Follow @HannesJohnson

October 30th, 2008 @ 1:34 |

Norðurljós – Aurora Borealis

Fyrst maður býr nú á Íslandi er alveg nauðsynlegt að ná nokkrum myndum af norðurljósunum – sem kallast víst Aurora Borealis hjá þeim sem vilja vera fancy. Ég var að fara út með ruslið fyrr í kvöld þegar ég sé norðurljós sem teygðu sig yfir allan himininn… ég þaut inn til að ná í myndavélina og þrífótinn – af því síðast þá hurfu norðurljósin frekar fljótt, eða þau dofnuðu mikið…

Þetta voru nú ekki mjög sterk norðurljós þetta kvöldið (kannski hægt að kenna ljósmenguninni í borginni um) en ég stóð þarna og smellti af nokkrum myndum – meira ruglið, ég sem er búinn að vera með smá kvef og hálsbólgu. Ég meira að segja hljóp inn til að skipta um linsu – prófa hvernig norðuljósin kæmu út í fisheye.

Nokkrar myndir komu ágætlega út en ég held að maður þurfi að fara smá út úr borginni til að taka almennilega norðurljósa-ljósmyndir – maður hefur t.d. séð slatta af þannig myndum frá Þingvöllum.

Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me