Follow @HannesJohnson

November 20th, 2003 @ 0:52

Helvítis dópistinn sem stal…

…fartölvunni minni má brenna í helvíti!!!

Einhver djös, helvítis, ógeðslegur, heimskur dópisti var að stela fartölvunni minni!!! …og líka GSM símanum mínum og öllum peningunum sem voru í veskinu mínu! Það voru s.s. einhverjir helvítis vitleysingar sem gengu berserksgang hérna í skólanum og gengu herbergi í herbergi og tóku allt verðmætt: GSM símar, tölvur, myndavélar, video camerur, o.s.frv… Allar fucking 4000 myndirnar sem ég er búinn að taka hérna eru horfnar!!!

Þetta var s.s. MaxData Vision FX460T fartölva, seríal númer: 30137020027 – silfurgrá að lit, 14.1″ skjár, ca. 3 kg og hún var í svartri fartölvutösku ásamt tölvumús, þráðlausu netkorti, o.s.frv…
>> Fundarlaun: 2.000 DKK , 25.000 ISK

Síminn: SonyEricsson T68i – blá/grár

Púff…. ok, búinn að fá smá útrás.
Megi sá sem tók tölvuna mína og allir þeir sem að þessu komu brenna í helvíti!!!
– það er svo bókað að það var einhver hérna innan skólans sem var með í þessu – sagði þeim frá því að það væri kveðjuveisla og allir væru í matsalnum!

Löggan er búin að koma og taka skýrzlu þannig að það er allt í gangi og síðan er maður búinn að skrá þetta á crime-on-line.com. Pirrandi þegar það er rosalega lítið sem maður getur gert!

[hmm… 20. nóvember? Er það rétt? Skrifaði ég þetta ekki meira svona 20. desemeber?]
[Já, þetta er s.s. tekið af gamla Brinkster blogginu mínu í gegnum Wayback Machine]

November 19th, 2003 @ 19:56

Þetta er allt að gerast!!!

Damn, aðeins “örfáir” klukkutímar eftir hérna í Danmörku. Við erum hérna að snæða góða kveðjukvöldverð og erum bara að bíða eftir eftirréttinum.
Við erum búnir að vera taka til í herberginu okkar nokkurn veginn í allan dag (frá hádegi) og það tók á – við erum virkilega duglegir að rusla til. En þetta er loksins búið og við hljótum að fá depositið okkar (1000 DKK).

Sjáumst bara hress á klakanum.
Over and out…

October 13th, 2003 @ 0:02

Ich bin ein Hamburger

Við komum heim í gær um 23-leytið og myndi ég segja að þetta hafi verið nokkuð vel heppnuð ferð (fyrir utan að það var stolið af okkur 2 mörkum!).

Á föstudaginn tókum við s.s. strætó kl. 14:47 á lestarstöðina og síðan lest til Köben. Eftir það var síðan ca. 6 klst. í rútu. Rútan var ekki svo slæmur ferðamáti, ágætt fótapláss – það hjálpaði líka aðeins að 45 mín af þessum 6 klst. var í ferju milli DK og DE. Síðan var það bara leigubíll að hótelinu og er ég bara nokkuð sáttur við það miðað við að við borguðum bara 7.000 ISK á mann fyrir 2 nætur. Herbergið var nokkuð flott – mikið stökk frá herberginu í Grundtvig ; ) – gott rúm, mjúkur koddi, góður hiti á herberginu, fín sturta þar sem ég gat staðið uppréttur og maður þurfti ekki alltaf að hafa áhyggjur af því að niðurfallið myndi flæða yfir. Morgunmaturinn var líka mjög góður – ekta þýskt morgunverðar-hlaðborð, sáttur við það.

Fyrir leikinn skelltum við okkur í bæinn að versla smá. Ég keypti mér peysu í H&M og skellti mér auðvitað á Matrix Reloaded ásamt GoodFellas, El Mariachi & Desperado og Linkin Park – Meteora í Karstadt.

Síðan var það leikurinn… við tókum leigubíl á AOL Arena, sem var aðeins lengra í burtu en við héldum – okkur var ekki að fara lítast á blikuna þegar við sáum ekkert nema tré í kringum okkur en völlurinn er s.s. í miðjum skógi. Þetta var alveg rosalegur völlur – risastór – þótt maður vissi að hann tæki 50.000 manns þá gat maður ekki alveg ímyndað sér svona stærð. Ég er nú ekki mesti fótbolta-áhugamaður í heimi en þetta var geðveik stemmning – það er náttúrulega rafmagnað andrúmsloft sem 50.000 manns get skapað. Íslendingar skoruðu 2 glæsileg mörk sem var bara stolið af okkur – ekki sáttur við það!
Eftir leikinn eltum við einhverja Íslendinga og enduðum í Stebba Hilmarz & Co. partý þar sem “eldra fólkið” réð ríkjum.
Við tókum fullt af myndum og nokkur video sem birtast hérna þegar ég kemst í það.

Nenni varla að skrifa meira – ef þið viljið ítarlegri frásögn þá er Bjössi búinn að blogga hérna.

September 25th, 2003 @ 18:05

Enn fleiri myndir…

Maður er bara hörku duglegur í þessu, strax komin 2 ný albúm: tékk id át
Fyrsta albúmið er þegar við komum hingað, göngutúrinn langi þar sem við löbbuðum 10 km á 2,5 klst., o.s.frv… Síðan eru þetta flest allt djamm myndir frá liðnum helgum.

En damn, þetta tekur langan tíma! Ég þarf að filtera myndirnar, breyta stærð, búa til thumbs og síðan öpplóda þeim – sem tekur langan tíma á Brinkster af því að ég get bara öpplódað 5 myndum í einu.
En hvað gerir maður ekki til að fólk geti séð hvað maður er að gera af sér :)

Þetta er komið á fullt skrið… en það er samt smá vesen með vefpláss & bandvídd
– er nokkuð einhver þarna úti tilbúinn að sponsora mig ;) Annað hvort hýsa mig ókeypis eða borga mánaðargjaldið hjá Brinkster.
– ég er bara með ca. 17 MB í bandwith á dag og ég er strax búinn með 12 MB af 30 MB vefplássinu.

Jæja, nenni ekki að skrifa meira, farinn að sofa – kl. hérna er s.s. 00:05

September 17th, 2003 @ 22:33

Nezi bara byrjaður að blogga..

Jæja, þá er að sjá hvort að snilldin hans Bergs virki hjá mér… Þetta er náttúrulega brillíant kerfi og mæli ég með að allir skelli sér á svona græju >> Expresso!

Eins og sumir vita er ég s.s. núna staðsettur í Danmörku, nánar tiltekið í lýðháskóla í Hillerød. Ég verð hér fram að jólum og hef skemmt mér bara ágætlega hingað til.

Ég er einnig aðili að öðru bloggi þar sem við Bjössi bloggum saman um tilveru okkar hér í Danmörku, en ég ætla að nota þetta pláss aðallega til að birta myndir sem ég hef tekið og til að varpa áliti mínu á heiminn.

Nóg í bili… ég ætla aðeins að fara að stússast í Expresso og læra á þetta.

Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me