• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

I am official station

Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
You are here: Home / Gallery / Tunglmyrkvi 21. desember 2010

Tunglmyrkvi 21. desember 2010

26. December, 2010 Leave a Comment

Það var víst tunglmyrkvi um daginn. Síðasti tunglmyrkvi sem sást á Íslandi var þann 21. febrúar 2008 og næst verður það eftir tæplega ár eða 10. desember 2011 (hann mun samt ekki sjást almennilega frá Reykjavík af því að almyrkvinn hefst þegar enn er dagsbirta á Íslandi). Þetta var stysti dagur ársins og alles… víst voða merkilegt, það er talað um að það séu 400-500 ár síðan það gerðist síðast.

Ég reif mig á fætur og tók nokkrar myndir. Náði reyndar takmörkuðum myndum með 55mm aðdráttarlinsunni minni en síðan fékk ég 135mm linsu lánaða hjá bróður mínum og þá náði ég aðeins skýrari/betri ljósmyndum.

Ég hef ekki mikið verið að taka myndir af tunglinu áður… Það voru greinilega smá mistök hjá mér að taka mjög “langar” myndir (þar sem ljósopið var opið í margar sekúndur) – þá eru tunglið og stjörnurnar hreyfð. Samt smá áhugavert að sjá húsin alveg kyrr á meðan himinninn er á hreyfingu. Ég vildi ekki þurfa að hafa ISO-ið of hátt þannig að myndirnar yrðu mjög kornóttar og þess vegna þurfti ég að hafa ljósopið opið svona lengi. En maður þarf greinilega að finna einhvern milliveg. ISO 3200 á Canon 550D er reyndar allt í lagi fyrir svona myndir af tunglinu.

Það virðist sem 5 sekúndur (eða minna) sé heppilegur tími – ef ljósopið er opið mikið lengur en það þá er áberandi hreyfing á myndinni. Síðan er bara um að gera nota ljósnæmustu stillinguna á linsunni – ég græddi voða lítið á að nota f/5.6 á 17-55mm linsunni þegar ég gat notað f/2.8.

Þetta var ekki heppilegt veður til þess að vera standandi úti lengi í kuldanum. Sérstaklega ekki þegar maður er smá veikur. En ég stillti bara þrífætinum upp rétt fyrir utan útidyrnar og hoppaði inn á milli ;)

Tunglmyrkvi
Tunglmyrkvi
Close-up af tunglmyrkvanum
Aðeins nær…

Share this:

  • Share
  • Click to share on Facebook (Opens in new window) Facebook
  • Click to share on X (Opens in new window) X
  • Click to share on Tumblr (Opens in new window) Tumblr
  • Click to share on Pinterest (Opens in new window) Pinterest
  • Click to share on Reddit (Opens in new window) Reddit
  • Click to share on LinkedIn (Opens in new window) LinkedIn
  • Click to print (Opens in new window) Print
  • Click to email a link to a friend (Opens in new window) Email

Filed Under: Gallery, Ljósmyndir Tagged With: þrífótur, ljósmyndun, tunglið

Reader Interactions

Leave a Reply Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Leita að efni

Þetta helsta

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me

Önnur verkefni

  • Bulby – Brainstorming App
  • Don Comodo – Bolir o.s.frv.
  • Remote Sparks – Async Work

Copyright © 2025 Hannes · Hafðu samband / Contact me

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
 

Loading Comments...