• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

I am official station

Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
You are here: Home / Archives for iphone

iphone

Annáll: 2011 – Það helsta sem gerðist þetta árið

31. December, 2012 3 Comments

Ég er aðallega að setja þetta inn fyrir mig, til að punkta hjá mér það helsta sem gerðist til að rifja upp seinna. Þannig að það skiptir ekki máli að þetta birtist ~12 mánuðum of seint ;) ..og til að flýta fyrir þá er ég frekar stuttorður varðandi sum atriði. Ef einhverjir þarna úti hafa áhuga að fá að vita nánar um eitthvað þá bara láta vita. Ég fjalla með glöðu geði nánar um það sem fólk er forvitið um :)

Hliðarverkefni

Snemma á árinu bjó ég til The Big List of Icelandic Developers. Þessi listi fékk smá athygli og ég er ennþá að fá beiðnir frá fólki sem vill komast á listann. Það er gaman að vinna í svona litlum hliðarverkefnum sem fólk er að fíla og deilir með vinum sínum. Svipað og með Hvað eru vinir þínir að fíla á flickmylife.com? sem ég gerði árið áður.

iPhone!

Ég keypti mér iPhone 4 í febrúar. Að hlutur geti breytt lífi manns er kannski stórt til orða tekið… en samt, það að fá sér snjallsíma/iPhone hefur klárlega breytt lífinu mínu að mörgu leyti.

Fjallgöngur

Fjallganga - Eyrarfjall í Kjós

Við Birna fórum í Eitt fjall á mánuði. Við stunduðum það eftir hentugleika ;) Maður komst ekki alltaf – var t.d. alltaf upptekinn á laugardögum um haustið/veturinn (sjá fyrir neðan). En við fórum t.d. upp á Eyrarfjall í Kjós.

Fyrirlestur

Ský - Frátekið fyrir fyrirlesara

Ég hélt minn fyrsta “opinbera” (s.s. ekki bara fyrir vinnu- eða skólafélaga) fyrirlestur hjá Ský 2. mars 2011 á ráðstefnu um leitarvélar. Ég var smá stressaður, en það gekk bara nokkuð vel fannst mér. Hérna eru glærurnar:

Everyday

Ég byrjaði á Everyday verkefninu 21. mars 2011. Eitt af myndböndunum sem ég bjó til vakti athygli þeirra sem standa bakvið app-ið sem ég nota og ég fékk skemmtileg hrós frá þeim :)

Hérna er 10 mánaða útgáfan:

Bílakaup

Suzuki Grand Vitara

Keypti mér nýjan bíl í apríl: Suzuki Grand Vitara, 2005 árgerð. Seldi Póló-inn, búinn að eiga hann í 4 ár. Þeir hjá Bílalíf voru alveg skuggalega fljótir að selja bílinn – og ég fékk uppsett verð. Very nice :) “Súkkan” er búin að standa sig mjög vel. Mjög smooth að keyra hann og lítið sem ekkert vesen.

Kanada

Vitinn við Peggys Cove, Nova Scotia

Í júní fór ég til Kanada (í fyrsta skipti!) með Birnu og fjölskyldu hennar. Nánar tiltekið til Halifax. Mjög fínt frí. Vorum bara að tjilla og leika okkur, túristast og slæpast. Við vorum með bílaleigubíl og keyrðum smá um Nova Scotia – m.a. til Peggys Cove. Villtumst reyndar smá á leiðinni, en það var bara skemmtilegt ævintýri :)

Sumarið

Birna fór til Indlands í 7 vikur. Það var smá spes – mjög gaman þegar hún kom aftur heim :D

Gekk Laugaveginn með hluta af Þotuliðinu (húrra fyrir mér!). Þetta tók á, sérstaklega síðasta daginn. En þetta var ævintýri og rosalega fallegt þarna. Til að fagna þessum merka áfanga bjó ég til smá verðlaunaskjal fyrir mig :)

Ég gekk fokking Laugaveginn

Fór á Bræðsluna í fyrsta skipti með góðum hópi (ROAD TRIP!). Ég hélt upp á afmælið mitt þar – um daginn fórum við nokkur saman í smá hliðar road trip og urðum næstum því bensínlaus lengst uppi á fjalli! Skemmtilega klikkað ævintýri ;) Við stoppuðum bílinn þegar við þorðum ekki lengra og böðuðum okkur í læk þar nálægt. Heimferðin reyndi á taugarnar – KOMUMST VIÐ HEIM?! ;)

Fór á Þjóðhátið með crew-inu. Mér fannst skemmtilegra árið áður, kannski af því að það var stærri hópur og fyrsta Þjóðhátíðin hjá mörgum, meiri spenna.

Það mætti segja að Úlfur úlfur með Berndsen & Bubba hafi verið sumarlagið 2011. Mikið spilað.

Atvinnutilboð

Í ágúst þurfti ég að ákveða hvort ég ætti að gerast CTO hjá sprotafyrirtæki og flytja til San Francisco. Frekar erfið ákvörðun – kostir og gallar… Spennandi tækifæri, en ég endaði á því að hafna tilboðinu. Hentaði mér ekki alveg.

Meira nám

Ég settist aftur á skólabekk – fór í námsbraut í Opna háskólanum í HR sem nefnist Markaðssamskipti og almannatengsl. Það var mjög gaman. Spennandi og krefjandi (það reyndi á að vera í nokkuð tímafreku námi og fullri vinnu). Það var kennt miðvikudagskvöld og laugardagsmorgna. Þannig að maður komst eiginlega ekki í fleiri fjallgöngur þar sem þær voru alltaf á laugardögum.

Nýtt lögheimili

Í september flutti ég inn til Birnu. Yay! :)

Æsifréttamennska

Lögreglan að handtaka bílaþjófa við Borgartún

Ég gerðist tímabundið fréttaljósmyndari fyrir dv.is ;) Tveir gaurar reyndu að stela bíl sem var í gangi á bensínstöðinni fyrir utan vinnuna. Við heyrðum lætin þegar þeir bökkuðu á staur og eigandi bílsins fór að hrópa. Fólk nálægt handsamaði strákana. Svo kom lögreglan. Ég tók nokkrar myndir á símann minn og setti á Twitter:

Allt að gerast á Borgartúni. 2 gaurar reyndu að ræna bíl, klesstu á staur og hlupu í burtu. Citizen arrest. twitpic.com/6hvu1d

— Hannes (@officialstation) September 8, 2011

Blaðamaður hjá DV sem er að fylgjast með mér á Twitter hafði samband og spurði hvort þeir mættu nota myndina mína :) Ég leyfði það og myndin mín var notuð með fréttinni.

Vinnan

The Tempo Times

Meira tengt vinnunni – Ég vann að því að gefa út fyrstu útgáfuna af The Tempo Times. Ég var aðstoðarritstjóri og leiddi þetta verkefni að vissu leyti. Þetta var blað sem við notuðum til að kynna tímaskráningarkerfið Tempo. Blaðinu var dreift út um allt, m.a. á ráðstefnu í London.

Teymið mitt vann Ofurhetjudaginn hjá TM Software. Verkefnið sem við unnum að var vefverslun og ég sá um að búa til mobile útgáfu af henni.

Í október var ég kjörinn í stjórn SVEF. Ég var reyndar sjálfkjörinn þar sem það voru alveg passlega margir sem buðu sig fram ;) Skemmtilegt að hlúa að vefiðnaðinum (af því að ég elska Internetið). Við erum m.a. að skipuleggja Íslensku vefverðlaunin, vinnusmiðjur og fyrirlestra/bjórkvöld.

Frægð og frami

Íslandsbanki - auglýsing

Ég lék í auglýsingu fyrir Íslandsbanka. My 15 seconds of fame ;) Eða meira svona 10 sekúndur í byrjun á þessu myndbandi:

Smá skrýtið reyndar hvernig þeir breyttu útlitinu á þessu (birta, contrast…). En já, það var svolítið síðan að ég spáði í þessum brandara þegar ég sá að Íslandsbanki var með þennan leik um besta sparnaðarráðið. Ég rifjaði upp brandarann og sendi hann inn :)

Brandarinn er s.s. sá að í staðinn fyrir að kaupa 55″ sjónvarp þá getur þú keypt 32″ sjónvarp og bara fært sófann nær ;) Þá virðist myndin vera jafn stór og á 55″ sjónvarpi.

Þetta var valið eitt af frumlegustu hugmyndunum og notað m.a. í fréttatilkynningunni.

Bækur

Ég var að lesa ýmsar bækur, t.d.:

  • Create Stunning HTML Email That Just Works eftir Mathew Patterson
  • Linchpin: Are You Indispensable? eftir Seth Godin
  • Outliers: The Story of Success eftir Malcolm Gladwell
  • Making Ideas Happen: Overcoming the Obstacles Between Vision and Reality eftir Scott Belsky

Kvikmyndir

Ég horfði á 66 kvikmyndir árið 2011. Árið 2010 horfði ég á 78 kvikmyndir. Það er hægt að sjá kvikmyndagagnrýnina fyrir þessar myndir hér.

Quantified self

Samkvæmt your.flowingdata fór ég 8 sinnum í klippingu árið 2011 og kostaði það mig 31.700 kr (að meðaltali 3962,50 kr. hver klipping).

Þannig var nú það… 2011 í hnotskurn :)

Deliver me from Swedish furniture

Filed Under: Bækur, Ferðalög, Fyndið, Kvikmyndir, Ljósmyndir, Markaðssetning, Projects, Tónlist, Video Tagged With: afmæli, annáll, app, auglýsing, Þjóðhátíð, Þotuliðið, útivist, bíll, Birna, brandari, Bræðslan, everyday, fjallganga, fyrirlestur, glærur, hliðarverkefni, iphone, kanada, KinWins, Malcolm Gladwell, San Francisco, Seth Godin, skóli, SVEF, Tempo, TM Software, Twitter, vinnan

Iceland Airwaves 2011 – Dagur 4 – Enn fleiri tónleika-partý-myndir

24. October, 2011 Leave a Comment

It’s on! Laugardagurinn – mesti partý-dagurinn á Airwaves 2011? Hugsanlega, alla vega hjá mér – upplagt að nota tækifærið og fagna því að ég var búinn að skila hópverkefninu af mér ;)

Þegar ég var búinn að skila verkefninu fór ég á Hótel Plaza sem var “Media Center” fyrir Airwaves ’11 og þar var einnig verið að selja Iceland Airwaves ’11 swag. Ég ætlaði mér að kaupa einhvern kúl Airwaves bol – veit ekki hvort fólk hafi tekið eftir því að ég elska boli ;) – en síðan sá ég líka þessa flottu (limited edition) hettupeysu sem ég bara varð að fá mér líka. Núna á ég boli frá Airwaves 2009 (2 stk.), 2010 og 2011 – ég mun að öllum líkindum halda þessari seríu áfram :)

Þegar ég kom heim ákvað ég að nota tækifærið og uppfæra símann loksins í iOS 5 sem kom út nokkrum dögum áður. Það tók alveg sinn tíma að uppfæra þannig að ég lagði mig bara á meðan (fékk ekki mikinn svefn nóttina áður).

Þegar ég var búinn að uppfæra símann og leggja mig kom Bjössi að sækja mig. Við röltum svo frá honum í Menningarsetrið til að ná í Hlyn. Leið okkar lág í Listasafn Reykjavíkur. Þegar við mættum var Valdimar og félagar byrjaðir að spila. Maður hafði séð þau áður á miðvikudeginum – en núna á örlítið stærra sviði ;) Alltaf góð – ljúfir tónar.

Næst á dagskrá voru Other Lives. Mjööög gott. Kom skemmtilega á óvart. Gott vibe. Svo var það Austra. Mjög fínt. Very nice. Gott partý. Nett elektró.

Já, maður rak augun í nokkrar Iceland Airwaves hefðir… Fólkið sem hampar ananas og sveiflar honum fyrir ofan sig – veit ekki alveg hver pælingin bakvið það er. Síðan eru það LOST gaurarnir sem maður hefur séð nokkrum sinnum undanfarin ár. Ég spjallaði smá við þá og þetta var víst 6. árið þeirra í röð á Iceland Airwaves. Þetta er svona smá almenningsþjónusta hjá þeim – þeir eru að hjálpa fólki sem er týnt (t.d. ef þú týnir félögunum) :)

Það var einhver pæling að reyna sjá SBTRKT, en þar sem röðin á NASA var of löng þá hélt partý crew-ið sig bara á Listasafninu. Það var líka allt í lagi af því að GusGus voru næst upp á svið! Þau standa alltaf fyrir sínu. Bara snilld. Gott partý.

Við Bjössi skruppum síðan á NASA. Biðum í röð í kannski 20 mínútur þangað til við komumst inn þar sem við sáum Team Me. Hressir Norðmenn. Gott stöff. Eftir það var haldið á Kaffibarinn til að hitta á restina af liðinu – þar tók við reyndar enn önnur röðin… en það hafðist fyrir rest.

Það að ég var í aðeins meira partý-stuði þetta kvöldið gæti haft einhver áhrif á að ég tók töluvert fleiri myndir (og video) ;) Reyndar búinn að sía smá út þannig að þetta eru ekki allar ljósmyndirnar sem ég tók.

[Read more…] about Iceland Airwaves 2011 – Dagur 4 – Enn fleiri tónleika-partý-myndir

Filed Under: Gallery, Ljósmyndir, Tækni, Tónlist Tagged With: Ásdís, Óli Freyr, Bjössi, bolur, Elísabet, Frikki, Hlynur, Iceland Airwaves, iOS, iphone, jonni, kaffibarinn, listasafn reykjavíkur, Menningarsetrið, nasa, skóli

3 mánuðir af Hannesi – Everyday verkefni í vinnslu

26. June, 2011 3 Comments

Jæja, verkefnið heldur áfram. Þetta eru 3 mánuðir af mér:

Ég ætla að reyna að halda þessu áfram í töluvert lengri tíma… alla vega ná þessu upp í 1 mínútu. Þegar ég bý til myndband á “Slow” stillingunni er 1 mánuður kringum 6 sekúndur. Þannig að ég þarf að safna í a.m.k. 10 mánuði.

Lagið sem ég er að nota heitir In The Pines og er með Supergood. Eitt af 6 lögum sem fylgja með Vimeo app-inu.

Smá viðbót: Já, síðan má nefna að síðasta myndin í myndbandinu var tekin í trailer park sem við enduðum óvart á í Kanada. Við ætluðum að fara á Peggys Cove og slóum það inn í GPS tækið. En við s.s. enduðum á Peggys Cove Trail ;) En það var bara mjög gott ævintýri :) Vorum að busla í þessu stöðuvatni, tékka á sveitinni og leika okkur í sólinni. Stoppuðum svo í Peggys Cove á leiðinni til baka til Halifax, sáum það við sólsetur og fínerí.

I like ya hair and every style that ya wear it

Filed Under: Ljósmyndir, Projects, Video Tagged With: app, everyday, iphone, kanada, vimeo

Mánuður af Hannesi – Everyday verkefni í vinnslu

17. May, 2011 3 Comments

Fyrir tæpum tveim mánuðum keypti ég Everyday app-ið. Ég er búinn að fylgjast lengi með Noah Kalina – hann er einn af mínum uppáhalds ljósmyndurum – og mér finnst Everyday verkefnið hans nokkuð skemmtilegt/áhugavert.

Þannig að mig langaði til að prófa að gera svona myndband (time-lapse video) af mér yfir nokkurn tíma.

Hérna er fyrsti mánuðurinn – 21. mars 2011 til 22. apríl 2011:

Frekar stutt… ég þarf að taka mynd af mér á hverjum degi í nokkra mánuði í viðbót til að geta búið til aðeins áhugaverðara myndband ;)

Já, ég notaði Vimeo app-ið til að skella title credits á þetta og tónlist undir. Ótrúlegt hvað maður getur gert með iPhone ;)

Remember when I caught your eye. You gave me rainbows and butterflies.

Filed Under: Ljósmyndir, Projects, Video Tagged With: app, everyday, iphone, ljósmyndun, vimeo

Göngutúr um miðbæinn 14.5.2011

15. May, 2011 Leave a Comment

Áður en við Birna skelltum okkur í Eurovision-partý röltum við smá um miðbæinn. Við skoðuðum mismunandi menningu á Alþjóðadeginum hjá Ráðhúsinu – ég keypti mér mjög flottan handmálaðan bol til styrktar Japan. Síðan litum við inn í Kolaportið þar sem ég keypti How To Make Friends með FM Belfast (Kimi Records voru með bás). Að lokum fórum við í Hörpu, tónlistarhúsið fræga – mjög flott, hlakka til að mæta á skemmtilega viðburði þar (t.d. Iceland Airwaves).

Ég tók nokkrar myndir á símann – hann hefur eiginlega tekið við sem myndavélin sem ég nota í götuljósmyndun. Svo hentugt, ég er alltaf með hann við höndina.

Já, ég er að senda þessa færslu úr símanum (nota WordPress app-ið). Aðeins að prófa, myndirnar koma líklega ekki í fullri upplausn. Þarf að skoða hvort ég geti ekki reddað því.

Uppfært: Ég fiktaði smá í þessu og fann út hvernig ég gat sett inn stórar myndir. Bara upload-a þeim í Original Size og nota síðan gallery shortcode til að birta thumbs af myndunum.

[Read more…] about Göngutúr um miðbæinn 14.5.2011

Filed Under: Gallery, Ljósmyndir Tagged With: app, Birna, bolir, eurovision, fm belfast, Göngutúr, götuljósmyndun, harpa, Iceland Airwaves, iphone, kolaportið, miðbærinn, ráðhúsið, tónlistarhúsið, WordPress

Primary Sidebar

Leita að efni

Þetta helsta

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me

Önnur verkefni

  • Bulby – Creativity App
  • Don Comodo – Bolir o.s.frv.

Copyright © 2023 Hannes · Hafðu samband / Contact me

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
 

Loading Comments...