
Það er búið að vera mjög fróðlegt að fylgjast með þróuninni á hlaðvörpum undanfarin tvö ár eða svo. Minnir mig smá á blogg-bylgjuna upp úr aldamótunum – þá var mikið af fólki að byrja með sitt eigið blogg (eitt eða með fleirum). Fyrir aldamótin voru vissulega ýmsir byrjaðir að blogga sem voru með þekkinguna til að nota sérsniðna lausn. En eftir aldamótin fóru kerfi eins og Blogger, Movable Type, WordPress, BlogCentral o.s.frv. að poppa upp sem gerði það auðveldara og aðgengilegra fyrir fleiri að byrja að blogga.
[Read more…] about Allir með hlaðvarp af því að allir geta skellt upp hlaðvarpi