * *

  Nett drama. Áhugaverð saga/concept. Maður hefur það á tilfinningunni að þetta sé smá ádeila á hitt og þetta (menningu, fjölmiðla, væntingar...). Flott myndataka og vel klippt. Fínir leikarar.

  0.3
 • December, 2013

 • Show the reviewHide the reviewThe Bank Job (2008) 8/10

  2013-12-28 20:57
  * * * * * * * *

  Mjög spennandi. Áhugaverð saga, sérstaklega þar sem hún er byggð á sannsögulegum atburðum. Fínir leikarar og persónur. Jason Statham er alltaf jafn mikill töffari/harðhaus. Fínt action en umfram allt virkilega spennandi.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewThe Hobbit: The Desolation of... 8/10

  2013-12-28 02:03
  * * * * * * * *

  Virkilega flott mynd. Mjög spennandi. Gott action. Þetta er risastór og magnaður heimur sem er búið að búa til - mögnuð upplifun að horfa á þetta (sérstaklega í 3D og 48 römmum/sek). Flott myndataka og góð keyrsla. Mjög visual/sjónræn mynd - allt leit mjög vel út; búningar, umhverfi, tæknibrellur o.s.frv. Sérlega skemmtileg ævintýramynd. Þótt hún sé mjög löng (161 mín.) þá var hún ekki langdregin - hélt alveg athygli manns. Vissulega framhald af fyrstu Hobbit myndinni í þessum þríleik þannig að hún var að mörgu leyti svipuð. Hlakka til að sjá þriðju myndina - og fá alvöru endi á þessa sögu ;)

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewAnchorman 2: The Legend... 7/10

  2013-12-22 00:24
  * * * * * * *

  Fyndin mynd. Skemmtileg vitleysa. Klassískur Anchorman (Will Ferrell/Adam McKay/Judd Apatow) húmor. Góð skot á Fox News og aðrar innihaldslausar og öfgafullar fréttir. Fullt af snilldar cameos. Það er smá auka brot í lokinn eftir credit listann, ekkert brillíant, en gaman samt að sjá það.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewHomefront (2013) 6/10

  2013-12-16 00:38
  * * * * * *

  Spennandi. Gott action. Ekta Jason Statham mynd (þar sem hann er ótrúlega harður og lemur vondu kallana), klikkar ekki. Kom skemmtilega á óvart að Sylvester Stallone skrifaði handritið (og framleiddi).

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewThe Hunger Games: Catching... 8/10

  2013-12-04 00:26
  * * * * * * * *

  Mögnuð mynd! Rosalega spennandi - eiginlega allan tímann. Drama & action + smá rómó. Góð saga og áhugaverðar persónur. Magnaður heimur sem er búið að búa til. Þótt myndin sé ca. 2,5 klst. þá var hún langt frá því að vera langdregin - þetta leið mjög hratt - myndin var það spennandi og það góð keyrsla. Hélt manni alveg við efnið :) Hlakka til að sjá restina af þessari seríu.

  0.3
 • November, 2013

 • Show the reviewHide the reviewFerris Bueller's Day Off... 7/10

  2013-11-24 23:26
  * * * * * * *

  Skemmtileg mynd. Gott grín. Skemmtilega súr á köflum. Gaman að sjá loksins þessa klassík.

  * Kvikmyndaklúbburinn Leslie Halliwell horfði saman á þessa.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewThor: The Dark World (2013) 7/10

  2013-11-23 02:54
  * * * * * * *

  Spennandi. Gott action. Fullt af flottum tæknibrellum. Alltaf gaman að sjá smá íslenskt landslag í svona risastórum kvikmyndum. By the way, það er smá auka atriði í lokinn eftir credit listann.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewTrance (2013) 5/10

  2013-11-08 21:16
  * * * * *

  Spennandi. Áhugavert plot, en smá skrýtið (ruglingslegt). Endirinn var ekki alveg nógu "satisfying". Smá súr kvikmyndastíll.

  * Ég horfði á þessa mynd í flugvél (sem getur skemmt smá upplifunina).

  0.3
 • October, 2013

 • Show the reviewHide the reviewFlight (2012) 7/10

  2013-10-29 23:13
  * * * * * * *

  Spennandi mynd. Áhugaverð saga. Góðir leikarar. Drama.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewGravity (2013) 9/10

  2013-10-26 21:21
  * * * * * * * * *

  Rosalega spennandi! Intense. Töff tónlist, gerði mikið fyrir stemninguna. Góðir leikarar. Myndin leit vel út. Flott myndataka. Glæsileg tölvugrafík - mjög raunveruleg. 3D var að koma ágætlega út á köflum. Gaman að sjá slatta af Íslendingum á credit listanum. Mögnuð mynd, gott stöff.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewThe Secret (Video 2006) 6/10

  2013-10-23 23:10
  * * * * * *

  Áhugaverðar pælingar. Setja sér markmið. Sjá þau fyrir sér og hafa augun opin fyrir tækifærum. Hefur virkað hjá mér að vissu leyti ;)

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewPrisoners (2013) 7/10

  2013-10-13 23:17
  * * * * * * *

  Úff... átakanleg mynd. Dark. Langt frá því að vera hugljúf/happy-go-lucky. En hún var spennandi og vel leikin. Fínt handrit/plot. Fínasta leikstjórn og myndataka. Frekar dökk áferð á myndinni. Það var nokkuð þungt yfir fólki þegar það yfirgaf bíósalinn... Kæmi ekki á óvart ef þessi mynd fengi einhverjar Óskars-tilnefningar.

  0.3
 • September, 2013

 • Show the reviewHide the reviewThe Perks of Being a... 6/10

  2013-09-22 13:19
  * * * * * *

  Voða krúttleg, en samt smá þung indie "erfitt að vera táningur" kvikmynd.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewThe World's End (2013) 7/10

  2013-09-18 22:49
  * * * * * * *

  Mjög fyndin mynd :) Spennandi. Fínasta action. Gott fjör. Mjög fín sci-fi skemmtun. Það var alveg smá Shaun of the Dead/Hot Fuzz stemning í þessari mynd. Skrýtið að þessi mynd fari ekki í almenna sýningu í bíóhúsum hérna. En gaman að ná henni á einni af þessum örfáu sérsýningum.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewThe Family (2013) 6/10

  2013-09-13 23:39
  * * * * * *

  Eða "Malavita" eins og hún virðist vera kölluð í Evrópu. Ágætis afþreying. Nokkuð skemmtilegar persónur. Glettilega fyndin á köflum. Mér fannst smá metnaðarleysi í handritinu - þá aðallega í kringum eitt atriði. Ágætlega spennandi.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewElysium (2013) 7/10

  2013-09-08 22:38
  * * * * * * *

  Töff mynd. Spennandi. Gott action. Áhugaverð vísindaskáldsaga - enn og aftur er spáin fyrir framtíðina ekkert rosalega björt ;) Topp afþreying.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewJobs (2013) 7/10

  2013-09-07 23:28
  * * * * * * *

  Skemmtileg mynd og hrífandi. Áhugaverð og mögnuð saga. Fullt af fínum leikurum.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewFalskur Fugl (2013) 5/10

  2013-09-03 23:45
  * * * * *

  Áhugaverð mynd. Spennandi. Twisted. Klikkuð. Ekki alveg feel-good mynd ;) Skemmtilegt að sjá lög með Gísla Pálma í myndinni. Ágætt að hún var bara 76 mín., hefði ekki nennt að horfa á mikið lengri útgáfu af þessari mynd.

  * Ég sá þessa mynd í flugvél.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewRoboCop (1987) 6/10

  2013-09-01 23:41
  * * * * * *

  Spennandi. Ágætis action. Brútal ofbeldi (veit ekki hvort það hafi verið sniðugt að ég hafi verið svona ungur þegar ég sá hana fyrst). Snilldar línur ;) Skemmtilega hallærislega gamaldags. Eldist sæmilega.

  0.3
 • August, 2013

 • Show the reviewHide the reviewBullet to the Head (2012) 5/10

  2013-08-29 23:38
  * * * * *

  Jájá, fín mynd. Action og læti. Sly grjótharður. Enginn topp leikur í gangi.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewSpring Breakers (2012) 5/10

  2013-08-25 23:25
  * * * * *

  Nett klikkuð mynd. Smá spes klipping/flæði - eiginlega eins og flashforwards og flashbacks (audio og/eða visual) fram og til baka. Blandaði söguþræðinum smá saman, en að vissu leyti áhugaverð aðferð, setti smá stíl á myndina. Töff tónlist. Handritið var frekar takmarkað. Sæmileg heilalaus þynnku-mynd.

  0.3
 • Show the reviewHide the review2 Guns (2013) 7/10

  2013-08-21 23:03
  * * * * * * *

  Fínasta afþreying. Fyndin & spennandi. Ágæt saga. Dash af action og dash af gríni - góð blanda. Denzel Washington og Mark Wahlberg eru topp leikarar. Þeir voru góðir saman. Baltasar er með'etta - gaman að sjá hvað hann er að gera góða hluti.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewWe're the Millers (2013) 6/10

  2013-08-17 22:42
  * * * * * *

  Ágætis grínmynd. Fínasta saga, þótt hún hafi verið að vissu leyti formúlukennd (og fyrirsjáanleg). Fínir leikarar.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewOblivion (2013) 7/10

  2013-08-11 01:43
  * * * * * * *

  Áhugaverð vísindaskáldsaga. Nokkuð spennandi. Sagan var reyndar smá ruglingsleg - það hjálpaði að lesa Wikipedia greinina eftirá til að átta sig betur á þessu ;) Tónlistin var nokkuð kúl - flott að fá M83 til að semja tónlistina fyrir myndina, smá elektró í þessu ;) Smá Tron/Daft Punkt stemning, en samt alls ekki eins. Rosalega flott mynd, leit vel út - vandað til verka þar. Alltaf gaman að sjá Ísland í bíómyndum/sjónvarpsþáttum - þetta er svo mögnuð náttúra, mjög myndræn :)

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewThe Queen of Versailles (2012) 5/10

  2013-08-03 23:51
  * * * * *

  Áhugaverð heimildamynd. Sýnir hvað 2008 hrunið breytti öllu - bara aðeins öðruvísi vinkill ;) Áhugaverðar persónur. Smá klikkað að hún hélt áfram að eyða í óþarfa hluti þegar þau voru í óvissu með peningana sína (ættu að vera að spara). Mjög sérstakur lífstíll.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewRed 2 (2013) 6/10

  2013-08-03 01:25
  * * * * * *

  Fínasta afþreying. Ágætt action og nokkuð spennandi á köflum. Fyndin. Nokkur atriði þar sem var smá random (en töff) myndataka/klipping. Flottir leikarar - snilld hvernig John Malkovich getur tjáð sig með svipbrigðum. En það vantaði samt smá upp á heildina, til að gera myndina meira "solid" - betra flæði, betra handrit... eitthvað.

  0.3
 • July, 2013

 • Show the reviewHide the reviewThe Heat (2013) 7/10

  2013-07-24 00:34
  * * * * * * *

  Mjög fyndin mynd. Spennandi. Melissa McCarthy er svo mikill snillingur - leikur alltaf mjög skemmtilegar persónur. Gott handrit - fullt af snilldar línum og atriðum. Topp afþreying.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewWorld War Z (2013) 8/10

  2013-07-13 01:42
  * * * * * * * *

  Rosalega spennandi mynd! Hörku action. Mjög góð keyrsla. Vel leikstýrð, flott myndataka og leit vel út. Nokkur atriði sem komu ágætlega vel/skemmtilega út í 3D. Áhugaverður söguþráður. Mér finnst zombie hugmyndafræðin mjög skemmtileg. Þetta var áhugaverður vinkill - uppvakningarnir í þessari mynd voru brjálaðari, kraftmeiri og árásargjarnari heldur en í öðrum zombie söguheimum (eins og t.d. sjónvarpsþáttunum The Walking Dead). Sem gerði þetta að vissu leyti meira spennandi (af því að það var minni von, meiri hætta, meiri óvissa). Mjög góð mynd. Kúl stöff. Fullt af fínum persónum og leikurum. Brad Pitt var töffari.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewThis Is the End (2013) 7/10

  2013-07-10 00:54
  * * * * * * *

  Mjög spennandi og fyndin. En algjört rugl. Fyndið rugl. Skuggalega súr - allnokkur WTF?! atriði. Fullt af skemmtilegum cameos. Þrátt fyrir töluverðan súrleika þá var þetta umfram allt góð skemmtun :) Líka falleg skilaboð ;)

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewCyrus (2010) 6/10

  2013-07-05 23:07
  * * * * * *

  Vandræðaleg mynd. Duplass bræðurnir eru líklega svolítið fyrir svona vandræðaleg og "raunveruleg" samtöl. Smá drama. Kjánalega fyndin. Indie. Ágætis saga.

  0.3
 • Show the reviewHide the reviewWhite House Down (2013) 7/10

  2013-07-03 00:55
  * * * * * * *

  Mjög spennandi mynd. Hörku action - góð keyrsla. Slatti af þekktum leikurum. Leit vel út - flott myndataka og leikstjórn. Roland Emmerich missti sig reyndar aðeins í væmni og Ameríku-dáð í lokinn (eða sá sem bar ábyrgð á því). Mjög svipað concept og Olympus Has Fallen, en mér fannst þessi kannski aðeins betri - alla vega að sumu leyti.

  0.3
 • June, 2013

 • Show the reviewHide the reviewThe Incredible Burt... 6/10

  2013-06-29 21:04
  * * * * * *

  Ágætis afþreying. Ágætlega fyndin. Silly. Mér fannst töluvert verið að skjóta á David Blaine (og aðra sambærilega gaura).

  0.3
Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2014 Hannes · Hafðu samband / Contact me