Stundum vaknar maður aðeins of seint og hefur ekki alveg tíma fyrir allt vakna-ferlið. Þannig að maður þarf að sleppa einhverju eða láta það taka rosalega stuttan tíma… Ég nennti ekki að fara í vinnuna með alveg tóman maga þannig að ég leit í ískápinn og þar var þessi fína ostakaka. Tók mér væna skeið af vanillu og súkkulaði ostaköku og skolaði því niður með Sprite Zero. Umm… hollur og næringaríkur morgunmatur – þetta er nú einu sinni mikilvægasta máltíðin.
Í fréttum er þetta helst… ég er að fara í ferðalag til Slóveníu og Króatíu – og ég flýg til London eftir rúmlega 31 tíma. Frá London fljúgum við til Slóveníu þar sem við ætlum að lifa eins og kóngar í Ljubljana. Síðan er förinni haldið til strandarbæjar í Króatíu þar sem við ætlum að flatmaga í nokkra daga. Maður endar þetta síðan með verslunaræði í London.
Möguleiki að maður bloggi eitthvað á meðan maður er úti.
þið munið að þið eruð á erlendum aflaheimildum – make good use of it.