
Enn annað viðburðaríkt ár 🙏 Eins og ég gerði fyrir 2021 og 2020 (og að vissu leyti 2019) þá eru hérna nokkrir eftirminnilegir 2022 atburðir.
[Read more…] about 2022 í baksýnisspeglinumLjósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)
Enn annað viðburðaríkt ár 🙏 Eins og ég gerði fyrir 2021 og 2020 (og að vissu leyti 2019) þá eru hérna nokkrir eftirminnilegir 2022 atburðir.
[Read more…] about 2022 í baksýnisspeglinumEins og ég gerði í fyrra þá langaði mig að stuttlega taka saman nokkur eftirminnileg atriði fyrir 2021.
[Read more…] about 2021 – stiklað á stóruMér finnst gaman að renna í gegnum gamlar færslur þar sem er verið að rifja upp árið, þannig að ég ætla að punkta niður nokkur atriði sem mér finnst vert að nefna að gerðust árið 2020 – en þetta á alls ekki að grípa allt, er pottþétt að gleyma einhverju merkilegu 😅
[Read more…] about 2020 í baksýnisspeglinumFyrst birt á Facebook 13. janúar 2020
Í kringum áramót er oft fróðlegt að líta yfir farinn veg. Mig langaði að taka saman árið 2019 – aðallega hvað varðar tónlist og kvikmyndir.
[Read more…] about 2019 – Tónlist & kvikmyndirÉg er aðallega að setja þetta inn fyrir mig, til að punkta hjá mér það helsta sem gerðist til að rifja upp seinna. Þannig að það skiptir ekki máli að þetta birtist ~12 mánuðum of seint ;) ..og til að flýta fyrir þá er ég frekar stuttorður varðandi sum atriði. Ef einhverjir þarna úti hafa áhuga að fá að vita nánar um eitthvað þá bara láta vita. Ég fjalla með glöðu geði nánar um það sem fólk er forvitið um :)
Snemma á árinu bjó ég til The Big List of Icelandic Developers. Þessi listi fékk smá athygli og ég er ennþá að fá beiðnir frá fólki sem vill komast á listann. Það er gaman að vinna í svona litlum hliðarverkefnum sem fólk er að fíla og deilir með vinum sínum. Svipað og með Hvað eru vinir þínir að fíla á flickmylife.com? sem ég gerði árið áður.
Ég keypti mér iPhone 4 í febrúar. Að hlutur geti breytt lífi manns er kannski stórt til orða tekið… en samt, það að fá sér snjallsíma/iPhone hefur klárlega breytt lífinu mínu að mörgu leyti.
Við Birna fórum í Eitt fjall á mánuði. Við stunduðum það eftir hentugleika ;) Maður komst ekki alltaf – var t.d. alltaf upptekinn á laugardögum um haustið/veturinn (sjá fyrir neðan). En við fórum t.d. upp á Eyrarfjall í Kjós.
Ég hélt minn fyrsta “opinbera” (s.s. ekki bara fyrir vinnu- eða skólafélaga) fyrirlestur hjá Ský 2. mars 2011 á ráðstefnu um leitarvélar. Ég var smá stressaður, en það gekk bara nokkuð vel fannst mér. Hérna eru glærurnar:
Ég byrjaði á Everyday verkefninu 21. mars 2011. Eitt af myndböndunum sem ég bjó til vakti athygli þeirra sem standa bakvið app-ið sem ég nota og ég fékk skemmtileg hrós frá þeim :)
Hérna er 10 mánaða útgáfan:
Keypti mér nýjan bíl í apríl: Suzuki Grand Vitara, 2005 árgerð. Seldi Póló-inn, búinn að eiga hann í 4 ár. Þeir hjá Bílalíf voru alveg skuggalega fljótir að selja bílinn – og ég fékk uppsett verð. Very nice :) “Súkkan” er búin að standa sig mjög vel. Mjög smooth að keyra hann og lítið sem ekkert vesen.
Í júní fór ég til Kanada (í fyrsta skipti!) með Birnu og fjölskyldu hennar. Nánar tiltekið til Halifax. Mjög fínt frí. Vorum bara að tjilla og leika okkur, túristast og slæpast. Við vorum með bílaleigubíl og keyrðum smá um Nova Scotia – m.a. til Peggys Cove. Villtumst reyndar smá á leiðinni, en það var bara skemmtilegt ævintýri :)
Birna fór til Indlands í 7 vikur. Það var smá spes – mjög gaman þegar hún kom aftur heim :D
Gekk Laugaveginn með hluta af Þotuliðinu (húrra fyrir mér!). Þetta tók á, sérstaklega síðasta daginn. En þetta var ævintýri og rosalega fallegt þarna. Til að fagna þessum merka áfanga bjó ég til smá verðlaunaskjal fyrir mig :)
Fór á Bræðsluna í fyrsta skipti með góðum hópi (ROAD TRIP!). Ég hélt upp á afmælið mitt þar – um daginn fórum við nokkur saman í smá hliðar road trip og urðum næstum því bensínlaus lengst uppi á fjalli! Skemmtilega klikkað ævintýri ;) Við stoppuðum bílinn þegar við þorðum ekki lengra og böðuðum okkur í læk þar nálægt. Heimferðin reyndi á taugarnar – KOMUMST VIÐ HEIM?! ;)
Fór á Þjóðhátið með crew-inu. Mér fannst skemmtilegra árið áður, kannski af því að það var stærri hópur og fyrsta Þjóðhátíðin hjá mörgum, meiri spenna.
Það mætti segja að Úlfur úlfur með Berndsen & Bubba hafi verið sumarlagið 2011. Mikið spilað.
Í ágúst þurfti ég að ákveða hvort ég ætti að gerast CTO hjá sprotafyrirtæki og flytja til San Francisco. Frekar erfið ákvörðun – kostir og gallar… Spennandi tækifæri, en ég endaði á því að hafna tilboðinu. Hentaði mér ekki alveg.
Ég settist aftur á skólabekk – fór í námsbraut í Opna háskólanum í HR sem nefnist Markaðssamskipti og almannatengsl. Það var mjög gaman. Spennandi og krefjandi (það reyndi á að vera í nokkuð tímafreku námi og fullri vinnu). Það var kennt miðvikudagskvöld og laugardagsmorgna. Þannig að maður komst eiginlega ekki í fleiri fjallgöngur þar sem þær voru alltaf á laugardögum.
Í september flutti ég inn til Birnu. Yay! :)
Ég gerðist tímabundið fréttaljósmyndari fyrir dv.is ;) Tveir gaurar reyndu að stela bíl sem var í gangi á bensínstöðinni fyrir utan vinnuna. Við heyrðum lætin þegar þeir bökkuðu á staur og eigandi bílsins fór að hrópa. Fólk nálægt handsamaði strákana. Svo kom lögreglan. Ég tók nokkrar myndir á símann minn og setti á Twitter:
Allt að gerast á Borgartúni. 2 gaurar reyndu að ræna bíl, klesstu á staur og hlupu í burtu. Citizen arrest. twitpic.com/6hvu1d
— Hannes (@officialstation) September 8, 2011
Blaðamaður hjá DV sem er að fylgjast með mér á Twitter hafði samband og spurði hvort þeir mættu nota myndina mína :) Ég leyfði það og myndin mín var notuð með fréttinni.
Meira tengt vinnunni – Ég vann að því að gefa út fyrstu útgáfuna af The Tempo Times. Ég var aðstoðarritstjóri og leiddi þetta verkefni að vissu leyti. Þetta var blað sem við notuðum til að kynna tímaskráningarkerfið Tempo. Blaðinu var dreift út um allt, m.a. á ráðstefnu í London.
Teymið mitt vann Ofurhetjudaginn hjá TM Software. Verkefnið sem við unnum að var vefverslun og ég sá um að búa til mobile útgáfu af henni.
Í október var ég kjörinn í stjórn SVEF. Ég var reyndar sjálfkjörinn þar sem það voru alveg passlega margir sem buðu sig fram ;) Skemmtilegt að hlúa að vefiðnaðinum (af því að ég elska Internetið). Við erum m.a. að skipuleggja Íslensku vefverðlaunin, vinnusmiðjur og fyrirlestra/bjórkvöld.
Ég lék í auglýsingu fyrir Íslandsbanka. My 15 seconds of fame ;) Eða meira svona 10 sekúndur í byrjun á þessu myndbandi:
Smá skrýtið reyndar hvernig þeir breyttu útlitinu á þessu (birta, contrast…). En já, það var svolítið síðan að ég spáði í þessum brandara þegar ég sá að Íslandsbanki var með þennan leik um besta sparnaðarráðið. Ég rifjaði upp brandarann og sendi hann inn :)
Brandarinn er s.s. sá að í staðinn fyrir að kaupa 55″ sjónvarp þá getur þú keypt 32″ sjónvarp og bara fært sófann nær ;) Þá virðist myndin vera jafn stór og á 55″ sjónvarpi.
Þetta var valið eitt af frumlegustu hugmyndunum og notað m.a. í fréttatilkynningunni.
Ég var að lesa ýmsar bækur, t.d.:
Ég horfði á 66 kvikmyndir árið 2011. Árið 2010 horfði ég á 78 kvikmyndir. Það er hægt að sjá kvikmyndagagnrýnina fyrir þessar myndir hér.
Samkvæmt your.flowingdata fór ég 8 sinnum í klippingu árið 2011 og kostaði það mig 31.700 kr (að meðaltali 3962,50 kr. hver klipping).
Þannig var nú það… 2011 í hnotskurn :)
Jááá… 2010 bara búið. Mér fannst 2010 kúl ár. Twenty ten. MMX.
Spurning að taka smá recap/upprifjun/annál… hvað var ég að gera árið 2010? Hvað er minnisstæðast?
Hmm… gerðist ekkert merkilegt fyrri hluta 2010? Ja, jú, ég skipti úr PC yfir í Mac. Back to the roots – fyrstu tölvurnar sem ég lék mér í (þegar ég var kannski svona ~6 ára) voru Macintosh. Þessi skipting hefur bara reynst mjög vel, ég sé ekki ennþá eftir því ;) En Mac OS X hefur vissulega sína kosti og galla eins og Windows.
Búinn að klippa nokkur skemmtileg myndbönd á fína Makkanum mínum. Stoltastur af “Afmæli 2009” myndbandinu:
Ég get horft á þetta aftur og aftur, þetta er svo mikil snilld :)
Ég splæsti í Vimeo Plus þannig að fólk getur smellt á “HD” til að horfa á HD útgáfuna (ef hún er ekki nú þegar virk) og skellt þessu í fullscreen.
Já, síðan um vorið byrjaði ég að stunda hot yoga. Það var frekar skrítið fyrst og fyrstu tímarnir tóku á – að venjast þessum hita (yfirleitt 39° og svona 48% raki) og að svitna svona rosalega. En mér finnst þetta algjör snilld. Þetta er sérstaklega gott til að styrkja bakið og minnka þessa þrálátu bakverki. Síðan er ég ekki frá því að þetta hjálpi við að vinna á ofnæminu (augun) – það og/eða að nota nálastungudýnuna reglulega. Þetta er líka fínasta detox – um að gera að hreinsa líkamann reglulega. Þetta á líka að hafa ýmsa aðra kosti – styrkja hin og þessi líffæri… Ég mæli með þessu.
Í júní skellti ég mér með nokkrum eðalsveinum til New York. Þetta var vægast sagt legendary ferð. Við vorum þarna í 17 daga í íbúð sem við leigðum okkur í Brooklyn. Þvílíkar sögur. Þvílíkar minningar. 230 Fifth, anyone? ;) Mjög gott. New York er klárlega uppáhaldsborgin mín. Ég skrifaði líka grein sem ég er nokkuð stoltur af: Hvað á ég að gera í New York?
Sumarpartý. Já, það var alveg eitt eða tvö partý um sumarið. En ekki hvað? Grill, léttklætt sexy fólk, fjör, bústaðir… Eina leiðin. Það er algjör snilld þegar maður ráfar út af Kaffibarnum og það er bjart úti :)
Ég hélt líka nokkuð gott afmælispartý þótt ég segi sjálfur frá :) Partýtjald og læti.
Ég tók nokkrar myndir um sumarið.
Um sumarið fórum við líka að snorkla í Silfru. Eftir það hoppuðum við út í:
Gott fjör :)
Ég skellti mér til Vestmannaeyja um Verslunarmannahelgina á Þjóðhátíð í fyrsta skipti með New York crew-inu + Bjössa og Jonna. Leigðum okkur íbúð – “Partýhofið”. Mjög gaman. Góð stemning, gott fjör. Fyrir utan alveg í lokinn síðasta kvöldið þar sem var ráðist á mig. Það kastaði s.s. einhver flugeldi í átt að mér og hann skaust með þvílíkum krafti undir hnéð (er ennþá með ör) og sprakk með þvílíkum látum (að öllum líkindum “signal” eða álíka sprengja). Að ég hafi verið í adrenalínsjokki er vægt til orða tekið – ég var stjörnuvitlaus af bræði.
Skemmtilegasti menningarviðburður á Íslandi ár hvert. Eins og ég sagði á Facebook: “Iceland Airwaves er mitt Ramadan/Yom Kippur/páskar… þetta er svo mikil snilld. Þetta er heilög hátíð.”. Alltaf fjör. Lifandi tónlist er best. Biðraðir eru reyndar ekki best. Alltaf gaman að uppgötva nýja og skemmtilega tónlist. Blogg + myndir: Dagur 1, 2, 3, 4 og 5.
Ég tók þátt í Startup Weekend í nóvember og teymið mitt vann að KinWins verkefninu. Við gerðum okkur lítið fyrir og unnum keppnina! :) + Besta teymið (“best team effort”). Við unnum reyndar ekki netkosninguna í Global Startup Battle :( En við ætlum að halda áfram að vinna í þessu verkefni.
Fyrir nokkrum árum (2008) skráði ég lénið whentumblrisdown.com (fékk innblástur frá whentwitterisdown.com og öðrum single-serving vefsíðum). Ég hef verið smá og smá að vinna í þessu – bara að leika mér. Fólk hefur verið að rekast á þetta og Tumblr notendur virðast vera að fíla þetta miðað við það sem ég sé (fólk að pósta uppáhalds setningunum sínum á Tumblr og Twitter, deila á Facebook…).
Ég tek alltaf eftir “spike” í umferð á síðuna þegar Tumblr er í alvörunni niðri. En 6. desember 2010 fór allt í rugl – tumblr.com (og allar síður hýstar af Tumblr) lágu niðri í 24+ klst. En ég “græddi” aldeilis á því :) Heimsóknir á vefinn fóru að hrannast inn og virtir fjölmiðlar eins og Los Angeles Times, TIME.com, The Atlantic, The Huffington Post og The Next Web voru að vísa á síðuna mína.
Fyrir utan allar hinar síðurnar (hundruðir!) sem eru að benda á WhenTumblrIsDown.com – meðal annars “Tumblr celebs” sem ég er að vísa í á síðunni: Yimmy Yayo, Hype Machine crew, topherchris, Coke Talk…
Ég endaði með að fá yfir 100.000 heimsóknir (StatCounter taldi reyndar tæplega 300.000 unique visitors) og 1,2 milljón síðuflettingar (e. pageviews) á mjög stuttum tíma. Ég fékk meira að segja spons: Iceland wants to be your friend keypti auglýsingaborða á síðunni í nokkra daga.
Það eru komin tæplega 12.000 likes/comments/shares á síðuna. Mér finnst það nokkuð gott :)
Já, síðan hitti ég Birnu :) Ef það var ekki augljóst nú þegar, þá dýrka ég Kaffibarinn :D
—
Þetta er svona helsta sem gerðist 2010 (sem ég man eftir í augnablikinu).
Einn kostur við að halda úti svona bloggi er að maður er að varðveita minningar, hvað maður var að gera hverju sinni… En ég er kannski ekki nógu duglegur við að nota þetta sem “dagbók” – segja hvað ég hef verið að gera undanfarið. Ég gerði það aðeins meira fyrir nokkrum árum… kannski ætti ég að gera meira af því. Bara örstuttar færslur.
Nú er maður líka að setja mikið af upplýsingum inn á Twitter/Facebook… ætti maður að reyna varðveita það? Ég ætlaði alltaf að setja upp einhvers konar Twitter safn/archive. Kannski ætti ég að drífa í því. Ég set oft eitthvað á Twitter sem hefði annars farið í stutta bloggfærslu (eða ekki).
Ég horfði víst á 78 kvikmyndir árið 2010. Ágætur árangur. Ég horfði reyndar á 100 myndir 2009. Ég skrifaði samviskusamlega örstutta kvikmyndagagnrýni fyrir allar þessar myndir.
Ég las nokkrar bækur… ekki alveg viss hversu margar nákvæmlega. Ég þyrfti kannski að fara skrá það betur hjá mér… nota goodreads (meira) eða eitthvað annað.
Þær bækur sem ég man eftir:
Rework
– Áhugaverðar pælingar varðandi vinnuna/rekstur á fyrirtækjum. Góðir punktar. Fljótlesin.
Snuff
– Chuck Palahniuk er alltaf skemmtilega twisted. Samt ekki besta bókin hans.
Pygmy
– Önnur bók eftir Chuck Palahniuk. Frekar skrítin, hún var öll skrifuð í Engrish. En hún var spennandi.
Crush It!
– Maður finnur alveg kraftinn í Gary Vaynerchuk í gegnum þessa bók. Las hana á frekar stuttum tíma – skemmtilegt að lesa hana. Áhugaverð, þótt það var verið að fara yfir mikið af atriðum sem ég vissi nú þegar (vinna að áhugamálinu þínu og nota social media).
Twitter Wit: Brillance in 140 Characters or Less
– Brandarar á Twitter. Ágætlega fyndin.
Shit My Dad Says
– Bókin sem varð til út af @shitmydadsays. Mikið af skemmtilegum og fyndnum sögum + lífsspeki (life lessons).
…fyrir utan allar bækurnar sem ég las að hluta til (forritunarbækur, fiction, non-fiction…). Á t.d. ennþá eftir að klára Linchpin.
Bætt við: Já, ég má ekki gleyma bókunum sem ég les í vinnunni. Ég held alveg örugglega að ég hafi klárað að lesa Sexy Web Design: Creating Interfaces that Work árið 2010.
En, já… svona það helsta um árið 2010. Mjög gott ár.
Ég hef á tilfinningunni að árið 2011 verði jafnvel enn betra :)
Eitt af því sem er spennandi að gerast 2011 er að ég ætla að opna vefverslunina Don Comodo – nánar um það síðar ;)
Rich, cool, smart, handsome