• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

I am official station

Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
You are here: Home / Archives for Iceland Airwaves

Iceland Airwaves

2019 – Tónlist & kvikmyndir

26. February, 2020 1 Comment

2019

Fyrst birt á Facebook 13. janúar 2020

Í kringum áramót er oft fróðlegt að líta yfir farinn veg. Mig langaði að taka saman árið 2019 – aðallega hvað varðar tónlist og kvikmyndir. 

Hress 2019 

Hinn árlegi tónlisti Hress 2019 er tilbúinn og aðgengilegur hérna á Spotify. 

“Plötuumslag” fyrir Hress 2019

Hérna eru öll lögin í handhægum spilara – greinin heldur svo áfram fyrir neðan 😅

Eins og svo oft áður þá eru sum lög hressari en önnur 😉 Þetta endaði í 39 lögum (2 klst. og 28 mín.). Fleiri lög en undanfarin ár, en samt ekki metið – árið 2010 voru jafnmörg lög á listanum og töluvert fleiri 2008 og 2009. 

Það kemur ekki á óvart að “Top Songs” hjá mér samkvæmt Spotify Wrapped eru öll af Hress 2019. 

Það kom mér hins vegar smá á óvart að The Bloody Beetroots væri “My Top Artist of the Decade” (reyndar ekki alveg allur áratugurinn þar sem ég byrjaði að nota Spotify 2013). Diplo er þarna #2 sem ég get vel trúað. Ég hefði líka alveg búist við að sjá Justice, The Prodigy og Steve Aoki á listanum. Gaman að sjá Booka Shade þarna sem ég sá einmitt live núna á Iceland Airwaves. 


Kvikmyndagagnrýni

Ég horfði á 68 kvikmyndir árið 2019. Allt saman skjalfest á https://www.officialstation.com/kvikmyndir – ég er kominn með 843 myndir í þennan gagnagrunn og meðalstjörnugjöfin fyrir allar þessar myndir er 6,58 (af 10). Ef við skoðum bara myndirnar sem ég sá árið 2019 er meðaltalið 6,38. 

Hérna má sjá fjölda kvikmynda per ár síðan ég byrjaði að skrásetja þetta: 

Fjöldi kvikmynda per ár

Ég var forvitinn að skoða hvernig dreifingin var á stjörnunum.

Lucky Number 7 er þarna sem algengasta stjörnugjöfin 😅 Mér finnst þetta nokkuð eðlileg dreifing – ég reyni að forðast að horfa á myndir sem mig grunar að séu lélegar 😉

En þetta var reyndar árið þar sem ég gaf fyrstu kvikmyndinni sem ég hef þraukað í gegnum eina stjörnu (sem sagt ekki bara hætt að horfa og þar af leiðandi ekki sett í gagnagrunninn minn). Myndin sem á þann vafasama heiður er Mandy með Nicolas Cage. Það var bara búið að hype-a þessa mynd svo mikið, mér fannst ég þurfa að tékka á henni (og var að vonast eftir að hún myndi skána eitthvað).

Þrátt fyrir að stjörnugjöf segi alls ekki allt þá eru hérna kvikmyndirnar sem ég gaf flestar stjörnur árið 2019:

9 stjörnur:

  • Joker
  • Avengers: Endgame

8 stjörnur:

  • Upgrade
  • 21 Bridges
  • The Irishman
  • Booksmart
  • Once Upon a Time in Hollywood
  • Long Shot
  • John Wick: Chapter 3 – Parabellum
  • Us
  • The Guilty
  • Captain Marvel

Svo er gott að minna á að hjá mér er þetta meira upplifunar-stjörnur frekar en gæða-stjörnur.


Búnir með poppið

Ég og Björn Jónsson settum í loftið nýtt hlaðvarp: Búnir með poppið. Okkur finnst ekki leiðinlegt að fara í bíó og okkur finnst ekki leiðinlegt að spjalla um kvikmyndir. Við höfðum verið að ræða það í nokkurn tíma að byrja með hlaðvarp um kvikmyndir og létum loks verða af því – þegar við vorum búnir að finna nafn á það 😅

Við erum búnir að taka upp níu þætti sem eru aðgengilegir meðal annars á Spotify og Apple Podcasts og ég hlakka til að taka upp fleiri þætti 🎙


Þar hafið þið það – einn vinkill af 2019 😄

Takk fyrir að lesa 🙏

Filed Under: Kvikmyndir, Projects, Tónlist Tagged With: annáll, Búnir með poppið, Bjössi, Diplo, gagnrýni, hress, Iceland Airwaves, Justice, Spotify, steve aoki, the bloody beetroots, the prodigy

Iceland Airwaves 2018

11. November, 2018 Leave a Comment

Nokkrar myndir frá Iceland Airwaves 2018.

[Read more…] about Iceland Airwaves 2018

Filed Under: Gallery, Ljósmyndir Tagged With: Iceland Airwaves, listasafn reykjavíkur, reykjavik art museum, tónleikar

Hress 2012: Stuð tónlist – meira partý, meira fjör :)

28. January, 2013 Leave a Comment

DJ Hannes: Hress 2012

(1 árs) DJ Hannes kynnir Hress 2012:

Þú verður að tékka á þessum lögum maaar!

Ég hef verið að búa til þessa Hress lista nokkuð lengi. Ég fór smá yfir uppruna þeirra í Hress 2007 færslunni.

Þetta er ekki árslisti, bara lög sem ég var að fíla þetta árið, sem mér fannst hress. Þannig að það geta alveg komið inn gömul lög – sum nokkra ára gömul, sum töluvert eldri :)

Lögin geta verið allt frá því að vera guilty pleasure mainstream lög yfir í að vera hart bassayfirgnæfandi elektró-surg. Þetta eru oft remix, af því að ég fíla þau og þau eru oft hressari en upprunalega lagið. Svo hjálpar líka að það er mikið af remix-um á The Hype Machine (sem ég fylgist vel með, jafnvel daglega).

Tæknin er æðisleg, Shazam og SoundHound hafa bjargað mér nokkrum sinnum þegar ég hef heyrt eitthvað gott lag í útvarpinu og vil vita hver er flytjandinn og hvað það heitir. Án þessara snilldar app-a þá væru ekki sum lögin á þessum lista.

Jæja, here we go. Hérna eru lögin:

Foster The People – Pumped Up Kicks (Gigamesh Remix)
Möguleiki að ég hafi heyrt þetta fyrst 2011, en í byrjun 2012 “uppgötvaði” ég að ég væri að fíla það í tætlur, gott groove, góð stemning, hressleiki :)
(SoundCloud link)

Úlfur Úlfur – Ég er farinn
Hresst íslenskt. Smá MSTRKRFT fílingur með dash af Chromeo.
(gogoyoko link)

Justice á Lollapalooza 2012

Justice – Ohio (Edgework Remix)
Justice maður! Það mætti alveg kalla þá kónga Hress listanna. Þeir hafa verið á Hress 2007, 2008, 2009 og 2011 – sem sagt næstum því á öllum Hress listum sem hafa verið gefnir út. Ég sá þá aftur live núna 2012 í Chicago á Lollapalooza tónlistarhátíðinni, gott partý, gott stuð :)

Mark Foster + A-Trak + Kimbra – Warrior
Mark Foster (úr Foster The People) mættur aftur með A-Trak. Nice.

Lana Del Rey – Blue Jeans (RAC Mix)
Gummi / gakera fær props fyrir þetta lag.

Flo Rida – Good Feeling
Lag sem ég var með í fyrra er mikið sample’að í þessu lagi… Levels með Avicii, sem sample’ar Something’s Got a Hold on Me með Etta James (sem lést í janúar 2012). Er að fíla þetta lag, kemur mér í gott skap. Hresst.

Diplo – Express Yourself Feat. Nicky Da B (Radio Edit)
Hlynur fær props fyrir þetta lag. Hann skellti myndbandinu á Facebook – sem er líka nokkuð hresst ;)

(SoundCloud link)

M.I.A. – Bad Girls
Austurlenskur fílingur – í takt við myndbandið sem er líka kúl:

Hot Chip – Flutes
Strákarnir í Hot Chip alltaf hressir :) Þeir voru líka á Hress 2007.

NSFW – Coconut
Mér finnst eitthvað svo skemmtilega mikið sumar í þessu. Viðeigandi þar sem lagið heitir “Kókoshneta” :)
(SoundCloud link)

Marky Mark – Good Vibration
Eitt old school – Mark Wahlberg í góðu stuði :) DJ Shuffle gróf þetta upp úr safninu.

Dragonette – Riot
Dragonette var á Hress 2011 með lagið Hello ásamt Martin Solveig. Hún er greinilega að gera góða hluti :)

Florence + The Machine á Lollapalooza

Florence + The Machine – Spectrum (Calvin Harris Remix)
Ég missti af Florence + The Machine þegar þau mættu á Iceland Airwaves, en ég sá þau live á Lollapalooza síðasta sumar.

Gossip – Perfect World (RAC Mix)
RAC með 2 remix á listanum. Vel gert. RAC stendur víst fyrir Remix Artist Collective.

Destiny’s Child – Say My Name (Don Winsley Remix)
Uppgötvaði þetta remix þegar ég var að hlusta á annað smooth remix eftir Cyril Hahn. The Hype Machine flokkar núna remix af sama laginu saman – þannig að þegar ég var búinn að hlusta á Cyril Hahn remix-ið byrjaði þetta (nokkuð hressara) remix hjá Don Winsley strax eftir.

Monsta – Where Did I Go (Dillon Francis & Kill Paris Remix)
Oft er maður með lög á Hress listunum frá tónlistarmönnum sem maður kannast ekkert við. En það er snilldin við Internetið – það er svo auðvelt að uppgötva nýja gullmola.
(SoundCloud link)

Blaz Roca & Ásgeir Trausti – Hvítir skór
Annað hresst íslenskt. Alveg hægt að segja að þetta lag komi manni í stuð :)

Labrinth – Earthquake (feat. Tinie Tempah & Busta Rhymes)
Þessi útgáfa með Busta Rhymes tekur þetta á allt annað level. Ég dýrka flæðið hjá Busta – hann er ótrúlegur :)

Tiësto vs. Diplo feat. Busta Rhymes – C’mon (Catch ‘Em By Surprise)
Jájá… annað lag þar sem Busta kemur sterkur inn. Snilldar þríeyki.

Mord Fustang vs. Basto – We Are Connected Rave (Dylan Sanders Re-Rub)
Annað lag frá tónlistarmönnum sem ég kannast ekki við. Rakst á þetta einhvers staðar á Netinu.

Axwell feat. Errol Reid – Nothing But Love For You (Radio Edit)
Gott vibe. Jolly. Smooth tónar. Gott stöff.

Þar höfum við það… Nú er bara að byrja setja saman í Hress 2013 :)

Tölfræði

Til gamans er hérna smá tölfræði yfir Hress listana og fjölda laga.

Hress 2007-2012

  • Hress 2007: 28 lög
  • Hress 2008: 77 lög
  • Hress 2009: 67 lög
  • Hress 2010: 39 lög
  • Hress 2011: 19 lög
  • Hress 2012: 21 lag

Í Hress 2011 færslunni var ég með vangaveltur varðandi að það væru færri lög á listanum en árin áður. En kringum 20 lög er bara fínn fjöldi held ég.

Endum færsluna eins og svo oft áður á random quote-inu:

Nein mann, Ich will noch nicht gehen

Filed Under: Tækni, Tónlist, Video Tagged With: A-Trak, app, Busta Rhymes, Calvin Harris, Chicago, Chromeo, Diplo, Florence + The Machine, Gummi, Hlynur, Hot Chip, hress, Iceland Airwaves, Justice, Lana Del Rey, Lollapalooza, M.I.A., MSTRKRFT, tölfræði, Tiësto

Iceland Airwaves 2012 – Dagur 2 – Löng biðröð, rok, kuldi og myndir

26. November, 2012 Leave a Comment

Áfram með smjörið, Iceland Airwaves 2012 er rétt að byrja ;) Eftir vinnuna (þar sem ég var að taka þátt í Ofurhetjudegi TM Software) skellti ég mér á Serrano til að fá mér smá mat áður en ég fór á “Music Production” námskeiðið (þar sem ég er að læra að búa til tónlist með Ableton Live). Það var búið kl. 20 og þá fór ég heim.

Ég gerði mig til – fór í Airwaves gallann ;) Þegar ég var kominn niður í bæ reyndist erfitt að finna bílastæði – þegar ég var að keyra um miðbæinn í leit að stæði keyrði ég fram hjá Listasafninu sem átti að vera fyrsta stoppið og þar var fáránlega löng röð (fram fyrir hornið á húsinu!). Sem kom mér smá á óvart af því að áður en ég lagði af stað tékkaði ég á biðraðamyndavélinni í Airwaves app-inu og þar var bara allt í góðu, engin röð. Málið var s.s. að feed-ið í iOS app-inu var ekki að virka :/

Þannig að ég hlammaði mér bara aftast í röðina. Hún hreyfðist smá og smá… þannig að ég hélt í vonina. Vinahópurinn var þarna inni og ég vildi gefa þessu séns – ekki mikið annað í gangi annars staðar sem ég hafði áhuga á, en hins vegar langaði mig svolítið að sjá Purity Ring sem voru á dagskrá á Listasafninu seinna um kvöldið.

Þetta endaði með að ég komst inn eftir ca. klukkutíma bið – I’ve had worse ;) Ef ég hefði ekki verið í dúnúlpu og með húfu og vettlinga þá hefði ég frosið í hel. Fólk var byrjað að tala um endaatriðið í Titanic – þegar fólk flaut frosið í sjónum ;)

Jæja, ég komst loks inn í hlýjuna :) Þar var Sóley að spila – ljúfir tónar, krúttlegt… Svo er hún nokkuð fyndin :) Eftir það komu Purity Ring – skemmtilegt elektró, ég var að fíla þetta. Skemmtilegt líka hvernig þau léku sér með ljós.

Næst var planið að skella sér í Hörpuna. Hlynur og Lalli voru reyndar eftir, en við Bjössi fórum út í óveðrið. Það var mikil svaðilför að hlaupa frá Listasafninu í Hörpuna – það var rosalega hvasst, það hvasst að gleraugun fuku af Bjössa! 5 metra eða svo… En hann náði þeim aftur.

Í Hörpu sáum við Of Monsters and Men – góðir tónleikar, krúttleg, þau kunna þetta – búin að vera æfa sig helling undanfarið :)

Í Hörpunni var ein Airwaves “hefð” sem maður sér ár eftir ár – tveir gaurar með fána þar sem stendur “LOST”. Maður sér þá yfirleitt í Listasafninu, en þeim finnst örugglega líka hentugt að vera í Hörpunni – fín lofthæð ;) Núna virðast þeir hafa breytt fánanum aðeins og skrifað “FOUND” aftan á. Ég spjallaði smá við þá í fyrra – mig minnir að þeir séu frá Bretlandi og þetta ætti að vera 7. árið sem þeir mæta á Iceland Airwaves.

Fimmtudagskvöldið var ekki mikið lengra og þá var það bara að hætta sér aftur út í ofsaveðrið til að komast heim. Það bjargaði mér algjörlega að Bjössi keyrði mig að bílnum mínum ;) Hann var s.s. lagður mun nær Hörpunni en ég.

Hérna eru svo nokkrar ljósmyndir frá öðrum degi Airwaves ’12:

[Read more…] about Iceland Airwaves 2012 – Dagur 2 – Löng biðröð, rok, kuldi og myndir

Filed Under: Gallery, Ljósmyndir, Tónlist Tagged With: biðröð, Bjössi, harpa, Hlynur, Iceland Airwaves, Lalli, listasafn reykjavíkur, Of Monsters and Men, tónleikar, TM Software, vinnan

Iceland Airwaves 2012 – Dagur 1 – Nokkrar myndir

1. November, 2012 Leave a Comment

Iceland Airwaves 2012 er byrjað! Fyrsta stoppið var fyrir utan Iðnó. Nokkrir úr vinahópnum ætluðu að tékka á tónleikunum hjá Pascal Pinon og Sóley þannig að þetta hljómaði eins og góður staður til að byrja. En þegar ég mætti var nokkuð löng fyrir utan. Það liðu reyndar 1-2 mínútur þangað til ég áttaði mig á að Hlynur væri fyrir framan mig í röðinni ;) Við biðum þarna í smá stund, svo bættust við Lalli, Sigga, Kristín og Sara. Röðin var ekkert að hreyfast – húsið fullt.

Smátt og smátt beiluðum við á þessu og fórum á Þýska barinn. Þegar ég mætti tók Katrín heimsflakkari á móti mér. Óttar mætti svo stuttu seinna. Á Þýska sá ég Gabríel ásamt gestum (Opee, Unnsteinn, Valdimar…) – nokkuð gott. Bjössi slóst ferskur í hópinn okkar. Næst var það norska hljómsveitin Highasakite – ágætis stöff, alveg hægt að dilla sér, en ekkert brillíant. Eftir það kom Þórunn Antonía (og Berndsen) – frekar stutt sett, en fjörugt.

Svo var það lokaatriði kvöldins, Ásgeir Trausti (og félagar) – hugljúfir tónar, fínasta leið til að enda day one af Iceland Airwaves ’12.

Hér eru svo nokkrar (útvaldar) myndir sem ég tók:

[Read more…] about Iceland Airwaves 2012 – Dagur 1 – Nokkrar myndir

Filed Under: Gallery, Ljósmyndir, Tónlist Tagged With: Óttar, Þýski barinn, Bjössi, Hlynur, Iceland Airwaves, Katrín, KBS, Lalli, Sara, Sigga, tónleikar

Aw yeah! Let’s do this! The best week of every year is upon us :) #airwaves12

29. October, 2012 Leave a Comment

Aw yeah! Let's do this! The best week of every year is upon us :) #airwaves12
via Instagram

Filed Under: Farsímamyndir Tagged With: Iceland Airwaves, Instagram

  • Go to page 1
  • Go to page 2
  • Go to page 3
  • Interim pages omitted …
  • Go to page 7
  • Go to Next Page »

Primary Sidebar

Leita að efni

Þetta helsta

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me

Önnur verkefni

  • Bulby – Creativity App
  • Don Comodo – Bolir o.s.frv.

Copyright © 2023 Hannes · Hafðu samband / Contact me

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
 

Loading Comments...