Fyrst birt á Facebook 13. janúar 2020
Í kringum áramót er oft fróðlegt að líta yfir farinn veg. Mig langaði að taka saman árið 2019 – aðallega hvað varðar tónlist og kvikmyndir.
[Read more…] about 2019 – Tónlist & kvikmyndirLjósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)
Fyrst birt á Facebook 13. janúar 2020
Í kringum áramót er oft fróðlegt að líta yfir farinn veg. Mig langaði að taka saman árið 2019 – aðallega hvað varðar tónlist og kvikmyndir.
[Read more…] about 2019 – Tónlist & kvikmyndirNokkrar myndir frá Iceland Airwaves 2018.
(1 árs) DJ Hannes kynnir Hress 2012:
Þú verður að tékka á þessum lögum maaar!
Ég hef verið að búa til þessa Hress lista nokkuð lengi. Ég fór smá yfir uppruna þeirra í Hress 2007 færslunni.
Þetta er ekki árslisti, bara lög sem ég var að fíla þetta árið, sem mér fannst hress. Þannig að það geta alveg komið inn gömul lög – sum nokkra ára gömul, sum töluvert eldri :)
Lögin geta verið allt frá því að vera guilty pleasure mainstream lög yfir í að vera hart bassayfirgnæfandi elektró-surg. Þetta eru oft remix, af því að ég fíla þau og þau eru oft hressari en upprunalega lagið. Svo hjálpar líka að það er mikið af remix-um á The Hype Machine (sem ég fylgist vel með, jafnvel daglega).
Tæknin er æðisleg, Shazam og SoundHound hafa bjargað mér nokkrum sinnum þegar ég hef heyrt eitthvað gott lag í útvarpinu og vil vita hver er flytjandinn og hvað það heitir. Án þessara snilldar app-a þá væru ekki sum lögin á þessum lista.
Jæja, here we go. Hérna eru lögin:
Foster The People – Pumped Up Kicks (Gigamesh Remix)
Möguleiki að ég hafi heyrt þetta fyrst 2011, en í byrjun 2012 “uppgötvaði” ég að ég væri að fíla það í tætlur, gott groove, góð stemning, hressleiki :)
(SoundCloud link)
Úlfur Úlfur – Ég er farinn
Hresst íslenskt. Smá MSTRKRFT fílingur með dash af Chromeo.
(gogoyoko link)
Justice – Ohio (Edgework Remix)
Justice maður! Það mætti alveg kalla þá kónga Hress listanna. Þeir hafa verið á Hress 2007, 2008, 2009 og 2011 – sem sagt næstum því á öllum Hress listum sem hafa verið gefnir út. Ég sá þá aftur live núna 2012 í Chicago á Lollapalooza tónlistarhátíðinni, gott partý, gott stuð :)
Mark Foster + A-Trak + Kimbra – Warrior
Mark Foster (úr Foster The People) mættur aftur með A-Trak. Nice.
Lana Del Rey – Blue Jeans (RAC Mix)
Gummi / gakera fær props fyrir þetta lag.
Flo Rida – Good Feeling
Lag sem ég var með í fyrra er mikið sample’að í þessu lagi… Levels með Avicii, sem sample’ar Something’s Got a Hold on Me með Etta James (sem lést í janúar 2012). Er að fíla þetta lag, kemur mér í gott skap. Hresst.
Diplo – Express Yourself Feat. Nicky Da B (Radio Edit)
Hlynur fær props fyrir þetta lag. Hann skellti myndbandinu á Facebook – sem er líka nokkuð hresst ;)
M.I.A. – Bad Girls
Austurlenskur fílingur – í takt við myndbandið sem er líka kúl:
Hot Chip – Flutes
Strákarnir í Hot Chip alltaf hressir :) Þeir voru líka á Hress 2007.
NSFW – Coconut
Mér finnst eitthvað svo skemmtilega mikið sumar í þessu. Viðeigandi þar sem lagið heitir “Kókoshneta” :)
(SoundCloud link)
Marky Mark – Good Vibration
Eitt old school – Mark Wahlberg í góðu stuði :) DJ Shuffle gróf þetta upp úr safninu.
Dragonette – Riot
Dragonette var á Hress 2011 með lagið Hello ásamt Martin Solveig. Hún er greinilega að gera góða hluti :)
Florence + The Machine – Spectrum (Calvin Harris Remix)
Ég missti af Florence + The Machine þegar þau mættu á Iceland Airwaves, en ég sá þau live á Lollapalooza síðasta sumar.
Gossip – Perfect World (RAC Mix)
RAC með 2 remix á listanum. Vel gert. RAC stendur víst fyrir Remix Artist Collective.
Destiny’s Child – Say My Name (Don Winsley Remix)
Uppgötvaði þetta remix þegar ég var að hlusta á annað smooth remix eftir Cyril Hahn. The Hype Machine flokkar núna remix af sama laginu saman – þannig að þegar ég var búinn að hlusta á Cyril Hahn remix-ið byrjaði þetta (nokkuð hressara) remix hjá Don Winsley strax eftir.
Monsta – Where Did I Go (Dillon Francis & Kill Paris Remix)
Oft er maður með lög á Hress listunum frá tónlistarmönnum sem maður kannast ekkert við. En það er snilldin við Internetið – það er svo auðvelt að uppgötva nýja gullmola.
(SoundCloud link)
Blaz Roca & Ásgeir Trausti – Hvítir skór
Annað hresst íslenskt. Alveg hægt að segja að þetta lag komi manni í stuð :)
Labrinth – Earthquake (feat. Tinie Tempah & Busta Rhymes)
Þessi útgáfa með Busta Rhymes tekur þetta á allt annað level. Ég dýrka flæðið hjá Busta – hann er ótrúlegur :)
Tiësto vs. Diplo feat. Busta Rhymes – C’mon (Catch ‘Em By Surprise)
Jájá… annað lag þar sem Busta kemur sterkur inn. Snilldar þríeyki.
Mord Fustang vs. Basto – We Are Connected Rave (Dylan Sanders Re-Rub)
Annað lag frá tónlistarmönnum sem ég kannast ekki við. Rakst á þetta einhvers staðar á Netinu.
Axwell feat. Errol Reid – Nothing But Love For You (Radio Edit)
Gott vibe. Jolly. Smooth tónar. Gott stöff.
Þar höfum við það… Nú er bara að byrja setja saman í Hress 2013 :)
Til gamans er hérna smá tölfræði yfir Hress listana og fjölda laga.
Í Hress 2011 færslunni var ég með vangaveltur varðandi að það væru færri lög á listanum en árin áður. En kringum 20 lög er bara fínn fjöldi held ég.
Endum færsluna eins og svo oft áður á random quote-inu:
Nein mann, Ich will noch nicht gehen
Áfram með smjörið, Iceland Airwaves 2012 er rétt að byrja ;) Eftir vinnuna (þar sem ég var að taka þátt í Ofurhetjudegi TM Software) skellti ég mér á Serrano til að fá mér smá mat áður en ég fór á “Music Production” námskeiðið (þar sem ég er að læra að búa til tónlist með Ableton Live). Það var búið kl. 20 og þá fór ég heim.
Ég gerði mig til – fór í Airwaves gallann ;) Þegar ég var kominn niður í bæ reyndist erfitt að finna bílastæði – þegar ég var að keyra um miðbæinn í leit að stæði keyrði ég fram hjá Listasafninu sem átti að vera fyrsta stoppið og þar var fáránlega löng röð (fram fyrir hornið á húsinu!). Sem kom mér smá á óvart af því að áður en ég lagði af stað tékkaði ég á biðraðamyndavélinni í Airwaves app-inu og þar var bara allt í góðu, engin röð. Málið var s.s. að feed-ið í iOS app-inu var ekki að virka :/
Þannig að ég hlammaði mér bara aftast í röðina. Hún hreyfðist smá og smá… þannig að ég hélt í vonina. Vinahópurinn var þarna inni og ég vildi gefa þessu séns – ekki mikið annað í gangi annars staðar sem ég hafði áhuga á, en hins vegar langaði mig svolítið að sjá Purity Ring sem voru á dagskrá á Listasafninu seinna um kvöldið.
Þetta endaði með að ég komst inn eftir ca. klukkutíma bið – I’ve had worse ;) Ef ég hefði ekki verið í dúnúlpu og með húfu og vettlinga þá hefði ég frosið í hel. Fólk var byrjað að tala um endaatriðið í Titanic – þegar fólk flaut frosið í sjónum ;)
Jæja, ég komst loks inn í hlýjuna :) Þar var Sóley að spila – ljúfir tónar, krúttlegt… Svo er hún nokkuð fyndin :) Eftir það komu Purity Ring – skemmtilegt elektró, ég var að fíla þetta. Skemmtilegt líka hvernig þau léku sér með ljós.
Næst var planið að skella sér í Hörpuna. Hlynur og Lalli voru reyndar eftir, en við Bjössi fórum út í óveðrið. Það var mikil svaðilför að hlaupa frá Listasafninu í Hörpuna – það var rosalega hvasst, það hvasst að gleraugun fuku af Bjössa! 5 metra eða svo… En hann náði þeim aftur.
Í Hörpu sáum við Of Monsters and Men – góðir tónleikar, krúttleg, þau kunna þetta – búin að vera æfa sig helling undanfarið :)
Í Hörpunni var ein Airwaves “hefð” sem maður sér ár eftir ár – tveir gaurar með fána þar sem stendur “LOST”. Maður sér þá yfirleitt í Listasafninu, en þeim finnst örugglega líka hentugt að vera í Hörpunni – fín lofthæð ;) Núna virðast þeir hafa breytt fánanum aðeins og skrifað “FOUND” aftan á. Ég spjallaði smá við þá í fyrra – mig minnir að þeir séu frá Bretlandi og þetta ætti að vera 7. árið sem þeir mæta á Iceland Airwaves.
Fimmtudagskvöldið var ekki mikið lengra og þá var það bara að hætta sér aftur út í ofsaveðrið til að komast heim. Það bjargaði mér algjörlega að Bjössi keyrði mig að bílnum mínum ;) Hann var s.s. lagður mun nær Hörpunni en ég.
Hérna eru svo nokkrar ljósmyndir frá öðrum degi Airwaves ’12:
[Read more…] about Iceland Airwaves 2012 – Dagur 2 – Löng biðröð, rok, kuldi og myndir
Iceland Airwaves 2012 er byrjað! Fyrsta stoppið var fyrir utan Iðnó. Nokkrir úr vinahópnum ætluðu að tékka á tónleikunum hjá Pascal Pinon og Sóley þannig að þetta hljómaði eins og góður staður til að byrja. En þegar ég mætti var nokkuð löng fyrir utan. Það liðu reyndar 1-2 mínútur þangað til ég áttaði mig á að Hlynur væri fyrir framan mig í röðinni ;) Við biðum þarna í smá stund, svo bættust við Lalli, Sigga, Kristín og Sara. Röðin var ekkert að hreyfast – húsið fullt.
Smátt og smátt beiluðum við á þessu og fórum á Þýska barinn. Þegar ég mætti tók Katrín heimsflakkari á móti mér. Óttar mætti svo stuttu seinna. Á Þýska sá ég Gabríel ásamt gestum (Opee, Unnsteinn, Valdimar…) – nokkuð gott. Bjössi slóst ferskur í hópinn okkar. Næst var það norska hljómsveitin Highasakite – ágætis stöff, alveg hægt að dilla sér, en ekkert brillíant. Eftir það kom Þórunn Antonía (og Berndsen) – frekar stutt sett, en fjörugt.
Svo var það lokaatriði kvöldins, Ásgeir Trausti (og félagar) – hugljúfir tónar, fínasta leið til að enda day one af Iceland Airwaves ’12.
Hér eru svo nokkrar (útvaldar) myndir sem ég tók:
[Read more…] about Iceland Airwaves 2012 – Dagur 1 – Nokkrar myndir
via Instagram