Fyrst birt á Facebook 13. janúar 2020
Í kringum áramót er oft fróðlegt að líta yfir farinn veg. Mig langaði að taka saman árið 2019 – aðallega hvað varðar tónlist og kvikmyndir.
[Read more…] about 2019 – Tónlist & kvikmyndirLjósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)
Fyrst birt á Facebook 13. janúar 2020
Í kringum áramót er oft fróðlegt að líta yfir farinn veg. Mig langaði að taka saman árið 2019 – aðallega hvað varðar tónlist og kvikmyndir.
[Read more…] about 2019 – Tónlist & kvikmyndirFólk sem er á leiðinni til New York hefur verið að spurja mig hverju ég mæli með að það skoði og geri. Þannig að mér fannst upplagt að skella nokkrum punktum á bloggið.
Rooftop bar með magnað útsýni. Ég fór þarna tvisvar í síðustu New York ferð og mér fannst þessi staður algjör snilld. Fyrsta skiptið var sérstaklega skemmtilegt af því að við vissum ekkert hvers konar staður þetta var og ég bjóst ekki við þessu klikkaða útsýni (Empire State Building í öllum sínum skrúða), kom virkilega skemmtilega á óvart.
Í fyrra skiptið vorum við líka grand á því og keyptum okkur flösku(r) af Grey Goose þannig að við fengum okkar eigið borð og þjónustudömu sem sá um okkur (bottle service) – ekki leiðinlegt ;) Við þurftum líka eiginlega að kaupa þessa flösku til að komast hjá dress code og biðröðinni (sem var nokkuð löng).
Staðsetning – heimilisfangið er í nafninu, 230 á Fifth Avenue
Af öllu sem er nauðsynlegt að gera í New York þá er þetta eiginlega mikilvægasta – þú bara verður að fara alla leið upp og dást að útsýninu. Þarna sér maður hvað borgin er stór, byggingarnar magnaðar og Central Park víðáttumikill. Ég gæti verið þarna í marga klukkutíma.
Mér finnst skemmtilegra að fara upp á Top of the Rock heldur en Empire State Building – minna vesen, yfirleitt minni raðir. Ég reyndar hef gert það tvisvar að fara um daginn upp á Top of the Rock og svo um kvöldið upp á Empire State Building – maður verður eiginlega líka að sjá borgina í næturskrúðanum.
Staðsetning – 30 Rockefeller Plaza (W 50th St á milli 5th og 6th Ave)
Það er alltaf gaman að fara í Central Park og bara ganga um og tjilla, kannski fá sér kríublund ;) En núna í þessari ferð leigðum við okkur báta hjá The Central Park Boathouse við Stöðuvatnið (The Lake). Það var mjög gaman – skemmtilegt að sjá New York frá aðeins öðruvísi sjónarhorni.
Staðsetning – The Lake, ca. við 74th St
Mjög góðir hamborgarar. Skemmtileg stemning líka. Mjög spes að fara inn í þetta fína hótel, Le Parker Meridien, og finna brælulyktina í lobbýinu. Þetta er staðurinn sem Tommi var að reyna endurskapa með Hamborgarabúllunni.
Þetta er s.s. hægra megin við afgreiðsluna/móttökuna, lítill drungalegur gangur með litlu hamborgara-neon skilti við endann.
Staðsetning – Le Parker Meridien, 224 W 56th St
Mjög flottur veitingastaður. Mögnuð stemning. Mjög góður matur. Nett klúbbastemning – sérstaklega þar sem maður er í fordrykkjunum að bíða eftir borðinu (dúndrandi tónlist). Mæli með að panta borð með fyrirvara.
Staðsetning – 42 East 58th Street
Við prófuðum nokkra af þeim helstu pizza stöðum í New York sem var mælt með og mér fannst þessi bestur. Pizzurnar á Lombardi’s voru reyndar svipaðar á bragðið en mér fannst einhvern vegin stemningin á Grimaldi’s skemmtilegri. Upplagt líka að nota tækifærið og labba yfir Brooklyn Bridge og tékka á útsýninu.
Það eru góðar líkur á að það sé biðröð, en hún ætti að hreyfast fljótt.
Staðsetning – 19 Old Fulton St (undir Brooklyn Bridge)
Mjög góðir hamborgarar. Mæli sérstaklega með ShackBurger – kjötið sem fer í þann börger er eitthvað sérvalið, extra special. Mér fannst hann mun betri en cheeseburger-inn hjá þeim.
Það er oft (mjög) löng röð en stundum getur maður verið heppinn – fyrsta skiptið biðum við í svona 30 mínútur, seinna skiptið vorum við heppnir og þurftum varla að bíða (en síðan svona 30 mínútum seinna var röðin orðin fáránlega löng). Þeir eru með Shack Cam fyrir þá sem vilja tékka hvort það sé löng röð ;)
Upplagt líka að prófa sjeikana hjá þeim (heitir nú einu sinni Shake Shack). Síðan eru þeir líka með nokkurs konar bragðarefi (Frozen Custard) sem eru mjög fínir.
Smá hamborgaragagnrýni:
Staðsetning – Madison Square Park (23rd St og Madison Ave)
—
Síðan eru náttúrulega ótal aðrir hlutir sem maður getur prófað: Tékkað á Times Square (passið ykkur samt á “tourist traps” – fólk að reyna pranga einhverju upp á ykkur hvort sem það eru geisladiskar eða miðar á sýningar), skoðað Apple Store á 5th Avenue (mér finnst það mjög flott og skemmtileg búð), gengið um SoHo (mjög skemmtilegt hverfi), farið á Museum of Modern Art (mæta snemma, tekur góðan tíma að fara í gegnum allt) og önnur söfn… Síðan er eiginlega óhjákvæmilegt að maður fari með neðanjarðarlestinni og gulum New York leigubíl hingað og þangað – mér finnst það líka skemmtileg upplifun.
Hefur þú komið til New York? Hverju mælir þú með? Var ég að gleyma einhverju?
Ég keypti iPod Touch þegar ég var í New York – meðal annars þar sem gamli iPod-inn minn var ónýtur, en líka til að vera með flotta lófatölvu; geta komist á netið í gegnum WiFi og fá aðgang að öllum þessum sniðugu forritum sem eru í App Store.
Hérna eru nokkur forrit sem ég er búinn að prófa og er að fíla ágætlega:
Instapaper
Frekar sniðugt forrit. Ég hef notað Instapaper nokkuð lengi til að geyma greinar sem ég ætla að lesa seinna. En ég hef aðallega notað það síðan til að lesa greinar (á litla skjánum) í símanum mínum. Ég keypti Pro útgáfuna á $4.99 sem er með alls konar kúl fídusa – t.d. nær forritið í allt að 250 greinar sem þú hefur bætt við og vistar þær í iPod-inum (í staðinn fyrir 10 sem er hámarkið í ókeypis útgáfunni) og maður getur hallað iPod-inum til að láta textann flæða upp eða niður (algjör snilld að þurfa ekki að “swipe-a” til að halda áfram að lesa). Ég vildi líka bara styrkja þróunina á Instapaper. Þetta koma sér vel í flugvélinni á leiðinni heim.
VLC Remote
Fjarstýring fyrir VLC Media Player – algjör snilld! Ég náði bara í ókeypis útgáfuna, veit ekki hvort ég þurfi að splæsa $2.99 í “alvöru” útgáfuna til að fá auka fídusa – get gert allt það helsta í VLC Remote Free. Ég væri frekar til í að kaupa forrit sem gæti stýrt hverju sem er (eða alla vega mörgum forritum) í Makkanum.
Onion News Network
Ókeypis forrit til að hafa greiðan aðgang að snilldar myndböndum frá The Onion. Gott stöff.
Cyanide and Happiness
Kostaði alveg heil 99 cent en í gegnum þetta forrit getur maður auðveldlega skoðað öll comics frá explosm.net ásamt video clips/animated shorts + aðrir sniðugir fídusar.
—–
Ég spila nú ekki mikið tölvuleiki. Dett í einstaka Flash leik sem maður rekst í á netinu, en endist yfirleitt stutt. Mér fannst samt um að gera að prófa nokkra leiki. Megnið af vinsælustu forritunum í App Store eru leikir og síðan er líka fjör að stjórna leikjum með þessum skemmtilega snertiskjá.
Angry Birds
Kostar $0.99 (reyndar til lite útgáfa sem er ókeypis). Miðað við aðra leiki í þessum verðflokki þá fær maður nokkuð mikið “gameplay” – yfir 150 borð. En þetta er skuggalegur tímaþjófur – mörg borðin eru erfið en ekki það erfið, maður nær þessu næstum því þannig að maður prófar “bara einu sinni í viðbót”. Úff, hættulegt… En fínt að grípa í þetta sér til skemmtunar endrum og sinnum. Maður þarf líka að nota smá kænsku til að klára borðin – aldrei leiðinlegt að nota heilann smá ;) Þetta er vinsælasta app-ið (og top grossing) í App Store – búið að ná í það 4 milljón sinnum!
Canabalt
Ég var búinn að prófa þennan leik á netinu en ákvað að testa þetta líka í iPod. Kostaði $2.99. Mjög smooth að spila hann í iPod, skemmtilegra heldur en að nota lyklaborð eða mús í tölvunni. Tónlistin er líka frekar kúl. Einföld pæling, en samt nokkuð fjölbreytilegt. Skemmtilega útfært – maður er aldrei að spila í sama borðinu, veit aldrei hvað kemur næst.
Words With Friends
Nokkuð skemmtilegt að geta spilað Scrabble (eða s.s. Scrabble rip-off) við vini eða ókunnuga út um allan heim. Svolítið svipað og bréfskák – þú gerir og sendir síðan “boltann” yfir til mótspilarans sem gerir síðan þegar hann hefur tíma til (sem getur verið nokkrum sekúndum seinna eða næsta dag). Þeir eru reyndar líka með Chess With Friends, hef ekki prófað það.
Ég prófaði bara ókeypis útgáfuna sem er með auglýsingum. Efast um að ég sé að fara splæsa í $2.99 útgáfuna (ég veit, RISAstórar fjárhæðir) – held ég sé ekki að fara spila þennan leik það mikið, get alveg sætt mig við að sjá auglýsingar eftir hverja umferð. En ef einhver vill spila þá er notandanafnið mitt: funkpunk
i-Gun
Fjör að leika sér að skjóta úr hinum og þessum byssum (Glock, AK-47, uzi, haglabyssu…). Ókeypis.
Dawn of the Dead
Leikurinn kostar venjulega $1.99 en hann var ókeypis á tímabili á meðan þeir voru að laga bögg tengdan iOS 4.0. Nokkuð spennandi leikur, lítur vel út og góðir hljóð effektar. Það er reyndar ekki mjög mikið gameplay – maður er tiltölulega fljótur að klára öll borðin og þrautirnar og þá er lítið eftir. En alltaf gaman að rústa zombies :)
Síðan er ég náttúrulega með klassísk forrit eins og Facebook, Twitter, Tumblr, Foursquare, WordPress (notaði það m.a.s. til að skrifa brot af þessari færslu), TweetDeck, MSN Messenger…
Þetta eru nokkur af þeim forritum sem ég hef prófað á þeim stutta tíma sem ég hef átt græjuna. Átt þú iPhone, iPod Touch eða jafnvel iPad? Einhver forrit sem þú mælir með?
Ég hef mikinn á huga á kvikmyndum, mér finnst gaman að horfa á kvikmyndir og ég geri töluvert af því… Ég hef stundum skrifað stuttlega um myndir sem ég hef verið að sjá – en reyndar ekki svo mikið upp á síðkastið. Hugsanlega af því að ég var að skrá það annars staðar. Ég nefninlega setti upp sérstakt svæði fyrir kvikmyndagagnrýni. Átti bara eftir að tilkynna það – twitter aðdáendur fengu reyndar að vita af því fyrir 2 mánuðum.
Til þess að höndla gagnrýnina og stjörnugjöfina nota ég WordPress plug-inið WP Movie Ratings – Gífurlega sniðugt, ég fer bara á IMDb síðuna fyrir myndina og smelli á takka sem ég er búinn að bæta við í browserinn. Síðan skrifa ég smá, gef myndinni stjörnur og sendi þetta inn – voila! Upplagt til að hafa safn yfir þær myndir sem maður er búinn að sjá og hvernig maður var að fíla þær. Síðan er líka möguleiki að einhverjir lesendur hafi áhuga á að vita hvaða kvikmyndir ég hef verið að sjá og hvort ég mæli með þeim – eða hvað?
Hérna eru síðan nokkrar kvikmyndir sem ég ætla að sjá á næstunni:
Untitled J.J. Abrams Project (aka. Cloverfield)
Veit voða lítið um þessa mynd… en þessi teaser er mjög áhugaverður. Á YouTube síðunni fyrir þetta video er fullt af linkum á skrítnar teaser síður sem eru líklega hluti af markaðssetningunni…
Wanted
Angelina Jolie og byssur, ég þarf ekki meira ;)
[Trailer í betri gæðum á síðu myndarinnar]
Be Kind Rewind
Jack Black og Mos Def – gæti verið góð blanda. Lítur út fyrir að vera í súrari kantinum, en held að hún gæti verið fyndið.
[Trailer í betri gæðum á Apple.com]
I Am Legend
…þetta er eiginlega teaser. Þessi trailer segir manni aðeins meira:
Síðan eru líka aðrar útgáfur á YouTube.
Gæti verið töff mynd – Will Smith að leika “Palli var einn í heiminum” ;) Bara það að sjá New York algjörlega tóma bætir alveg við kúlskalann.
Hérna er líka stutt “prequel” teiknimynd – vel gerð, frekar töff.
Hefur þú áhuga að sjá þessar myndir? Einhverjar aðrar myndir sem þú bíður spennt(ur) eftir að sjá?
Það er ekkert lítið hvað maður er sáttur með þetta veður – bara sól og blíða marga daga í röð. Svona á þetta að vera. Ég held að fólk ætti alveg að sleppa því að kolefnisjafna sig – þessi gróðurhúsaáhrif eru að gera góða hluti ;) Það er nú búið að hóta manni verra veðri næstu daga en ég segi að þetta sé bara eitthvað tímabundið – svona rétt til að bændurnir fái smá rigningu. Ég ætla að panta svona gott veður út sumarið (og jafnvel eitthvað lengur).
Sumar (og sérstaklega þegar það er svona gott veður) þýðir náttúrulega eitt: Grill. Maður er búinn að grilla nokkrum sinnum nú þegar og enginn ástæða til að hætta núna – alltaf til að í að grilla með einhverju góðu crew-i.
Fór á tónleika með The Rapture í síðustu viku – mjög góðir tónleikar. Motion Boys hituðu upp með nokkrum hressum lögum áður en The Rapture stigu á stokk. The Rapture eru hressir New York gaurar sem spila skemmtilega tónlist sem mætti kannski kalla “fast-tempo rock”, “e-pillu rokk” eða bara “partý rokk” og náðu þeir að halda uppi nokkuð góðri stemmningu. Gaman að heyra í þeim aftur, þetta er svona hljómsveit sem er eiginlega skemmtilegra að hlusta á/sjá á tónleikum heldur en bara að hlusta á af plötu – maður man ennþá hvað þeir komu skemmtilega á óvart á Airwaves 2002.
Ég held að það sé næsta víst að Vegamót sé langbesti staðurinn – enginn annar sem er nærri því jafn góður. ’nuff said.
Já, Die Hard 4.0.3 beta segiru… Alveg að fíla hana, olli sko ekki vonbrigðum – John McClane er ennþá badass. Fínasta action-mynd og klassískur sumarsmellur. The Lookout er líka nokkuð góð mynd, kannski svolítið róleg á köflum en fín spennumynd.
Nákvæmlega! – ég hef lengi verið að velta fyrir mér af hverju það er ekki til eitthvað svona. Það væri t.d. hægt að setja upp svæði þar sem fólk gæti eyðilagt bíla sem á hvort eð er að kremja í kassa. Þá þyrftu sumir kannski ekki að fríka út á nýja og fína bíl í Hafnarfirði.
Samkvæmt mínum heimildum varð bloggið 1 árs í vikunni – ég trúi því ekki að það sé enginn búinn að gefa mér gjafir. Jæja, þá fáið þið enga köku. Það er möguleiki að ég geri eitthvað sérstakt til að fagna þessum áfanga – flikka eitthvað upp á lúkkið eða henda inn smá dóti sem ég er víst búinn að lofa í langan tíma.
Ég var að frétta að ónefndur einstaklingur hefur átt erfitt með að commenta – hafa fleiri lent í því? Ef svo er, endilega commentið ;) Aglavegna – reynið að ná sambandi við mig gegnum aðrar leiðir. Ég veit ekki til þess að það ætti að vera eitthvað að valda vandræðum…
Já, eitt í viðbót – ég er víst búinn að færa mig yfir til Símans. En ég held vissulega númerinu mínu. Kannski vert að láta fólk vita af því svo það fái ekki áfall þegar það fær himinháan reikning eftir að hafa talað við mig í fleiri klukkustundir samfleytt (á meðan það hélt að það væri að borga geðveikt ódýran Vodafone í Vodafone taxta).
Já, ég veit ekki hvort ég höndli þessar vinsældir. Ég hef alveg fullt í fangi með að svara öllum þessum kommentum.
Kannski ætti ég að gefa 42″ plasma sjónvarp og sjá hvort ég fái 14.128 comment
Eða gerast celeb Hollywood leikari / handritshöfundur / leikstjóri svo ég fái 1026 komment.
Pæling…
Skellti mér í bíó í síðustu viku á Crank. Er alveg að fíla Jason Statham sem svona action bad-ass. Eftir að hafa séð trailerinn kom það ekkert á óvart að þetta var action-adrenalín-keyrsla alveg í gegn en það kom skemmtilega á óvart hvað hún var í raun drepfyndin. Fyrir action-fíkla er þetta alveg must-see.