Follow @HannesJohnson

November 11th, 2018 @ 23:42

Iceland Airwaves 2018

Emmsjé Gauti

Nokkrar myndir frá Iceland Airwaves 2018.

Það er sko meira »

November 26th, 2012 @ 20:50

Iceland Airwaves 2012 – Dagur 2 – Löng biðröð, rok, kuldi og myndir

Löng röð er löng

Áfram með smjörið, Iceland Airwaves 2012 er rétt að byrja ;) Eftir vinnuna (þar sem ég var að taka þátt í Ofurhetjudegi TM Software) skellti ég mér á Serrano til að fá mér smá mat áður en ég fór á “Music Production” námskeiðið (þar sem ég er að læra að búa til tónlist með Ableton Live). Það var búið kl. 20 og þá fór ég heim.

Ég gerði mig til – fór í Airwaves gallann ;) Þegar ég var kominn niður í bæ reyndist erfitt að finna bílastæði – þegar ég var að keyra um miðbæinn í leit að stæði keyrði ég fram hjá Listasafninu sem átti að vera fyrsta stoppið og þar var fáránlega löng röð (fram fyrir hornið á húsinu!). Sem kom mér smá á óvart af því að áður en ég lagði af stað tékkaði ég á biðraðamyndavélinni í Airwaves app-inu og þar var bara allt í góðu, engin röð. Málið var s.s. að feed-ið í iOS app-inu var ekki að virka :/

Þannig að ég hlammaði mér bara aftast í röðina. Hún hreyfðist smá og smá… þannig að ég hélt í vonina. Vinahópurinn var þarna inni og ég vildi gefa þessu séns – ekki mikið annað í gangi annars staðar sem ég hafði áhuga á, en hins vegar langaði mig svolítið að sjá Purity Ring sem voru á dagskrá á Listasafninu seinna um kvöldið.

Þetta endaði með að ég komst inn eftir ca. klukkutíma bið – I’ve had worse ;) Ef ég hefði ekki verið í dúnúlpu og með húfu og vettlinga þá hefði ég frosið í hel. Fólk var byrjað að tala um endaatriðið í Titanic – þegar fólk flaut frosið í sjónum ;)

Jæja, ég komst loks inn í hlýjuna :) Þar var Sóley að spila – ljúfir tónar, krúttlegt… Svo er hún nokkuð fyndin :) Eftir það komu Purity Ring – skemmtilegt elektró, ég var að fíla þetta. Skemmtilegt líka hvernig þau léku sér með ljós.

Næst var planið að skella sér í Hörpuna. Hlynur og Lalli voru reyndar eftir, en við Bjössi fórum út í óveðrið. Það var mikil svaðilför að hlaupa frá Listasafninu í Hörpuna – það var rosalega hvasst, það hvasst að gleraugun fuku af Bjössa! 5 metra eða svo… En hann náði þeim aftur.

Í Hörpu sáum við Of Monsters and Men – góðir tónleikar, krúttleg, þau kunna þetta – búin að vera æfa sig helling undanfarið :)

Í Hörpunni var ein Airwaves “hefð” sem maður sér ár eftir ár – tveir gaurar með fána þar sem stendur “LOST”. Maður sér þá yfirleitt í Listasafninu, en þeim finnst örugglega líka hentugt að vera í Hörpunni – fín lofthæð ;) Núna virðast þeir hafa breytt fánanum aðeins og skrifað “FOUND” aftan á. Ég spjallaði smá við þá í fyrra – mig minnir að þeir séu frá Bretlandi og þetta ætti að vera 7. árið sem þeir mæta á Iceland Airwaves.

Fimmtudagskvöldið var ekki mikið lengra og þá var það bara að hætta sér aftur út í ofsaveðrið til að komast heim. Það bjargaði mér algjörlega að Bjössi keyrði mig að bílnum mínum ;) Hann var s.s. lagður mun nær Hörpunni en ég.

Hérna eru svo nokkrar ljósmyndir frá öðrum degi Airwaves ’12:

Það er sko meira »

October 24th, 2011 @ 0:43

Iceland Airwaves 2011 – Dagur 4 – Enn fleiri tónleika-partý-myndir

Uppfæra í iOS 5

It’s on! Laugardagurinn – mesti partý-dagurinn á Airwaves 2011? Hugsanlega, alla vega hjá mér – upplagt að nota tækifærið og fagna því að ég var búinn að skila hópverkefninu af mér ;)

Þegar ég var búinn að skila verkefninu fór ég á Hótel Plaza sem var “Media Center” fyrir Airwaves ’11 og þar var einnig verið að selja Iceland Airwaves ’11 swag. Ég ætlaði mér að kaupa einhvern kúl Airwaves bol – veit ekki hvort fólk hafi tekið eftir því að ég elska boli ;) – en síðan sá ég líka þessa flottu (limited edition) hettupeysu sem ég bara varð að fá mér líka. Núna á ég boli frá Airwaves 2009 (2 stk.), 2010 og 2011 – ég mun að öllum líkindum halda þessari seríu áfram :)

Þegar ég kom heim ákvað ég að nota tækifærið og uppfæra símann loksins í iOS 5 sem kom út nokkrum dögum áður. Það tók alveg sinn tíma að uppfæra þannig að ég lagði mig bara á meðan (fékk ekki mikinn svefn nóttina áður).

Þegar ég var búinn að uppfæra símann og leggja mig kom Bjössi að sækja mig. Við röltum svo frá honum í Menningarsetrið til að ná í Hlyn. Leið okkar lág í Listasafn Reykjavíkur. Þegar við mættum var Valdimar og félagar byrjaðir að spila. Maður hafði séð þau áður á miðvikudeginum – en núna á örlítið stærra sviði ;) Alltaf góð – ljúfir tónar.

Næst á dagskrá voru Other Lives. Mjööög gott. Kom skemmtilega á óvart. Gott vibe. Svo var það Austra. Mjög fínt. Very nice. Gott partý. Nett elektró.

Já, maður rak augun í nokkrar Iceland Airwaves hefðir… Fólkið sem hampar ananas og sveiflar honum fyrir ofan sig – veit ekki alveg hver pælingin bakvið það er. Síðan eru það LOST gaurarnir sem maður hefur séð nokkrum sinnum undanfarin ár. Ég spjallaði smá við þá og þetta var víst 6. árið þeirra í röð á Iceland Airwaves. Þetta er svona smá almenningsþjónusta hjá þeim – þeir eru að hjálpa fólki sem er týnt (t.d. ef þú týnir félögunum) :)

Það var einhver pæling að reyna sjá SBTRKT, en þar sem röðin á NASA var of löng þá hélt partý crew-ið sig bara á Listasafninu. Það var líka allt í lagi af því að GusGus voru næst upp á svið! Þau standa alltaf fyrir sínu. Bara snilld. Gott partý.

Við Bjössi skruppum síðan á NASA. Biðum í röð í kannski 20 mínútur þangað til við komumst inn þar sem við sáum Team Me. Hressir Norðmenn. Gott stöff. Eftir það var haldið á Kaffibarinn til að hitta á restina af liðinu – þar tók við reyndar enn önnur röðin… en það hafðist fyrir rest.

Það að ég var í aðeins meira partý-stuði þetta kvöldið gæti haft einhver áhrif á að ég tók töluvert fleiri myndir (og video) ;) Reyndar búinn að sía smá út þannig að þetta eru ekki allar ljósmyndirnar sem ég tók.

Það er sko meira »

October 25th, 2010 @ 0:18

Iceland Airwaves 2010 – Dagur 4 – Partý, partý… partý myndir

Think About Life að stilla sér upp

Byrjaði kvöldið á off-venue tónleikum á Hressó – Think About Life sem við náðum ekki að sjá á Nasa (sjá: fáránlega löng biðröð). Virkilega hress hljómsveit – gott stöff. Hefði alveg viljað sjá tónleikana á Nasa. Ég held að á Airwaves 2011 þá ætla ég ekki að taka neina sénsa – helst bara planta mér á einum stað og ekki hreyfa mig.

Síðan hoppaði maður á American Style til að fá sér smá að borða áður en maður skellti sér á Listasafnið. Þar var víst einhver töf… Bang Gang byrjaði svo, ca. 40 mínútum á eftir áætlun. Barði svona nett súr eins og alltaf :) Næst voru það Tunngjolly rock punktaði ég hjá mér.

Svo var það Bombay Bicycle Club næstir upp á svið. Gott stöff. Fínasta tónlist. En að lokum (á Listasafninu a.m.k.) var það stærsta atriði Iceland Airwaves ’10 – Robyn. Salurinn tæmdist töluvert eftir Bombay Bicycle Club (kannski var fólk að flykkjast á Hercules & Love Affair?) þannig að maður náði að troða sér nokkuð framarlega… síðan beið maður eftir að partýið byrjaði. Gott stuð hjá Robyn, hélt uppi mjög góðri stemningu.

En Robyn er alveg skuggalega lítil… hún var samt á klikkuðum klossum. Mér fannst eitthvað skrítið þegar rótarinn var að prófa hljóðnemann og hann þurfti að beygja sig töluvert niður til að ná í hann, en það var víst passleg hæð fyrir Robyn. Ég er sáttur með að hún tók cover af Cobrastyle (með sænsku hljómsveitinni Teddybears) – gífurlega hresst lag (enda á Hress 2007).

Já, síðan fékk hún sér banana í miðjum tónleikum – um að gera að fá smá næringu eftir að hafa dansað um allt sviðið. En það er skandall að fólk hafði ekki metnað/þolinmæði til að klappa hana upp – ég er á því að hún hefði alveg verið til í að taka 1-2 lög í viðbót. Rótarinn kom og lagaði hljóðnema-snúruna, hann hefði ekki gert það ef þeir voru bara að fara að pakka saman. Fólk var kannski að flýta sér of mikið á næsta stað? En ég meina, stærsta atriðið á Airwaves 2010… ég bjóst alla vega fastlega við uppklappi.

Eftir Robyn skellti maður sér á Nasa þar sem maður hlammaði sér í leðursófa aðeins til að slaka á. En það var ekki mikið að gerast á Nasa þannig að maður skellti sér á Venue. Þar var einhver töf á dagskránni… XXX Rottweiler voru víst á leiðinni upp á svið þótt þeir hefðu átt að byrja fyrir klukkutíma. Rottweiler hundarnir ná alltaf að pumpa upp stemninguna – þótt þeir séu nokkurn veginn yfirleitt með sama prógrammið. Mér fannst reyndar aðeins meiri stemning í fyrra.

Síðan var það hljómsveitin sem ég var aðallega að bíða eftir: Jungle Fiction – algjör snilld. Fáránlega góð stemning. Virkilega góð keyrsla. Þessir gaurar eru svona ca. 19 ára – rétt að byrja… þeir eiga eftir að verða HUGE. Þeir eru að spila ákkúrat raftónlist sem ég fíla í tætlur – hratt og hart elektró.

Næst tékkaði ég á þýska plötusnúðinum Shumi á Apótekinu (ekki mikið annað í gangi af Airwaves dagskránni). Aðeins of sveitt til að vera þarna einn… þannig að ég fór á Bakkus og svo á Kaffibarinn til að hitta eitthvað af crew-inu.

Hellingur af myndum, photos, billeder, fotografen..:

Það er sko meira »

October 20th, 2010 @ 22:39

Iceland Airwaves 2010 – Dagur 3 – Photos, baby!

Alltof löng röð á Iðnó

Elsk’edda. Partýið heldur áfram… þriðji dagur Airwaves ’10. Mættum fyrst á Listasafnið, rétt misstum af Chateau Marmont. Þá reif maður upp dagskrána til að tékka hvað annað væri í gangi. Fórum að Iðnó til að tékka á Mugison, en það var ekki að gera sig – röðin var fáránleg löng. Fórum á Nasa þar sem var engin röð. Sáum Berndsen – ágætt stöff, hressleiki. Fórum út til að tékka á Dikta á Listasafni Reykjavíkur – þá var búið að mynda röð fyrir utan Nasa þótt það væri hálf tómt inni. Dikta alltaf góðir live – gott íslenskt rokk.

Næst var það Everything Everything. Í rauninni ekkert mjög eftirminnilegt… þannig að það hefur líklega verið meh, svona lala. Síðasta atriðið í Listasafninu var Hurts. Þeir voru bara nokkuð góðir – mikill kraftur í þeim, mjög góður hljómur, fínasta tónlist. Maður beilaði samt á þeim eftir kannski 2/3 af tónleikunum til að reyna sleppa við brjálaða biðröð á Nasa.

Það. Gekk. Ekki. Eftir. Þegar maður mætti var röð alveg út á horn (í átt að Alþingishúsinu) og rúmlega það (ekki alveg jafn slæmt og 2005, en nálægt því). Það var sem betur fer ekki rigning og ekki það kalt, þannig að við biðum sallarólegir (svona til að byrja með). Við færðumst nær og nær smám saman, en síðan fór fólk að hrúgast að – sumir voru kurteisir og fóru aftast í röðina, en aðrir ákváðu bara að taka sénsinn og troða sér inn frá kantinum. Það virtist virka af því að dyraverðirnir voru virkilega að hleypa þessu liði inn sem var bara nógu frekt og ýtið – á meðan við vorum búnir að bíða þarna í rúmlega klukkutíma.

Jonni beilaði á röðinni þegar við vorum svona 3-4 metra frá hurðinni (það var búið að loka hurðinni og engin hreyfing í nokkurn tíma). Loksins tóku dyraverðirnir sig til í andlitinu og reyndu að stjórna þessari þvögu og maður komst á endanum inn – eftir að hafa beðið í svona 90 mínútur (kannski aðeins meira). Þá voru Alex Metric & Co. að spila (fengu líka aðstoð frá Charli XCX) – hresst elektró hip-hop eitthvað.

Síðan var það hljómsveitin sem maður var í raun búinn að bíða hvað spenntastur eftir þetta kvöldið, ástæðan fyrir því að maður beið í biðröðinni í 90 mínútur… Slagsmålsklubben sem voru klárlega toppurinn. Brjáluð stemning – sérstaklega þegar maður henti sér á dansgólfið og þeir héldu áfram að taka tryllta slagara. Þeir voru þarna 6 á sviðinu að djöflast á ýmsum tólum og tækjum. 2 þeirra voru mjög hressir – einn aðeins of hress… var eitthvað að muldra í hljóðnemann, mestmegnis á sænsku ;)

Tók alltof mikið af myndum… Njótið:

Það er sko meira »

October 15th, 2010 @ 2:57

Iceland Airwaves 2010 – Dagur 2 – Meira stuð, meiri myndir

Annar í Airwaves ’10! Bara gott. Stefnan var tekin á Listasafn Reykjavíkur (aka Hafnarhúsið). Þegar við mættum voru Amiina að byrja – það var víst einhver seinkunn í gangi (þau hefðu átt að byrja klukkutíma fyrr). En þeim var greinilega “fórnað” til að minnka aðeins töfina – samkvæmt dagskránni hefði átt að vera 1 klst og 10 mínútur í næsta atriði, en þau spiluðu bara í svona hálftíma. Ágætt stöff, nokkuð rólegt en aukinn kraftur inn á milli.

Næst voru það Danirnir í Efterklang. Fínasta rokk – enginn snilld, en alveg ánægjulegt live stöff. Eftir það kom hljómsveitin sem ég var búinn að bíða eftir, Moderat. Maður er náttúrulega elektróhaus þannig að þetta höfðaði mjög vel til mín. Algjör snilld í rauninni. Komu sterkt inn strax með A New Error – þeir vörpuðu meira að segja myndbandinu (sem er mjög kúl) á tjöld/veggi sem þeir voru búnir að stilla upp fyrir aftan sig:

Síðan héldu þeir elektró-keyrslunni áfram. Fínasta fimmtudags-rave ;) Ég var alveg að fíla mig – smá trans-dans í gangi. Þessi visuals sem voru í gangi fyrir aftan þá voru alveg að virka – hjálpuðu upp á að skapa góða stemningu. Þarf að verða mér út um diskinn þeirra – tékka hvort hann sé til sölu á Hotel Plaza eða kannski á netinu (skandall, sé þá ekki á gogoyoko). Þeir voru m.a.s. klappaðir upp, mjög gott.

Myndir segiru? Jú, jú… eitt eða tvö stykki:

Það er sko meira »

Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me