Follow @HannesJohnson

January 24th, 2012 @ 1:08

Norðurljós 23. janúar 2012

Ég var að keyra heim í gær eftir að hafa séð Contraband og mér sýndist ég sjá norðurljós á himninum. Þegar ég kom heim var ég á bílastæðinu í smá stund að horfa á þessu mögnuðu norðurljós. En svo dreif ég mig upp á þak með þrífótinn og myndavélina.

Þegar ég var kominn upp á þak og búinn að setja allt upp voru norðurljósin ekki alveg eins mögnuð og stuttu áður. En ég náði samt nokkrum fínum skotum af þeim. Fisheye linsan er oft góð þegar ég er að taka myndir af norðurljósum – maður nær að grípa svo mikið af himninum :)

Þetta var frekar magnað kvöld – maður er búinn að sjá nokkra myndir sem fólk var að taka þetta kvöld og það er mikil ljósadýrð. Þær eru reyndar margar teknar aðeins fyrir utan borgina. Þessi aukna norðurljósa-virkni hefur líklega eitthvað með sólargosið að gera.

Það er sko meira »

December 26th, 2010 @ 17:24

Tunglmyrkvi 21. desember 2010

Það var víst tunglmyrkvi um daginn. Síðasti tunglmyrkvi sem sást á Íslandi var þann 21. febrúar 2008 og næst verður það eftir tæplega ár eða 10. desember 2011 (hann mun samt ekki sjást almennilega frá Reykjavík af því að almyrkvinn hefst þegar enn er dagsbirta á Íslandi). Þetta var stysti dagur ársins og alles… víst voða merkilegt, það er talað um að það séu 400-500 ár síðan það gerðist síðast.

Ég reif mig á fætur og tók nokkrar myndir. Náði reyndar takmörkuðum myndum með 55mm aðdráttarlinsunni minni en síðan fékk ég 135mm linsu lánaða hjá bróður mínum og þá náði ég aðeins skýrari/betri ljósmyndum.

Ég hef ekki mikið verið að taka myndir af tunglinu áður… Það voru greinilega smá mistök hjá mér að taka mjög “langar” myndir (þar sem ljósopið var opið í margar sekúndur) – þá eru tunglið og stjörnurnar hreyfð. Samt smá áhugavert að sjá húsin alveg kyrr á meðan himinninn er á hreyfingu. Ég vildi ekki þurfa að hafa ISO-ið of hátt þannig að myndirnar yrðu mjög kornóttar og þess vegna þurfti ég að hafa ljósopið opið svona lengi. En maður þarf greinilega að finna einhvern milliveg. ISO 3200 á Canon 550D er reyndar allt í lagi fyrir svona myndir af tunglinu.

Það virðist sem 5 sekúndur (eða minna) sé heppilegur tími – ef ljósopið er opið mikið lengur en það þá er áberandi hreyfing á myndinni. Síðan er bara um að gera nota ljósnæmustu stillinguna á linsunni – ég græddi voða lítið á að nota f/5.6 á 17-55mm linsunni þegar ég gat notað f/2.8.

Þetta var ekki heppilegt veður til þess að vera standandi úti lengi í kuldanum. Sérstaklega ekki þegar maður er smá veikur. En ég stillti bara þrífætinum upp rétt fyrir utan útidyrnar og hoppaði inn á milli ;)

Það er sko meira »

December 5th, 2010 @ 23:52

Norðurljós 11. nóvember 2010

Fyrir nokkrum vikum síðan var ég að koma heim úr badminton og var litið upp til himins og sá þessi rosalegu norðurljós. Sjaldan sem maður sér svona kröftug norðurljós dansandi um allan himininn.

Þannig að ég dreif mig inn, greip myndavélina, fjarstýringuna og þrífótinn. Maður þarf að hafa hraðar hendur þegar norðurljósin birtast af því að þau hverfa oftast nokkrum mínútum seinna. Þau voru eiginlega horfina svona 20 mínútum seinna og ég náði nokkrum myndum. Það voru reyndar ekki alveg nógu heppilegar aðstæður fyrir norðurljósamyndatökur – mjög hvasst (kuldinn var heldur ekki að hjálpa).

Þar sem það var svona hvasst og til þess að mynda norðurljós þarf maður að hafa ljósopið yfirleitt opið í nokkrar sekúndur (oft 1 eða 2 mínútur) þá eru myndirnar töluvert hreyfðar. Það hefði hugsanlega verið betra ef ég hefði verið með massívari/betri þrífót.

Ég hljóp inn og skipti um linsu. Vildi prófa fisheye linsuna og sjá hvort það kæmi betur út – ná að grípa meira af himinum í einu. En þá voru norðurljós farin að dofna töluvert.

En það var magnað að standa þarna og stara á þessi fyrirbæri – ég held ég hafi aldrei séð norðurljósin svona litrík (rauð, fjólublá, bleik, blá, græn…). Það er ekkert skrítið að ferðamenn séu tilbúnir að borga góðan pening til að sjá þau – og síðan er maður bara bókstaflega með þetta í bakgarðinum sínum.

Það er sko meira »

September 20th, 2010 @ 0:10

Norðurljós og rósir

Aw, yeah! Norðurljósatímabilið er hafið. Síðasta þriðjudag sá ég mér til mikillar gleði að það glitti í smá norðurljós. Þannig að ég dreif mig í að ná í myndavélina, þrífótinn og fjarstýringuna og skellti mér út í þeirri vona að ná þeim á mynd.

Norðurljósin voru nú ekki mjög sterk til að byrja með en síðan kom smá tímabil þar sem þau voru dansandi um himininn og ég náði að smella af 2 myndum (hvor mynd er rúmlega 90 sek. “exposure”).

Nú er bara um að gera að fylgjast með norðurljósaspánni og reyna ná fleiri flottum myndum af norðurljósum. Það gætu verið ágæt skilyrði núna á þriðjudaginn.

Auðveldara er að fara fram úr bíl en rúminu.
February 9th, 2009 @ 0:43

Protected: Yet another Saturday music and photo session

Þessi færsla er læst... Þú getur haft samband við mig og sannfært mig um að þú eigir rétt á að fá aðgang. En ég efast um að þetta sé spennandi fyrir þá sem voru ekki viðstaddir - þetta er bara bull og fíflalæti.

February 4th, 2009 @ 0:30

Norðurljós – Aurora Borealis: February Edition

Þegar ég labbaði út úr Borgarleikhúsinu eftir að hafa verið á Sannleikanum með Pétri Jóhanni sá ég þessi mögnuðu norðurljós þvert yfir allan himininn – og nokkuð sterk (kröftugur litur). Það er alltaf gaman að ná myndum af norðurljósum þannig að þegar við komum heim fór ég strax í að búa mig undir norðurljósa-myndatöku í frostinu.

Þegar ég kom út voru norðurljósin strax farinn að dofna en ég náði samt nokkrum góðum myndum – liturinn í þeim jókst aftur í smá tíma og þau voru mikið að dansa um allan himininn.

Ég notaði fisheye linsuna að vissu leyti af því að hún var föst á myndavélina en síðan er hún líka nokkuð heppileg fyrir svona norðurljósamyndir af því að hún nær svo stóru/víðu svæði – upplagt þegar norðurljósin teygja sig svona út um allt. Ég var að spá í að skipta yfir í 35mm linsuna en þá voru norðurljósin eiginlega horfin.

Í þetta skiptið voru þau aðeins sterkari heldur en síðast þegar ég náði myndum af norðurljósunum þannig að það eru þarna nokkrar myndir sem komu aðeins betur út heldur en síðast.

Það er sko meira »

Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me