Já, Einar er ekki einn um það að vera orðinn stoltur bíleigandi… Eftir alltof margar strætóferðir er maður loksins kominn á sinn eigin bíl. Ekkert meira að bíða í nístingskulda eftir strætó eða að öskra á eftir strætó af því að hann kom of snemma – og maður þarf ekki lengur að reiða sig á aðra til að skutla manni (alla veganna minna um það). Nýjir og betri tímar, já, já…
Þetta er græjan:
VW Polo (árg. 2002) og eins og þið sjáið er hann grænn. Síðan stendur 74,8 hö (veit ekkert hvað hö er…) og 1390 slagrými (huh? hvað á maður að vera að slá?). En þetta er náttúrulega flottasti bíllinn á götum borg óttans og mun valda öngþveitum þar sem fólk mun ekki geta tekið augun af honum.
Ég er náttúrulega búinn að skrá mig í Live2Cruize – öllum boðið á hafnar-planið næsta fimmtudag þar sem ég verð innvígður. Næst á dagskrá er síðan að fá sér almennilegt spoiler-kit og henda 27″ keilu í skottið.
Girl we off in this jeep, fogging windows up, blasting the radio, in the back of my truck…
Síðast uppfært 10. February, 2024
maple says
jáá til hamingju með það, ventoinn minn tekur þessa tík samt í rassgat hvenær sem hann vill, just so you know
Trausti says
Til lukku með gripinn. Að vera með 74,8 hámarks ökufetssnúninga (hö) er ótrúlega gott bara svo þú vitir það.
Bjössi says
ég legg til að við VW eigendur, Nezi, ég og Maple spyrnum um næstu helgi og sjáum hver á besta VW-inn. Það kæmi mér ekki á óvart að græna skrímslið mitt myndi svoleiðis hamra í endaþarminn á ykkur skilja ykkur eftir í ryki á sekúndubrotum!!
En annars til hamingjum með tussutrekkjarann, þú munt örugglega geta látið rigna yfir druslurnar á þessu ofursvala tígrísdýri. Megi dollan veita þér eilífan unað og helling af kellingum um ókomna tíð.
Einar says
Jó, til hammó. Húrra.
nezi says
Takk, takk.
Já, ok, hámarks ökufetssnúninga – gott að vita :)
Hmm… þessi spyrna hljómar vel – ég var einmitt að skella Nitro á gripinn þannig að ég get tekið hvern sem er hvenær sem er.
Jú, jú, þetta verður alveg total chick magnet – getur ekki klikkað.