• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

I am official station

Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
You are here: Home / Tónlist / 2019 – Tónlist & kvikmyndir

2019 – Tónlist & kvikmyndir

26. February, 2020 1 Comment

2019

Fyrst birt á Facebook 13. janúar 2020

Í kringum áramót er oft fróðlegt að líta yfir farinn veg. Mig langaði að taka saman árið 2019 – aðallega hvað varðar tónlist og kvikmyndir. 

Hress 2019 

Hinn árlegi tónlisti Hress 2019 er tilbúinn og aðgengilegur hérna á Spotify. 

“Plötuumslag” fyrir Hress 2019

Hérna eru öll lögin í handhægum spilara – greinin heldur svo áfram fyrir neðan 😅

Eins og svo oft áður þá eru sum lög hressari en önnur 😉 Þetta endaði í 39 lögum (2 klst. og 28 mín.). Fleiri lög en undanfarin ár, en samt ekki metið – árið 2010 voru jafnmörg lög á listanum og töluvert fleiri 2008 og 2009. 

Það kemur ekki á óvart að “Top Songs” hjá mér samkvæmt Spotify Wrapped eru öll af Hress 2019. 

Það kom mér hins vegar smá á óvart að The Bloody Beetroots væri “My Top Artist of the Decade” (reyndar ekki alveg allur áratugurinn þar sem ég byrjaði að nota Spotify 2013). Diplo er þarna #2 sem ég get vel trúað. Ég hefði líka alveg búist við að sjá Justice, The Prodigy og Steve Aoki á listanum. Gaman að sjá Booka Shade þarna sem ég sá einmitt live núna á Iceland Airwaves. 


Kvikmyndagagnrýni

Ég horfði á 68 kvikmyndir árið 2019. Allt saman skjalfest á https://www.officialstation.com/kvikmyndir – ég er kominn með 843 myndir í þennan gagnagrunn og meðalstjörnugjöfin fyrir allar þessar myndir er 6,58 (af 10). Ef við skoðum bara myndirnar sem ég sá árið 2019 er meðaltalið 6,38. 

Hérna má sjá fjölda kvikmynda per ár síðan ég byrjaði að skrásetja þetta: 

Fjöldi kvikmynda per ár

Ég var forvitinn að skoða hvernig dreifingin var á stjörnunum.

Lucky Number 7 er þarna sem algengasta stjörnugjöfin 😅 Mér finnst þetta nokkuð eðlileg dreifing – ég reyni að forðast að horfa á myndir sem mig grunar að séu lélegar 😉

En þetta var reyndar árið þar sem ég gaf fyrstu kvikmyndinni sem ég hef þraukað í gegnum eina stjörnu (sem sagt ekki bara hætt að horfa og þar af leiðandi ekki sett í gagnagrunninn minn). Myndin sem á þann vafasama heiður er Mandy með Nicolas Cage. Það var bara búið að hype-a þessa mynd svo mikið, mér fannst ég þurfa að tékka á henni (og var að vonast eftir að hún myndi skána eitthvað).

Þrátt fyrir að stjörnugjöf segi alls ekki allt þá eru hérna kvikmyndirnar sem ég gaf flestar stjörnur árið 2019:

9 stjörnur:

  • Joker
  • Avengers: Endgame

8 stjörnur:

  • Upgrade
  • 21 Bridges
  • The Irishman
  • Booksmart
  • Once Upon a Time in Hollywood
  • Long Shot
  • John Wick: Chapter 3 – Parabellum
  • Us
  • The Guilty
  • Captain Marvel

Svo er gott að minna á að hjá mér er þetta meira upplifunar-stjörnur frekar en gæða-stjörnur.


Búnir með poppið

Ég og Björn Jónsson settum í loftið nýtt hlaðvarp: Búnir með poppið. Okkur finnst ekki leiðinlegt að fara í bíó og okkur finnst ekki leiðinlegt að spjalla um kvikmyndir. Við höfðum verið að ræða það í nokkurn tíma að byrja með hlaðvarp um kvikmyndir og létum loks verða af því – þegar við vorum búnir að finna nafn á það 😅

Við erum búnir að taka upp níu þætti sem eru aðgengilegir meðal annars á Spotify og Apple Podcasts og ég hlakka til að taka upp fleiri þætti 🎙


Þar hafið þið það – einn vinkill af 2019 😄

Takk fyrir að lesa 🙏

Síðast uppfært 15. January, 2021

Share this:

  • Share
  • Facebook
  • Twitter
  • Tumblr
  • Pinterest
  • Reddit
  • LinkedIn
  • Print
  • Email

Filed Under: Kvikmyndir, Projects, Tónlist Tagged With: annáll, Búnir með poppið, Bjössi, Diplo, gagnrýni, hress, Iceland Airwaves, Justice, Spotify, steve aoki, the bloody beetroots, the prodigy

Reader Interactions

Leave a Reply Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Leita að efni

Þetta helsta

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me

Önnur verkefni

  • Bulby – Creativity App
  • Don Comodo – Bolir o.s.frv.

Copyright © 2023 Hannes · Hafðu samband / Contact me

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
 

Loading Comments...