• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

I am official station

Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
You are here: Home / Archives for blogg

blogg

Allir með hlaðvarp af því að allir geta skellt upp hlaðvarpi

1. July, 2020 1 Comment

Það er búið að vera mjög fróðlegt að fylgjast með þróuninni á hlaðvörpum undanfarin tvö ár eða svo. Minnir mig smá á blogg-bylgjuna upp úr aldamótunum – þá var mikið af fólki að byrja með sitt eigið blogg (eitt eða með fleirum). Fyrir aldamótin voru vissulega ýmsir byrjaðir að blogga sem voru með þekkinguna til að nota sérsniðna lausn. En eftir aldamótin fóru kerfi eins og Blogger, Movable Type, WordPress, BlogCentral o.s.frv. að poppa upp sem gerði það auðveldara og aðgengilegra fyrir fleiri að byrja að blogga.

Núna finnst mér vera svipuð staða með hlaðvörp. Það er langt síðan fólk með kunnáttuna og tólin settu í loftið hlaðvörp – ég man t.d. eftir að hafa hlustað á Ricky Gervais hlaðvarpið í strætó á leiðinni í HR (ca. 2006 líklega). En núna er meira um aðgengileg og ódýr tól og tæki þannig að nánast hver sem er getur byrjað með sitt eigið hlaðvarp og auðveldlega dreift því.

Þjónustur til að framleiða hlaðvörp

Anchor fór í loftið 2015, fyrst sem samfélagsmiðill fyrir hljóðupptökur (“social audio service geared for short-form content”) en breytti síðan um stefnu (pivot-aði) yfir í að vera þjónusta til að hjálpa fólki að gefa út hlaðvörp (“platform for podcast creation”) 2018. Spotify keypti svo Anchor 2019 – þau vilja vera risi í „hljóð-neyslu“ hvort sem það er tónlist eða hlaðvörp sem fólk hlustar á. Í gegnum Anchor er hægt að taka upp, klippa saman og framleiða hlaðvarp ásamt að koma því auðveldlega í dreifingu á öllum helstu hlaðvarpsveitunum.

Það kostar ekki neitt að nota Anchor – af því að Spotify vill eiga góðan hluta af hlaðvarpsmarkaðnum og öll gögnin sem því fylgir. Það virðist vera að virka ágætlega – samkvæmt þeim er þriðja hvert hlaðvarp sem er búið til í heiminum framleitt með Anchor. En svo eru líka aðrar lausnir í boði (bæði ókeypis og aðrar sem kosta): SoundCloud, Podbean, Transistor, Simplecast og Libsyn sem dæmi.

Til að byrja með voru það aðallega einstaklingar og hópar sem voru með blogg. En svo áttuðu fyrirtæki sig smám saman á ávinningnum við að blogga reglulega. Mér sýnist það einmitt vera að gerast núna – fleiri og fleiri fyrirtæki og stofnanir eru að setja upp sitt eigið hlaðvarp. Sagan endurtekur sig 😉

Mitt eigið hlaðvarp

Ég var búinn að vera lengi með löngun í að byrja með hlaðvarp – var bara ekki alveg viss með umræðuefni eða snið þannig að þetta yrði eitthvað meira en 2-3 þættir á ári. Ég er búinn að vera skrifa kvikmynda-örgagnrýni í 13 ár og oft er það eftir að hafa farið í bíó með Birni. Björn byrjaði fyrir einhverjum árum síðan að setja inn mjög skemmtilega 10 sekúndna búta á Snapchat þar sem hann ræðir kvikmyndir sem hann var að sjá og gefur þeim stjörnur.

Fólk hefur kannski tekið eftir því, en við Björn erum núna búnir að leiða saman hesta okkar og settum í loftið hlaðvarpið Búnir með poppið síðasta haust. Við erum búnir að taka upp 10 þætti, en COVID-19 setti smá strik í reikninginn. Þótt kvikmyndahúsin séu núna búin að opna aftur þá er búið að fresta útgáfunum á mikið af stóru myndunum, þannig að það er ekki mikið úrval af góðum myndum í bíó. En við förum að skella okkur í stúdíóið bráðlega – og til gamans má geta að „stúdíóið“ er reyndar bara sími og hljóðnemi í bílunum okkar eða bílskúrnum, það þarf ekki mikið meira til 😄

Þú mátt endilega hlusta á nýjasta þáttinn okkar og gerast áskrifandi 🍿 🎧 🙏

Filed Under: Kvikmyndir, Projects, Tækni Tagged With: Búnir með poppið, Bjössi, blogg, Spotify, WordPress

Ritstuldur! Fossvogskonan svífst einskis…

27. October, 2007 9 Comments

Ég veit að bloggið mitt er alveg æðislegt, fáránlega vel skrifað og stútfullt af fróðleik sem þúsundir aðdáenda bíða spenntir eftir að lesa… en mér finnst þetta frekar gróft [ok, hún hefur líklega tekið eftir að fólk var búið að fatta hvað hún gerði þannig að hún er búin að læsa blogginu núna – en hérna sjáið þið screenshot af færslunni – síðan er líka alltaf hægt að nota Google cache]. Kannast lesendur eitthvað við textann þarna? Þið getið skoðað færsluna mína Iceland Airwaves 2007 og borið saman – hún hefur bara ákveðið að kópera stóran hluta af færslunni minni og nota á blogginu sínu. Síðan bætir hún við einhverju bulli sjálf í lokinn á færslunni. Já, hún setti líka svona glæsilega (og viðeigandi) hreyfi gif-mynd af hundi þarna efst. Gaman að þessu.

En ég virðist ekki vera eina fórnarlambið í stóra ritstuldar málinu. Rakst fyrir tilviljun á þetta blogg (áður en ég fattaði að fossvogskonan hafði stolið frá mér líka). Síðan er DrumaTix búinn að finna fleiri síður sem hafa lent í þessu. Eitt sem ég tók eftir – fórnarlömbin eiga eitt sameiginlegt, þau nota öll WordPress. Kannski er Fossvogskonan að nota einhverja WordPress leitarvél til að finna efni…

Eftir smá rannsóknarvinnu fann ég út að hún stendur líklega líka bakvið http://www.123.is/lalla/ – Hún er reyndar búin að læsa þessu bloggi en Google er með gamalt afrit þar sem kemur fram:

Önnur vefsíða:
http://fossvogskonan.blogspot.com/

Um:
Er komin með nýtt blogg, þetta verður aðeins fyrir myndir, sem eru ennþá opnar

Síðan ef maður fer að grafa aðeins lengra virðist sem hún heiti Þorbjörg og búi… jú, í Fossvoginum.

Hún er líklega líka með þetta blogg – þetta virðist líka verið að mestu stolið (myndirnar þarna eru alla veganna af mörgum mismunandi 123.is bloggum). [ok, hún er líka búin að læsa þessu bloggi – busted! It’s all over]

Þetta er kannski trick hjá henni til að fá smá athygli. Það virðist alla veganna sem það hafi tekist. Þetta er líka sniðug lausn ef þú veist ekki hvað þú átt að blogga um – bara nota það sem aðrir eru að blogga ;)

En nú þegar hún er búin að loka bloggunum sínum væri fróðlegt að vita hvort hún haldi áfram að kópera blogg færslur hjá öðrum og setja á bloggin sín… Kannski er hún bara að safna saman skemmtilegum færslum svo hún geti auðveldlega skoðað þær aftur seinna. Hver veit…

Þetta er frekar fyndið allt saman. Gaman að svona rugli :)

My cup size and IQ work in perfect harmony

Filed Under: Fyndið, Tækni Tagged With: blogg, Google, rugl, WordPress

Primary Sidebar

Leita að efni

Þetta helsta

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me

Önnur verkefni

  • Bulby – Creativity App
  • Don Comodo – Bolir o.s.frv.

Copyright © 2023 Hannes · Hafðu samband / Contact me

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
 

Loading Comments...