• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

I am official station

Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
You are here: Home / Archives for gagnrýni

gagnrýni

Bíódagar þeir lifa enn, bíódagar da da-ra..

23. June, 2005 Leave a Comment

Ég er búinn að sjá nokkrar myndir nýlega og ætla ég að vera með smá útlistun á þeim hérna.

Batman Begins
Svona á sko að gera Batman! Gleymið öllum Batman myndum sem þið hafið séð áður – svona er hinn raunverulegi Batman eins og hann á að vera. Virkilega töff mynd með góðri sögu, góðu action-i og svo eru náttúrulega allar Batman græjurnar á sínum stað, betri en nokkurn tíman áður. Gaman að kynnast betur manninum bakvið grímuna. Virkilega vel gert hjá Christopher Nolan & Co.

Star Wars: Episode III
Maður varð nú að sjá þessa til að loka hringnum – og hún gerði það nokkuð vel. Maður sá hvernig Anakin Skywalker þróaðist út í Darth Vader og það var ekki falleg sjón. Svipaði mjög til “fyrstu” tveggja myndanna í útliti, tæknibrellum ..og samræðum (sem er stundum heldur þurrar) – ég held reyndar að Yoda hafi einhverjar rætur að rekja til Þýskalands af því að hann á það til að enda allar setningar á sögninni. Ágæt mynd fyrir þá sem eru inni í Star Wars.

Sin City
Shit hvað þetta er svöl mynd! Útlitið, persónurnar og samræðurnar eru alveg að gera sig. Mjög skemmtileg saga, hörku action-atriði og fullt af hot gellum. Topp úrval leikara sem voru alveg að skila sínu – sérstaklega Mickey Rourke sem er að koma sterkur inn aftur eftir smá pásu. Mæli eindregið með að sem flestir sjái þessa – gæða mynd í alla staði. Síðan er ekki verra að 2 og 3 eru á leiðinni ..hlakka til.

Crash
Ein af betri drama-myndum sem ég hef séð. Mikið af “árekstrum” milli fólks af mismunandi kynþáttum sem enda mis vel – mikið af sterkum tilfinningum sem eru alveg að skila sér af tjaldinu. Myndin er stútfull af gæða leikurum, nokkurn veginn í öll hlutverk. Virkilega skemmtilegt hvernig sögur margra mismunandi persóna blandast saman og mynda eina heild. Ef þið kunnið að meta góðar og vandaðar kvikmyndir þá verðið þið að sjá þessa.

Filed Under: Kvikmyndir Tagged With: gagnrýni

Hann tók í höndina á mér, heilsaði mér…

26. September, 2004 Leave a Comment

Allt að gerast.. var að vinna að skilaverkefni í kerfisgreiningu í vikunni. Skiluðum 7 mínútum fyrir deadline, s.s. 21:53. Bjössi plataði mig í bíó strax á eftir. Ákvað að slappa aðeins af eftir langan vinnudag (var búinn að vera í skólanum síðan 8 um morguninn!). Við fórum á Anchorman – mjög góð grínmynd, Will Ferrell náttúrulega brillíant. En ef þið eruð að leita að djúpum heimspekipælingum þá skuluð þið halda ykkur fjarri því þetta er 97% bull og vitleysa, en s.s. mjög fyndin.

Gríndávaldurinn Sailesh kom í skólann á fimmtudaginn og var með smá sýningu í hádeginu. Það var frekar magnað að sjá hvað hann gat látið fólkið gera, virkilega fyndið – sem dæmi lét hann fólkið sjá fyrir sér hann nakinn, lét fólkið nota skóna sína sem öndunarbúnað, breytti fólkinu í gúmmí og togaði limina fram og tilbaka.

Síðan var það vísindaferð á föstudaginn og var það Microsoft á Íslandi sem bauð okkur. Mjög vel heppnuð ferð, góður matur, nóg af áfengi og fólk var leyst út með gjöfum. Eftir það lá leið okkar í sal í Borgartúni þar sem 3. árs nemendur voru með smá partý, gott fjör þar. Við Bjössi, Einar og Ingvar tókum leigubíl niður í bæ en létum henda okkur út nálægt íbúð Kára þar sem við ætluðum eitthvað að fokka í honum. Röltum síðan á Pravda þar sem stemmningin var eins og eftir allar vísindaferðir.

Þegar líða tók á kvöldið tók maður allt í einu eftir því að Scooter var bara mættur á Pravda. Þarna var hann, bakvið lífverðina sína, að tékka á íslenska djamm-lífinu. Síðar um kvöldið labbaði hann fram hjá mér og ákvað ég að heilsa upp á hann, sagði: “I love your music” og tók í spaðann á honum. Þetta væri æðislegt, ég hef ekki þvegið mér síðan.

.spam dagsins | Headline NEWS – Alternative To Collagen Lip Injections ..please forward
.beib dagsins | Christina Applegate

Filed Under: Kvikmyndir Tagged With: gagnrýni, Pravda, skóli

Ikea-boy

16. July, 2004 Leave a Comment

Jahá, ég er svona gífurlega duglegur að blogga…

En hvað hef ég svona verið að gera síðan ég bloggaði síðast? Ég er búinn að fara þrisvar sinnum í bíó. Föstudaginn 2. júlí skellti ég mér á Chronicles of Riddick þar sem ég hafði unnið miða á sambio.is – Bara ágæt skemmtun, alla veganna betri en Pitch Black 1. Fullt af flottum tæknibrellum og Vin Diesel stóð fyrir sínu sem ofurtöffari með klassískum línum og stælum >> 2.5/4

Síðan fékk ég miða frá leit.is á Shaun of the dead – algjör snilld! Það er langt síðan að ég hef hlegið svona mikið í bíói, maður sprakk gjörsamlega. Breskur húmor er alveg einstaklega góður. Mæli eindregið með henni þegar hún kemur í bíó (30. júlí held ég) >> 3.5/4

Svo var ég núna að koma af Shrek 2. Mjög góð, alls ekki verri en fyrri myndin. Sami húmorinn og skemmtilegu tilvitnanirnar í hitt og þetta >> 3.5/4

Annars fór maður nú líka á Metallica tónleikana og hafði gaman af – hörku tónleikar og góð stemmning meðal þessa 18.000 manns sem voru þarna. En það var alveg einstaklega sveitt stemmning, maður var gjörsamlega gegnvota þegar maður gekk út eftir rúmlega 2 klst. keyrslu.

Ég skellti mér líka í Ikea og keypti bókaskáp og samsvarandi geisladiskaskáp svona til að gera pláss fyrir dótið mitt, geisladiskana og DVD myndirnar. Þetta kemur ágætlega út og nú þarf ég bara að taka til og henda fullt af dóti í þetta, það er eitthvað sem ég geri ekki mjög oft – að taka rækilega til í herberginu.

Síðan er 24 bara búinn, öss! Mögnuð sería, allt að gerast, mikið að breytast, get ekki beðið eftir seríu 4 – vonandi verður eitthvað djúsí aukaefni með DVD útgáfunni. Núna loksins getur maður lesið um 24 á netinu án þess að rekast á einhvern spoiler. En fyrir 24 sjúklinga eins og mig vil ég benda á 24inside.com en þar er einmitt hægt að sjá 5 viðtöl við nokkra úr crewinu.

Diskur dagsins | Ferming 97 ;)
Spam dagsins | congranulations! You won $13587
Beib dagsins | Keira Knightly

Filed Under: Kvikmyndir, Sjónvarp, Tónlist Tagged With: 24, gagnrýni, tónleikar

Einhvers konar djúpt og fjólublátt skrímsli

24. June, 2004 1 Comment

Pabbi bauð mér á Deep Purple tónleikana í gær. Mánar hituðu upp og voru þeir mun betri en ég hafði búist við. Elli smellirnir fjólubláu héldu uppi nokkuð þéttu show-i í einn og hálfan tíma og spiluðu meira að segja þrjú aukalög eftir að hafa verið klappaðir upp. Nokkuð góðir tónleikar, reyndar féll krafturinn smá niður stuttu eftir að þeir byrjuðu en síðari hlutinn var mjög góður.

Síðan var ég að koma af X-forsýningu á Metallica heimildarmyndinni Some kind of monster sem ég fór á með “hardcore fan #1” ; Trausta. Það var aðallega verið að fylgjast með gerð síðustu plötunni þeirra: St. Anger og var áhugavert að skyggjast bakvið tjöldin þar, mikið drama. Þeir voru s.s. búnir að ráða sálfræðing til að hjálpa sér að leysa samskiptaörðuleikana o.s.frv. og fylgdi hann þeim mest allan tíman. Skemmtilegt líka að sjá hvernig þeir bjuggu til lögin með því að “djamma” eitthvað saman og semja síðan textann saman.

Eftir að hafa horft á þessa mynd langar manni nú alveg rosalega að fara á tónleikana núna 4. júlí. Sérstaklega þegar það er búið að bæta við 3000 miðum. Spurning hvort maður nenni að campa fyrir framan Og Vodafone… En þetta verður örugglega verulega kramin stemmning þarna í Egils Höllinni með 18.000 manns hoppandi upp og niður eins og brjálæðingar.

Svona fyrir þá sem hafa átt í erfiðleikum með að kommenta þá er af einhverjum ástæðum ekki hægt að kommenta eftir miðnætti og til svona ca. 4-5 held ég. Þarf að tékka hvort að Bergur geti reddað þessu…

Spam dagsins | Protect your kids against Street Drugs
Ákvað að koma með “Spam dagsins” aftur… beib dagsins kemur fljótlega aftur

Filed Under: Kvikmyndir, Tónlist Tagged With: gagnrýni, metallica, tónleikar

Hósanna Hópurinn

3. April, 2004 Leave a Comment

Já, almenn leti í mann bara – ekki búinn að blogga í allt of langan tíma. Ég var reyndar farinn að halda að enginn nennti að lesa þetta blogg – en svo sýnir Trausti manni að það eru aðdáendur þarna út… vei!

Jæja, hvað er maður búinn að vera gera – ekkert neitt hræðilega spennandi svosum. Skellti mér í bíó síðustu helgi á Taking Lives – nokkuð góð mynd, náði að láta manni bregða nokkrum sinnum – alltaf gaman af því. Ekki verra að þeir skelltu líka nude scene með Angelina Jolie inn í myndina, gott mál :) Reyndar var einn handrits-“galli” sem var smá að bögga mig, passaði ekki alveg við plottið. >> ***/4

Já, það var sko gaman að vera fyrrverandi Verzlingur í gær. Verzló vann Gettu Betur með glæsibrag, gífurleg spenna en maður hafði allan tíma fulla trú á gamla skólanum sínum. Ekki slæmt að vinna bæði Morfís og Gettu Betur sama árið :)

Síðan í þessari viku fékk ég loksins 24 pakkann sem ég pantaði á 24fanclub.com :) Snilldar pakki, CTU bolur, CTU músamotta, 24 lyklakippa og 24 söfnunarspjald.
– af lýsingum annarra að dæma er ég alveg að missa mig yfir 24 og sumir orðnir hálf skelkaðir ;) En ekki örvænta, þetta er ekki farið út í öfgar… ekki ennþá ;)

Eftir frekari íhugun hef ég ákveðið að breyta tölvukaupum mínum yfir í lappa (sorry Óli…) – og til að fá sem hægstæðasta verð mun ég líklega bíða með þetta fram í sumar/haust. Verð þá bara að láta mér nægja einhvern skrjóð sem ég finn hérna heima.

Síðan er Bjössi að draga mig í einhverja Evrópu-reisu. Þetta er allt ennþá á pælingarstigi en InterRail og Download Festival koma við sögu.

Svo, ef fólk er í einhverjum vandræðum með að kommenta eða eitthvað annað – endilega koma því til skila svo ég geti látið Berg laga það ;)

Spam dagsins | swastika amplifier
Beib dagsins | Angelina Jolie | sponz : potb.com

Filed Under: Ferðalög, Kvikmyndir Tagged With: 24, gagnrýni, InterRail, verzló

Reporting from the Czech Republic

23. October, 2003 1 Comment

Jahá, maður er bara í Prag, nokkuð magnað. Flott borg, en það er rosalega kalt – ég er búinn að vera nokkurn veginn veikur alla ferðina, ekkert rosalega gaman. En já, maður er bara búinn að vera túristast hérna á fullu – skoða merkilega kastala, kirkjur, brýr, o.s.frv… og núna er maður bara að rölta um bæinn og skoða búðir. Skelltum okkur í óperuna í gær á “La Traviata” nokkuð flott – það verður ekki mikið menningarlegra en það ; )

En þetta er ekki bara dans á rósum… nei, “hótelið” sem við erum á er alveg merkilegt – merkilegt í þeim skilningi að það er ótrúlegt að það sé ekki búið að loka því! Þetta er versta hótel sem ég farið í – það á ekki skilið hálfa af þeim 2 stjörnum sem einhver vitleysingur gaf þeim. Hótelið heitir s.s. “Hotel Tourist” – þannig að ef þið farið til Prag einhvern tíman, ekki velja þetta hótel þótt það sé rosalega ódýrt! Í fyrsta lagi er þetta rosalega langt frá miðbænum og eina sem við sjáum eru skógar, þetta er ljótasta byggina sem ég hef séð – bara hellingur af kössum raðað saman. Þótt að lobbyið sé voða flott og glansandi þá eru gangarnir skítugir og ógeðslegir, lyftan er við það að hrynja og “rúmin” sem við fengum er bara tréplankar með ábreiðum – einstaklega óþægilegt að hlamma sér á þetta þegar maður býst við mjúku rúmi. Síðan þurfum við Bjössi að deila herbergi með geðsjúklingi sem talar við sjálfan sig og hrýtur eins og djöfullinn sjálfur – púff… og það er 1 nótt eftir. Ég ætla bara að detta það rækilega í það í kvöld að ég taki ekki eftir hrotunum.

Síðan má líka nefna að þar sem það er ekki boðið upp á hádegismat eða kvöldmat á þessu hóteli hefur maður verið að éta á skyndibitastöðum síðustu daga – McDonald’s, KFC, Pizza Hut, o.s.frv..

En jæja, get ekki verið endalaust hérna á þessu NetCafé – mælirinn tikkar.

Ýtarlegri umfjöllun um Tékklandsförina kemur eftir nokkra daga þegar maður er kominn til Danmerkurs.

…hannes.cz

Filed Under: Ferðalög Tagged With: gagnrýni, Tékkland

  • « Go to Previous Page
  • Page 1
  • Page 2

Primary Sidebar

Leita að efni

Þetta helsta

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me

Önnur verkefni

  • Bulby – Brainstorming App
  • Don Comodo – Bolir o.s.frv.
  • Remote Sparks – Async Work

Copyright © 2025 Hannes · Hafðu samband / Contact me

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me