• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

I am official station

Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
You are here: Home / Archives for Tækni

Tækni

2021 – stiklað á stóru

17. February, 2022 Leave a Comment

2021 - steinar sem er hægt að stikla á

Eins og ég gerði í fyrra þá langaði mig að stuttlega taka saman nokkur eftirminnileg atriði fyrir 2021. 


Brúðkaupið

Efst á baugi er þegar við Birna giftum okkur í Hallgrímskirkju 💞 Þetta var Covid brúðkaup þar sem aðeins þau nánustu gátu verið með okkur í kirkjunni, en þetta var æðislegur dagur. Við bíðum svo spennt eftir því að það gefist rými og frelsi til að halda brúðkaupsveislu.

Brúðkaupsmynd: Hannes, Birna og Aníta

Eldgosið 

Jarðskjálftarnir snemma á árinu fóru ekki framhjá mörgum. Það var mikið verið að vinna heima þegar allt nötraði reglulega og svo bara á ýmsum tímum sólahringsins. Eftir margar vikur af skjálftum gerðist loksins eitthvað – og stór hluti af þjóðinni fór að skoða eldgosið við Fagradalsfjall. 

Fyrsta ferðin mín þangað var gangandi, 4 dögum eftir að gosið hófst. Svo fór ég í tvær þyrluferðir að skoða gosið – fyrst á afmælisdegi Anítu og svo með CCP. 

View this post on Instagram

A post shared by Hannes Johnson (@hannesajohnson)

View this post on Instagram

A post shared by Hannes Johnson (@hannesajohnson)


Nýtt starf 

Um vorið hætti ég hjá CCP eftir 3 ár í growth teyminu þar til þess að byrja hjá Smitten sem Chief Growth Officer. Stefnumóta-appið Smitten er geggjuð vara sem er búin að taka yfir Ísland og það er virkilega spennandi að vinna í að taka þessa vöru til annarra landa – leyfa fleirum að upplifa skemmtilegasta deiting appið 😄  

Ég er búinn að prófa alls konar nýtt og læra helling nú þegar – m.a. fara í útvarpsviðtal í fyrsta skipti 😉 Við vorum að spjalla um Smitten hjá K100 og Bylgjunni.


Dróna-draumur

Langþráður draumur rættist þegar Birna gaf mér dróna í afmælisgjöf 🥰 Ég á eftir að æfa mig meira + vonast eftir hagstæðari veðurskilyrðum þegar fer að vora. 

Akranes, Langisandur - tiny planet sphere drone shot
Tectonic plates at Þingvellir national park (drone shot)

Ljósmyndasýning

Ég hélt mína fyrstu einkasýningu í ágúst eftir að vera búinn að hugsa um að gera það í mörg ár. Ég var í raun búinn að vera að safna í þessa sýningu í meira en 10 ár (þegar ég byrjaði að taka myndir af klósettum að gamni). Ég ætlaði fyrst að halda hana 2020 – var búinn að bóka sýningarrýmið og búinn að undirbúa helling en þurfti að fresta henni út af Covid bylgju sem kom stuttu áður en ég ætlaði að sýna. 

Það var geggjað gaman að fara út fyrir þægindarammann og prófa eitthvað nýtt – maður lærir helling af því að gera eitthvað í fyrsta skipti. Það mætti fullt af fólki – bæði fólk sem ég þekki og random fólk af götunni (mikið af mis-ráðvilltum túristum). Mikið af fróðlegum samtölum – m.a. um að þótt þetta sé óhefðbundið viðfangsefni þá fannst fólki þetta furðu áhugavert og skemmtileg sería 😄

Ég var svo heppinn að vera beðinn um að koma í viðtöl hjá Bylgjunni og Rás 1 til að spjalla um klósett og ljósmyndir 🙏

View this post on Instagram

A post shared by Hannes Johnson (@hannesajohnson)


Kenndi hjá Akademías

Ég var beðinn um að vera gestakennari í námsbraut hjá Akademías og Digido. Námsbrautin nefnist Viðurkenndur stafrænn markaðssérfræðingur og ég var fenginn til að taka fyrir bestun á eigin miðlum (m.a. leitarvélabestun). Það er alltaf gaman að miðla af sinni reynslu og þekkingu – og spjalla við áhugasamt fólk um það sem ég hef ástríðu fyrir 😄

Bestun á eigin miðlum - slides on screens

Fór til útlanda í fyrsta skipti í 2 ár

Ég fór til Sardiníu haustið 2019, en svo var ekkert um utanlandsferðir. Fyrr en núna síðsta haust þegar ég fór tvisvar til útlanda með Smitten – til Kaupmannahafnar fyrir vinnustofu & rannsóknarvinnu og svo til Helsinki út af Slush ráðstefnunni (sem var mitt fyrsta skipti í Finnlandi).

Smitten teymið í Kaupmannahöfn
Smitten teymið á Slush ráðstefnunni, Helsinki, Finnlandi

Búnir með poppið

Við Björn héldum áfram að fara í bíó (eins og aðstæður leyfðu) og tókum upp 8 þætti af hlaðvarpinu Búnir með poppið. 

Núna í byrjun árs tókum við upp langan þátt (miðað við aðra þætti hjá okkur) þar sem við tókum fyrir kvikmyndaárið 2021. 


Sá fullt af kvikmyndum

Í Covid horfir maður á fleiri kvikmyndir heima heldur en maður myndi venjulega gera… Árið 2021 horfði ég á allt í allt 60 myndir. Allt skrásett í gagnagrunninn minn með stjörnugjöf og stuttri umsögn. 

Miðað við undanfarin ár er þetta rétt undir meðaltali.

Graf sem sýnir fjölda kvikmynda per ár

Þær myndir sem stóðu upp úr þetta árið: 

9 stjörnur 

  • Dune 

8 stjörnur 

  • Soul 
  • Greenland 
  • Promising Young Woman 
  • Midway 
  • Godzilla vs. Kong 
  • Nobody 
  • Captain America: The First Avenger 
  • Tom Clancy’s Without Remorse 
  • Wrath of Man 
  • A Quiet Place Part II 
  • Black Widow 
  • The Suicide Squad 
  • The Tomorrow War 
  • Free Guy 
  • Red Notice 
  • The Matrix Resurrections 

Alveg hellingur af myndum sem fengu 8 stjörnur 😮 Töluverður munur á 2020 þegar ég gaf bara 4 myndum 8 stjörnur. 


Hress 2021

Hress 2021 - DJ Hannes

Eins og ég er búinn að gera síðan 2005 safnaði ég smám saman allt árið í tón-lista með hressum lögum. Eins og undanfarin ár er Hress 2021 listinn á Spotify – 33 lög (2 klst. og 14 mín), en af einhverjum ástæðum get ég ekki lengur spilað 2 lög af listanum 😕


Spotify Wrapped tölfræði

Talandi um tónlist, það er gaman að skoða tölfræðina frá Spotify – sérstaklega til að skrásetja og bera saman við næstu ár. Ég á eftir að gá betur hvort ég geti ekki grafið upp hvað ég hlustaði á mikið af tónlist undanfarin ár, en 2021 hlustaði ég víst á 32.919 mínútur. Það er meira en 82% af notendum á Íslandi 🤓

Spotify: My minutes listened

Það mætti halda að ég kunni að meta house tónlist 😂

Spotify: My top genres

Spotify Wrapped samantektin:

Spotify Wrapped summary

Hljóðbækur eru geggjaðar

Ég er minna í því að setjast niður og gefa mér tíma til að lesa bók eftir bók. Að hlusta á hljóðbækur á meðan ég er að gera eitthvað annað hentar mér miklu betur.

Eins og í fyrra þá hlustaði ég á fleiri bækur en ég hefði gert þökk sé Northstack bókaklúbbnum. Ég kláraði 5 bækur, en komst langleiðina með 7 bækur.

Bækurnar sem ég kláraði:

  • Emotional Agility: Get Unstuck, Embrace Change, and Thrive in Work and Life
  • Obviously Awesome: How to Nail Product Positioning so Customers Get It, Buy It, Love It
  • Ask Your Developer: How to Harness the Power of Software Developers and Win in the 21st Century
  • Think Again: The Power of Knowing What You Don’t Know
  • The Cold Start Problem

Bækur sem ég á eftir að klára:

  • Empowered: Ordinary People, Extraordinary Products
  • Being Mortal: Medicine and What Matters in the End
  • Under a White Sky: The Nature of the Future
  • The Brain’s Way of Healing: Remarkable Discoveries and Recoveries from the Frontiers of Neuroplasticity
  • Mission Economy: A Moonshot Guide to Changing Capitalism
  • The Book You Wish Your Parents Had Read (and Your Children Will Be Glad That You Did)
  • Blitzscaling: The Lightning-Fast Path to Building Massively Valuable Companies

Ég hlustaði á The Cold Start Problem af því að þetta umræðuefni (network effects) er svo viðeigandi fyrir stefnumóta-app eins og Smitten – varan verður s.s. verðmætari með hverjum nýjum notanda, en það skapar líka vandamál í byrjun (cold start problem) þegar það er ekki nógu mikið af notendum. 

Svo reyndar byrjaði ég á einni „alvöru“ bók sem ég á eftir að fletta meira í gegnum: Whitesands.


Þá er það skrásett og skjalfest 😄 Þetta var heldur betur viðburðaríkt og skemmtilegt ár. Alls konar nýtt, alls konar hefðir.

Takk fyrir að lesa 🙏

Filed Under: Bækur, Ferðalög, Kvikmyndir, Ljósmyndir, Markaðssetning, Projects, Skrifa, Tækni, Tónlist, Video Tagged With: annáll, Búnir með poppið, Birna, Bjössi, CCP, hlaðvarp, hress, Smitten, Spotify, vinnan

Allir með hlaðvarp af því að allir geta skellt upp hlaðvarpi

1. July, 2020 1 Comment

Það er búið að vera mjög fróðlegt að fylgjast með þróuninni á hlaðvörpum undanfarin tvö ár eða svo. Minnir mig smá á blogg-bylgjuna upp úr aldamótunum – þá var mikið af fólki að byrja með sitt eigið blogg (eitt eða með fleirum). Fyrir aldamótin voru vissulega ýmsir byrjaðir að blogga sem voru með þekkinguna til að nota sérsniðna lausn. En eftir aldamótin fóru kerfi eins og Blogger, Movable Type, WordPress, BlogCentral o.s.frv. að poppa upp sem gerði það auðveldara og aðgengilegra fyrir fleiri að byrja að blogga.

Núna finnst mér vera svipuð staða með hlaðvörp. Það er langt síðan fólk með kunnáttuna og tólin settu í loftið hlaðvörp – ég man t.d. eftir að hafa hlustað á Ricky Gervais hlaðvarpið í strætó á leiðinni í HR (ca. 2006 líklega). En núna er meira um aðgengileg og ódýr tól og tæki þannig að nánast hver sem er getur byrjað með sitt eigið hlaðvarp og auðveldlega dreift því.

Þjónustur til að framleiða hlaðvörp

Anchor fór í loftið 2015, fyrst sem samfélagsmiðill fyrir hljóðupptökur (“social audio service geared for short-form content”) en breytti síðan um stefnu (pivot-aði) yfir í að vera þjónusta til að hjálpa fólki að gefa út hlaðvörp (“platform for podcast creation”) 2018. Spotify keypti svo Anchor 2019 – þau vilja vera risi í „hljóð-neyslu“ hvort sem það er tónlist eða hlaðvörp sem fólk hlustar á. Í gegnum Anchor er hægt að taka upp, klippa saman og framleiða hlaðvarp ásamt að koma því auðveldlega í dreifingu á öllum helstu hlaðvarpsveitunum.

Það kostar ekki neitt að nota Anchor – af því að Spotify vill eiga góðan hluta af hlaðvarpsmarkaðnum og öll gögnin sem því fylgir. Það virðist vera að virka ágætlega – samkvæmt þeim er þriðja hvert hlaðvarp sem er búið til í heiminum framleitt með Anchor. En svo eru líka aðrar lausnir í boði (bæði ókeypis og aðrar sem kosta): SoundCloud, Podbean, Transistor, Simplecast og Libsyn sem dæmi.

Til að byrja með voru það aðallega einstaklingar og hópar sem voru með blogg. En svo áttuðu fyrirtæki sig smám saman á ávinningnum við að blogga reglulega. Mér sýnist það einmitt vera að gerast núna – fleiri og fleiri fyrirtæki og stofnanir eru að setja upp sitt eigið hlaðvarp. Sagan endurtekur sig 😉

Mitt eigið hlaðvarp

Ég var búinn að vera lengi með löngun í að byrja með hlaðvarp – var bara ekki alveg viss með umræðuefni eða snið þannig að þetta yrði eitthvað meira en 2-3 þættir á ári. Ég er búinn að vera skrifa kvikmynda-örgagnrýni í 13 ár og oft er það eftir að hafa farið í bíó með Birni. Björn byrjaði fyrir einhverjum árum síðan að setja inn mjög skemmtilega 10 sekúndna búta á Snapchat þar sem hann ræðir kvikmyndir sem hann var að sjá og gefur þeim stjörnur.

Fólk hefur kannski tekið eftir því, en við Björn erum núna búnir að leiða saman hesta okkar og settum í loftið hlaðvarpið Búnir með poppið síðasta haust. Við erum búnir að taka upp 10 þætti, en COVID-19 setti smá strik í reikninginn. Þótt kvikmyndahúsin séu núna búin að opna aftur þá er búið að fresta útgáfunum á mikið af stóru myndunum, þannig að það er ekki mikið úrval af góðum myndum í bíó. En við förum að skella okkur í stúdíóið bráðlega – og til gamans má geta að „stúdíóið“ er reyndar bara sími og hljóðnemi í bílunum okkar eða bílskúrnum, það þarf ekki mikið meira til 😄

Þú mátt endilega hlusta á nýjasta þáttinn okkar og gerast áskrifandi 🍿 🎧 🙏

Filed Under: Kvikmyndir, Projects, Tækni Tagged With: Búnir með poppið, Bjössi, blogg, Spotify, WordPress

Hress 2012: Stuð tónlist – meira partý, meira fjör :)

28. January, 2013 Leave a Comment

DJ Hannes: Hress 2012

(1 árs) DJ Hannes kynnir Hress 2012:

Þú verður að tékka á þessum lögum maaar!

Ég hef verið að búa til þessa Hress lista nokkuð lengi. Ég fór smá yfir uppruna þeirra í Hress 2007 færslunni.

Þetta er ekki árslisti, bara lög sem ég var að fíla þetta árið, sem mér fannst hress. Þannig að það geta alveg komið inn gömul lög – sum nokkra ára gömul, sum töluvert eldri :)

Lögin geta verið allt frá því að vera guilty pleasure mainstream lög yfir í að vera hart bassayfirgnæfandi elektró-surg. Þetta eru oft remix, af því að ég fíla þau og þau eru oft hressari en upprunalega lagið. Svo hjálpar líka að það er mikið af remix-um á The Hype Machine (sem ég fylgist vel með, jafnvel daglega).

Tæknin er æðisleg, Shazam og SoundHound hafa bjargað mér nokkrum sinnum þegar ég hef heyrt eitthvað gott lag í útvarpinu og vil vita hver er flytjandinn og hvað það heitir. Án þessara snilldar app-a þá væru ekki sum lögin á þessum lista.

Jæja, here we go. Hérna eru lögin:

Foster The People – Pumped Up Kicks (Gigamesh Remix)
Möguleiki að ég hafi heyrt þetta fyrst 2011, en í byrjun 2012 “uppgötvaði” ég að ég væri að fíla það í tætlur, gott groove, góð stemning, hressleiki :)
(SoundCloud link)

Úlfur Úlfur – Ég er farinn
Hresst íslenskt. Smá MSTRKRFT fílingur með dash af Chromeo.
(gogoyoko link)

Justice á Lollapalooza 2012

Justice – Ohio (Edgework Remix)
Justice maður! Það mætti alveg kalla þá kónga Hress listanna. Þeir hafa verið á Hress 2007, 2008, 2009 og 2011 – sem sagt næstum því á öllum Hress listum sem hafa verið gefnir út. Ég sá þá aftur live núna 2012 í Chicago á Lollapalooza tónlistarhátíðinni, gott partý, gott stuð :)

Mark Foster + A-Trak + Kimbra – Warrior
Mark Foster (úr Foster The People) mættur aftur með A-Trak. Nice.

Lana Del Rey – Blue Jeans (RAC Mix)
Gummi / gakera fær props fyrir þetta lag.

Flo Rida – Good Feeling
Lag sem ég var með í fyrra er mikið sample’að í þessu lagi… Levels með Avicii, sem sample’ar Something’s Got a Hold on Me með Etta James (sem lést í janúar 2012). Er að fíla þetta lag, kemur mér í gott skap. Hresst.

Diplo – Express Yourself Feat. Nicky Da B (Radio Edit)
Hlynur fær props fyrir þetta lag. Hann skellti myndbandinu á Facebook – sem er líka nokkuð hresst ;)

(SoundCloud link)

M.I.A. – Bad Girls
Austurlenskur fílingur – í takt við myndbandið sem er líka kúl:

Hot Chip – Flutes
Strákarnir í Hot Chip alltaf hressir :) Þeir voru líka á Hress 2007.

NSFW – Coconut
Mér finnst eitthvað svo skemmtilega mikið sumar í þessu. Viðeigandi þar sem lagið heitir “Kókoshneta” :)
(SoundCloud link)

Marky Mark – Good Vibration
Eitt old school – Mark Wahlberg í góðu stuði :) DJ Shuffle gróf þetta upp úr safninu.

Dragonette – Riot
Dragonette var á Hress 2011 með lagið Hello ásamt Martin Solveig. Hún er greinilega að gera góða hluti :)

Florence + The Machine á Lollapalooza

Florence + The Machine – Spectrum (Calvin Harris Remix)
Ég missti af Florence + The Machine þegar þau mættu á Iceland Airwaves, en ég sá þau live á Lollapalooza síðasta sumar.

Gossip – Perfect World (RAC Mix)
RAC með 2 remix á listanum. Vel gert. RAC stendur víst fyrir Remix Artist Collective.

Destiny’s Child – Say My Name (Don Winsley Remix)
Uppgötvaði þetta remix þegar ég var að hlusta á annað smooth remix eftir Cyril Hahn. The Hype Machine flokkar núna remix af sama laginu saman – þannig að þegar ég var búinn að hlusta á Cyril Hahn remix-ið byrjaði þetta (nokkuð hressara) remix hjá Don Winsley strax eftir.

Monsta – Where Did I Go (Dillon Francis & Kill Paris Remix)
Oft er maður með lög á Hress listunum frá tónlistarmönnum sem maður kannast ekkert við. En það er snilldin við Internetið – það er svo auðvelt að uppgötva nýja gullmola.
(SoundCloud link)

Blaz Roca & Ásgeir Trausti – Hvítir skór
Annað hresst íslenskt. Alveg hægt að segja að þetta lag komi manni í stuð :)

Labrinth – Earthquake (feat. Tinie Tempah & Busta Rhymes)
Þessi útgáfa með Busta Rhymes tekur þetta á allt annað level. Ég dýrka flæðið hjá Busta – hann er ótrúlegur :)

Tiësto vs. Diplo feat. Busta Rhymes – C’mon (Catch ‘Em By Surprise)
Jájá… annað lag þar sem Busta kemur sterkur inn. Snilldar þríeyki.

Mord Fustang vs. Basto – We Are Connected Rave (Dylan Sanders Re-Rub)
Annað lag frá tónlistarmönnum sem ég kannast ekki við. Rakst á þetta einhvers staðar á Netinu.

Axwell feat. Errol Reid – Nothing But Love For You (Radio Edit)
Gott vibe. Jolly. Smooth tónar. Gott stöff.

Þar höfum við það… Nú er bara að byrja setja saman í Hress 2013 :)

Tölfræði

Til gamans er hérna smá tölfræði yfir Hress listana og fjölda laga.

Hress 2007-2012

  • Hress 2007: 28 lög
  • Hress 2008: 77 lög
  • Hress 2009: 67 lög
  • Hress 2010: 39 lög
  • Hress 2011: 19 lög
  • Hress 2012: 21 lag

Í Hress 2011 færslunni var ég með vangaveltur varðandi að það væru færri lög á listanum en árin áður. En kringum 20 lög er bara fínn fjöldi held ég.

Endum færsluna eins og svo oft áður á random quote-inu:

Nein mann, Ich will noch nicht gehen

Filed Under: Tækni, Tónlist, Video Tagged With: A-Trak, app, Busta Rhymes, Calvin Harris, Chicago, Chromeo, Diplo, Florence + The Machine, Gummi, Hlynur, Hot Chip, hress, Iceland Airwaves, Justice, Lana Del Rey, Lollapalooza, M.I.A., MSTRKRFT, tölfræði, Tiësto

OfficialStation.com er núna farsímavæn

16. November, 2012 Leave a Comment

20121116-185439.jpg

Þökk sé 1.8 útgáfunni af Jetpack þá er núna í gangi mobile theme sem birtist ef einhver fer á þessa fínu síðu í snjallsíma (eða öðru mobile tæki).

WordPress er á fullu að þróa Jetpack viðbótina og eru reglulega að bæta við svona kúl fídusum :)

Í anda mobile/snjallsíma þá var þessi færsla skrifuð í WordPress app-inu ;)

Filed Under: Tækni Tagged With: bloggið, plugins, WordPress

Iceland Airwaves 2011 – Dagur 4 – Enn fleiri tónleika-partý-myndir

24. October, 2011 Leave a Comment

It’s on! Laugardagurinn – mesti partý-dagurinn á Airwaves 2011? Hugsanlega, alla vega hjá mér – upplagt að nota tækifærið og fagna því að ég var búinn að skila hópverkefninu af mér ;)

Þegar ég var búinn að skila verkefninu fór ég á Hótel Plaza sem var “Media Center” fyrir Airwaves ’11 og þar var einnig verið að selja Iceland Airwaves ’11 swag. Ég ætlaði mér að kaupa einhvern kúl Airwaves bol – veit ekki hvort fólk hafi tekið eftir því að ég elska boli ;) – en síðan sá ég líka þessa flottu (limited edition) hettupeysu sem ég bara varð að fá mér líka. Núna á ég boli frá Airwaves 2009 (2 stk.), 2010 og 2011 – ég mun að öllum líkindum halda þessari seríu áfram :)

Þegar ég kom heim ákvað ég að nota tækifærið og uppfæra símann loksins í iOS 5 sem kom út nokkrum dögum áður. Það tók alveg sinn tíma að uppfæra þannig að ég lagði mig bara á meðan (fékk ekki mikinn svefn nóttina áður).

Þegar ég var búinn að uppfæra símann og leggja mig kom Bjössi að sækja mig. Við röltum svo frá honum í Menningarsetrið til að ná í Hlyn. Leið okkar lág í Listasafn Reykjavíkur. Þegar við mættum var Valdimar og félagar byrjaðir að spila. Maður hafði séð þau áður á miðvikudeginum – en núna á örlítið stærra sviði ;) Alltaf góð – ljúfir tónar.

Næst á dagskrá voru Other Lives. Mjööög gott. Kom skemmtilega á óvart. Gott vibe. Svo var það Austra. Mjög fínt. Very nice. Gott partý. Nett elektró.

Já, maður rak augun í nokkrar Iceland Airwaves hefðir… Fólkið sem hampar ananas og sveiflar honum fyrir ofan sig – veit ekki alveg hver pælingin bakvið það er. Síðan eru það LOST gaurarnir sem maður hefur séð nokkrum sinnum undanfarin ár. Ég spjallaði smá við þá og þetta var víst 6. árið þeirra í röð á Iceland Airwaves. Þetta er svona smá almenningsþjónusta hjá þeim – þeir eru að hjálpa fólki sem er týnt (t.d. ef þú týnir félögunum) :)

Það var einhver pæling að reyna sjá SBTRKT, en þar sem röðin á NASA var of löng þá hélt partý crew-ið sig bara á Listasafninu. Það var líka allt í lagi af því að GusGus voru næst upp á svið! Þau standa alltaf fyrir sínu. Bara snilld. Gott partý.

Við Bjössi skruppum síðan á NASA. Biðum í röð í kannski 20 mínútur þangað til við komumst inn þar sem við sáum Team Me. Hressir Norðmenn. Gott stöff. Eftir það var haldið á Kaffibarinn til að hitta á restina af liðinu – þar tók við reyndar enn önnur röðin… en það hafðist fyrir rest.

Það að ég var í aðeins meira partý-stuði þetta kvöldið gæti haft einhver áhrif á að ég tók töluvert fleiri myndir (og video) ;) Reyndar búinn að sía smá út þannig að þetta eru ekki allar ljósmyndirnar sem ég tók.

[Read more…] about Iceland Airwaves 2011 – Dagur 4 – Enn fleiri tónleika-partý-myndir

Filed Under: Gallery, Ljósmyndir, Tækni, Tónlist Tagged With: Ásdís, Óli Freyr, Bjössi, bolur, Elísabet, Frikki, Hlynur, Iceland Airwaves, iOS, iphone, jonni, kaffibarinn, listasafn reykjavíkur, Menningarsetrið, nasa, skóli

h4nn.es – nýtt lén til að stytta vefslóðir

30. September, 2011 1 Comment

Mig hefur lengi langað til að setja upp eitthvað stutt lén til að nota sem “URL shortener“. Það hefur verið frekar vinsælt undanfarin ár að nota þjónustur eins og TinyURL, bitly, awe.sm og fleiri til að stytta slóðir – og þá helst til að deila á Twitter (af því að maður hefur bara 140 stafi til að koma skilaboðunum sínum á framfæri).

Þegar ég sá nýja lénið hjá Matt Mullenweg (ma.tt) þá datt mér í hug að ég gæti gert eins (þú veist, af því að Spánn er með endinguna .es). En nei, http://hann.es var nú þegar tekið :( Bölvaðir Þjóðverjar, þurfa alltaf að eigna sér fallega nafnið mitt! ;)

En ég fann s.s. lausn á þessu vandamáli. Boxee fær credit fyrir að gefa mér hugmynd að nota 1337 speak til að finna annan möguleika – þeir nota lénið b0x.ee til að stytta slóðir hjá sér. Þannig að ég skráði lénið h4nn.es um daginn – þú veist, af því að 4 lítur eiginlega út eins og A ;)

Ég var fyrst að spá í að nota Lessn lausnina til að sjá um að stytta slóðir fyrir mig og halda utan um þetta allt, en síðan fór ég að skoða bitly aðeins betur. Ég var búinn að skoða bitly Enterprise sem gerir mann kleift að nota bitly tæknina á sínu eigin stutta léni – en það kostaði $995 á mánuði. Var ekki alveg til í að splæsa í það ;) Ég var eiginlega búinn að afskrifa þann möguleika þegar ég rakst á smáaletrið á síðunni þeirra þegar ég var að rannsaka þetta aðeins betur:

The “bitly Pro” custom white label service is now available to all bitly users

Var nefninlega búinn að sjá að hinir og þessir bloggarar voru að nota bitly á sínu eigin stutta léni…

Þannig að ég er að nota bitly bakvið h4nn.es (alveg ókeypis). Mjög auðvelt að setja upp, þurfti bara að bæta við smá DNS stillingum og þá var það í rauninni komið :)

Ég frumsýndi þetta lén í gær á Twitter (og Facebook).

Þegar ég var í rauninni búinn að setja upp bitly hjá mér rakst ég á aðra lausn, YOURLS sem lítur ágætlega út. Ég gæti s.s. sett upp YOURLS hjá mér og haft meiri stjórn yfir því – þarna virðist maður líka fá svipaða tölfræði og bitly gefur manni. Bæði það að hýsa svona lausn sjálfur og að nota þjónustu eins og bitly hefur sína kosti og galla. Ég ætla að byrja að nota bitly – það er frekar þægilegt og í rauninni minna vesen. Ég þurfti líka eiginlega ekki að breyta neinu til þess að láta TweetDeck stytta sjálfkrafa allar slóðir með h4nn.es. Ef ég ákveð allt í einu að skipta yfir í annað þá get ég vonandi bjargað gömlu linkunum einhvern veginn. Það ætti þá að vera hægt að setja bit.ly, j.mp eða bitly.com í staðinn fyrir h4nn.es.

Girls are like internet domain names, the ones I like are already taken.
well, you can stil get one from a strange country :-P

Filed Under: Projects, Tækni Tagged With: h4nn.es, Twitter, webdev

  • Go to page 1
  • Go to page 2
  • Go to page 3
  • Interim pages omitted …
  • Go to page 5
  • Go to Next Page »

Primary Sidebar

Leita að efni

Þetta helsta

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me

Önnur verkefni

  • Bulby – Creativity App
  • Don Comodo – Bolir o.s.frv.

Copyright © 2023 Hannes · Hafðu samband / Contact me

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
 

Loading Comments...