
Enn annað viðburðaríkt ár 🙏 Eins og ég gerði fyrir 2021 og 2020 (og að vissu leyti 2019) þá eru hérna nokkrir eftirminnilegir 2022 atburðir.
[Read more…] about 2022 í baksýnisspeglinumLjósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)
Enn annað viðburðaríkt ár 🙏 Eins og ég gerði fyrir 2021 og 2020 (og að vissu leyti 2019) þá eru hérna nokkrir eftirminnilegir 2022 atburðir.
[Read more…] about 2022 í baksýnisspeglinumEins og ég gerði í fyrra þá langaði mig að stuttlega taka saman nokkur eftirminnileg atriði fyrir 2021.
[Read more…] about 2021 – stiklað á stóruÞað er búið að vera mjög fróðlegt að fylgjast með þróuninni á hlaðvörpum undanfarin tvö ár eða svo. Minnir mig smá á blogg-bylgjuna upp úr aldamótunum – þá var mikið af fólki að byrja með sitt eigið blogg (eitt eða með fleirum). Fyrir aldamótin voru vissulega ýmsir byrjaðir að blogga sem voru með þekkinguna til að nota sérsniðna lausn. En eftir aldamótin fóru kerfi eins og Blogger, Movable Type, WordPress, BlogCentral o.s.frv. að poppa upp sem gerði það auðveldara og aðgengilegra fyrir fleiri að byrja að blogga.
[Read more…] about Allir með hlaðvarp af því að allir geta skellt upp hlaðvarpi(1 árs) DJ Hannes kynnir Hress 2012:
Þú verður að tékka á þessum lögum maaar!
Ég hef verið að búa til þessa Hress lista nokkuð lengi. Ég fór smá yfir uppruna þeirra í Hress 2007 færslunni.
Þetta er ekki árslisti, bara lög sem ég var að fíla þetta árið, sem mér fannst hress. Þannig að það geta alveg komið inn gömul lög – sum nokkra ára gömul, sum töluvert eldri :)
Lögin geta verið allt frá því að vera guilty pleasure mainstream lög yfir í að vera hart bassayfirgnæfandi elektró-surg. Þetta eru oft remix, af því að ég fíla þau og þau eru oft hressari en upprunalega lagið. Svo hjálpar líka að það er mikið af remix-um á The Hype Machine (sem ég fylgist vel með, jafnvel daglega).
Tæknin er æðisleg, Shazam og SoundHound hafa bjargað mér nokkrum sinnum þegar ég hef heyrt eitthvað gott lag í útvarpinu og vil vita hver er flytjandinn og hvað það heitir. Án þessara snilldar app-a þá væru ekki sum lögin á þessum lista.
Jæja, here we go. Hérna eru lögin:
Foster The People – Pumped Up Kicks (Gigamesh Remix)
Möguleiki að ég hafi heyrt þetta fyrst 2011, en í byrjun 2012 “uppgötvaði” ég að ég væri að fíla það í tætlur, gott groove, góð stemning, hressleiki :)
(SoundCloud link)
Úlfur Úlfur – Ég er farinn
Hresst íslenskt. Smá MSTRKRFT fílingur með dash af Chromeo.
(gogoyoko link)
Justice – Ohio (Edgework Remix)
Justice maður! Það mætti alveg kalla þá kónga Hress listanna. Þeir hafa verið á Hress 2007, 2008, 2009 og 2011 – sem sagt næstum því á öllum Hress listum sem hafa verið gefnir út. Ég sá þá aftur live núna 2012 í Chicago á Lollapalooza tónlistarhátíðinni, gott partý, gott stuð :)
Mark Foster + A-Trak + Kimbra – Warrior
Mark Foster (úr Foster The People) mættur aftur með A-Trak. Nice.
Lana Del Rey – Blue Jeans (RAC Mix)
Gummi / gakera fær props fyrir þetta lag.
Flo Rida – Good Feeling
Lag sem ég var með í fyrra er mikið sample’að í þessu lagi… Levels með Avicii, sem sample’ar Something’s Got a Hold on Me með Etta James (sem lést í janúar 2012). Er að fíla þetta lag, kemur mér í gott skap. Hresst.
Diplo – Express Yourself Feat. Nicky Da B (Radio Edit)
Hlynur fær props fyrir þetta lag. Hann skellti myndbandinu á Facebook – sem er líka nokkuð hresst ;)
M.I.A. – Bad Girls
Austurlenskur fílingur – í takt við myndbandið sem er líka kúl:
Hot Chip – Flutes
Strákarnir í Hot Chip alltaf hressir :) Þeir voru líka á Hress 2007.
NSFW – Coconut
Mér finnst eitthvað svo skemmtilega mikið sumar í þessu. Viðeigandi þar sem lagið heitir “Kókoshneta” :)
(SoundCloud link)
Marky Mark – Good Vibration
Eitt old school – Mark Wahlberg í góðu stuði :) DJ Shuffle gróf þetta upp úr safninu.
Dragonette – Riot
Dragonette var á Hress 2011 með lagið Hello ásamt Martin Solveig. Hún er greinilega að gera góða hluti :)
Florence + The Machine – Spectrum (Calvin Harris Remix)
Ég missti af Florence + The Machine þegar þau mættu á Iceland Airwaves, en ég sá þau live á Lollapalooza síðasta sumar.
Gossip – Perfect World (RAC Mix)
RAC með 2 remix á listanum. Vel gert. RAC stendur víst fyrir Remix Artist Collective.
Destiny’s Child – Say My Name (Don Winsley Remix)
Uppgötvaði þetta remix þegar ég var að hlusta á annað smooth remix eftir Cyril Hahn. The Hype Machine flokkar núna remix af sama laginu saman – þannig að þegar ég var búinn að hlusta á Cyril Hahn remix-ið byrjaði þetta (nokkuð hressara) remix hjá Don Winsley strax eftir.
Monsta – Where Did I Go (Dillon Francis & Kill Paris Remix)
Oft er maður með lög á Hress listunum frá tónlistarmönnum sem maður kannast ekkert við. En það er snilldin við Internetið – það er svo auðvelt að uppgötva nýja gullmola.
(SoundCloud link)
Blaz Roca & Ásgeir Trausti – Hvítir skór
Annað hresst íslenskt. Alveg hægt að segja að þetta lag komi manni í stuð :)
Labrinth – Earthquake (feat. Tinie Tempah & Busta Rhymes)
Þessi útgáfa með Busta Rhymes tekur þetta á allt annað level. Ég dýrka flæðið hjá Busta – hann er ótrúlegur :)
Tiësto vs. Diplo feat. Busta Rhymes – C’mon (Catch ‘Em By Surprise)
Jájá… annað lag þar sem Busta kemur sterkur inn. Snilldar þríeyki.
Mord Fustang vs. Basto – We Are Connected Rave (Dylan Sanders Re-Rub)
Annað lag frá tónlistarmönnum sem ég kannast ekki við. Rakst á þetta einhvers staðar á Netinu.
Axwell feat. Errol Reid – Nothing But Love For You (Radio Edit)
Gott vibe. Jolly. Smooth tónar. Gott stöff.
Þar höfum við það… Nú er bara að byrja setja saman í Hress 2013 :)
Til gamans er hérna smá tölfræði yfir Hress listana og fjölda laga.
Í Hress 2011 færslunni var ég með vangaveltur varðandi að það væru færri lög á listanum en árin áður. En kringum 20 lög er bara fínn fjöldi held ég.
Endum færsluna eins og svo oft áður á random quote-inu:
Nein mann, Ich will noch nicht gehen
Þökk sé 1.8 útgáfunni af Jetpack þá er núna í gangi mobile theme sem birtist ef einhver fer á þessa fínu síðu í snjallsíma (eða öðru mobile tæki).
WordPress er á fullu að þróa Jetpack viðbótina og eru reglulega að bæta við svona kúl fídusum :)
Í anda mobile/snjallsíma þá var þessi færsla skrifuð í WordPress app-inu ;)
It’s on! Laugardagurinn – mesti partý-dagurinn á Airwaves 2011? Hugsanlega, alla vega hjá mér – upplagt að nota tækifærið og fagna því að ég var búinn að skila hópverkefninu af mér ;)
Þegar ég var búinn að skila verkefninu fór ég á Hótel Plaza sem var “Media Center” fyrir Airwaves ’11 og þar var einnig verið að selja Iceland Airwaves ’11 swag. Ég ætlaði mér að kaupa einhvern kúl Airwaves bol – veit ekki hvort fólk hafi tekið eftir því að ég elska boli ;) – en síðan sá ég líka þessa flottu (limited edition) hettupeysu sem ég bara varð að fá mér líka. Núna á ég boli frá Airwaves 2009 (2 stk.), 2010 og 2011 – ég mun að öllum líkindum halda þessari seríu áfram :)
Þegar ég kom heim ákvað ég að nota tækifærið og uppfæra símann loksins í iOS 5 sem kom út nokkrum dögum áður. Það tók alveg sinn tíma að uppfæra þannig að ég lagði mig bara á meðan (fékk ekki mikinn svefn nóttina áður).
Þegar ég var búinn að uppfæra símann og leggja mig kom Bjössi að sækja mig. Við röltum svo frá honum í Menningarsetrið til að ná í Hlyn. Leið okkar lág í Listasafn Reykjavíkur. Þegar við mættum var Valdimar og félagar byrjaðir að spila. Maður hafði séð þau áður á miðvikudeginum – en núna á örlítið stærra sviði ;) Alltaf góð – ljúfir tónar.
Næst á dagskrá voru Other Lives. Mjööög gott. Kom skemmtilega á óvart. Gott vibe. Svo var það Austra. Mjög fínt. Very nice. Gott partý. Nett elektró.
Já, maður rak augun í nokkrar Iceland Airwaves hefðir… Fólkið sem hampar ananas og sveiflar honum fyrir ofan sig – veit ekki alveg hver pælingin bakvið það er. Síðan eru það LOST gaurarnir sem maður hefur séð nokkrum sinnum undanfarin ár. Ég spjallaði smá við þá og þetta var víst 6. árið þeirra í röð á Iceland Airwaves. Þetta er svona smá almenningsþjónusta hjá þeim – þeir eru að hjálpa fólki sem er týnt (t.d. ef þú týnir félögunum) :)
Það var einhver pæling að reyna sjá SBTRKT, en þar sem röðin á NASA var of löng þá hélt partý crew-ið sig bara á Listasafninu. Það var líka allt í lagi af því að GusGus voru næst upp á svið! Þau standa alltaf fyrir sínu. Bara snilld. Gott partý.
Við Bjössi skruppum síðan á NASA. Biðum í röð í kannski 20 mínútur þangað til við komumst inn þar sem við sáum Team Me. Hressir Norðmenn. Gott stöff. Eftir það var haldið á Kaffibarinn til að hitta á restina af liðinu – þar tók við reyndar enn önnur röðin… en það hafðist fyrir rest.
Það að ég var í aðeins meira partý-stuði þetta kvöldið gæti haft einhver áhrif á að ég tók töluvert fleiri myndir (og video) ;) Reyndar búinn að sía smá út þannig að þetta eru ekki allar ljósmyndirnar sem ég tók.
[Read more…] about Iceland Airwaves 2011 – Dagur 4 – Enn fleiri tónleika-partý-myndir